Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 EKKI NÓGU DJARFT PRESSAN 15 LEKKLIST Allar syndir mínar „Þeir sem sáu Tartuffe ífyrra vita hvað Þór Tulinius getur gertþegar hannfœr tcekifœri til, en þessa sýningu vantar þó þann neista eða innsœi sem einkennir leikstjórn hans. “ „Það Sem ég var að sækjast eftir var undrun yfir þeirri staðreynd, að afleiðingar gerða mannsins eru jafnraun- verulegar og gerðirnar sjálf- ar,“ segir Arthur Miller um leikrit sitt Allir synir mínir. En líkt og Ibsen, sem hafði gífurleg áhrif á hann, hefur Miller mikinn áhuga á að komast til botns í hvað veldur ákveðnum harmleik og hvernig menn skilja ábyrgð sína á hugsanlegum og raun- verulegum afleiðingum hans. Joe Keller er maður sem á mjög erfitt með að skilja að hann er ábyrgur gagnvart samfélaginu, aðallega vegna þess að hann elskar fjölskyldu sína svo mikið og hefur alltaf hugsað fyrst og fremst um hana. Undir lokin skynjar hann að hann hefur gert eitt- hvað sem veldur því að synir hans hata hann og kemst að þeirri niðurstöðu að Iíf sitt sé einskis virði. Sýning Þjóðleikhússins á þessu merka verki Millers reynir að takast á við hug- myndir hans um glæp, ábyrgð, fjölskyldutengsl og fleira, og allt sem þau mál snertir er prýðilega vel túlkað. Hins vegar falla pælingar Millers um hvar Joe Keller standi gagnvart samfélaginu svolítið í skuggann af fjöl- skylduharmleiknum, þannig að ákvörðunin sem Keller tekur í lok verksins virkar sem hetjuskapur frekar en aumingjaskapur. Ég er ekki að segja að þessi túlkun sé röng, heldur að endirinn á verlanu sé flóknari en við sjá- um hér og mér finnst hún leysa atburðarásina án þess að leysa hugmyndaþræðina. Róbert Amfinnsson leikur Joe Keller ágætlega ffaman af, en lendir í ýsum vandræðum í síðasta þættinum. Að Muta til skapast þessi vandræði af leikmyndinni, sem þrengir sviðið mjög, ekki síst með óþarfri sundlaug. Of mikið gerist öðmm megin á sviðinu og á tröppunum við hús Kell- ers, þannig að leikararnir fá ekki nóg rými til að sýna það líkamlega og andlega sam- bandsleysi sem einkennir þetta fólk. Kristbjörg Kjeld leikur eiginkonu Joes, Kate, á mjög sannfærandi hátt. Hún sýnir vel hversu geðveik þessi manneskja er (Kate er jafnsek og eiginmaður hennar fyrir að dylja sannleikann) án þess að fara út í ýkjur. En ein lykil- persónan í þessu leikriti, Chris, leikinn af Hjálmari Hjálmarssyni, olli mér von- brigðum. Hjálmar hefur leik- ið fullt af smáhlutverkum mjög vel á síðustu árum og misserum, en oftast sem gamanleikari. Eitthvað meira þyrfti hann að sýna hér til að sanna sig og þá sérstaklega á móti Róbert og Kristbjörgu í lokaatriðunum. Chris er þijá- tíu og tveggja ára og sam- kvæmt því sem Miller segir á hann að líkjast pabba sínum mjög (sem sagt; sterkur og þögull maður sem kann vel að hlusta). Hjálmar virkar off of æstur og strákslegur til að búa áhorfandann undir loka- átökin. Bæði Erla Ruth Harð- ardóttir (sem leikur Ann Deever) og Magnús Ragnars- son (sem leikur bróður henn- ar, George) standa sig vel í fyrstu stórsýningu sinni. Þeir sem sáu Tartuffe í fyrra vita hvað Þór Tulinius getur gert þegar hann fær tækifæri til, en þessa sýningu vantar þó þann neista eða innsæi sem einkennir leik- stjóm hans. Fagmannlega en kannski ekki nógu djarflega unnin. VERÐ AD FÁ ÞAD LEIKHÚS • Þrettánda krossferðin. ★★ Perlurnar eru margar, en bandið á miili þeirra er allt of langt. Á þessari löngu sýningu missti ég þó sjaldan áhuga og aldrei þolinmæðina. Þjóðleikhús- inukl. 20. • Ástarbréf. Tvíleikur A.R. Gurneys í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar. Sögð er áhrifamikil ástar- saga tveggja einstaklinga, eins og hún birtist í ævi- löngum bréfaskiptum þeirra. Leikendur eru Her- dís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þjóð- leikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20.30. • Elín Helena. ★ Fyrir ut- an nokkrar vel samdar og vel leiknar senur fannst mér Elín Helena alls ekki sérstakt leikrit. Án þess að lýsa atburðarásinni leyfi ég mér að segja að sagan sjálf sé iangt frá því að vera merkileg og upp- bygging hennar bæði fyrir- sjáanleg og langdregin. Borgarleikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20. • Býr Islendingur hér? ★★★ Þegar ég fór heim var mér helst í huga mikil eftirsjá eftir Leifi Muller, sem mér fannst ég hafa kynnst vel þar á sviði. ís- lenska leikhúsið. Tjarnar- bíói kl. 20. • Draumur á Jóns- messunótt. ★★★ Það væri ósanngjarnt að nefna ákveðna leikara. Allir leika vel og hressilega og mikið byggist upp á frábæru samspili þeirra. Ein af betri sýningum í Reykjavík um þessar mundir. Nemenda- leikhúsið. Lindarbæ kl. 20. • Afturgöngur. Eftir Hen- rik Ibsen. Frú Emilía. Héð- inshúsinu kl. 20. FÖSTU DAGUR I N N 12. NÓVEMBER • Allir synir mínir. Frum- sýning á einu frægasta verki Arthurs Miller í leik- stjórn Þórs H. Tulinius. í stærstu hlutverkum eru Róbert Amfinnsson, Krist- björg Kjeld, Hjálmar Hjálmarsson, Erla Ruth Harðardóttir og Magnús Ragnarsson. Þjóðleikhús- inukl. 20. • Ástarbréf. Þjóðleikhús- inu, Litla sviðinu, kl. 20.30 • Ferðalok. ★★★ Þrátt fyrir nokkra galla finnst mér þessi sýning mjög at- hyglisverð. Leikritið er sterkt og tilfinningaríkt, snjallt í uppbyggingu og fullt af skemmtilegum at- riðum. Mæli með, hiklaust. Þjóðleikhúsinu, Smíða- verkstæði, kl. 20.30. • Englar í Ameríku. ★★ Englar í Ameríku er greini- lega verk sem þarf að flytja á miklum hraða, þótt leikstjórinn geri það ekki hér. En stærsta vandamál- ið við þessa sýningu er efnið sjálft. Borgarleikhús- inukl. 20. • Ég bera menn sá. Leikrit eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Gerist í kringum 1920 og sögu- sviðið er bæði álf- og mannheimar. Leikstjóri er Bjami Ingvarsson en með- al helstu leikenda eru Bryndís Blöndal og Magn- ús Þór Þorbergsson. Hug- leikur. Tjarnarbíói kl. 20.30. • Elín Helena. ★ Borgar- leikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20. • Draumur á Jóns- messunótt. ★★★ Lindar- bæ kl. 20. LAUGARDAGU R I N N 1 3. NÓVEMBER • Kjaftagangur. Gaman- leikur Neils Simon. Leik- stjóri er Asko Sarkola en meðal helstu leikenda eru Lilja Guðrún Þorvaldsdótt- ir, Örn Árnason, Tinna Gunnlaugsdóttir og Pálmi Gestsson. Þjóðleikhúsinu kl. 20. • Ástarbréf. Þjóðleikhús- inu, Litla sviðinu, kl. 20.30. • Élín Helena. ★ Borgar- leikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20.' • Ég bera menn sá. Tjarnarbíói kl. 20.30. • Afturgöngur. Frú Emil- ía. Héðinshúsinu kl. 20. • Ævintýri Trítils. Barna- leikrit. Frú Emilía. Héðins- húsinu kl. 15. ULEG SAKAMALASAGA Skáldsagan Banvæn kvöð segir frá heldur óvenjulegu sakamáli. Hér er viS lög- regluna sjálfa aS sakast - hörmuleg vangá eins færasta lögreglumanns á svæSinu leiðir af sér mikla örvæntingu og á heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. Lög- reglumaöurinn gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefana þó það kosti miklar fórnir. Höfundur Banvænnar kvaöar er annar af tveimur frægustu höfundum Svisslendinga á þessari öld, Friedrich Durrenmatt. Áður hafa tvær skáldsögur hans komið út hér á landi og þrjú af leikritum hans hafa verið sýnd hér við góSar undirtektir. BOKAFELAGIÐ HF ALMENNA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.