Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 13
S K O Ð A N I R Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 PRESSAN 13 DASKAPFTAL STJORNMAL Hœtta á ferðum Er umhverfisvernd lúxus? Stjómmálaumræðan í upp- hafi þessarar aldar var fyrst og fremst um afstöðu í sjálfstæð- ismálinu. Flokkaskipting réðst af afstöðu til sambandsins við Dani og á hvern hátt því yrði slitið. Núverandi flokkaskipan komst á eftir sambandslaga- samninguna 1918. Jafnframt breyttist stjórnmálaumræðan. Umræður um efnahagsmál urðu fyrirferðarmeiri en áður. Starf fjármálaráðherra var í upphafi ekki ósvipað því að vera aðalféhirðir í Gjaldheimt- unni. í skýrslu skrifstofustjóra fjármálaskrifstofu stjórnar- ráðsins frá 1914 em eignir rík- isins taldar vera kr. 8.614.226. Hluti eignanna vom núvirðis- reiknaðar tekjur af mann- virkjum og jörðum. Skuldir eru taldar kr. 2.850.000. Skuldirnar eru fimm lán, sem tekin voru á árunum 1908 til 1913. Þessi lán hljóta að hafa verið innlend, því fyrsta er- lenda lánið, enska lánið, var tekið 1921. Þjóðareign 1914 var áætluð 60 milljónir. Starfs- menn fjármálaskrifstofu virð- ast hafa verið níu. Þetta voru efnahagsmál þjóðarinnar í upphafi fyrri heimsstyrjaldar- innar. Síðan er mikið vatn mnnið til sjávar. Eitt sinn var stofhað efnahagsráðuneyti með Jónasi Haralz ráðuneytisstjóra. Það var lagt niður en í stað þess kom Efnahagsstofnun þar sem Jónas var forstjóri. Efna- hagsstofnun heitir nú Þjóð- hagsstofnun. Síðar var ráðinn efhahagsráðunautur í forsæt- isráðuneytið. Nú er ráðuneyt- isstjórinn sjálfur, Ólafur Dav- íðsson, efnahagsráðunautur ríldsstjórnarinnar. Orðfæri í efnahagsmálum hefur teldð breytingum. Þegar verð á vörum tók að hækka í fyrri heimsstyrjöldinni lcallað- ist það dýrtíðarvandi en nú heitir það verðbólga. Erfið- leikar í efnahagsmálum köll- uðust einu nafni fjármála- vandi. í dag er fjallað um fjár- mál þegar rætt er um stöðu nJdssjóðs en peningamál þeg- ar rætt er um málefhi banka, fjárfestingarsjóða og lífeyris- sjóða. í dag starfa um 300 manns við stjórn efnahags- mála þjóðarinnar í fjármála- „Efnahagsaðgerðir sem byggjast á sér- tœkum aðgerðum, eins og lœkkun svo- kallaðs matar- skatts, liggja ífar- vatninu. Slíkar að- gerðir rústa það, sem gert hefur ver- ið skynsamlegt í ríkisfjármálum. “ ráðuneyti, Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka. Og ekki hafa vandamálin minnkað. Á ámnum eftir 1918 lækk- aði gengi íslensku þjóðarinnar mjög hratt. Gengi krónunnar féll um 40% frá 1918 til 1925. En árin 1924 og 1925 voru mikil góðæri. Þá var Jón Þor- láksson fjármálaráðherra. Hann var á flestan hátt fremri samtíðarmönnum sínum og slerifaði lærða ritgerð um gengismál, Lággengið, árið 1924. Segja má að fyrsta eigin- lega opinbera aðgerð í efna- hagsmálum sé upphugsuð og ffamkvæmd af honum. Hann vildi nýta góðærið og hækka gengi krónunnar og var það gert árið 1925. Gengishækk- unin er fyrsta efnahagsaðgerð- in á Islandi frá því silfur var útþynnt með tini á miðöld- um. Mikið hefur verið deilt um þessa efnahagsaðgerð. Gengi sterlingspunds hélst óbreytt til ársins 1939. Á meðan gekk yf- ir heil heimskreppa og lokun markaða. Efnahagsaðgerðir kreppuáratugarins byggðust upp á einangrunarstefnu og viðskiptahöftum, sem leiddi aftur til þess að áhrifa heim- skreppunnar gætti lengur hér en í öðrum löndum. Áhrifa verndarstefnunnar gætti allt til inngöngu íslands í EFTA árið 1970, að landbúnaði undanskildum, sem enn býr við sérstaka vemd. I þessum mánuði hefur rík- isstjórnin staðið að efnahags- aðgerðum. Þær hafa fyrst og fremst byggst á því að gera ekki neitt, þ.e. að selja ríks- skuldabréf aðeins á þeim vöxtum, sem fjármálaráð- herra ákveður sjálfur. Aðgerð- in virðist hafa heppnast von- um ffarnar því hávaxtabanka- leikur banka og verðbréfafyr- irtækja var orðinn endaleysa, sem hvergi gekk nema í MATADOR. Bankarnir og Seðlabankinn leggja sitt af mörkum með lækkun vaxta og minnkun á vaxtabili. Aðgerðir þessa mánaðar eru gerðar vegna þrýstings á uppsögn kjarasamninga. Hætt er við að aðgerðum sé ekki lokið. Því er veruleg hætta á ferðum. Efnahagsaðgerðir, sem byggjast á sértækum að- gerðum, eins og lækkun svo- kallaðs matarskatts, liggja í farvatninu. Slíkar aðgerðir rústa það, sem gert hefur verið skynsamlegt í ríldsfjármálum. Verkalýðsrekendur ætla seint að skilja það, að hinir tekju- hærri éta meiri og dýrari mat en hinir tekjulægri. Því er lækkun virðisaukaskatts á matvælum aðgerð, sem geng- ur þvert á yfirlýst markmið verkalýðshreyfingarinnar. Ríkisstjóm á með hagstjórn sinni að skapa leikreglur, sem allir fara jafht eftir. Slíkt skap- ar stöðugleika, aukinn kaup- mátt og jafnræði þegnanna. Eftir að ríkisstjórnin hefur skapað leikreglur á hún að gera sem allra minnst. Aðilar vinnumarkaðarins eiga að bera ábyrgð á gerðum sínum eins og aðrir þegnar og velta ekki vandanum á ríkissjóð. Tveggja þrepa virðisauka- skattur er fullkomið ábyrgðar- leysi. Höfundar Das Kapital eru frammámenn í fjármála- og viöskiptalífi, en viija ekki láta nafns getiö. Skondið er að þegar jafnvel heilir stjómmálaflokkar taka til umræðu á landsfundum sin- um hvort rétt sé að leggja nið- ur það ráðuneyti, sem fer með umhverfismál. En það er í stíl við þau viðhorf, sem enn finn- ast í öllum stjómmálafloklain- um nema Kvennó, að um- hverfisvernd sé lúxus og megi helst ekki kosta neitt. Meira að segja í flokki umhverfisráð- herra er að finna þungavigtar- menn sem fá ílog á síðum dag- blaðanna við það eitt að stærsta fuglabjarg heims er verndað, — af þvi það kostar svolítinn aur. En umhverfisvernd er fjarri þvi að vera lúxus; hún tengist í vaxandi mæli þrifnaði helstu atvinnugreina landsmanna og kann innan tíðar að verða for- sendan fyrir viðgangi þeirra. Augljósasta dæmið er ferða- iðnaðurinn. I dag er hann sú atvinnugrein sem er efalítið ljósið í ljóra framtíðarinnar eins og skáldlega sinnaður prestur úr Heydölum orðaði það á dögunum. Ferðaiðnað- urinn skapar þjóðinni næst- mestan gjaldeyri á effir sjávar- útvegi og á tímum þorskbrests er það nokkur huggun að sér- hver ferðamaður er að meðal- tali ígildi eins tonns af þorski. En hvað rekur erlenda ferða- menn til lands, þar sem allt er dýrara en annars staðar? Það er hin sérstæða og ósnortna ís- lenska náttúra, — sem er ein- stæð og á hvergi sinn líka. Það er hún sem laðar útlendinga til íslands. Fjöldinn, sem leggur hingað leið sína til að njóta náttúrunn- ar, hefúr margfaldast á tíu ár- um, og eldcert lát er á fjölgun- inni. Nú þegar er álagið, sem fylgir erlendum og innlendum ferðamönnum, farið að segja til sin á ýmsum sérstæðustu náttúruperlum landsins. Þess vegna er brýnt að skipuleggja og stjórna umferð ferðamanna um viðkvæm svæði, — og það þarf að byggja upp ný til að beina straumnum þangað. Ella mun ágangur og vanhirða leiða til þess að sérstæð svæði drabbist niður og tapi unrsíðir aðdráttarafli sínu. Þannig bregðumst við ekki aðeins þeirri ófrávíkjanlegu skyldu að skila landinu jafngóðu og við tókum við því til næstu lcyn- slóða, — heldur töpum við líka hreinum gjaldeyri. Fjármagn, sem sett er til uppbyggingar og stjórnunar friðlýstra svæða, sem laða að útlent og innlent ferðafólk, er því ekki sóun eða lúxus sem þjóð í þrengingum hefur eklci efni á. Þvert á móti. Um sjávarútveginn gildir það sama og um ferðaiðnað- „Skondið erþað þegarjafnvel heilir stjórnmálaflokkar taka til umrœðu á landsfundum sín- um hvort rétt sé að leggja niður það ráðuneyti, semfer með umhverfis- mál. “ inn; umhverfisvemdin verður í framtíðinni ein gildasta stoðin undir sölu fiskjar til umheims- ins. Hvers vegna er fiskur héð- an eftirsóttur? Ástæðan er ein- föld: ímynd Islands sem ósnortins lands, þar sem mengun er tæpast til, selur ís- lenskan fisk. Állt, sem stuðlar að því að halda landinu hreinu og ósnortnu, viðheldur þessari ímynd, og greiðir þannig fyrir því að við höldum stöðu okkar á erfiðum mörkuðum. Markaðssetning fiskjar frá íslandi og umhverfisvernd haldast einnig í hendur á öðr- um sviðum. Einn þáttur um- hverfisverndar er að afla ná- kvæmra upplýsinga um ástand sjávar, þar á meðal hversu mikið — eða lítið — hafið er mengað af ýmsum skaðvöld- um. Um þessar mundir erum við íslendingar einmitt að ráð- ast í slíkar mengunarmælingar af meiri krafti en áður. Með því móti drögum við saman vopn í formi upplýsinga, sem sýna það svart á hvítu, að fisk- urinn okkar lifir í mun hreinna umhverfi en flestra annarra þjóða. Þetta treystir markaðs- stöðu sjávarafurða héðan og gæti við vissar aðstæður skipt sköpum. Tökum dæmi: Þegar kjarn- orkukafbáturinn Komsomoljet fór niður við Bjamareyju leiddi það til tímabundinnar tregðu í sölu á fiski á hinum mikilvægu mörkuðum í Japan. Þegar ol- íuslys varð fyrir skömmu við Skotland hættu Japanir ekki bara að kaupa skoskan lax um tíma, heldur allan lax úr Evr- ópu. Ef mjög alvarlegt meng- unarslys yrði í norðurhluta Atlantshafsins gæti það því leitt til þess að markaðir I fjarlæg- um heimshlutum hættu að taka við fiski af nálægum haf- svæðum — líka við Island — jafnvel þótt áhrif slyssins yrðu víðs fjarri. Kaupendur og neyt- endur hinum megin á linettin- um gera nefnilega ekki ýkja mikinn greinarmun á því hvort slíkt slys yrði við Skot- land, Frakkland eða ísland. Þeir hætta bara að kaupa fisk frá norðurhluta kringlunnar, — til að vera öruggir. Ef við Is- lendingar byggjum þá yfir ná- kvæmum upplýsingum um stöðuna í höfunum umhverfis landið væri hægt að nota nú- tímaupplýsingatækni til að senda þegar í stað hverjum einasta kaupanda á fiski héðan, hvar sem er í heiminum, upp- lýsingar sem staðfestu að ís- lenskur fiskur væri í lagi. Umhverfisvemd er nefnilega ekki lúxus. Mikilvægustu at- vinnugreinar framtíðarinnar geta ekki án hennar verið og fjárfestingar til að fylgjast með og hlífa umhverfinu skila sér því í beinhörðum peningum til baka, — fyrr en skammsýna menn grunar. Höfundur er umhverfisráðherra. ODDUR Á sérstökum afsláttarkjörum „Guðmundur, Guðmund- ur!“ Það var ánægjulegt að sjá þetta andlit aftur, lesendur góðir. Samt var hann Karl minn Steinar eitthvað breytt- ur. Hann hafði þvegið sér og jakkafötin litu ekki út fyrir að hann hefði sofið í þeim nema tvær nætur. Hann var líka all- ur skarpari til augnanna en áður þegar hann var heima- gangur hérna í þinginu. Svona fer forstjóralífið vel í hann, hugsaði ég með mér og fylgd- ist með honum þar sem hann hálfhljóp við fót í átt að heil- brigðisráðherranum, yfir- manni sínum. „Guðmundur, bíddu!“ Hann náði Guðmundi Áma í anddyrinu. Ég reyndi að láta fara Íítið fyrir mér eins og minn er vandi. „Æ, hvað vilt þú?“ Guð- mundur var önugur. „Sko,“ byrjaði Karl Steinar og var óðamála. „Ég hef verið að velta soldlu fyrir mér. Nú er ég forstjóri fyrirtækis sem eyðir milljörðum á hverju ári. Og ég hef verið að horfa á fréttimar. Ég veit að forstjórar eins og ég eiga að fá forstjóra- bíl. Nei, nei, vertu rólegur. Ég er ekki að biðja um neinn jeppa. Bara eitthvað betra en drusluna mína. Ég get ekki keyrt um á þessum Sjevrólett, Guðmundur. Hefurðu ein- hvern tíma verið forstjóri og átt Sjevrólett Korsíku, Guð- mundur? Veistu hvað það er niðurlægjandi?" Guðmundur þagði. „Ég veit líka hvernig við getum gert þetta svo allir græði á því,“ hélt Kalli Steinar áffam. „Hvernig þá?“ Það lifnaði yfir Guðmundi Árna og hann Íeit flóttalega í kringum sig. Ég leit undan út á Austurvöllinn. „Getum við ekki sest?“ Kalli Steinar horfði biðjandi á Guð- mund. Ég gat ekki á mér setið, les- „Jú, sjáðu til. Það grœða allir. Umboðið selur nýj- an bíl, ég losna við drusl- una ogfce staðgreiðsluaf- sláttinn í kaupbœti. Skil- urðu? Jón komst upp með þetta. “ endur góðir, að fylgja þeim eftir inn á kaffístöfú og koma mér fyrir í góðu færi. Þessu mátti ég ekki missa af. „Vertu fljótur,“ hreytti Guðmundur út úr sér. „Sjáðu til. Við gerum bara eins og Jón Sig. Það er svo einfalt og snjallt að það þarf ekki einu sinni hagfræðing til að skiija það: við kaupum nýjan bíl, nei, engan jeppa, bara íburðarlítinn, snyrlilegan bíl. Tryggingastofnun borgar hann á borð- ið — einn tékka — og gleymir, þú skil- ur, að fá stað- greiðsluafsláttinn. Svo fæ ég umboðið til að kaupa gamla Sjevrólettinn minn. Þeir eru sanngjarnir og borga bara að- eins meira en ég gæti fengið á einhverri bílasölu. Skilurðu?“ Guðmundur Árni horfði á hann fullur vantrúar. „Jú, sjáðu til. Það græða all- ir. Umþoðið selur nýjan bíl, ég Iosna við drusluna og fæ staðgreiðsluafsláttinn í kaup- bæti. Skilurðu? Jón komst upp með þetta.“ Það rann upp fyrir mér, les- endur góðir, að vantrúarsvip- urinn á ráðherranum var ekki af því að hann skildi ekki hvað Kalli Steinar var að segja. Hann skildi það allt of vel. „Nei, Karl Steinar,“ sagði hann loks, enn höstugri en fyrr. „Jón komst ekki upp með þetta. Manstu hvernig fór fyrir honum? Hann þurfti að skila jeppanum. Manstu af hverju hann fékkst til að skila jeppan- um? Af því það fréttist af þess- um monkíbissniss." Ég skrökva því ekki, lesend- ur góðir, að stundarkorn var Karl Steinar á svipinn eins og hann væri ennþá þingmaður. Þvældur, þreyttur á umstang- inu, vantrúaður á lífið. Svo hristi hann sig, stóð upp og gekk sperrtur út í Kirkjustræt- ið. Þar sem Sjevrólettinn beið. Oddur þingvöröur er hugar- fóstur dálkahöfunda, en efnisatrriöi og persónur byg- gjast á raunveruleikanum. Á UPPLEIÐ f MAGNÚS ÓSKARSSON BORGARLÖGMAÐUR Það að senda helsta brandarakall landsins til Rússlands til að passa upp á að enginn svindli í kosning- um hlýtur meira að segja Rússum að þykja fyndið. SKÚLIALEXANDERSSON FYRRVERANDI ÞINGMAÐUR Tilhugalífið með geim- verunum undir Snæfells- jökli hefúr án efa verið mun skemmtilegra en árin í Al- þýðubandalaginu. .i EINAR KÁRASON RITHÖFUNDUR Yfirlýsingar hans um að taka verði á dauðadóms- kröfu íraka yfir höfundi, þýðendum og útgefendum Söngva satans eru sannfær- andi, enda frá manni sem veit hvað ofbeldi er. i Á NIÐURLEIÐ FRIÐRIK SOPHUSSON FJÁRMÁIARÁÐHERRA Það hlýtur að vera fágætt í vestrænni hagstjórn að fjármálaráðherra hafúi til- íögum einstakra ráðherra um að skera undan sér. SKÚLIEGGERT ÞÓRÐARSON SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI Eftir því sem undanskots- leiðunum fjölgar verður getuleysi skattrannsóknar- aðila meira áberandi. MARKÚS ÖRN ANTONSSON BORGARSTJÓRI Það að einhver pollur í Árbænum skuli vera kom- inn upp í 630 milljónir króna sýnir að þeir sem stjórna borginni halda að skattgreiðendur skíti pen- ingum. Hverfafundirnir sem ganga út á að „smæla framan í liðið“ bíta höfúðið af skömminni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.