Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 6
6 PRBSSAN M E N N Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 Tón Magnússon lögmaður Loverboy Konan mín hefur lengi ver- ið skotin í þessum Jóni Magn- ússyni. Ég sé það á því hvernig hún roðnar alltaf þegar hann kemur í sjónvarpinu til að segja okkur að fólk eigi að geta keypt ódýrar kartöflur og kalkúnalappir. Hún neitar þessu rafræna tilhugalífi að vísu alltaf þegar ég spyr, en ég veit betur. Það er nefnilega eitthvað við hann Jón sem fær fólk til að laðast að honum. Sem púkkar svo sem ekkert upp á mig. Ég get alveg unnt honum þess að konur séu skotnar í honum og hann sé sjálfur ástfanginn, af sjálfum sér, einhverjum dönsurum eða einhverjum allt öðrum. Þangað til í vikunni. Þá játaði Jón í viðtali að hann stæði þessa dagana í tilhugalífi við Ámunda Ámundason, eða Alþýðuflokkinn, eins og hann orðaði það sjálíúr. Ég er untburðarlyndur og víðsýnn maður, en ég er ekld blygðunarlaus, fyrir mína hönd eða annarra. Þegar Ámundi Ámundason verður ástfanginn er það fyrir hönd Alþýðuflokksins og Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Það hef- ur gerst noklcrum sinnum og fýllsta ástæða til að setja síren- urnar í gang þegar það endur- tekur sig. Rifjum aðeins upp: Síðasta ástarævintýri endaði með því að Ólína Þorvarðar- dóttir varð borgarfúlltrúi. Það segir í sjálfú sér nóg. Þar áður varð Ámundi skotinn í hug- myndinni um stóra jafnaðar- mannaflokkinn og fékk Óla grís í fundaferð með Jóni Baldvini á rauðu ljósi. Það endaði með því að Ólafur Ragnar varð fjármálaráðherra. Viljiði meira? Þar áður varð Ámundi skotinn í Jakobi Frímanni Magnússyni og fékk hann til að poppa upp kosningabar- áttu Alþýðuflolcksins. Jakob söng um átján rauðar rósir í samræmi við hugmyndina um að kratarnir fengju að minnsta kosti átján þing- menn. Þeir fengu sína venju- legu tíu. Það var út af fýrir sig „Égget alvegunnt honum þess að konurséu skotnar í honum og hann sé sjálfur ástfang- inn, afsjálfum sér, einhverjum döns- urum eða ein- hverjum allt öðr- um. Þangað til í vikunni. Þájátaði Jón í viðtali að hann stœði þessa dagana í tilhuga- lífi viðÁmunda Amundason.“ fínt, en utanríkisráðherra álcvað að hefna sín á þjóðinni með því að gera Jakob að menningarfúlltrúa hennar er- lendis. Síðan hafa Bretar hleg- ið meira en þeir hötuðu okk- ur þegar verst lét í þorska- stríðunum. Nú má Jón Magnússon svo sem vera skotinn í þeim sem hann vill, en það ætti einhver velviljaður að rifja söguna upp fýrir honum áður en þetta til- hugalíf þeirra Áma verður al- varlegra. Og fyrir sína parta ættu Reykvíkingar að senda noklcrar fallegar konur á vett- vang til að kanna hvort ekki má trufla sambandið aðeins. Borgarinnar vegna. Ég legg glaður mína konu í púlckið. AS Vikan og Wild í hór saman yfir forsíðukeppni 1 1 i 1 • A ur .................. V Forsíðukeppni Vikunnar og umboðsskrifstofunnar Wild, sem fara átti fram á Hótel ís- landi í næstu viku, hefur verið aflýst vegna ósættis um fram- kvæmd hennar. Les Robertson hjá Wild segir ástæðuna vera skyndilegar kröfur Vikunnar um að Wild taki þátt í fjárhags- legri ábyrgð á keppninni sem aldrei hafi staðið til. Hann og Linda Pétursdóttir hafi því ákveðið að hætta öllu samstarfi við Vikuna vegna óþolandi ffamkomu Þórarins J. Magnús- sonar, ritstjóra Vikunnar, og Péturs Steins Guðmundssonar hjá Samútgáfúnni. Vikan ætlar hinsvegar að velja sína forsíðu- stúlku, þótt ekkert úrslitalcvöld fari fram í samstarfi við Wild, og birta myndir af sigurvegara á forsíðu blaðsins. „Olckur þykir það mjög leitt að Vilcan telji sig ekld geta stað- ið við fjárhagslegar skuldbind- ingar sínar gagnvart úrslita- kvöldinu, sérstaklega eftir að all- ir hafa lagt svona milda vinnu og tíma í þessa keppni,“ segir Les Robertson. Hann fúllyrðir að aldrei hafi staðið til að Wild tæki þátt í fjárhagslegri ábyrgð vegna keppninnar heldur hafi þeirra þáttur verið sá að aðstoða við skipulagningu keppninnar og leggja til sambönd sín til að útvega sigurvegaranum mynda- töku í London og störf á vegum Wild hér og erlendis. „Þeir á Vikunni neituðu síð- an að greiða sinn hluta af kostn- aðinum vegna ferðar sigurveg- arans til London fýrir utan eitt flugfar, en ætluðust til að við borguðum afganginn, eins og hótelgistingu og uppihald, ljós- myndun og framköllun og af- hentum þeim síðan myndirnar þeim að kostnaðarlausu,“ segir Les. Að sögn Lindu Pétursdóttur er þetta mál leiðinlegast fýrir keppenduma. „Stelpugrey- in em búnar að vinna mik- ið í þessu, það er búið að lofa þeim hinu og þessu og svo fá þær ékki neitt. Þetta er bara ótrúlegt rugl fram og til b a k a , “ segir hún. E i n n keppand- inn, Elín \J on með sigurveg- aranum. Þór- arinn segir það aldrei hafa stað- ið til að V i k a n borgaði þessa hluti. Stefánsdóttir, stundar nú fýrirsætustörf á vegum Wild í Miami og er búin að greiða fýrir eigin ferð til ís- lands til að vera við- stödd keppnina. „Hún er búin að greiða þessa ferð úr eigin vasa og svo tekur Vikan upp á að aflýsa keppn- inni og hún situr efúr með sárt ennið, engar bætur af þeirra hálfú, auk þess sem hún missir vinnu þarna úti,“ segir Les. Aðspurður um ástæðu þess að Vikan aflýsti keppninni segir Þórarinn J. Magnússson ritstjóri að mörg smáatriði í samskipt- um þeirra við Wild hafi orðið að stóm vandamáli, sem varð til þess að tímaritið treysti sér ekki til að standa að úrslitakvöldinu. Kostnaður vegna keppninnar hafi stefht í vel yfir eina milljón króna og sífellt hafi nýjar kröfúr komið ffá Wild, meðal annars um launagreiðslur til Lindu fýr- ir sinn þátt í keppninni auk ferða fýrir hana og Les til Ixind- LlNDA PÉTURS. Neitar að vinna meira með Vikunni vegna deilna um fjármál forsíðukeppni tímaritsins og Wild. Stóð til í upp- hafi að W i l d ábyrgðist kostnað vegna keppninnar? ,Á nákvæmlega sama hátt og þetta er okkar keppni er þetta Wild keppni líka. Hugmyndin hjá þeirn í upphafi var að aug- lýsa með þessu samtök sín, þannig að þetta vom hagsmun- ir hvorra tveggja að keppnin kæmi vel út.“ Var enginn skriflegur samn- ingur ykkar á milli um fram- kvæmdina? „Ja, hann var ekki undirritað- ur, en það vom sífellt ný atriði að koma fram. Það er heldur ekki stór punktur fýrir okkur að standa að skemmtun og sýn- ingu heldur er þetta fyrst og fremst forsíðukeppni sem fer ífam á síðum Vikunnar." En hvað með þessar stelpur setn hafa verið að búa sig undir keppnina? „Að sjálfsögðu munum við reyna að standa við allar okkar skuldbindingar. Það stóð til að sigurvegarinn færi til London, en þar sem Wild er dottið út verður önnur borg fýrir valinu, hugsanlega París eða Mílanó. Síðan eru sigurvegaranum tryggð fýrirsætu- og sýningar- störf að andvirði 300 þúsunda króna.“ En teljið þið ykkurgeta klárað þessa keppni og birt mynd affor- síðustúlku hjá ykkur án þess að vera í samstarfi við Wild? „Þótt við hefðum ákveðið að gera þetta í samstarfi við Lindu þá er þetta forsíðustúlka Vik- unnar.“ Má þá ekki líta svo á að keppnin sé alfarið á ykkar vegum fyrst þið teljið ykkur geta leitt hana til lykta? „Ja, við veljum okkar forsíðu- stúlku, eins og við höfúm alltaf gert, úr þessum hópi. Við ger- um það rétt eins og Wild getur valið sinn sigurvegara. En mér þykir ósköp leiðinlegt að þetta skyldi fara svona.“ Nú er án fyrirsœtan vcentan- leg til landsins á eigin kostnað gagngert til að taka þátt í keppn- inni. Ætlið þið að bœta henni þetta upp? „Það er búið að hafa sam- band við hana og segja henni ffá þessu, en það stóð aldrei til að við stæðum undir kostnaði af heimflutningi hennar frekar en það stóð til að við fæmm að senda Les heim til sín!“ Er það ekki rétt að þið hafið upprunalega œtlað að sjá um fjármögnun keppninnar en síðan ekki treyst ykkur til að klára dcemið? „Það er tómt bull.“ Þorsteinn Högni Gunnaisson ALIT LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR VILHJÁLMUR EGILSSON HELGA GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR GUÐBERGUR BERGSSON GUÐRÚN HELGADÓTTIR Á landsfundi Kvennatistans var samþykkt ályktun þess efnis aö verkalýöshreyfingin hafi staöiö sig illa hvaö varö- ar launajafnrétti kvenna. Spursmáliö er einnig: Er hún ábyrg? Hefur verkalýðshreyfingin brugðist konum? Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri ASÍ: „Hún dugar þeim að vissu marki en verkalýðshreyfingin semur bara um kjarasamninga sem eru kynhlutlausir. Hins vegar vitum við að munur á heDdartekjum karla og kvenna í þjóðfélaginu miðað við fúllt árs- starf er að meðaltali mikill; full- vinnandi konur hafa rétt rúm 60% af heildartekjum karla á ársgmndvelli. Þetta hlutfall hef- ur staðið nær óbreytt um árabil. Launabilið er óásættanlegt, en ég tel að það sé ekki hægt að kenna verkalýðshreyfingunni um þennan launamun. Megin- ástæðan er þetta kerfi yfirvinnu- greiðslna sem gerir það að tekjur karla verða miklu meiri. Annar þáttur er skipting í karla- og kvennastörf. Verkalýðshreyfing- in ákveður ekki í hvaða störf konur fara, né heldur ræður hún verkaskiptingunni í þjóðfé- laginu.“ Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður: „Það hafa fleiri orðið fýrir von- brigðum með verkalýðshreyf- inguna en Kvennalistinn. Meg- inástæðan er sú að laun og lífs- kjör þjóðarinnar fara fýrst og fremst eftir gangi atvinnulífsins. Verkalýðshreyfingin getur þess vegna aldrei náð nema tak- mörkuðum árangri, sem hlýtur að byggjast á því hvemig staða atvinnulífsins er hverju sinni. Hins vegar tel ég að verkalýðs- hreyfingin hafi náð þokkalegum árangri í margskonar réttinda- málum sem snúa eklci síður að konum en körlum. Hvorki Kvennalistinn né nokkur annar má hafa oftrú á mögulegum ár- angri í kjarasamningum, hinn raunverulegi árangur í kjarabar- áttunni næst á vinnustaðnum sjálfúm þar sem málið snýst um að auka framleiðni og það á jafnt við um þau störf sem kon- ur vinna og karlar." Helga Guðrún Jónasdóttir, blaðafúlltrúi Landbúnaðarins: „Ég er í grundvallaratriðum sammála afstöðu Kvennalistans. Hlutur kvenna hefúr orðið dá- lítið útundan í þessari almennu kjarabaráttu launþegasamtak- anna. En við emm að tala um grómtekinn vanda og það er spuming hvort hægt er að ætlast tD þess af verkalýðshreyfingunni að hún ein og sér verði gerð ábyrg fýrir upprætingu hans í einu vetfangi. Fyrirvinnuhug- takið virðist loða við karlmann- inn og það er ekki síst í Ijósi þess að launabarátta kvenna verður útundan. Að mínu mati verður það ekki fýrr en kynin sitja við sama borð gagnvart þessu fýrir- vinnuhugtaki sem við getum talað um raunverulegt jafiirétti í launamálum í framkvæmd." Guðbergur Bergsson rithöfúnd- ur: „Ég held að verkalýðshreyfingin dugi hvorki konum né körlum. Vandi hennar er að hún endur- nýjast ekki á eðlilegan hátt sem getur stafað af því að ungt fólk er ekki nógu duglegt við að ganga upp stiga verkalýðshreyf- ingarinnar. Það vill fá aðstoð en firrir sig ábyrgð. Þess vegna end- ar allt hér á landi í einhverju pokaprestatali eins og til dæmis hjá Guðmundi J. Eg held að kvennahreyfingin ætti ekki að aðgreina sig eins mikið og hún gerir. Þá endar þetta óhjá- kvæmilega í sama staglinu. Mín eina ósk er að ég eigi aldrei eftir að sjá kvenpokaprest.“ Guðrún Helgadóttir alþingis- maður: „Þetta er spurning sem varla er hægt að svara, málið er flóknara en svo. Staðreyndin er auðvitað sú að tekjur manna miðast að litlu leyti við dagvinnu en byggj- ast að verulegu leyti á yfirvinnu, fríðindum og hlunnindum. Vinnuálag kvenna á heimilum er miklu meira en karla og þar- afleiðandi eiga þær miklu óhæg- ara um að vinna yfirvinnu og njóta friðinda sem aukið vinnu- álag hefúr oft í för með sér. Ég held að kannski sé erfitt að sak- ast við verkalýðshreyfmguna eingöngu. Staða kvenna er að miklu leyti óbreytt hvað varðar hlut foreldra í uppeldi bama og umönnun að öllu tagi. Þangað til það breytist held ég að það verði erfitt að jafúa þessi met.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.