Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 18
REYKJAVÍKURNÆTUR 18 PRESSAN Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 f Ætla mætti að Bubbi Morthens væri kominn í hring. Eins og tískan almennt. Á fimmtudags- kveld efndi hann nefnilega til útgáfutónleikateitis í Bæjarútgerð Hafnaríjarðar innan um slorið sem hann söng um á Isbjarnarblúsnum. Ekki varð gestum hans þó meint af, enda lífið bara Ijúft hjá Bubba um þessar mundir. Konan sem Bubbi elskar. Oröin allt að því ódauöleg. Herra hárprúöur ásamt ásamt Jakobi, gítarleik- ara úr Sólinni. Bubbi Morthens og baksvipurinn á Jóni Ólafssyni. Hvaö ætli þeir séu nú aö plotta? Björgvin Halldórsson Lögfræöingur íslenska út- varpsfélagsins, Sigurður G. Guðjónsson, ásamt sinni ek- takvinnu seint að kveldi eins og sjá má af veigunum. Félagi Rúnar. Lísa Páls sómir sér vel innan um veitingarnar; bjórinn og Pepsíiö, sem ekki varð þverfótaö fyrir. Hjörtur Howser og geithafurinn jarma eitthvaö. Bubbi Morthens í vetrarbún- ingi syngur um konuna sem hann elskar; hve lífiö er Ijúft. Nýdanskir, Yrjan og Megas, allt eðaltónlistarfólk, lögðust á eitt í sal Menntaskólans við Hamrahlíð um helgina við Drög að upprisu hins síðast- nefnda. Misjafn rómur var gerður að tónleikunum, en það var mál manna að betur hefði tekist til á sunnudags- kvöldið — ekki flóafriður fyrir menntaskólanemum á föstudagskvöld. Allt bendir þó til þess að upprisa Megas- ar — fimmtán árum frá Drögum að sjálfsmorði — sé hafin. Margrét Eir og Kristbjörg Kari tilheyra einni efnilegustu hljómsveit landsins, Yrjunni. Og ef þær veröa jafnduglegar að skipta um föt og nýdanskir komast þær ef til vill einnig í hóp efnilegustu tískudrósanna. Aöalsteinn olíuborinn. Hann hefur þó örugglega skellt sér í freyöibað. Jón Páli og Birna, ein þeirra sem mættu í sparileðurgallanum á tónleikana. Hinir óborganlegu tískudelar Björn Jörundur og Daníel Ágúst meö nýja greiöslu og í nýjum búningi. Þeir koma ailtaf jafnskemmtilega á óvart. Þarna leggja nýdanskir drög aö tónleikunum meö Megasi baksviös á sunnudag. Svava er áhangandi Sniglanna og eltir þá hvert á land sem er. Hún var líka í sparifötunum. Jói Færeyingur og Drullu- Valdi sögðust ekki hafa sést í svona fatnaði frá fermingu. Enda kom á daginn aö eng- inn félaga þeirra þekkti þá. Salurinn á sunnudag. Annar helmingurinn af dúettinum Súkkati situr þar fremstur. Gylfi Gíslason myndlistarmaöur. Meðlimi Bifhjólasamtaka lýðveldisins má með sönnu kalla unglinga götunnar. Á laugardagskvöld stormuðu þeir á blikkbeljunum sínum á unglingatón leika sinfóníunnar í Háskólabíói. Og ekki að ástæðu- lausu, því fluttur var Vélhjólakonsert eða Snigill á bás- únu effir Svíann Jan Sandström. Þá fór og vel á með Sniglunum og Bolero, sem var lokaverk kveldsins. Flestir mættu Sniglarnir leðurklæddir með olíuslett urnar upp á axlir, en sumir létu sig þó hafa það að máta fermingarfötin...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.