Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 36

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 36
HIUSIUM AI.LAN SÓLARHRIHGINN SÍMI 643090 Q W tjórn Rafmagnsveitna ríkisins brá sér á dögunum til Vestur-Þýskalands til að kynna sér rekstrarform Þjóðverja á rafveitum. í stjórninni sitja Gylfi Magn- ússon sem fulltrúi Alþýðu- flokks og Vesturlands, Be- nóný Arnórs- son fyrir Al- þýðuflokk og Norðurland eystra, Pálmi Jónsson fyrir Norðurland vestra og Sjálf- stæðisflokk, Sveinn Ingva- son bóndi fyrir Framsókn- arflokk og Suðurland og Sveinn Jónsson verkfræð- ingur sem fulltrúi Alþýðu- bandalags og Austurlands. Sveinn Ingvason fór ekki með utan en auk stjórnar- manna fóru Eiríkur Briem, ffamkvæmdastjóri fjármála- deildar, og Steinar Frið- geirsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, í þessa ferð. Ekki fékkst uppgefinn kostnaður RARIK af ferð hópsins... Mest seldu steikur á Islandi. Jarlinn Veitingastofa Sprengisandi Bústaðavegi 153, sími: 68 80 88 • Kringlunni 8 -12, sími: 3 36 79 síðustu viku var sagt frá viðskiptum Amórs L. Páls- sonar, bæjar- stjórnarfulltrúa í Kópavogi og eiganda ALP- bílaleigunnar, við Kópavogs- bæ. I blaði Al- þýðubanda- lagsins í Kópavogi sem kom út í vikunni segir Helgi ,Helgason, fulltrúi þeirra í íþróttaráði, frá sérkennilegri uppákomu sem varð í kringum reikninga frá ALP til íþróttaráðs. Segir Helgi að eftir fúndinn hafi kosninga- stjóri Arnórs, Lárus Ragn- arsson, haft samband við sig og beðið um að málið færi ekki í umræðuna fyrir en eftir prófkjör sjálfstæðis- manna, sem verður nú um helgina. Einnig er haldið fram að svar við fýrirspurn Guðmundar Oddssonar um bílaviðskipti bæjarins hafi verið tilbúið fyrir mið- vikudaginn 3. nóvember. Því hafi hins vegar vísvitandi verið haldið eftir til að það blandaðist ekki í prófkjörs- baráttu sjálfstæðismanna... endalausum umræðum innan ríkisstjórnar úm nið- urskurð hefur Jón Baldvin Hannibalsson meðal annars nefnt að ísland hætti þátttöku í menningar- stofnun Sam- einuðu Þjóðanna, UN- ESCO. Þetta hefur hingað til mætt andstöðu ráðherra Sjálfstæðisflokksins, en við heyrum að ekki sé óhugs- andi að hugmyndin verði tekin aftur upp á borðið, enda vænta kratar þess að sjálfstæðismenn líti öðrum augum á málið nú þegar bú- ið er að greiða atkvæði um setu Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur í stjórnar- nefnd UNESCO... V I I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.