Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 24
DÆGURFLUG 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 MEGAS. Fór á kostum í kynningu, en flutningurinn var oft fullblóðlítill. Megas í MH Það þurfti ekki að fara upp á Snæfells- ^pies til að vonast eft- ir niðurstigningu. Megas var með Nýdanskri í MH á föstudag og sunnu- dag og það var ekki eingöngu huglægt. Margt var um manninn á föstu- daginn. Mennta- skólanemar fjöl- menntu, en innan um mátti sjá gamla aðdáendur sem ef- laust mættu líka fimmtán árum fyrr. í þetta skiptið voru færri í lopapeysum. Tónleikarnir voru í fjórum hollum með einu hléi. Eftir tónverkið, sem hóf einnig Sjálfsmorðsdrögin, birtust þeir nýdönsku og Megas og hófu kvöldið á „Smekksat- riði" af Bláum draumum. Megas á líklega fleiri hundr- uð lög á lager en þetta kvöld var skammturinn 25 lög og eins og auglýst hafði verið komu þau frá ýmsum tímabil- um; nýjum lögum, sem sum lofuðu góðu, var blandað við eldri meistaraverk. Hópurinn keyrði næst í frábæra útgáfu af „Silfri Egils" og „Þó þú gleymir guði" kom skömmu síðar í létt raggí-ískri „funda- mental" útgáfu. Annað hollið fólst í því að Yrju-söngkon- urnar mættu í bakraddirnar. [ sumum lögum voru þær ágætis bragðbætir en stund- um var þeim hreinlega ofauk- ið. Þær hefðu líka mátt láta bera minna á sér; hin frábæra dramatík, „Útumholtog- hæðablús", féll t.d. algjör- lega vegna látanna í þeim, en hressari lög eins og „Litlir sætir strákar" og „Lísu- blúsinn" sluppu fyrir horn. Síðasta lag fyrir hlé var sæmileg útgáfa af „Ef þú smælar framan í heiminn" og eftir hléið mætti hópurinn aftur á svið. Fyrst komu nokk- ur létt verk án trommu og orgels, þ.á m. frábært nýtt lag sem tileinkað var fjár- málaráðuneytinu. Síðasta hollið hófst þegar Guðlaugur Óttarsson mætti með gítar- inn á leðurfrakkanum. Þá var keyrt í mestu stuðlög Megas- ar, „Reykjavíkurnætur", „Par- adísarfuglinn" og „Krókó- dílamanninn", sem fylgdu svo mikil fagnaðarlæti að hljóð- himnurnar sprungu næstum því. „Vörutalningarblús" var firnagóð samsuða upp úr „Lóu Lóu" og margir misstu andlitið þegar Megas kynnti „upprisulagið sjálft" sem reyndist vera „Horfðu til him- ins", Commitments-lag þeirra nýdönsku. Túlkun Megasar á textanum var spaugileg. Að lokum tók hópurinn „Fatla- fólið", þar sem næstum því allir fengu að spreyta sig í söngnum. Þrátt fyrir gífurleg fagnaðarlæti var ekkert aukalag. Tónleikarnir voru í heild ánægjulegir. Megas var í ágætu stuði og fór að vanda á kostum í kynningunum, og bandið small oftast vel saman þó á köflum væri flutningur- inn fullblóðlítill. Hafi listamennirnir og Leik- félagið þakkir fyrir góða skemmtun.______________________ Gunnar Hjálmarsson Þá er það ífágengið. Það er búið að finna besta koníak í heimi. Svo segja að minnsta kosti dómar- ar GaultMiUau í Frakklandi, sem eru helstir þar- lendra sérffæðinga um dýrindis vín og mat. Þeir gáfú Initiale Extra ffá Courvoisier átján stig af tutt- ugu mögulegum í nýlegu prófi og sögðu að þar væri komið besta koníak í heimi. Ríkið hefúr auð- vitað ekki séð ástæðu til að koma þessu eðalvíni í sínar hillur, en það fæst í Fríhöfn- inni. TÓNLIST Velheppnaður samruni „Thirteen er ekki alveg jafnfrúbœr og síðasta plata, en hún er nálcegtþví, og með allra bestu plötum þessa árs. “ ÝMSIR FLYTJENDUR JUSTICE NIGHT Meðal sterkustu rokk- strauma síðustu ára hafa ver- ið þungarokkið og rappið í öllum sínum margbreytileika. Ýmsir hafa reynt að sameina þessar stefhur — RUN DMC komu inn í Aerosmith-lag, Anthrax comu inn í Public Enemy-lag — en Justice Night er fýrsta platan þar sem bræðingur af þessu tagi er allsráðandi. Þetta er víst „sándtrakk“ úr nýrri bófa- mynd sem ég veit ekkert um, enda hefur platan vakið miklu meiri athygli en sjálf myndin. Platan er bæði merkileg og skemmtileg. I flestum tilfeílum hefur sam- runinn tekist mjög vel og út- koman er aldrei vandræðaleg þótt hún sé svo sem það sem búast mátti við — rapp með rokkfrösum eða graðhesta- rokk með taktfestu rappsins. Samruninn getur ekki af sér nýjan tónlistar-Frankenstein, heldur tvíhöfða rum þar sem „hausar“ stefnanna gjamma hvor ofan í annan. Sveitirnar eru af ýmsum „styrkleika“ og er stillt upp með það í huga. Þyngstu gaddavírsböndin fá á sig örg- ustu rapparana. Slayer og Ice- T fá t.d. sameiginlega útrás, á meðan Teenage Fanclub og De La Soul finna poppaðan flöt til að vinna úr. Annað gott er illskurokkrapp Helmet og House of Pain, óður Sonic Youth og Cypress Hill til hassreykinga og „Freak Momma“ þar sem Sir Mix-a- Lot og Mudhoney teygja formið í nýjar áttir. Það er óhætt að mæla með þessari plötu bæði fýrir rokk- ara og rappara. Hér er nóg af þeim kraffi og rokkuðu útrás sem laðar fólk að þessari tón- list. Skoskir snillingar TEENAGE FANCLUB THIRTEEN ★★★1/2 Síðasta plata skosku sveit- arinnar Teenage Fanclub, „Bandwagonesque“, kom út 1991 og varð umsvifalaust sí- gild enda heilsteypt og mjög grípandi poppplata með rokkuðum undirtóni. Sveitin fékk þar nánast allt að láni ffá sveitinni Big Star, sem starf- aði í byrjun sjöunda áratugar- ins en hlaut ekki verðskuldað sæti í rokksögunni fyrr en fyrir nokkrum árum þegar kom í ljós að nánast allt bandarískt gítarrokk síðasta áratugar var ættað í beinan karllegg frá sveitinni. Fólk þarf ekki nema bera saman plötur REM og Big Star til að sjá áhrifin svart á hvítu. Teenage Fanclub sækja í þennan gnægtabrunn og tekst frábærlega að búa til heilsteypt og persónulegt popp. Einhver myndi kalla þetta gáfumannarokk en þunnir textarnir, sem minna stundum á berstrípaða ung- lingatexta glimmertímabilsins (Yeah! I’m in love with you), hindra að sú samlíking gangi fullkomlega upp. Tónlist sveitarinnar minnir á fleiri se- ventís-hetjur en Big Star. Á plötunni fá þeir að láni rokk- riff frá Marc Bolan, afslapp- aðan kántrí-fíling frá Neil Yo- ung og heilt slædgítarsóló úr George Harrison-laginu „My Sweet Lord“, sem hann fékk hvort sem er að láni ffá ein- hverjum öðrum. Úr þessu og eigin tilfinningu fyrir form- inu hræra þeir saman hrotta- lega grípandi melódíur. Þrátt fýrir að fleiri leiti í sömu upp- sprettuna tekst Teenage Fanclub betur en flestum að virka sannfærandi, því hljóm- urinn er auðþekktur og þeir eru að skapa eitthvað nýtt úr gömlum popppörtum. „Thirteen“ er ekki alveg jafn- frábær og síðasta plata, en hún er nálægt því, og með allra bestu plötum þessa árs. POPP FIMMTUDAGURINN 1 1 . NÓVEMBER • Black out heldur enn velli þrátt fýrir nafhgiftina. Þeir verða á Tveimur vinum. • Tríó sunnan þrír er tríó Ásgeirs Óskarssonar sem leikur á hinum mexíkóska Cancun. • Alveg svartir hljómar eitthvað svipað og Black out en ku þó ekki vera sama hljómsveitin. Þessi svörtu verða á Gauk á Stöng. • Stjórnin leikur óraf- mögnuð við opnun nýs staðar í gömlum búningi sem áður hét Plúsinn. Nýja nafinið er Bóhem. Barflugur mega vænta breiðari tónlist- ar effir breytingarnar á Vita- stígnum. • Viridian Green kom ffam í fýrsta sinn á Hressó í síðustu viku og gerir aftur í kvöld. Ekki er margt um sveitina vitað en einhver heldur því ffam að hún spili metnaðarfulla og fram- sækna rokktónlist, eilítið þunglyndislega og sýrða. • Hermann Ingi sem fýrr á Fógetanum. Ætli hann búi þama? FÖSTU DAG U R I N~N~| 1 2. NÓVEMBER • Pláhnetan með hinum ofursexí sturtugaur Stefáni Hilmarssyni, sem fer kannski úr að ofan. Úúúú. Á Tveimur vinum og öllum vinum þeirra. • Marmelaði er væntanlega eitthvað ofan á brauð. Það spilar á Gauki á Stöng'. • Combó Ellenar Krist- jánsdóttur leikur gegnt Sól- oni íslandus, eða því sem næst, á Cancun. • Hilmar Sverrisson er trúbador sem leikur á Mím- isbar hinum dulúðuga. • Snæfríður og stubbamir, Þyrnirós, Öskubuska og allir hinir á Fógetanum. • Geirmundur Valtýsson og hljómsveit í réttu um- hverfi á Hótel íslandi með hestafólki sem er að gera upp liðna vertíð. Almenni- leg skagfirsk stóðhesta- sveifla. • Síróp tekur blús á Blús- barnum, enda kemst enginn upp með annað þar. Jafnvel þótt þeir fíli diskó í ffistund- um. • Tregasveitin skapar gamla og nýja blússtemmn- ingu á þeim ágæta tónlistar- bar sem áður bar nafnið Plúsinn. En heitir nú Bó- hem. LAUGARDAGURI NN| 1 3. NÓVEMBER • Todmobile með tónleika, ekki ball. Ég endurtek tón- leika með bestu tónlistinni sinni. Á hinum ffábæra tón- listarstað Tveimur vinum á Frakkastígnum. • Marmelaði verður smurt um alla veggi á Gauk á Stöng. • Combó Ellenar Krist- jánsdóttur bendir til þess að hún sé enn vaxandi lista- maður. Aftur á Cancun. • Hilmar Sverrisson bíður gesta á Mímisbar. • Saga Class og Er það satt sem þeir segja um landann, hin lífseiga grínsýning, á Hótel Sögu. • Hljómar leika fýrir dansi eftir að Sigurdór Sigurdórs- son blaðamaður og hinir roJddingarnir eru búnir að láta ljós sitt skína. Nostalgía. • Síróp og annar sætur blús á Blúsbarnum. Bandið geymir þá Róbert, Arnar Þór, Jón Tryggva, Guðbjart og aldinn blúsanda. • Ríó Tríó tekur upp þráð- inn þar sem ffá var horfið í Þotunni í gær. Nú á Bóhem við Vitastíginn. • Snæfríður og stubbamir frá Þorlákshöfn. Fagurgal- arnir verða á Fógetanum. SUNNUDAGURINN | I 4, NÓVEMBER • Skriðjöklar gera allt vit- laust á Gauki á Stöng með tónlistarfólki og áhangend- um þess. • Jónas Ingimundarson pí- anóleikari ædar síður en svo að spila popp. Hann flytur ljóðræn smálög eftir Edvard Grieg í Gerðubergi klukkan þrjú á sunnudag í tilefhi þess að eitt hundrað og fimmtíu ár eru liðin frá fæðingu hans. • Hermann Ingi lokar helg- inni á Fógetanum. SVEITABÖLL FÖSTU DAGURINN | 1 2. NÓVEMBER • Áslákur, Mosfellsbæ. Ný- opnuð sveitakrá loks á rétt- um stað, burtu ffá ys og þys borgarlífsins. Útlagarnir spila sveitatónlist. • Hafúrbjöminn, Grinda- vík. Örkin hans Nóa dregur upp á yfirborðið hverja krömmí krána á fætur ann- arri og spilar þar. • Þotan, Keflavík. Fær gömlu framsóknarmennina úr Ríó tríóinu í heimsókn. Diskótek á eftir. • 29, Akureyri. Bubbleflies á sextán ára dansleik. Með í för verða þeir Tóti trans, Kiddi kanína og Ýmir DJ. • Áslákur, Mosfellsbæ. Út- lagarnir spila. Rykið dustað af kúrekahöttunum. • Röst, Hellissandi. Örkin hans Nóa ætlar að halda hörkudansleik. • Þotan, Keflavík. Þangað storma Nýdanskir til að kynna plötuna sína. • Dynheimar, Akureyri. Ravehátíð og félagsheimilis- stuð með Bubbleflies, hinni næstum því heimsþekktu hljómsveit • Hvolur, Hvolsvelli. Plá- hnetan með stórdansleik og Stebba Hilmars auk gömlu loðnu Rikshaw-rottanna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.