Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 S K I L A BOÐ PRESSAN 5 ARNISAM. VILL NOTA STERK ORD Vegna smáfréttar PRESSUNNAR vill Ámi Samúelsson koma eftir- farandi athugasemd á framfæri. „Það er rétt að Samkeppn- isstofnun hefur móttekið kvörtun þess efnis að Sam- bíóin skuli prýða auglýsinga- síðu sína í Morgunblaðinu með slagorðinu „Ávallt í far- arbroddi með bestu mynd- irnar“. Ég hef skrifað Sam- keppnisráði bréf og fært rök fyrir þvi að Sambíóunum sé alveg stætt á því að auglýsa undir þessu slagorði. Máli mínu tá stuðnings vitnaði ég í könnun sem ÍM-Gallup gerði á viðhorfi almennings til kvikmyndahúsa. Meðal annars var spurt: „Hvaða kvikmyndahús finnst þér bjóða bestu myndirnar að jafnaði?“ Niðurstaðan varð sú að yfir 80% þeirra sem svöruðu sögðu að Sambíóin bæru af í þeim flokki. Það kvikmyndahús sem næst kom fékk rúmlega 12% svör- un. Því er Sambíóunum alveg stætt á að nota áðurnefnt slagorð í auglýsingum sínum, almenningur hefur sjálfur skorið úr um það. Virðingarfyllst, Ami Samúelsson." Athugasemd blaðamanns Ágœti bíókonungur íslands. Það þrætir enginn fyrir að þú sért sá aðili sem flestir ís- lendingar heimsækja þegar þeir vilja eyða stund í kvik- myndasal. Hins vegar verður að ítreka það að engin mæli- stika verður lögð á hugverk, sem kvikmyndir óneitanlega em. Það má mæla aðsóknar- tölur en ekki hvað er best þegar „listin" er annars vegar. Þú veist það Ámi, að Vincent van Gogh seldi aðeins eina mynd meðan hann var á lífi. Þannig má leiða rök að því að Vincent hefði tæplega orðið ofarlega á lista ef fM- Gallup hefði gert könnun á viðhorfi samtímamanna hans til listsköpunar hans. Hér verður þó ekki gerð til- raun til að segja að Vincent Van Gogh sé besti listmálari í heimi, þó að myndir hans seljist fyrir meiri pening en flestra listmálara allra tíma. Fyrsta tölublað tímaritsins Eintaks er komið út, í rit- stjóm Gunnars Smára Egjls- sonar. Hlutafélagið Nokkrir íslendingar hf. var stofnað utan um reksturinn og hluta- fé ákveðið 2 milljónir króna. Eigendur em Andrés Magn- ússon sagnfræðinemi, Bjöm T. Hauksson, Gunnar Smári Egilsson ritsjóri, Hafsteinn Egilsson veitingamaður, Ní- els Hafsteinsson og Snorri Snorrason rekstrarhagffæð- ingur. Sexmenningamir eiga allir 300 þúsund króna hlut í blaðinu en 200 þúsund krón- um er óráðstafað. Þess má geta að Níels er sonur Haf- steins sem aftur er bróðir Gunnars Smára... ^ólargluggatföld setfa svip á heimittð Falleg gluggatjöld setja mikinn svip á híbýli okkar og skipta miklu máli, hvort sem um er að ræða vegna hinnar miklu birtu sumars og vors eða hins dökka húms hausts og vetrar. Sólargluggatjöld bjóða upp á allar gerðir af gluggatjöldum á afar hagstæðu verði; rúllu- gardínur, rimlatjöld, strimlatjöld, plíseraðar harmóníkugardínur eða taugardínur. Við komum til þín, tökum mál og setjum upp ef þú óskar. Við höfum á boðstólum mikið úrval af harmóníkuhurðum en þær eru einstaklega hentug lausn þar sem skipta þarf rými en pláss er lítið. Harmóníkuhurðirnar fást í flestar stærðir hurðaropa, með eða án glers, úrekta viði eða viðarlíki.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.