Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 14
14 PRESSAN E R L E N T Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 Stunda skepnuskap gegn Næst þeaar þú ert aS drepast úr stressi er kjörið aS klifra upp í tré og taka smásveiflu. Þetta er ráSlegging frá Peter Elliot, stofnanda Animals Inside Out- meðferSarhópanna í London, sem sýna fólki hvernig best er að losna við mikla streitu. AS sögn Elliots getum viS losað um alls kyns höft í sálarlífinu og komist í snertingu viS okkar innri mann ein- faldlega með því að líkja eftir hegSun for- feðra okkar. Fyrirtæki hans býður upp á klukkustundarlanga meðferS þar sem orjátíu og fimm manns byrja á því að öskra í kór og stökkva um. SíSan velur hver manneskja sitt uppáhaldsdýr, allt frá gíraffa til apa. Ekki líður á löngu þar til allir þátttakendur eru farnir aS klóra sér af áfergju, þefa hver af öSrum og klifra í trjám. Hvort sem þessi nýstárlega meðferS virkar eða ekki er þetta ágætis tækifæri fyrir þá, sem lifa samkvæmt lögmál- um frumskógarins, að haga sér eins og virki- legar skepnur. GOFUGT VILLIMENNIÐ. Aö haga sér eins og bavíani er nú besta lækningin gegn streitu. Ofbeldi aldrei minna í bandarísku sjónvarpi OFBELDI. Ný fjölmiðlakönnun leiöir í Ijós aö ofbeldisatriöi í bandarísku sjónvarpi eru mun færri en flestir halda. Þegar Janet Reno, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, hóf á dögunum herferð gegn ofbeldi í sjónvarpi brugðust stjómmálamenn og íjölmiðlar fljótt við. Allir helstu fjölmiðl- ar landsins fluttu forsíðufregn- ir af fullyrðingum hennar um vaxandi ofbeldi í sjónvarpi og flestir samþykktu þær um- búðalaust. Nú hefur nýleg könnun leitt í ljós, öfugt við hrakspár Reno og þeirra fjölmiðla sem for- dæmdu ofbeldi í sjónvarpi hvað harðast, að ofbeldi í leik- inni dagskrá stóru sjónvarps- stöðvanna hefur ekki verið minna í áratugi. Þessi fullyrð- ing byggist á niðurstöðu eins virtasta rannsóknarhóps í fjöl- miðlafræðum við Annenberg School of Communication hjá Pennsylvaníuháskóla. í könn- un hópsins var ofbeldi skil- greint sem „atferli eða hegðun sem meiðir eða drepur, eða hótar slíku ofbeldi11. Miðað við þessa skilgreiningu voru 2,9 ofbeldisatriði á klukkutíma í dagskrá síðasta árs, mun minna en metfjöldi ofbeldisat- riða, sem var 6,9 atriði á klukkustund frá ’84-’85 og talsvert minna en meðaltal síð- ustu tuttugu ára sem er 5,3 at- riði. Hlutfall þátta í kvölddag- skrá sem sýndu eitthvert of- beldi var lægra en meðaltal síðustu tveggja áratuga og hlutfall persóna sem tóku þátt í morðum var aðeins 6,1 af hundraði á móti 20,5 af hundraði frá ’74-’75. Þess má einnig geta að færri sjónvarps- áhorfendur horfa á ofbeldis- fuUa þætti en gerðu fýrir tutt- ugu árum. í ljósi þessa benda sumir á að umræða um ofbeldi í sjón- varpi hafi ekki grundvallast á staðreyndum heldur tilfinn- ingum og ekki síst pólitískri yftrlýsingagleði dómsmálaráð- herrans. „Ég er líka mjög óhress meö sleniö í efnahagsmálunum. Þaö eina sem mig vantar em peningar til aö sýna þaö í verki.“ ■ Alessandra Mussolini fetar í fótspor afa síns Þegar Napólíbúar ganga í kjörklefa 21. nóv- ember til að kjósa borgarstjóra mun kunnug- legt nafn standa þeim til boða. Alessandra Mussolini, sonardóttir Benitos Mussolini ein- ræðisherra, ætlar sér embættið í nafni nýfas- istaflokksins Movimento Sociale ftaliano og allt bendir til að þessi sæta ljóska með fræga eftirnafnið muni hreppa hnossið. Hún er átta prósentustig- um á undan næsta keppinaut sínum í skoðanakönnun- um og um þriðj- ungur kjósenda í borginni hefur lof- að henni atkvæði sínu. Alessandra, sem er aðeins þrítug, hefur, þótt ein- kennilegt megi virðast, notið góðs af skyldleika sínum við II Duce og situr nú á þingi fyrir MSI-flokk- inn sem stefnir að því að hefja fasismann til fyrri vinsælda á Italíu. Hún er elsta dóttir Ro- manos Mussolini, djasspíanista sem var uppá- haldssonur pabba síns, en móðir Alessöndru, María Scicolone, er systir Sophiu Loren. Leik- konan hefúr lítið yndi af ffænku sinni að sögn kunnugra. En Alessandra nýtur mikilla vin- sælda hjá Napólíbúum, ekki síst vegna þess að hún hefur lítið sem ekkert komið við sögu í stjórnmálahneykslum landsins. Hún hefur hinsvegar að sama skapi lítinn skilning á pólit- ískum veruleika Na- pólí þar sem hún hef- ur alla tíð búið í Róm og hefur komið upp um þekkingarleysi sitt þegar mikilvæg borgarstjórnarmál, eins og gífurlegt at- vinnuleysi og aukna glæpi, ber á góma. En Alessandra er vinsæll frambjóðandi kannski vegna þess að hún er býsna myndarleg og nátt- úruleg ljóska. Árið 1983 birtust nektar- myndir af henni í karlablaðinu Playboy og vöktu þær mikla lukku meðal ítalskra karlmanna. „Ef Mussolini verður borgarstjóri gæti hún í það minnsta breytt ráðhúsinu í vændishús,“ segir leigubíl- stjóri í Napólí. „Hvemig gæti hún annars end- urgoldið þá skuld sem afi hennar stofnaði til?“ Byggt á The European ALESSANDRA MUSSOLINI. Virðist ætla að sigla í borgarstjóra- stól út á eftirnafnið. Af sama tilefni hefur forlagið að auki gefið út geisladisk og kassettu með lögum við texta Tómasar. Þar er að finna nokkrar af helstu perlum íslenskrar dægurtónlistar i flutningi þeirra Egils Olafssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur, s.s. Hótel Jörð, Tondeleyó og Fyrir átta árum. ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF Fagra veröld er ein þekktasta IjóSabók Tómasar GuSmundssonar - eins ástsælasta IjóÖskálds þjóöarinnar fyrr og síðar. Eftir aö Fagra veröld kom fyrst út áriö 1933 hefur Tómas jafnan verið nefndur Reykjavíkurskáldið - enda sýndu Ijóð hans Reykjavík í allt öðru og fallegra Ijósi en áður hafði þekkst meðal íslendinga. í tilefni af 60 ára útgáfuafmæli Fögru veraldar hefur Almenna bókafélagið nú endurútgefið þessa eftirsóttu Ijóðabók. FÖGUR UÓÐ OG SKEMMTILEG LÖG

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.