Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 32
2B0 krónur í lausasölu IVikuritid PRESSAN fylgi án endurgjalds) HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJOMAR Framkvæmdirnar við Ingólfstorg taka sinn toll Viðskiptavinirnir hrein- lega hurfu í dyið Reykjavík, 10. nóvember.____ „Eg verð að segja eins og er að maður saknar viðskiptavin- anna í orðsins íyllstu merkingu. Þeir hafa hreinlega horfið hér fyrir augunum á manni,“ sagði Eyþór Halldórsson, sjoppueig- andi við Ingólfstorg, en hann ber sig illa yfir framkvæmdun- um þar eins og aðrir kaup- menn. „Ég veit til dæmis ekkert hvað hefur orðið um alla Morgunblaðsmennina sem vanalega komu hingað,“ bætti Eyþór við. Blaðamaður gat sem betur fer bent honum á að þeir væru fluttir. „Það er gott að vita af þeim á öruggum stað,“ sagði Eyþórþá. Þessa mynd tók einn kaupmaðurinn út um gluggann hjá sér þegar tveir við- skiptavinir voru að reyna að brjótast yfir Ingólfstorg í sumar: „Því miður gat ég ekki komið þeim til bjargar en þeir hurfu skömmu síðar,“ sagði Jón Þór- hallsson kaupmaður. Flugfreyja Flugleiða útskýrir fyrir skelfingu lostnum farþegum að millilent verði á íslandi. Fjölgun erlendra ferðamanna á íslandi Stoppa stutt og fara strax Ólafyjr Ragnar leggur spilin á borðið »Eg er geimvera „Kom til lamarinnar til að næta haa iarðarbúa, “ til jaFðarinnar til að lÆia hag jarðarbúa, sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi i gær. stoð að halda og að greið- lega myndi ganga að ná þar völdum. En auðvitað þurfti ég fyrst að prófa nokkra stjórnmálaflokka. Við Már erum mjög greindarháar líf- verur og höfum yfirburða- Reykjqvik, 10. nóvember,__ „Við höfum fengið merki frá yfirmönnum okkar um að segja til okkar og því er þessi blaða- mannafundur boðaður.“ Þannig komst Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, að orði í upphafi blaða- mannafundar í gær. Yfirlýsing Ólafs kom eins og sprengijig á fundinn, en með honum voru nokkrir erlendir geimverusérfræð- ingar sem staðfestu fram- burð Ólafs Ragnars. I máli Ólafs kom fram að hann og Már hefðu verið sendir til jarðarinnar fyrr á öldinni með þeim fyrirmæl- um að blanda geði við jarð- arbúa og láta gott af sér leiða. „Mér fannst Alþýðu- bandalagið einmitt félags- ska^m^em^^rfti^smáað-^ þekkingu á efnahags- og stjórnmálum. Við höfum reynt að bæta kerfið innan- frá en nú þarf róttækari með- ul.“ Ólafur Ragnar segist vera frá plánetunni Kommúníum, sem er i 3.879 milljón Ijósára fjarlægð. Ólafur veifar þarna stefnuyfirlýsingu sinni. Starfsmaður kirkjugarða sýnir hvað þarf að taka af kistunum til að mæta kröfum starfsmanna. Líbanskur skyndibitastaður STÓRTILBOÐ Lamba SHAWARMA KEBAB kr. 399.- Kjúklinga SHAWARMA KEBAB kr. 299.- Chicch KEBAB kr. 255.- FALAFILkr. 250.- Hamborgarar kr. 190.- Samlokurkr. 150.- Opið virka daga og um helgar firá kl. 11 - 21. SAHARA Suðurlandsbraut 12 - s. 684955 meinaður aðgangur að klæðnaðar ■ ■ „Ofundsjúkar mussukerlingar — segir Guðfinna Þórðardóttir sem ætlar í Alþýðuflokkinn Skagafirði, 8. nóvember. „Þessi viðbrögð koma mér ekki á óvart. Þessar kerlingar vilja setja allar konur í sömu mussuna og engin má skera sig úr,“ sagði Guðfinna Þórðar- dóttir, sem átti að sitja á landsfundi Kvennalistans. Þegar hún kom hins vegar að dyrunum var henni meinuð innganga vegna þess hvernig hún var til- höíð. „Við teljum að klæðnað- ur hennar sé ekki málstað kvenna til framdráttar,“ sagði Anna Ólafsdóttir Björnsson, talsmaður Kvennalistans í klæðaburði. „Ég tel að þær séu á mikl- um villigötum, því hvemig eiga konur að öðlast hljóm- grunn meðal þjóðarinnar nema eftir þeim sé tekið?“ sagði Guðfinna. Nýjar upplýsingar um samn- inga við starfsmenn kirkju- garða Grafirnar grynnri og kisturnar minni — er meðal þeirra atriða sem þeir börðu í gegn Kvennalistakonu landsfundi vegna Nýr þrýstihópur herjar á almannabótakerfið «.: I M mmiMAfcúr Þessi mynd vSftekin af Guó finnu þar sem nún beift í nát myrkrinu fyrir utan landsfum Kvennalistans á Löngumýri í Skagafirfti. Reykjqvik, 10. návember._ „Það liggur í augum uppi að við reykinga- menn eigum undir högg að sækja í þjóðfélaginu og eigum því rétt á bótum. Nánast enginn vill ráða okkur í vinnu og hafa flestir okkar brugðið á það ráð að gerast blaða- menn,“ sagði Þórhallur Reynir Einarsson, tals- maður reykingamanna. „Við höfúm lengi feng- ið að finna það að við er- um metnir sem annars flokks borgarar. Okkur er úthýst úr flestum opin- berum stofnunum og sjálfsagt verður okkur fljótlega bannað að reykja utandyra. Fólk leyfir sér jafnvel að kvarta yfir fylu af okkur, segir að askan fari út um allt — eins og smáaska hafi orðið nokkrum manni til tjóns. Auðvitað er þetta móð- ursýki af verstu tegund," bætti Þórhallur við. „Meðferöin á okkur jafnast fyllilega á vift örorku," sögðu þessir reykingamenn sem komu saman í athvarfi reyk- ingamanna í Reykjavík í gær. Eins og sést á myndinni þurfa nokkrir reykingamenn að notast við ýmis hjálpar- gögn nú þegar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.