Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 10
FRETTASKYRIN6
10 PRESSAN
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993
Álitsgerðir í smíðum um eignarhald ó Mjólkursamsölunni og mjólkurbúunum
Óvissa um liver á
Tafla yfir helstu efnahagsstærðir í mjólkurframleiðslufyrirtækjunum eins og
þær koma fyrir i samantekt Frjálsrar verslunar. Tölurnar eru í milljónum króna:
Mjólkursamsalan
Osta- og smjörsalan
Mjólkurbú Flóamanna
Aöalstjórn og forstjóri Mjólkursamsöiunnar í Reykjavík. Frá vinstri: Guðlaugur Björgvins-
son forstjóri, Vífill Búason ritari, Magnús Sigurösson formaöur, Guömundur Þorsteinsson
varaformaöur, Kjartan G. Magnússon meðstjórnandi og Sigvaldi Guðmundsson meö-
stjórnandi.
Velta Eigiðfé Heildareignir Skuldir
4.656,1 2.501 3.320 819
4.245,5 403 989 586
2.844,2 1.310 1.819 509
Undanfarna mánuði hefur
verið unnið að úttekt á eigna-
stöðu mjólkursamlaganna í
landinu annars vegar og
Mjólkursamsölunnar hins veg-
ar. Þessi úttekt er gerð til að
finna út hverjir eiga þær millj-
arðaeignir sem eru bundnar í
þessum fyrirtækjum.
Á síðasta vetri skipaði Hall-
dór Blöndal landbúnaðarráð-
herra þá Svein Snorrason
hæstaréttarlögmann og Guð-
jón Eyjólfsson, löggiltan end-
urskoðanda, til að fara ofan í
saumana á eignarhaldi samlag-
anna í landinu. Er niðurstöðu
þeirrar úttektar að vænta inn-
an skamms. Síðan hefur MS
fengið Eirík Tómasson hæsta-
réttarlögmann til að gera út-
tekt á eignarhaldi samsölunn-
ar. Eíriki er fyrst og fremst ætl-
að að renna lagastoðum undir
þá skoðun samsölumanna að
hún sé í eigu framleiðenda,
þ.e.a.s. bændanna sjálfra.
Eignastööu kaupfélaganna
haldiö uppi af samlögunum
1 raun má segja að þessi angi
samvinnuhreyfingarinnar
stefni í innra uppgjör. Annars
vegar var samvinnuhreyfingin
byggð upp í kringum neyt-
endahlutann, þar sem voru
kaupfélögin, og hins vegar í
kringum framleiðendahlut-
ann, þar sem eru samlögin. I
raun er neytendahlutinn meira
og minna kominn í þrot og
víða er eiginíjárstöðu kaupfé-
laga haldið uppi í gegnum
hlutdeild í samlögum. Það er
því þar sem eignarhlutur þess-
ara tveggja aðila blandast sem
átökin verða mest. Kaupfélög í
erfiðleikum munu væntanlega
sækjast eftir að fá eitthvað út
úr eignum sínum í samlögun-
um, sem mun þá haldast í
hendur við eignabreytingu.
Þetta er annað þeirra atriða
sem ýta á eítir uppstokkun.
En fyrirsjánlegar breytingar
á markaðinum hafa einnig
sannfært menn um að breyta
verði eignarformi. Menn virð-
ast ekki tilbúnir að tala um það
strax að samlögunum verði
skipt í hlutafélög, sem þó virð-
ist blasa við í fyllingu tímans.
Einn forystumaður bænda
benti á að
menn væru
o r ð n i r
sannfærðir
um að sam-
vinnufélög
sem slík
væru hæpin
uppbygg-
ing. Benti
viðkomandi
á reynsluna
af Samtök-
um ís-
lenskra loð-
dýrarækt-
enda og
Sölusamtökum íslenskra mat-
jurtaframleiðenda, að ekki
væri minnst á Sambandið
sjálft. Þegar halla fór undan
fæti reyndist erfitt að reisa við
þessi félög, sem síðan féllu
með tilheyrandi ábyrgðum á
meðlimi samtakanna. Einnig
horfa menn til þess að sú
markaðsvernd sem fyrirtækin
og mjólkurafurðir hafa notið
muni senn hverfa og því verði
að breyta um eignarform til að
þola samkeppni.
MS vantar
stofnsjóði til
aö skilgreina
eignaraðild
Flest þeirra
félaga sem um
ræðir eiga
stofnsjóði sem
að nokkru er
hægt að leita til
þegar þarf að
mæla upp
eignarhlutdeild. Það á til dæm-
is við um Mjólkurbú Flóa-
manna, sem er í eigu sérstaks
samvinnufélags. Þar hafa til
dæmis þeir sem hafa hætt
fengið greitt út úr stofnsjóði
samkvæmt upphaflegu ffarn-
lagi.
Mjólkursamsalan, með eigið
fé upp á 2,5 milljarða króna,
hefur hins vegar engan slíkan
stofnsjóð. Hún er í eigu Mjólk-
urbús Flóamanna og Kaupfé-
lags Borgnesinga í gegnum
mjólkursamlagið þar. Mjólk-
ursamlagið í Búðardal er síðan
skráð eignaraðili að MS, sem í
raun á þar í sjálfu sér, þar sem
MS á Mjólkursamlagið í Búð-
ardal. Mjólkursamlag Kjalar-
nesþings er síðan fjórði og síð-
asti eignaraðifinn í þessu eign-
arfélagi.
Osta- og smjörsalan sf. er
sameignarfélag í eigu MS og
MF en fyrir þremur árum var
20 prósenta hlutur Sambands-
ins keyptur út á um 60 millj-
ó n i r .
Þess má geta að Sambandið
fær enn greitt vegna þessara
viðskipta, sem voru að stórum
hluta með effirstöðvaskulda-
bréfi.
Verömiölunarsjóðir eiga að
borga úreldinguna
Samkvæmt lagabreytingum
á búvörusamningi, sem sam-
þykktar voru á Alþingi á síð-
asta ári, er heimild til að taka
allt að 450 milljónum af Verð-
miðlunarsjóði mjólkuriðnað-
arins til að kosta úreldingu
samlaganna og styrkja bændur
til að hætta. Arleg framleiðsla
mjólkur er um 100 milljónir
lítra, þannig að þetta eru fjórar
og hálf króna af hverjum
mjólkurlítra sem fara til ffarn-
taksins á ársgrundvelli. Auðvit-
að má spyrja sig hvaðan ffam-
lagið kemur, því að endingu
eru það neytendur sem borga,
en til Verðmiðlunarsjóðs
renna 1,77 króna af hverjum
innvegnum mjólkurlítra.
Sömuleiðis má velta fyrir sér
hvort eignauppbygging sam-
laganna sé ekki alveg eins frá
neytendum komin, en slíkar
fyrirspurnir eiga lítinn hljóm-
gmnn hjá mönnum í mjólkur-
iðnaðinum.
Eftir nokkrar skýrslur á veg-
um landbúnaðarráðuneytisins
og tillögur frá „sjömanna-
nefndinni“ svokölluðu var
ákveðið að ráðast í fækkum
samlaga. Það var kveikjan að
því að landbúnaðarráðherra
ákvað að kosta umfangsmikla
úttekt þeirra Sveins og Guð-
jóns á eignarhlut samlaganna.
Er það einfaldlega til að fá á
hreint við hverja á að semja til
að fækka samlögum.
Veröa til vellríkir bændur?
Þó að viðmælendur vilji lítið
\gefa út á það hvort þessar út-
tektir geti fært einhverjum
bændum persónulega auðlegð
liggur það í augum uppi að all-
ar breytingar á eignarformi
munu að lokum færa það úr
ópersónulegu formi sam-
vinnufélagsins til persónulegra
forms hlutafélaganna.
Innleggjendur í Mjólkurbú
Flóamanna em á milli 700 og
750 talsins, sem gefúr nokkra
hugmynd um hve margir em í
samvinnufélaginu sem þar
stendur að baki. Alls eru um
1.500 kúabændur á landinu,
þannig að um helmingur
þeirra á ríkt tilkaH til auðlegð-
arinnar.
Eins og kemur ffam á með-
fylgjandi töflu er eigið fé MF,-
MS og Osta- og smjörsölunnar
4,2 milljarðar. Hver og einn
bóndi getur því leyft sér að
gæla við að hann eigi þarna
nokkrar miUjónir, eða þangað
til annað kemur í ljós.
Siguröur Már Jónsson
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram áttundi útdráttur húsbréfa í
1. flokki 1991, fimmti útdráttur í 3. flokki 1991,
fjórði útdráttur í 1. flokki 1992 og þriðji útdráttur
í 2. flokki 1992.
Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 1994.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði
og í Alþýðublaðinu föstudaginn 12. nóvember.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- .
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og |
verðbréfafyrirtækjum.
cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00
Gegnheilt beyki valið
16 mm stafaparket
kr. 2.692,-
Við bjóðum eftirfarandi magnafslátt
á stafaparketi og korki:
JATOBA + VS mosaik
8 mm kr. 1.716,-
\V
Suðurlandsbraut
4a
^68 57 58
FAX 683975
Við verslum einungis með gagnheilt gæðaparket.
þ.e. tréS er itmt beint á steininn og síSan siípaS.
spartlaS og lakkaS eftir á.
Gegnheil (massiv) gólf eru varanleg gólf! Opið
Hefðir miðalda í heiðri hafóar.
GeriS verSsamanburS!
virka
kl. 10—18
daga.
FAGMENN OKKAR LEGGJA M.A.
FISKBEINAMYNSTUR
(SÍLDARMYNSTUR) OG SKRAUTGÓLF,
LAKKA EÐA OLÍUBERA.
20-40 fm 7%
41—60 fm 10%
1—lOOfm 13%
101—150 fm 15%
151—200 fm 18%
yfir 200 fm 20%