Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 34

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 34
AMERISKUR RJOMATERTUHUMOR Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 34 PRESSAN Fyndnar fjölskyldumyndir Íslensk-amerískt Þann 21. nóvember veröur á dagskrá Stöðvar 2 þátturinn „Fyndnasta fjölskyldumyndin“ (með und- irtitlinum: íslenskt glens). Þeir sem fylgjast með Stöð 2 þekkja væntanlega þáttinn „Fyndnar fjöl- skyldumyndir“ (America’s Funniest Home Videos) sem er fyrirmyndin. Þessi þáttargerð er sam- vinnuverkefni Stöðvar 2 og kvikmyndafyrirtækisins Verksmiðjunnar. I ljósi þess hve myndbandsupp- tökutæki eru nýtilkomin hér á landi kom það flest- um aðstandendum í opna skjöldu þvílíkt magn barst af spólum: 180 stykki, og á mörgum þeirra voru fleiri en einn „skets“. Nú er ver- ið að flokka það sem barst í mismikil „fynd“. Gunnar Jóhannsson vinnur að klippingum og segir að gæðin séu misjöíh. „Mörg atriðin eru reyndar svo grátlega ófyndin að þau fara hringinn og verða lyndin." Sumir hafa sett á svið leikin atriði, aðrir eru með skot úr hversdagslífinu. Efnið miðast augljóslega við ameríska fyrirmynd, mikið er um að fólk detti á rassinn og fleira í þeim dúr. Þættirnir verða í mesta lagi tveir og verða fullunnir hjá Verksmiðj- unni, mörg atriðanna þarf að hljóðsetja en önnur birtast óbreytt. Sérstök dómnefnd velur fimm fyndnustu myndböndin en síðan skera áhorfendur úr um hvert það besta er með símakjöri. Amerískur rjómatertuhúmor höfðar ekki til allra og það mæðir talsvert á umsjónarmann- inum, sem er ein fremsta gamanleikkona Islands, Ólafia Hrönn Jónsdóttir. Nú er unnið að því að gera beinagrind um þáttinn og hún er að skoða mynd- böndin með tilliti til hljóð- setningar og kynningar: „Þarna eru nokkur sniðug óhöpp, en það verður að segjast að margt af því sem ég hef skoðað á sér ekki víða fyndna skír- skotun. Sem dæmi þá fmnst þér kannski fyndið að sjá barnið þitt gretta sig yfir grautnum en ég veit ekki með aðra.“ Sjónvarp • Trausta Jónsson ★★★★ veðurfræðing á RÚV. Frá- bærlega þurr á manninn, svo manni finnst eins og hann þurfi minna á okkur að halda en við honum. Maður fer jafnvel að ímynda sér að brýnt sé að kunna skil á næstu lægð. • Rándýrið ★★★★ Predator á Stöð 2 föstudags- kvöld. Schvvarzenegger færir ofbeldið upp á listrænt svið. • Á tæpasta vaði II ★★★★ Die Hard II á Stöð 2 laugardagskvöld. Willis færir ofbeldið upp á listrænt svið. • Twist ★★★★ Oliver Twist á Stöð 2 á laugardag. Ein besta kvikmyndaútgáfan eftir sögu Dickens. • Púrítanisma í málrækt á RÚV á sunnudag. Sig- urður Pálsson skáld stjórnar umræðum. -w- y • . Varist: • Miðnæturklúbbinn © Heart ofMidriightá Stöð 2 á föstudagskvöld. Carol er að jafna sig eftir tauga- áfall og ætlar að hefja nýtt líf með því að reka næt- urklúbb. • Magnús Jónatansson © „fótboltasérffæðing“ á Stöð 2. Manninn sem kom Fylki niður í aðra deild en þykist samt sem áður geta komist upp með að segja til um ítalska boltann méð setningum á borð við: „Það er alveg ljóst að ef þeir ætla að jafha, þá verða þeir að sækja.“ Eða: „Þeir vinna sem skora mörkin.“ • Stórtenór í hljóðveri á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Þetta lyktar af sjálfsánægju langar leiðir. Björgvin Halldórsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, stjórnar hljóðupptökum á plötu Kristjáns Jóhannssonar. Bíó Möst: • Hin helgu vé ★★★1/2 Höfuðkostur þessarar myndar er fal- leg og raunsönn lýsing á því hvernig drengur breytist í pilt, hvernig móðirin þokar fyrir holdlegri ímynd heimasætunn- ar, hvernig það er að vakna upp við verk í líkamshluta, sem hingað til hefúr verið til ffiðs. Regnhoganum • Svefnlaus í Seattle ★★★ Sleepless in Seattle Breyttir tímar eiga sjálfsagt einhvern þátt í því að nú þykir manni þessi mynd góð. Gáfaðir asnar mundu sjálfsagt tengja það hræðslunni við AIDS, að nú séu kvikmyndir um hið eilífa par vinsælar. Miklu líklegra er að hrun hinnar þröngsýnu skynsemishyggju eigi hér hlut að máli. Stjörnubíói • Píanóið ★★★★★ The Piatio Það sem gerir þessa mynd betri en flestar aðrar góðar myndir er efnisval og efnistök, handrit og frábær leikstjórn ungrar konu, Jane Campion. Myndin fjallar um ólæsi hinna læsu og málleysi þeirra talandi um leið og henni tekst að segja hið ósegjanlega. Regnboganum • Flóttamaðurinn ★★★ The FugitiveÁhorfendinn stendur all- an tímann með flóttamanninum, sem verður einskonar sam- bland af greifanum af Monte Christo og Jósep K. Ofsóttur af glæponum og hinu opinbera. Flóttamaðurinn er m.ö.o. í svip- aðri stöðu og almenningur. Myndin er ótrúlega spennandi og kemur manni hvað eftir annað á óvart eins og vera ber í góðri spennumynd. Bíóhöllinni Svona la la • Fyrirtækið ★★ The Firm Niðurstaðan er eitthvað á þá leið að eigin hagsmunir lögmanns- ins komi fyrst, þá hagsmunir skjólstæðinganna, sem eru ma- fíufantar í þessu tilviki. Síðan megi dauðinn, djöfullinn og FBI eiga hina spilltu lögffæðinga á stofúnni. Þetta er vond siðffæði og trúlega vond lögfræði líka. I raun er ekki hægt að.segja að myndin sé illa leikin, í henni eru engar persónur sem gefa tilefni til lciks.Bíóhöllinni KVIKMYNDIR Lágspennt vella RÍSANDI SÓL - RISING SUN BIÓBORGINNI ★★1/2 Og þá hafa þeir kvikmynd- að enn eina söguna og nú Rising Sun eftir Michael Crichton, þann sama og skrifaði söguna um Júragarð- inn. Þessi saga er pólitískur efnahagstryllir, sem gerir út á hræðslu Bandaríkjamanna við Japani. Hún er uppfull af misjafnlega viturlegum ein- ræðum um hagspeki, stjórn- mál og heimspeki, sem eru lítt fallnar til kvikmyndagerð- ar. Sean Connery, sem var fenginn til að leika eitt aðal- hlutverkið, er einn af fram- leiðendum og tók drjúgan þátt í gerð myndarinnar að öðru leyti. Leikstjóri er Philip Kaufmann, sá sem leikstýrði Óbærilegum léttleika tilver- unnar eftir sögu Milans Kundera. Handritshöfúnd- ur er Michael Bakes, og hófst hann handa í samvinnu við þá Crichton og Kaufmann. Fljótlega kom upp ágreining- ur í þessari sveit, sem leiddi til brotthvarfs Crichtons úr samstarfinu. Mikið er um þetta ósætti ritað í erlend kvikmyndablöð um þessar mundir og er einna helst að skilja, að höfundi bókarinnar hafi þótt leikstjórinn og handritshöfundurinn vilja draga of mikið úr pólitísku og efnahagslegu inntaki sögunn- ar, að ekki komi nægilega vel fram í myndinni hvað höf- undur bókarinnar er rosalega gáfaður. Connery og Kauf- mann halda því hins vegar fram að þetta hafi verið nauð- synlegt til að gera persónur myndarinnar áhugaverðari og seljanlegri. Myndin fjallar um tilburði tveggja lögreglumanna (Connery og Wesley Snipes) við að upplýsa morð á banda- rískri vændiskonu, sem þjón- ar japönskum auðmönnum í Los Angeles. Morðið virðist tengjast samningaviðræðum uin kaup Japana á bandarísku fyrirtæki. Ekki er þó allt sem sýnist. Leikur þeirra Conn- erys og Snipes er bærilegur, þótt persónurnar sem leika á séu ekki beysnar. Yfirmann þeirra í lögreglunni leikur Harvey Keitel og gerir hann þessu aukahlutverki afar góð skil, eins og hans var von og vísa. Maður kemst varla svo í bíó um þessar mundir að Keitel þessi leiki ekki þar. Að öðru leyti er þessi mynd vel gerð, klipping, tónlist og ann- ar frágangur í besta standi eins og alltaf er um dýrar Hollywoodmyndir. Þeir kunna nú handverkið þar vestra enda kostar það ekkert smá. Samt sem áður er þessi mynd ekki sér- lega áhugaverð. Sennilega hefði það gefið henni meiri dýpt ef eitthvað meira af pólitík og efna- hagsmálum hefði fengið að fljóta með, jafnvel þótt hug- myndir Crichtons séu afar umdeilanlegar. Maður hefði þá að minnsta kosti getað skemmt sér yfir því, hvað Kanarnir eiga erfitt með að horfast í augu við að vera orðnir annars flokks iðnríki samanborið við Japani. I staðinn verður úr þessu lág- spennumynd, sem er hvorki fugl né fiskur. Reynt er að láta Connery vera fulltrúa taóískrar speki í anda Sun Tzu, sem kennir að best sé að sigra án bardaga. Þessi speki hverfur út í veður og vind þegar hann fer að slást og skjóta. Stundum bregður fyrir ljóðrænni og langdreginni kvik- myndatöku sem tæp- lega á við í spennu- mynd. Þetta leiðir til þess að myndin verð- ur allt of löng. Samt má hafa nokkurt gaman af þessari mynd, sem hreinni afþreyingu. Auðvitað saknar „Reynt er að láta Connery verafulltrúa taóískrar speki í anda Sun Tzu, sem kennir að best sé að sigra án bardaga. Þessi speki hverfur útí veður og vind þegar hannfer að slást og skjóta. “ maður þess að Holly- wood skyldi ekki hafa þrek til að fjalla um al- varlegustu hættuna sem steðjar að bandarísku samfélagi, að framleiðsl- an þar í landi er að verða undir í samkeppninni við Asíu (svo ekki sé nú minnst á aumingjans Evrópu). Á æ fleiri svið- um eru Asíumenn farnir að framleiða betri og ódýrari vörur en Banda- ríkjamenn. Þetta stafar ekki síst af röngu skipu- lagi fyrirtækja þar vestra. I Bandaríkjunum leggja menn allt upp úr stærð- inni, stalínskri miðstýr- ingu og markaðsdrottn- un eins og Mökkurkálf- urinn General Motors gerir, á meðan japönsk fyrirtæki eru tíðast sam- steypa margra fyrirtækja sem keppa innbyrðis, þar sem lágt verð og gæði eru aðalvopnin. Þess vegna sigra jap- önsku fyrirtækin án þess að til bardaga komi. Um þetta hefði þessi mynd átt að fjalla öðrum þræði, en leirrisinn Twentieth Century Fox taldi sig þurfa á skjót- teknari gróða að halda og því fór sem fór. Nið- urstaðan varð lág- spennuvellumynd með góðum sprettum, sem selst svo ekkert sérstak- lega vel eftir allt saman.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.