Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 17
MJOTT ER GOTT Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 PRESSAN 17 m Rómantlskir breskir fótgönguliöar höfðu þau viö kragalausu jakkana. Seint á áttunda ára- tugnum vakti yfirræflarokkarinn, hinn órómantíski Johnny Rotten, aftur áhuga karlmanna á lakkrísbindum. Næst sást til lakkrísbindanna viö háls stórpoppara á borö viö Bryan Ferry og Nick Cave, sem tilheyröu hinni nýrómantísku tónlistarbylgju (Rikshaw var meö þau í stíl viö litað háriö). I dag þykja Iakkrísbindin henta einkar vel meö herrafatatískunni, þessum einhnepptu þriggja eða fjögurra talna jökkum. Slétt og felld ný-ný-rómantísk lakkrísbindi. Þau gömlu ættu aö duga. Haföu jakkafötin svört (teinótt ganga) og vertu í hvítri skyrtu, lakkrísbindið er svo punktur- inn yfir i-iö. Ólíkt því sem gerðist á pönktímaþilinu skal nú allt vera slétt og fellt. Regla númer eitt er Sumsé: Hentu hvorki gömlum fötum né gefðu þau í safnanir. Komdu þér frekar upp góöri fatageymslu viljirðu fylgjast meö. Tískukóngar heimsins eru augljós- lega búnir aö mála sig hugmyndalega út í horn. Grenntist um sjö ldló á mánuði Hann varð fyrst þekktur sem poppari með hljómsveit- inni Silfúrtónum. Nú er það hið umtalaða en jafhframt vin- sæla leikrit Englar í Ameríku sem dregur athyglina að hon- um. Þar leikur hann homma sem sýkist af eyðni. í einni sýn- ingu breytist hann því úr hraustum manni í fársjúkan. Færri vita hins vegar að Magn- ús Jónsson lagði það á sig að grenna sig um ein sjö kíló á að- eins einum mánuði fyrir sýn- inguna. Hvernig fór hann að því, spyrjum við sem alltaf er- um að reyna nýja og nýja megrunarkúra án nokkurs ár- angurs. Var þér uppálagt að grenna þigjyrír sýninguna? „Nei, ég tók upp á þessu sjálfur mánuði fyrir frumsýn- ingu ásamt Árna Pétri Guð- jónssyni. Við studdum við bakið hvor á öðrum. Vor- um með Kate Moss-æði.“ Hvemigfórstu að þessu? „Ég hætti svo að segja að borða en passaði þó að fá orku. Að auki var ég í botnlausri þjálfun á hveij- um degi. Ég brenndi miklu í svokölluðu pallap- uði og passaði mig á því að bæta ekki við vöðvana, nema magavöðvana.“ Nú er það umdeilt hvort leikarar eigi að leggja stíkt á sigfyrir sýningar. „Það er bara persónu- bundið hvað menn vilja leggja á sig. Ég stóð frammi fýrir því að vera mjög mikið ber á sviðinu — með netta velmegun- arbumbu! Það var ekkert um annað að ræða fyrir mig. Ella hefði ég ekki get- að staðið á sviðinu mórals- MAGNÚS JÓNSSON. Sæll og sjö kflóum léttari, enda er hann einn hinna lánsömu leikara sem hafa nóg að gera. Á litlu myndinni er Magnús í Silfurtónaham með velmegunarbumbuna — sjö kílóum þyngri. laus.“ Ertu ekkert hrœddur um að fá anorexíu? „Nei... ann- ars er það nú svolítið skrítið. Ég er farinn að borða aftur en þyngd mín, 65 kílóin, stendur í stað.“ Hve lengi hann þarf að vera mjór veltur á því hvernig Englunum reið- ir af, en líklegt er að reynt verði að ná til unga fólksins í menntaskólun- um. Um þessar mundir er Magnús að æfa hlutverk Kamals í fjölmenn- ustu sýningu vetrarins, Evu Lunu. Ólíkt mörgum ungum leikurum hefur Magnús nóg fyrir stafni sem leikari og var fastráðinn að Borgarleikhúsinu í haust. Evtu nokkuð húinn að leggja poppið á hilluna? „Nei, síður en svo. Hljóm- sveitin var aðeins í tveggja mánaða pásu meðan á æfing- un á Englunum stóð. Nú er allt byrjað á fullu. Fyrstu tónleikar Silfurtóna verða eftir hálfan mánuð. Fjölbreyttari en nokkru sinni en án tannlakks.“ Þess má loks geta að í febrú- ar fáum við að sjá tvær sjón- varpsmyndir sem Magnús leikur í; önnur er finnska myndin Malbik, þar sem fjórir bekkjarbræður Magnúsar leika auk hans, og Nifl, sem er stutt- mynd eftir Þór Elís Pálsson. Síðasta föstudag sáust sam- an að snæðingi á veitingastaðn- l um Café , Parísþau i Hildur I Jónsdóttir, ' ritstjóri ' Vikublaðsins, og Steingrfrn- ur J. Sigfús- son, alþing- ismaður og | fyrrverandi ráðherra Alþýðu- bandalagsins. Þar voru og Jón Sæmundur Bjömsson leik- araefni og Jónsi stílisti og fjöldinn allur af fjölskrúðugu fólki. Úti á lífinu um helgina var fjölmargt bráðungt fólk sem enn á ferskar minningar af Hallærisplaninu. Flest ung- mennanna var samankomið á skemmtistaðnum Casablanca, sem nú er kominn undir stjórn Kidda Bigfoot á Berlín. Meðal þeirra voru Fjölnir snókermeistari og Svala Björk Amardóttir sem nú ber titil- inn fegurðardrottning Islands, Oliver handknattleiksstjama og Nanna Guðbergsdóttir fyrirsætustjarna, Konráð Ol- avsson landsliðsstjarna, Helena og Eydís dansstjöm- ur, Óli Ffaralds matreiðslu- stjama, Dóra Takefusa sjón- varpsstjarna, Ólafur Gott- skálksson íþróttastjarna, Sambíóbræðúrnir Alfreð og Bjöm Árnasynir, hinir óþol- andi samhentu Einar, Gaui og Stebbi á Pizza 67, öðru nafni Rip, Rap og Rup, ásamt einhverjum Sigurði I. Stall- one og Portúgalinn Paolo strippari sem var í fötum allt kvöldið. Röð myndaðist fyrir utan Hressó um síðustu helgi þrátt fýrir óveðrið. Inni í hlýjunni voru Elsa söngkona í Friðriki 12., Sigríður Guðna einnig söngkona en án sinnar ný- stofriuðu hljómsveitar, Gunn- ar Bjami úr Jet Black Joe, meðlimir hljómsveitarinnar Sona Raspútíns föðurlausir, að , ógleymdri | Andreu Ró- ’ bertsdóttur ’ ungfrú fót- leggjum! öllu há- menningarlegri var veislan sem Ingólfúr Guð- brandsson hélt dóttur sinni, Þorgerði kór- stjóra, í Perlunni um helgina er hún varð fimmtug. Veislan var vegleg og ekkert til sparað, sem vekur nokkra fúrðu í ljósi þess að Ingólfúr hafði ekki nema litlar eittþúsund krónur í mánaðartekjur á síðasta ári samkvæmt skattskýrslu. En hvað unt það. Til veislunnar mættu flestir kórfélagar Hamrahlíðarkórsins og Kórs Menntaskólans við Hamra- hlíð fýrr og síðar og var mikið sungið. Þar var og frú Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands, Sigurbjöm Einarsson biskup ásamt frú Magneu, Thor Vilhjálmsson rithöf- undur, Þorkell Sigurbjöms- son tónskáld, Jón Nordal tón- skáld, ÁslaugThorlacius kó- ramma, Jón Ásgeirsson tón- skáld, Hróðmar Ingi Sigur- bjömsson einnig tónskáld, Ámi Sigfússon borgarfulltrúi ásamt fr ú sinni Bryndísi Guð- mundsdóttur talmeinaffæð- ingi sem bæði em fýrrverandi kórfélagar, ÖmólfúrThorl- acius rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og Rannveig T ryggvadóttir, Rannveig Fríða Braga- dóttir söngkona og gamall kórlimur, Heimir Pálsson íslenskuffæðingur og Jónas Ingimundarson píanó- leikari. Ennþá er líf í Rósenberg- kjallaranum ef marka má að- sókn um helgina. Þangað var mættur sem fýrr Róbert Ami Hreiðarsson lögfræðingur svo og Páll Banine söngvari Bubbleflies, sem fór upp á bassahátalarana og messaði í fótamennt, svo fátt eitt sé nefnt. Karlar eru ekki yfir konur settar — alls ekki, þau eiga að njóta jafnræðis en það þýðir ekki að kynin séu eins. Þegar kona lítur vel út með yfirvaraskegg að pissa út um glugga á lest — þá fyrst verð- ur hægt að fara að drekka af viti með þeim kynstofni. Þangað til eiga þær að halda sig við það sem þær kunna, heimilisstörf og inn- kaup. Við mælum með ... veiðimönnum í varnarbar- áttu þeir eru svo hjákátlegir; allt að þvi jafú barnslega tapsárir og maður man eftir þeim í kappleikjunum í den. ... að geimverurnar fari nú að láta sjá sig hann er óþolandi þessi endalausi feluleikur. Og þó, enn lifa sumir í voninni, sem er oft miklu meira spennandi en sjálf tilvistin. ... að veitingahús láti af þeim ósið að bera saman á borð græn- meti og ávexti það ætti að vera grundvallar- kunnátta hvers matargerðar- manns að kunna að raða saman fæðutegundum. Grænmeti á ekki blanda saman við ávexti ffekar en olíu við vatn. Naflaskoðun. Ekki bara vegna þess að Ingó og Vala eru að draga alia homma og lesbíur, rasista, framhjáhaldsseggi og fórnarlömb þeirra fram í dagsljósið. Heldur einnig vegna þess að við Hfum á tímum þar sem sannleikurinn um samfélagið er að verða lyginni yfirsterkari. Tabúunum fækkar. Fátt er orðið eftir sem verndar friðhelgi einkalífsins. Sem er að mörgu leyti gott, enda hefur margt misjafúlega „gott“ þrifist í skjóli „friðhelgi einkalífsins" (misnotkun, ofbeldi...). Þáttur- inn í sannleika sagt er skarpasta andstæða yfirborðsgjálfurs Hemma Gunn. öll þörfnumst við örUtillar dýptar, sem sjálfsagt mun koma fram í næstu skoð- anakönnun. í sannleika sagt sannar að hægt er að gera um- ræðuþátt um tilfinningaleg na- flaskoðunarmálefúi áhugaverðan og jafúvel skemmtilegan. öfi Sá undarlegi, margtuggni og al- rangi frasi að „ljótar“ og illa klæddar konur séu jafnan í for- svari kvennabaráttunnar. Sú at- höfú að sitja fyrir ffaman imbak- assann og sóa dýrmætum tíma sínum í orðagjálfur um útlit þeirra kvenna sem birtast á skján- um í stað þess að hlusta á það sem þær hafa fram að færa. Þegar upp er staðið skiptir í raun ekki máli hvort umræddar konur eru sætar eða ljótar, vel eða illa til fara. Ef þær eru sætar fer ekki minni tími í að velta því fyrir sér. Hvort þær eru sætar eða Íjótar breytir engu. Það er hvort eð er lítt hlustað á konur. Sérstaklega af karlmönn- um. Þar sem dýpt er inni væri ekki úr vegi að stytta tímann sem fer í að skoða varalitinn (eða ekki varalitinn) og hlusta á innihaldið. Þótt ekki v æ r i nema til þess að v i t a h v o r t m a ð u r geti verið með mál- staðnum eða á móti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.