Pressan - 18.11.1993, Síða 9
F R ETT I R
~immtudagurinn 18. nóvember 1993
PRESSAN 9
.o ari
fyrir breytinguna?
seldir á árunum 1987-1991.
Árið 1992 voru um 4.000 af-
ruglarar seldir, en frá mars-
mánuði í ár hefur Stöð tvö
lánað afruglara gegn því að
notendur greiði ársáskrift fyr-
irfram. Þá hafa um 6.000 ein-
rása afruglarar af gerðinni
TUDI14 verið seldir.
Samkvæmt upplýsingum
aðila sem versla með notaða
afruglara er gangverð þeirra á
markaði f dag mismunandi
eftir aldri og ástandi, en verð
fyrir þá er á bilinu 5-15 þús-
und krónur. Ekki reyndist
unnt að fá upplýsingar á Stöð
tvö eða í Heimilistækjum um
hversu margir af hverri teg-
und hafa verið seldir, sundur-
liðað eftir árum. Engu að síð-
ur er ekki fjarri lagi að álykta
að markaðsvirði notaðra af-
ruglara í dag sé um 9.000 kr.
fyrir eiganda tækisins. Sé
stuðst við þessar forsendur
sést að 45 þúsund áskrifend-
ur, sem eiga 9.000 kr. afrugl-
ara hver um sig, eiga sín á
milli eign upp á 405 milljónir
króna.
Líftími myndlykla út frá
hagsmunum neytenda
og sjónvarpsstöðva
ekki sá sami
Páll Magnússon viður-
kenndi að erfitt væri að fá
ffam nákvæmar tölur um ald-
ursskiptingu myndlyklanna,
en staðhæfði að yfir 90 pró-
sent myndlykla væru fimm
ára eða eldri. Það væru þau
aldursmörk sem ffamleiðend-
ur vildu miða við sem afskrift-
artíma tækjanna, en sagði
jafnframt að auðvitað mætti
halda tækjunum gangandi
lengur ef menn væru tilbúnir
að leggja í mikinn viðgerða-
kostnað. Án þess að geta nefht
ákveðnar tölur máli sínu til
stuðnings sagði Páll að bilana-
tíðni þeirra affuglara sem eru
í gangi í dag væri mjög mikil.
Á hinn bóginn miðaðist líf-
tími myndlykla ekki síður við
hagsmuni sjónvarpsstöðvar-
innar, þ.e. við það hversu
langan tíma tæki fyrir „þjófa“
að brjóta sér leið í gegnum
varnir lykilsins og þess vegna
selja hverjum sem er aðgang
að efni stöðvarinnar. Sagði
Páll í samtali við PRESSUNA
að framtíðarhagsmunir
Stöðvar tvö væru hér í húfi.
Aðspurður um hvers vegna
heiðarlegir viðskiptavinir
Stöðvarinnar ættu að gjalda
þjófanna, með þeim hætti að
fullkomlega starfhæfir mynd-
lyklar þeirra væru teknir úr
notkun nokkrum árum áður
en þeir væru í raun úr sér
gengnir, sagði Páll að vanaleg-
ir viðskiptavinir þyrftu á end-
anum að gjalda þjófanna ef
ekki væri skipt um kerfi.
Þjófaáskrift skilaði sér ekki til
stöðvarinnar og minnkandi
tekjur þýddu minna ffamboð
á góðu sjónvarpsefhi. Að auki
væri ekki hægt að halda því
ffam að viðskiptavinir Stöðv-
ar tvö töpuðu persónulega á
affuglaraskiptum, því nú væri
leitað að lausn sem bætti við-
skiptavinunum tapið.
Líftíminn 10-12 ár
Sagði Páll flesta affuglarana
gamla og þeir væru „sam-
kvæmt vanalegum afskriftar-
reglum afskrifaðir á fimm ár-
um“. Samkvæmt upplýsing-
um Steinþórs Haraldssonar
hjá Ríkisskattstjóra gilda bók-
haldsreglur um afskriftir skrif-
stofuáhalda og tækja upp á 20
prósent á ári um hluti í eigu
fyrirtækja, ekki einstaklinga.
Myndlyklar í eigu einstaklinga
eru því ekki „afskrifaðir“ á
þennan hátt og á meðan Stöð
tvö breytir ekki um „skrá“
ganga þessir lyklar kaupum og
sölum, svo sem fyrr greinir.
Á verkstæði Heimilistækja
fengust þær upplýsingar að
líftími myndlykla væri að
meðaltali 10-12 ár. William
Gunnarsson, sölustjóri Heim-
ilistækja, sagðist ekki geta
staðhæft hversu lengi mynd-
lyklar entust, en tók til við-
miðunar að sjónvarpstæki
ættu að duga í 10-15 ár. „En
myndlyklarnir eru allir í notk-
un enn, svo við erum ekki
farnir að sjá fyrir endann á
þeim,“ sagði William.
Fyrstu afruglararnir voru
seldir 1986 og eru því á átt-
unda aldursári. Flestir mynd-
lyklarnir eru hins vegar þrigg-
ja til sex ára gamlir og eiga
samkvæmt því fimm til átta
ára notkunartíma ffamundan.
Þeir sem nýrri eru eiga eðli-
lega enn lengra líf í vændum,
en um 6.500 myndlyklar eru
tveggja ára eða yngri. Sú rök-
semd að allir myndlyklar í
landinu séu á síðasta snúningi
á þvi varla rétt á sér ein og sér,
þótt hún verði skiljanlegri í
ljósi hagsmuna Stöðvar tvö af
því að hreinsa kerfið af þjófa-
áskriftum.
Nýir myndlyklar óþarf-
ir?
Önnur ástæða fyrir mynd-
lyklabreytingunni nú er sú að
Stöð tvö er að hefja útsend-
ingar ffá gervihnattasjónvarpi.
„Það ýtir undir myndlykla-
skiptin núna að við erum að
heQa gervihnattasendingar,“
sagði Hannes Jóhannsson.
Útvarpsréttarnefnd hefur út-
hlutað Stöð tvö fimm rásum á
örbylgjusviði (MMDS) og í
gegnum nýjan myndlykil eiga
áskrifendur að Stöð tvö að
geta náð átta erlendum stöðv-
um, auk Stöðvar tvö og RÚV.
Ástæður sem gefnar eru upp
fyrir nauðsyn nýrra mynd-
lykla eru því m.a. þær að
gömlu myndlyklarnir hafi
ekki svokallað „S-band“ og
geti þvi ekki tekið á móti nýju
örbylgjumerkjunum og að
þeir hafi ekki fjarstýringu, sem
er nauðsynleg þegar færa á
milli stöðva.
Þegar PRESSAN ræddi við
Hannes Jóhannsson, yfir-
mann tæknideildar Stöðvar 2,
kom hins vegar í ljós að
tæknilega hefði verið hægt að
nota að minnsta kosti hluta
gömlu TUDI 12-myndlykl-
anna óbreyttra í þessum til-
gangi. Þeir væru útbúnir með
móttöku fyrir „S-band“ og
væru að auki allir með inn-
byggða fjarstýringarmóttöku.
Gallinn við þá væri hins vegar
sá, að þeir væru ekki allir með
innbyggðu S-bandi og ekki
hefði verið hægt að fá upplýst
hjá Heimilistækjum hversu
margir TUDI 12-myndlyklar
væru með þessum útbúnaði
og hverjir ekki.
Ólafur Ingi Ólafsson, yfir-
maður þjónustudeildar
Heimilistækja, sagði rétt að
þeir vissu ekki hversu margir
myndlyklar sem þeir hefðu
flutt inn og selt væru með
þessum útbúnaði. „Ástæðan
er sú að hans var ekki þörf á
sínum tíma og við höfðum
ekki ástæðu til að hafa eftirlit
með því hvört myndlyklar
hefðu innbyggða móttöku
fyrir S-band eða ekki,“ sagði
Ólafur í samtali við PRESS-
UNA.
Það má því álykta, að ef
þess hefði verið gætt á sínum
tíma að myndlyklarnir upp-
fýlltu þessar kröfúr væri engin
þörf á endurnýjun nú. Varð-
andi rökin um þörfina á ljar-
stýringu og að því sé þörf á
nýjum myndlyklum kom
einnig ffarn við eftirgrennslan
PRESSUNNAR að allir TUDI
12-myndlyklar eru með inn-
byggða móttakara fyrir fjar-
stýringu. Fjarstýringar voru
hins vegar ekki keyptar með
myndlyklunum til landsins á
sínum tíma, þar sem aðeins
var um eina rás, þ.e. rás
Stöðvar tvö, að ræða. „Málið
var á sínum tíma að ná sem
flestum áskrifendum og hafa
þetta þarafleiðandi sem ódýr-
ast,“ segir Ólafúr Ingi. Þá kom
ffam hjá Hannesi að móttak-
arinn fyrir fjarstýringuna
hefði legið djúpt í myndlykl-
inum sjálfum, og því hefði
þurft að miða nákvæmlega á
tækið þegar fjarstýringu var
beitt. „Þetta þætti því hálf-
lummó í dag.“
Hagnaður í hættu?
Páll staðhæfði hins vegar að
þegar myndlyklaskiptin fara
ffam á næsta ári komi ekki til
að menn þurfi að greiða fyrir-
framáskrift í lengri eða
skemmri tíma. En eins og
Hannes Jóhannsson benti á
getur verið erfitt að taka
gamla myndlykla upp í eitt-
hvað sem ekki er verið að
selja, þ.e. nýja myndlykla, sem
verða í eigu Stöðvar tvö. Páll
útilokaði ekld að svo gæti far-
ið að Stöð tvö yrði að greiða
áskrifendum sínum í bein-
hörðum peningum fyrir
gömlu afruglarana, að
minnsta kosti þeim áskrifend-
um sem ekki vilja halda áffam
að vera áskrifendur. Og þar
munar um hvem þúsundkall-
inn.
Eitt þúsund krónur fyrir
nýlegan myndlykil þætti lík-
lega ekki mikið, en þar er
samt um hugsanleg 45 millj-
óna króna útlát fyrir Stöðina
að ræða. Ef áskrifendur sætt-
ust ekki á minna en 5.000 kr.
gætu útgjöldin orðið 225
milljónir króna.
Erfitt er að nálgast upplýs-
ingar um verð þeirra 50 þús-
und myndlykla sem Stöð tvö
hefur gert samning um, en
þar gæti hlaupið á 250-500
milljónum króna. I ofanálag
kemur áðurnefndur kostnað-
ur við uppsetningu senda út
um landið, sem gæti numið
um 350 milljónum króna á
næstu ámm. Hér er um mjög
mikil útgjöld að ræða hjá Stöð
tvö, sem mjög _____________
fljótlega gæti
breytt gróða
undanfarinna
mánaða í tap.
Til að bæta
það upp er ein
leið að hækka
áskriftargjöldin
og önnur að fara
hægt í uppbygg-
ingu móttöku-
sendakerfisins
fyrir gervi-
hnattasjónvarp-
ið. Ef bróður-
partur áskrif-
enda fær þá ekk-
ert annað fyrir
sinn snúð við
myndlyklabreyt-
inguna en sömu
gömlu Stöð tvö
á hærra verði er
hætt við að
áskrifendum fari
fækkandi.
Lykilatriðið
fyrir Stöð tvö er
að halda áskrif-
endum sínum
og það má teljast
ólíklegt að þeim
takist á nýjan
leik að selja 50
þúsund mynd-
lykla á einu
bretti. Þeim er
því kappsmál
halda áskrifend-
um sínum og
markaðslega séð
telja þeir hag-
kvæmast að
kaupa mynd-
lyklana sjálfir og
bjóða gömlum
áskrifendum að
skipta á nýjum
lykli fýrir gaml-
an. Gulrótin er
síðan himnasent
gervihnattasjón-
varp.
Páll H.
Hannesson
Arsáskrift að útsendingum 2.152.440.000
35 þúsund loftnet, uppsett 945.000.000
Skilagjald á nýja myndlykla 112.500.000
Samtals 3.209.940.000
Verðmæti í gömlum myndl. 405.000.000
Hugsanleg endurgr. Stöðvar 2 125.000.000
Alls 3.489.940.000
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1989
1. flokki 1990
2. flokki 1990
2. flokki 1991
3. flokki 1992
Innlausnardagur 15. nóvember 1993.
1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 777.161 kr. 77.716 kr. 7.772 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 686.137 kr. 68.614 kr. 6.861 kr.
2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.356.818 kr. 135.682 kr. 13.568 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.261.194 kr. 126.119 kr. 12.612 kr.
3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.565.677 kr. 1.113.135 kr. 111.314 kr. 11.131 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS
I 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00