Pressan - 18.11.1993, Qupperneq 20

Pressan - 18.11.1993, Qupperneq 20
DÆGU RFLUG 20 pnessAN 1 Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993 POPP FIMMTU DAG U R I N N I 1 8. NOVEMBER • Black out enn í leit að sjálfu sér. Nú á Hressó. • Dan Cassidy og Kristján Guðmundsson heyja blússtríð á Blúsbamum. • Dead syngur sjálfsmorð- slög á Tveimur vinum. • Todmobile ætlar að halda upp á afurð sína með látum í Islensku óperunni í kvöld. Loks ætla þau að láta undan þrýstingi og hafa tvenna útgáfutónleika. En verið nú skynsöm, aðdáendur 'góðir, og mætið ekki öll ann- að kvöldið. Tillaga; þeir yngri á fimmtudag og hinir eldri á föstudag. • SSSól, Sköllótt mús og Loðin rotta halda allar saman upp á afmæli Gauksins í kvöld. I raun og vem upphit- un, því sá stóri er á morgun. Sannkallað Rómverjasukk og betra bjórlíki fhest hveigi. FOSTUDAGURINN 1 9. NÓVEMBER • Rabbi og co. hafa fengið fádæma góða dóma hjá öllum gagnrýnendum. Endurspegli gagnrýnendur þjóðarsálina má vænta mikils fjörs á Tveimur vinum í kvöld. Kara- oke-keppni bankamanna stendur sem hæst fyrripart kvöldsins. Money vinnur ör- ugglega. • Örkin hans Nóa er kom- in í bæinn og ætlar nú að eyða helginni á Café Amsterdam. • Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Tryggvason leika sarnan sem einn á Mímisbar. Hver veit nema Þorvaldur þenji raddböndin til fúlls og syngi Á sjó. • Verslóvæl; hin árlega söngvakeppni Verslunarskól- ans aftur þó að manni virðist hún nýbúin. Fjórtán söngelsk- ir verslingar keppa til úrslita um besta vælið, en Verslóvæl- ið ku einmitt vera fyrirmynd Söngvakeppni framhaldsskól- anna. Dómnefndina skipa þau Páll Óskar, Jónatan Garð- ars og Margrét Eir, svo fáeinir séu nefndir. Verðlaunin eru upptökutímar og jafhvel sess á saftiplötu. Svartur pipar leikur undir. Viðvörun: Þúsund rnanns mættu í fyrra. • Svartur pipar hendist hverfanna á milli. Að afloknu Verslóvælinu spila þeir á Tunglinu og taka jafnvel ein- hverja Verslóvælara með sér. • Bláeygt sakleysi fær loks inni á Blúsbarnum, þar sem það þreytir frumraun sína í kvöld. • TodmobUe og seinni út- gáfutónleikarnir í Islensku óperunni með óborganlegri ljósadýrð. • Eyjólfur Kristjáns og stjömur hans era orðnar ansi margar. FjaUa-Eyfi verður að- alnúmer kvöldsins í afmælis- hófinu á Gauk á Stöng. Ein- hvern veginn finnst manni það við hæfi. • Klang og kompaní í Firðinum. Heyrst hefur að eigandinn hafi verið að opna kaffihús, Café Royal hvorki meira né minna, í Hafnarfirði. LAUGAR DAG U RIN N 20. NÓVEMBER • Dr. Sáli skemmtir sér og öðrum á Tveimur vinum. Sveit þessi kemur beint frá Eyjum og því eru Eyjapeyjar og -pæjur hvött á vettvang. • örkin hans Nóa heldur uppi finu PR-starfi en verður aftur á Café Amsterdam. • Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Tryggvason ylja sér á Mímisbar. • Saga Class með Berg- lindi Björk í söngbroddi. Er það satt sem þeir segja um landann í næstsíðasta sinn á Hótel Sögu. Fáein sæti laus. • Black out beint af bog- gunni á Cancun, þar sem aUar hljómsveitir una sér vel þessa dagana. • Bláeygt sakleysi er búið að koma sér vel fyrir á Blús- barnum og fer kannski ekki þaðan í bráð. • Centaur og Sniglabandið halda enn upp á afmæli Gauksins. Við mælum þó með því að menn gangi hægt um gleðinnar dyr ætli þeir sér á sveitabaUahátíð Gauksins á morgirn. SUNNUDAGURINN 21 . NÓVEMBER • Bubbi Morthens var söluhæstur í síðustu viku, enda best að selja landanum bjartsýni í bölmóðnum. Lífið verður ljúft á Tveimur vinum. • PáU Óskar og MiUjóna- mæringamir fá þann sérstaka heiður að vera aðalnúmerið á afmælishátíð Gauksins, sem haldin verður í Hlégarði í MosfeUsbæ. Nú kunna margir að spyrja; í Hlégarði? Já, vegna þess að Gaukurinn er ttu ára og allar barflugur bæjarins komast einfaldlega ekki fyrir á Gauknum. Frítt að drekka tfl tólf. Sætaferðir ffá Gauknum. • Klang og Kompaní affur í Firðinum. Niels Public House opið að vanda. SVEITABÖLL FOSTUDAGURI NN 1 9. NÓVEMBER • Kútter Haraldur Akra- nesi. Black out kemur við og eins fáránlega og það hljómar gæti hún vel átt þátt f því að lyfta skammdegissjúkum Skagamönnum upp. • Sjallakráin, Akureyri. Karaoke-keppni og ný hljóm- sveit sem ekki hefur fengið nafn. En eitt er víst. Karl örv- arsson er í hljómsveitinni. LAUGAR DAG U RIN N I 20. NÓVEMBER • Festi, Grindavík. Todmobile sjálfsagt í fínu formi eftir tvenna útgáfutón- leika. • SjaUinn, Akureyri. Nú er það Pláhnetan sem leggur land undir fót og ærir akur- eyrskar smástelpur. Konur sem karlmenn óttast Frenjur, breddur, gribbur □g skciss Nokkur dæmi um það sem karlmenn eru hræddir við í fari nútíma- kvenna. Eða: Voru konur ekki skárri þegar þær hétu Dídí, Sísí og Dollý? Súsanna Suauapsdótör Sússa verður æ meiri gella með tímanum en ekki minnkar óttinn við það — þvert á móti. Hún fer ffemst í flokki þeirra sem vilja þurrka alla karlmenn upp og breyta þeim í gúmmíasna. Þónhíldun Þonleifsdóttin Það er sama hvað hún segir um viðhorfið „ákveðin kona er ffekja, ákveðinn karl er fast- ur fyrir“ — það tekur einfald- lega enginn karl henni ffam í ffekjunni. Það hefði einhver önnur átt að segja þetta. flgnes Bnagadóttin Það eru ekki greindarlegar spurningar sem karlmenn ótt- ast, þótt hún haldi það sjálf. Hrollköld röddin og ískalt fas- ið er alveg nóg þegar hún á í hlut. Enginn óttast hana meira en útgerðargreifar á an- nesjum sem ruglast á þessu tvennu. Guðnún Lánusdóttin Rammir og sveittir útgerðar- jálkar sem vanir eru vælinu í Kristjáni Ragnarssyni verða að dufti þegar hún byrstir sig á fúndum LlÚ. Enda bullgræðir hún á útgerðinni á meðan aðrir eru á hausnum. Ár effir ár. hgiiöngSóiúiGísladótlr Göbbels kunni að láta nas- ismann hljóma sannfærandi. Hún kann að láta þetta kven- pokaprestskjaftæði hljóma sannfærandi. Þetta endar með lítilli styrjöld ef hún heldur svona áffam. Hendís Þongeinsdóttin Það þekkja hana ekki margir, en allir hafa heyrt nógu marg- ar sögur af forneskjunni í henni til að vera skíthræddir við að kynnast henni. Bena IMondal Það er bara ein tegund karl- manna sem óttast hana, en þeir eru líka skíthræddir við hana: myndlistarmenn. Bera er skelfilegasta dæmið um það þegar konan fær allt í einu fjárhagslegt vald yfir karl- manninum. Hún fer ósjálffátt að beita hans brögðum. Steinunn Sigunðandóttin Hún leyfir sér að skrifa Tíma- þjófinn, sem vel má túlka sem stríðsyfirlýsingu á hendur karlkyninu, og láta svo næstu bók heita „Síðasta orðið.“ Það -— og ffenjan í talandanum — er nóg til að hræða líftóruna úr hvaða karlmanni sem er. Jóna Ingibjöng Jónsdóttin Það er kannski ekki mann- eskjan sjálf sem er svona skelfileg heldur titillinn kyn- lífsffæðingur sem sendir hroll niður bakið á hverjum karl- manni. Þegar hún byrjar tala um penis, þvagrás, stinningu, sæði, sjálfsffóun, eggjaleiðara og stokka — jú neim it — missa karlmenn náttúruna bara af ótta við hvað einhver bláókunnug kona veit mikið umþá.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.