Pressan - 18.11.1993, Qupperneq 26

Pressan - 18.11.1993, Qupperneq 26
SJONVARP OG BIO 26 PRESSAN Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993 Fréttir af útva rpsf réttastof um Hver maður kreistur íslendingar hafa ekki farið varhluta af auknum ágangi sjónvarps. Þrátt fyrir það stendur útvarp ágætlega og útvarpsfréttir eiga sína föstu hlustendur. Á fréttastofu Útvarps eru starfandi tuttugu og þrír fréttamenn og tveir íþrótta- fréttaritarar. Auk þeirra eru fréttamenn á svæðisstöðvun- urn á Isafirði, Akureyri og Eg- ilsstöðum sem taka virkan þátt í fréttaöflun og fréttaþjónustu. Þá eru tíu fréttaritar um heim allan með pistla eftir efnum og ástæðum. Þessi hópur stendur að sautján fféttatímum á sól- arhring, jafnt stórum sem íwiwiáum. Snar þáttur í starfinu eru fréttaskýringaþættir af ýmsum toga. En er til of mikils œtlast afþessutn hópi? „Afköstin eru mikil, miklu meiri en á öllum Norðurlönd- um til samans," segir Kári Jónasson, fréttastjóri Útvarps- ins. „Við höfum yfir að ráða miklu færri til að annast miklu lengri útsendingartíma.11 í sama streng tekur Sig- mundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Bylgjunnar. „Það eru geðveikisleg afköst og mikið fengið út úr hverjum manni.“ Á fréttastofu Bylgj- unnar eru sjö og hálft stöðu- gildi plús vaktstjóri. Þar eru sendir út fjórtán fréttatímar á virkum dögum og sjö um helgar. Þá ber að geta þess að KflRI JONflSSON. Utvarpinu. fréttamenn Stöðvar 2 eru með framlög til fréttanna, en tengsl milli fréttastofa íslenska út- varpsfélagsins eru meiri en hjá RÚV. Margir halda því fram að á íslandi — eins og um heim allan - ríki offjölmiðlun. Menn megi hafa sig alla við ef þeir ætla ekki að drukkna í flóðinu. Lengri útsendingar- tími sjónvarps hlýtur að taka sinn toll, en þrátt fyrir það stenst útvarp að mati þeirra Kára og Sigmundar Ernis samkeppnina með ágætum. Kári segir að hádegis- og kvöldfréttir RÚV nái til yfir þriðjungs þjóðarinnar og ædar að fréttastofan nái til yfir helmings þjóðarinnar á degi hverjum. Sigmundur Ernir telur vert að hafa gervihnatta- útsendingar í huga, en segir jafnframt að útvarpið eigi allt of sterk ítök í þjóðinni til að það tapi hlutdeild sinni að nokkru marki. Sjónvarp Sjáið: • Vonir vakna ★★★★ High Hopes á RÚV á fimmtudags- kvöld. Bresk háðsádeila á England Thatchers. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust — en ekki láta það fæla þig frá. Ólaf Sigurðsson ★★★★ fréttamann á RÚV. Þunglyndissjúklingar ættu að varast fréttir en þó ekki Ólaf. Það skiptir engu máli hvað hann segir, maður skilur ekki bofs. • Jacknife ★★★ á Stöð 2 á föstudags- kvöld. Alltaf þakklátt þegar mynd sem hefur freistað á myndbandaleigunum er á dagskrá. Þá er líðanin eins og maður hafi snúið á kerfið. • Banvænan leik ★★★★ White Hunter, Black Heartá Stöð 2 á laugardagskvöld. Clint Eastwood í hlutverki Johns Huston. Býður upp á rakinn töffaragang. • Gullæðið ★★★★ The Gold Rush á RÚV á sunnudag. Chaplin étur skóinn sinn og tekur rúnnstykkjadansinn. Varist: • I vanda ® Lady in a Comer á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Glæsilegur kvenkyns ritstjóri kemst að því að það á að selja tísku- tímaritið hennar. Algjör bóla. Það má jafnvel leyfa sér að efast um að þeir Eintaksmenn hafi gaman af þessu. • Götugengið © á RÚV á laugardagskvöld. Christopher Ree- ves leikur blaðamann sem er án ofurmannlegra hæfileika! Þarf fr ekari vitnanna við? • Fréttamenn sem segja: „Héma fyrir aftan mig, bak við þess- ar luktu dyr, leynist...“ Möst: • Hin helgu vé ★★★1/2 Höfuðkostur myndarinnar er falleg og raunsönn lýsing á því hvernig drengur breytist í pilt, hvernig móðirin þokar fyrir holdlegri ímynd heimasætunn- ar, hvernig það er að vakna upp við verk í líkamshluta, sem hingað til hefúr verið til ff iðs. Regnboganum • Svefnlaus í Seattle ★★★ Sleepless in Seattle Breyttir tímar eiga sjálfsagt einhvern þátt í því að nú þykir manni þessi mynd góð. Gáfaðir asnar mundu sjálfsagt tengja það hræðslunni við AIDS, að nú séu kvikmyndir um hið eilífa par vinsælar. Miklu líklegra er að hrun hinnar þröngsýnu skynsemishyggju eigi hér hlut að máli. Stjörnubíói • Píanóið ★★★★★ The Piano Það sem gerir þessa mynd betri en flestar aðrar góðar myndir er efnisval og efnistök, hand- rit og frábær leikstjórn ungrar konu, Jane Campion. Myndin fjallar um ólæsi hinna læsu og málleysi þeirra talandi um leið og henni tekst að segja hið ósegjanlega. Regnboganum Svona la la ÍÉ ?T I fcfch :í:. • Rísandi sól ★★1/2 Risitig Sun Reynt er að láta Connery vera fulltrúa taóískrar speki í anda Sun Tzu, sem kennir að best sé að sigra án bardaga. Þessi speki hverfur út í veður og vind þegar hann fer að slást og skjóta. Bíóhöllitmi • Fyrirtækið ★★ The Firm Niðurstaðan er eitthvað á þá leið að eiginhagsmunir lögmannsins komi fyrst, þá hagsmunir skjól- stæðinganna, sem eru mafíufantar í þessu tilviki. Síðan megi dauðinn, djöfúllinn og FBI eiga hina spilltu lögfræðinga á stof- unni. Þetta er vond siðffæði og trúlega vond lögfræði líka. I raun er ekld hægt að segja að myndin sé illa leikin, í henni eru engar persónur sem gefa tilefni til letks. Bíóhöllinni Övœnt ánœgja UNG í ANNAÐ SINN - USED PEOPLE SÖGUBÍÓI ★★★★ I pistlum þessum hefúr áð- ur verið minnst á hina Jiljóð- látu byltingu sem á sér stað í kvilunyndagerð í Bandaríkj- unum. Þá voru því gerðir skórnir, að líklega hefði það einhver áhrif á kvikmynda- gerð, að umtalsverður eftir- marlcaður er smám saman að myndast í kringum mynd- bönd. Þess vegna væri það hagsmunamál kvikmynda- framleiðenda að menn nenntu að horfa á sömu myndina offar en einu sinni. Við þetta bætist svo hin mikla óöld sem virðist ríkja í vestur- heimi, þar sem tíðni mann- drápa í sumum borgum sam- svarar því að hér á íslandi væri framið morð þriðja hvern dag. Það er því eldd að undra að þeim myndum fjölgar nú nokkuð, þar sem það er ekki aðalatriðið að murka lífið úr fólki með ein- hverjum hætti. Kvikmynda- risarnir eru smám saman að átta sig á þessu og fá nú til starfa fólk sem skilur, að mannlífið hefur upp á ýmis- legt annað merkilegt að bjóða en voveiflega atburði. Ung í annað sinn eða Used People er einmitt ein af þess- um myndum sem koma manni þægilega á óvart. Þar er enginn drepinn, varla hægt að segja að nokkur átök eigi sér stað. Elckert ungt sætt par að para sig, engin teljandi grimmd, engin veruleg græðgi heldur. Engin sérstak- lega háleit markmið, engin vonska. Ekkert rílddæmi, eng- inn voðalegur skortur. Bara venjulegt fólk, sem er svo al- deilis ekld venjulegt ef nógu grannt er skoðað. Kona (Shirley MacLaine) um sex- tugt missir mann sinn. Hún á tvær dætur (Kathy Bates og Marcia Gay Harden), sem eru báðar fráskildar og býr hún með annarri þeirra. I erfið kemur maður (Marcello Ma- stroianni) sem konan hefur aldrei séð, en hann kveðst hafa þekkt hinn látna eigin- mann og séð konuna inn um glugga og hafa unnað henni síðan. I 23 ár. I fjarlægð. Kon- an, sem hefur duglegar hend- ur sem halda öllu saman, tek- ur honum fálega í fýrstu, en smátt og smátt yfirvinnur hann mótstöðu hennar eða henni telcst að yfirvinna eigin mótstöðu. Hvort heldur á sér stað veit maður ekki, en það er aðal þessarar myndar að segja elcld of mildð. Margar hliðarsögur eru í myndinni. Ein fjallar um dæt- ur konunnar og samband þeirra við móður sína. Önnur fjallar um son annarrar dótt- urinnar og erfiðleika sem hann ratar í vegna missis afa síns í þessu mikla kvenna- veldi, sem ríkir umhverfis ekkjuna. Alla myndina út í gegn er skotið inn samræðum afgamalla kvenna, sem virðast hreinasta bull við fyrstu sýn, en ef grannt er skoðað er önnur (Jessica Tandy) látin fara með viturlegan boðskap, eftir því sem atburðarásin seitlar fram. Þannig fjallar myndin um „used people", „Leikur er vita- skuld frábœr með öllum þessum af- bragðsleikurum. Samleikur Marc- ellos Mastroianni og Shirley MacLa- ine er afar ná- kvcemur ogfínleg- ur. Það er sérstakt ánœgjuefni að þessum gömlu brýnum skuli gef- ast tœkifceri tU að gleðja kvik- myndahúsagesti enn einu sinni. “ snjáð fólk, lífsreynt og gamalt. Það eitt gerir myndina að ánægjulegri undantekningu frá því taumlausa æskulýðs- dekri sem Hollywood ástund- ar. Leikur er vitaskuld frábær með öllum þessum afbragðs- leikurum. Samleikur Marcel- los Mastroianni og Shirley MacLaine er afar nákvæmur og fínlegur. Það er sérstakt ánægjuefni að þessum gömlu brýnum skuli gefast tækifæri til að gleðja lcvilcmyndahúsa- gesti enn einu sinni. LíkJega hafa þau aldrei leildð jafti vel og af jafú mildum skilningi á persónum sínum. Enda finn- ur maður hvað þéim þykir gaman að þessu. I myndinni syngur Mastroianni lag fyrir elskuna sína, nokkuð sem hann hefúr trúJega aldrei gert fyrr í kvikmynd. Og ekki skemmir að ljóðið er eitt fal- legasta ástarkvæði á enska tungu. Textinn í þessari mynd er með öðrum orðum ekki neinir billegir frasar. Leik- stjóm Beabans Kidron er með eindæmum markviss, sem sést best á því, að fjöldinn all- ur af bömum og gamalmenn- um leikur við hvurn sinn fingur í þessari mynd. Jafnvel tónlistin er unaðsleg. Það sem vekur hins vegar athygli er hvernig kvik- myndahúsið auglýsir mynd- ina. I fyrsta lagi er myndin kölluð „Ung í anað sinn“, sem er fráleitt. Þá er sagt í auglýsingu að Shirley Macln- ine leild þar eina hressa, sem verði ástfangin á útfarardegi eiginmannsins. Þetta er bein- línis rangt. Vonandi skemmir þetta kjaftæði samt ekld fyrir þessari frábæm mynd.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.