Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 2
FYRST&FREMST r L. J, Vinir Hrafns leynast víða Enn einn angi af Hrafns-Heimis- málinu. Hrafn Gunnlaugsson fékk nýverið óvæntan stuðning — með óbeinum hætti þó. I síðustu viku var fund- ur hjá stjórn starfs- mannasamtaka Ríkis- útvarpsins, sem síð- an sendi Heimi Steinssyni bréf. Þar er fordæmt að útvarpsráð skyldi álykta gegn þeim sem stjórna dag- skrá hjá RÚV og Heimir í kjölfar þess grípa inn í störf þeirra. Tilefnið er bann útvarpsstjóra við endursýningu þátta Baldurs Hermanns- sonar „Þjóð í hlekkj- um hugarfarsins“ und- ir yfirskriftinni „ís- lenskt úrvalsefni". Það mannasamtakanna eru: Ævar Kjartans- son, formaður, Ólöf Rún Skúladóttir, dag- skrárgm. Sjónvarps, Kristín Ólafsdóttir, dagskrárgm. Rás 2, Hanna G. Sigurðar- dóttir, dagskrárgm. Rás 1, Vilmar Peter- sen tæknistjóri og Þur- íður Magnúsdóttir útsendingarstjóri. Það fylgir sögunni að lunginn af því efni sem er endursýnt undir nafhinu Is- lenskt úrvalsefhi sé úr handraða Hrafhs eða einhvers af hans mönnum. Deildar meiningar eru í Sjón- varpinu um hvort það efni sé úrval alls efnis sem gert hefur verið fyrir íslenskt sjón- varp... kemur reyndar skýrt ffam í bréfinu að efni þess taki ekki tillit til gæða þáttanna, sem hafi síst verið til að auka hróður Ríkisút- varps- ms í augum landsmanna. Hér sé um prinsipp- mál að ræða. Þeir sem stóðu að samþykktinni fyrir hönd starfs- Steingrímur fer í Seöla- bankann Samkvæmt traustum heimild- um PRESSUNNAfí hefur Steingrímur Hermannsson gefið það ótvírætt til kynna við aðra forystumenn í Framsóknarflokknum að hann vilji setjast í Seðlabanka- stjórastólinn sem losnaði með brotthvarfi Tómasar Árnasonar. Staðan verður væntanlega auglýst innan skamms, en Steingrímur mun vera að leita ásættanlegra undan- komuleiða frá loforði sem fullyrt er að hann, Páll Pétursson og Halldór Ás- grímsson hafi gefið Guðmundi G. Þór- arinssyni fyrir stöðunni á sínum tíma. Það gerir Steingrími erfiðara fyrir að Sighvatur Björgvinsson skuli ætla að auglýsa stöðuna svo fljótt, enda ekki langt síðan Steingrímur aftók að fara í Seðlabankann, þótt hljóðið hafi reynd- ar breyst upp á síðkastið. Innan stjórn- arflokkanna er talið fullvíst að Stein- grímurfái stöðuna... Sveinn Andri gerist amrískur að liggur ljóst fyrir að engir tveir heyja harðaii prófkjörs- baráttu sín á milli hér í Reykjavík en þeir Sveinn Andri Sveinsson borgar- stjórnarfulltrúi og Gunnar Jóhann Birgisson lög- ffæðingur. Um daginn hélt Gunnar Jóhann fjár- öflunarkvöldverð í Rúg- brauðsgerðinni, þar sem aðgöngumiðinn var seldur á 2.500 krónur. Nú á fóstudags kvöld ætla Sveinn Andri og stuðn- ingsmenn hans að spila út sínu trompi og verður 200 stuðningsmönnum boðið í þriggja rétta ináltíð í Ás- byrgi á Hótel íslandi. Eins og áður segir verður boðið í máltíðina en síðan cr hug- myndin að menn geti látið af hendi „frjáls framlög“ effir á. Sjálfsagt verður mönnum lausari höndin á buddunni eftir nokkra kokkteila og þegar stemmningin vex er líður á kvöldið. Einnig er ætlunin að hafa málverkauppboð er líður á, allt til stuðnings kosningasjóði frambjóð- Ætlarðu aldrei að hitta á ör- uggt sæti, Þorbergur? „Þetta er náttúrulega leitin að örugga sætinu. Ég tei þessa skoðanakönnun vera hraða- upphlaup sem endar með skoti framhjá." Þorbergur Aðalsteinsson lands- liðsþjálfari stefnir á 6. sæti i prófkjöri sjálfstæðismanna. Samkvæmt skoðanakönnun nær flokkurinn ekki inn nema fimm mönnum. Hafnarfjarðar- EF UIÐ MÆTTUM FSÁÐA ... mundi einhver birta þessa leynilegu skoðanakönnun sem hlýtur að vera skýringin á því að annar hver sjálfstæðismaður virðist sann færður um að þriðja sætið á borgarstjórnarlistanum sé fallsæti. ... sleppti Morgunblaðið áformum um mánudagsútgáfu. Hver þurfti sjón- varp á fimmtudögum? ... yrði bílprófsaldurinn hækkaður upp í tuttugu og eins. Færri slys, lægri tryggingar, loreldrar fengju annan bílinn sinn aftur, minni bílainnflutningur, betri nýting á strætisvögnum, jákvæðari viðskipta- jöfnuður við útlönd. Ekki til þjóðhagkvæmari aðgerð. Mogginn eyðileggur haustkosningar Nú eru margír farnir að hlakka til knattspyrnuvertíðarinnar næsta sumar og má sérstak- lega greina tilhlökkun meðal KR-inga, með súperþjálfarann Guðjón Þórðarson innan borðs. Þeir eru þegar búnir að hirða tvo titla og gæla við að þar verði framhald á. En ekki er útséð um að þeir fái frekari liðsstyrk, því viðræður hafa verið í gangi við Skotann James Bett, sem leikið hefur með Aberdeen og þar áður Glasgow Rangers. Hann er laus mála hjá liði sínu í vor og mun hafa tekið líklega í þetta í óformlegum viðræðum. Kona hans er ís- lensk og ungir synir hans hafa leikið með yngri flokkum KR. Bett þekkir vel til á íslandi, en hann lék með Val í eina tíð. Þá var hann fastamaður í skoska landsliðinu, þannig að ef þetta gengur eftir yrðu það stórkostleg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu... Spnmingarmerkjagrein Ag- nesar Bragadóttur í Morg- unblaðinu um hugleiðingar sjálfstæðismanna varðandi hugsan- legar haustkosningar er fyllilega á rökum reist, samkvæmt upplýsing- um PRESSUNNAR innan stjórnar- liðsins, þrátt fýrir hefðbundnar mótbárur þeirra stjórnmálamanna sem um var fjallað. Kremlólógar þykjast nú sjá fingur Styrmis Gimnarssonar í þessu útspili Moggans, en Styrmir er mikill áhugamaður um að núverandi stjórnarflokkar hangi saman íj hjónabandi sem lengst. Kenninginl er að með því að slá upp hugleið-| ingum sjálfstæðismanna sé Styrmir* búinn að eyðileggja hugmyndina um haustkosningar, því ef sjálf- stæðismenn ætluðu að hrind henni í framkvæmd liti það út ein og margra mánaða gamalt plott, er ekki nauðsynleg aðgerð í þági þjóðarhags, eins og það yrði eflaus annars kynnt... KR-ingar sækja liðstyrk kratar oanægðin með Guðmund Umtalsverð óánægja ríkir meðal krata í Hafnarfirði með umdeild embættisverk Guðmundar Áma Stefánssonar. Upp úr sauð þegar hann ákvað að gera Jónu Ósk Guðjónsdóttur að stjómarformanni Hollustuverndar ríkisins og ofbauð þá forystu- mönnum á borð við Ingvar Vikt- orsson bæjarstjóra. Jóna Ósk hefúr borið ábyrgð á störfum Húsnæðis- nefndar Hafnarfjarðar og skilur við afar slæmt bú þar eins og fram hef- ur komið í fréttum. Fyrrverandi samstarfsmönnum Guðmundar Árna þykir ekki góð latína að gera hana að yfirmanni heillar ríkis- stofnunar að þeirri reynslu feng- inni og sjá fram á verulegt fylgistap í sveitarstjórnarkosningum. Þeir segja að í dag séu líklega tveir bæj- arfulltrúar krata tapaðir og vilja kenna um stuttum, en fordæma- lausum ferli Guðmundar Árna eftir að hann lét af bæjarstjórastarf- inu... 2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994 r

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.