Pressan - 20.01.1994, Page 19

Pressan - 20.01.1994, Page 19
Ógnarjafnvœgi DV og Morgunblaðsins DAGBOKBLAÐAMANNS „Morgunblaðið ogDV hafa lengi haft algera yfir- burðastöðu á blaðamarkaðin- m um og því eru þessar hrœringar vel þegnar fyrir alla blaðaunn- * endur. Skortur á samkeppni elur afsér sofanda- hátt, leti og metnaðarleysi, en nú virðast risaeðlurnar vera að vakna af þœgilegum dvala. Það getur aðeins þýtt aukna sam- * keppni, betri blöð og líflegri þjóðfé- lagsumrœðu, 4 enda hafa gœði þessara blaða á síðustu árum ekki verið í neinu samrœmi við út- breiðslu þeirra og auðlegð. “ Lengi hefur verið rætt um að blaðamarkaðurinn á íslandi ein- kenndist af ógnarjafnvægi á milli risanna tveggja, DV og Morgun- blaðsins. f stuttu máli gengur kenn- ingin út á að þögult samkomu- lag ríki milli eigenda blað- anna um að viðhalda ríkjandi ástandi; Morgunblaðið má eiga morg- unmarkaðinn og DV fær á sama hátt að vera einrátt síðdegis og á mánudög- um. Þá er einnig stór þátt- ur í þessu meinta samkomulagi að DV haldi áffam að vera prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins en fari ekki út í kaup á eigin vél. Það mundi þýða að tvær stórar prent- smiðjur yrðu verk- eíhalitlar megin- hluta dagsins. Óbreytt ástand er þægilegt og friðsam- legt; blöðin halda áfram að græða sínar 50 til 100 milljónir árlega þrátt fyrir efhahagskreppu og mikinn samdrátt í blaðaútgáfú víða erlendis. Að auki hafa þessi fyrirtæki fjárfest gríðarlega á síðustu ár- um án þess að það kæmi veru- lega niður á hagnaði þeirra. Nú virðist þó margt benda til þess að breytinga sé að vænta. DV- menn hafa lengi haft hug á að hasla sér völl á morgunblaðsmarkaðin- um og náðu að gera það með ein- stak- lega litl- um tilkostnaði með þ>ví að yfirtaka líkið af Tíman- um. Þeir losna þannig við að ryðjast inn á markaðinn með ærnum til- kostnaði, auk þess sem þeir geta nýtt prentsmiðju sína betur, Hampiðjuhúsið sitt og hluta af dreif- ingarkerfmu svo eitthvað sé nefnt. Víst er að ekki er stefnt að óbreyttum taprekstri fyrir sauð- t r y g g a framsókn- armenn. Með aukn- um verk- efhum í prentsmiðj- unni verður það æ væn- legri kostur að kaupa stærri prentvél, vél sem ekki aðeins getur prentað Tímann, heldur DV líka. Það er óneit- a n 1 e g a blóðugt a ð borga árlega um 30 milljónir króna til helsta sam- keppnisaðilans. Fræg er sagan um fsra- elsför eigenda DV, þar sem þeir áttu að hafa keypt svipaða vél og Morgunblaðið á, nema mun ódýrari. Á pressukvöldi Blaða- mannafélagsins í síðustu viku við- urkenndi Hörður Einarsson, ffarn- kvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlun- ar, að ferðin hefði verið farin og vélin skoðuð. Hins vegar hefði ekk- ert verið ákveðið um kaup en í millitíðinni hefðu verið farnar nokkrar ferðir til útlanda til að skoða sambærilegar vélar. Morgunblaðið er ekki síður að hugsa sér til hreyfings. Á aðalfúndi Morgunblaðsins í haust voru boð- aðar talsverðar breytingar á blaðinu og bar þar hæst fyrirhugaða mánu- dagsútgáfú. Fram að þessu hefur sá dagur verið í „einkaeign" DV, en nú er spurningin ekki lengur hvort Morgunblaðið hefur útgáfu á mánudögum heldur hvenær og allt bendir til þess að það verði þegar á þessu ári. Á fyrrnefndum fúndi blaðamannafélagsins sagði Björn Vignir Sigurpálsson, ritstjórnarfull- trúi Morgunblaðsins, jafiiffamt að síðdegisútgáfa væri alltaf í skoðun og að margt mælti með slíkri út- gáfú. Þeir hræðast mest að DV fái sér eigin prentvél og þá muni prentsmiðja Morgunblaðsins standa ónotuð meirihluta dagsins. Kannski býr líka óbein hótun að baki: Hætti DV að prenta hjá Mogganum fer Mogginn að prenta annað blað síðdegis. Morgunblaðið og DV hafa lengi haff algera yfirburðastöðu á blaða- markaðinum og því eru þessar hræringar vel þegnar fyrir alla blaðaunnendur. Skortur á sam- keppni elur af sér sofandahátt, leti og metnaðarleysi, en nú virðast risaeðlurnar vera að vakna af þægi- legum dvala. Það getur aðeins þýtt aukna samkeppni, betri blöð og líf- legri þjóðfélagsumræðu, enda hafa gæði þessara blaða á síðustu árum ekki verið í neinu samræmi við út- breiðslu þeirra og auðlegð. Pálmi Jónasson fœr Davíð Odds- son fyrir að hafa komið Markúsi í borgarstjóra- stólinn og þann- ig lagt drög að því að sjálfur virðist hann ómissandi á öll- um vígstöðvum. + „Hún er dugleg og íljót að vinna; hefúr analýtíska greind og er afar fljót að átta sig á aðalatriðum hvers máls. Hún er að verða mjög rökvís ræðumaður og hefúr þann sjald- gæfa eiginleika að geta talað af mik- iili tilfinningu um efnið hverju sinni. Hún er skjót til ákvarðana og til að nota tækifærin þegar þau gef- ast. Svo er hún kát og skemmtileg, nema þegar hún er í femínískum spuna, og á auk þess 'tvo væna drengi, sem ég eyði jafnan með gamlárskvöldum, enda styðja þeir umhverfisráðherra í öllum málum. Hún verður meiriháttar borgar- stjóri,“ segir Össur Skarphéðins- son umhverfisráðherra. „Hún er skarpvitur kona, heiðarleg, sann- gjörn og ákaflega fljót að greina hismið frá kjarnanum. Hún er ynd- islega ópjöttuð og með kímnigáfú í betra lagi,“ segir Kristín Halldórs- dóttir, starfskona þingflokks Kvennalistans. „Hún kynnir sér mál vel og þorir að minnsta kosti stundum að draga réttar ályktanir eins og þegar hún sat hjá við sam- þykkt EES-samningsins eða lýsti hvers kyns sameiningarbrölti sem tískufyrirbæri og leit að patent- lausnum,“ segir Bjöm Bjarnason, afþingisrnaður og sessunautur Sollu á alþingi. „Hún er ágætis samstarfsmaður, mjög greind, séð og heiðarleg í samstarfi. Hún er mjög skynsöm í afstöðu sinni til F.vrópumála, sérstaklega í ljósi þess að hún var þar ein á báti í sínum þingf!okki,“ segir Vilhjálmur Eg- ilsson, frainkvæmdastjóri Versl- unarráðs Islands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Skarpvitur og heiðar- leg — eða skapstór og forstokkuð? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir al- þingismaður verður væntanlega borgarstjóraefni minnihlutans og reyndar næsti borgarstjóri, ef marka má skoðanakannanir. „Hún þolir mjög illa að tapa í scrabble, en tapar þó mjög oft. Stundum getur hún virkað of hörð, og gefúr þá okkur körlun- um ekkert eftir á því sviði, þótt hún sé tilfinningasöm undir niðri. Meira get ég nú varla fund- ið að henni. Hún getur líka verið fjandi frek, en meira þori ég ekki að segja um það. Svo sinnir hún svila sinum náttúrlega mjög illa, segir össur Skarphéðinsson, svili hennar, en þau hafa þekkst náið frá því þau voru í stúdentapólitíkinni. „Hún er talsvert skapstór, sem getur reyndar líka verið kostur. Svo er hún óveðurskráka, það verður alitaf ófært til Akureyrar ef á að senda hana þangað, segir Kristín Halldórsdóttir, starfskona þingflokks Kvennalistans og fýrr- verandi þingkona hans. „Hún hef- ur forstokkaðar og úreltar skoð- anir, eins og komið hefúr fram á Alþingi í afstöðu hennar gegn NATO, samningum við Ísraelsríki og afnámi viðsldptabanns á Suð- ur- Afriku,“ segir Björn Bjamason alþingismaður, sessunautur Sollu á Alþingi og nefhdarmaður í utanrík- ismálaneínd. „Maður er nú ekki alveg viss um hvar hún er í pólit- ík. Hún gæti verið allt frá þvi að vera léttbleikur krati yfir í að vera íhaldskona. Maðiu- veit ekkert hvar maður hefur hana. Svo er hún óreynd sem stjórnandi og það á alveg eftir að koma í ljós hvemig hún mundi reynast ef hún yrði borgarstjóri," segir Vil- hjálmur Egilsson, ffamkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands. UTSALA 20-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SPORTVÖRUM Kuidaskör Æfingagallar lundfatnaður Aður Úlpur Hanskar Töskur. Boiir, Regnfatnaður og margt fleira FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1993 PRESSAN 19

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.