Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 35

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 35
Kolbrún Bergþórsdóttir Ihittir fyrir kvikmyndagerðarmanninn, heimspekinginn, bóheminn, sjarmörinn og listamanninn í Sæmundi Norðfjörð. Aður en þetta viðtal komst á prent hafði nafn Sæmund- ar Norðfjörð birst sjö sinn- um í PRESS- UNNI. Starfs- heitið var ætíð nokkuð á reiki. Hann var nefndur: kvikmynda- gerðarmaður, heimspekingur, bóhem, listamaður, kvennagull, sjarmör og vespueigandi. Allir titlarnir eiga rétt á sér, en sá fyrsti er sá sem Sæmundur gengst stoltur við og á örugglega eftir að fylgja honum í framtíðinni. Sæmundur Norðfjörð er tuttugu og sex ára og eini íslendingurinn sem er við nám í kvikmyndagerð í Austur-Evrópu. Hann nemur við útlendingadeild hinnar virtu kvik- myndaakademíu í Prag, þar sem hann leggur aðaláherslu á kvik- myndastjórnun. Hann er einnig höfundur tveggja heimildamynda. Önnur hefur þegar verið sýnd tvisvar í íslenska sjónvarpinu og er ferðasaga ffá hinni stríðshrjáðu Króatíu. Hin er allt annars eðlis, rekur lífshlaup hins níutíu og átta ára ævintýra- og uppfinninga- manns Eggerts Briem, sem á sínum tíma varði tíu árum í að afsanna af- stæðiskenningu Einsteins. Sú mynd verður sýnd í sjónvarpi næsta haust. Geðshræring ástarinnar Sæmundur segir að hin nýja heimildamynd sameini á margan hátt áhuga sinn á kvikmyndagerð og heimspeki, en á ákveðnu tíma- bUi í lífi hans átti heimspekin hug hans allan. „Frá barnsaldri var ég mjög leit- andi,“ segir hann. „Ég spurði spurninga eins og öll börn, fékk svör en þau nægðu mér aldrei. Frá mér kom alltaf: „Nú? Og hvað svo?“ í Háskólanum komst ég að því að til er fag hannað fyrir fólk sem getur ekki hætt að spyrja spurninga. Það er heimspekin.“ BA-ritgerð Sæmundar átti upp- haflega að byggjast á samanburði á flóknum atriðum i ffumspekikenn- ingum Wittgensteins og Kants, en snerist að lokum um allt aðra hluti. „Á sama tíma og ég átti að vera að skrifa ritgerðina gekk ég í gegn- um hluti í einkalífi mínu sem snertu spurninguna Hvað er ást? Þessi spurning gagntók mig og var farin að eyðileggja fýrir mér í nám- inu. Og upp úr því basli öllu saman ákvað ég að takast heimspekilega á við spurninguna um ástina. Ástin er svo mögnuð. Hún snert- ir alla. Hún er líklega sú spurning sem allir velta fýrir sér ásamt spurningunum um tilvist Guðs og líf effir dauðann.“ í ritgerð sinni gekk Sæmundur á hólm við Plató og andmælti kenn- ingum hans í Samdrykkjunni um eðli ástarinnar. „Það er eins og Plató sé alltaf að mæla ástina út frá viðfanginu, en ég leitaði skýringa á ástinni í sálarlífi mannsins. Og ég komst að þeirri niðurstöðu að meginþáttur ástar- innar sé geðshræring. Hún þarf ekki að vera ofsafengin og þú þarft ekki alltaf að finna fyrir henni. En hún þarf að vera til staðar í sálarlífinu. Ef geðshræringinn er ekki fyrir hendi er ekki um ást að ræða. Þetta er reyndar allt miklu flóknara en það hljómar, en megin- atriðið felst í þessu.“ Sæmundur lauk formálanum að BA-ritgerð sinni með orðunum: „Lengi lifi ástin“. Nokkuð sem eng- inn nema sannur rómantíker myndi leyfa sér í akademískri rit- gerð. Það kemur því ekki á óvart þegar hann aðspurður viðurkennir rómantískt eðli sitt og bætir við: „Mér finnst það vera mjög góður eiginleiki og effirsóknarverður — og reyndar sjaldgæfur hjá fólki — að geta opnað hug sinn og hjarta fyrir annarri manneskju." Hann segist vera hrifnæmur: „Ég nem og ég hrífst. Ég tel það ekki vera löst. Ég er lítið fyrir að bæla með mér einhverjar tilfinningar, en ég er samt ekki eins og opin bók.“ En það eru eiginleikar í fari hans sem virðast mjög augljósir strax við fyrsta fúnd. Það er greinilegt að hann býr yfir óbilandi bjartsýni og næstum öfundsverðu sjálfstrausti. Hann virðist fullkomlega viss um verðleika sína, en í fari hans vottar hvergi fyrir yfirlæti. Hann dregur enga dul á að hann ætli sér ffama í kvikmyndagerð og hann virðist búa yfir metnaði, laaffi og dirfsku sem ættu að reynast honum ágætt veganesti. Hann býr einnig að mik- illi lífsreynslu, einn fárra íslendinga sem urðu vitni að hörmungunum í Króatíu. Hin djöfullega mynd mannsins „Ég var að vinna að BA-ritgerð minni þegar stríðið í Króatíu braust út. Þá kynntist ég Króötum sem hér eru búsettir. Einn þeirra ákvað að fara til Króatíu og leita að fjölskyldu sinni. Ég fékk þá hug- mynd að festa ferðasöguna á filmu. Við vinur minn Júlíus Kemp fór- um út og vorum þar í þrjár vikur og kvikmynduðum. Ég er stoltur af kvikmyndinni sem við gerðum. Mér finnst hún góð. Hún er mjög hrá, en skilar áhrifum sem mér þykir eiga við. Ástandið þarna var hræðilegt. Svo hræðilegt að það er erfitt að ,Ég hefði gert Börn náttúrunnar öðruvísi. tala um það. Ég kynntist tveimur gjörólíkum þáttum manneskjunn- ar. Annars vegar þessum hræðilega eyðingarmætti hennar, þessum viðbjóðslega skepnuskap, þessari djöfullegu mynd mannsins. Skýrust fannst mér sú mynd verða í borg- inni Dubrovnik. Hún var gullfalleg, kölluð perla Adríahafsins. Allar nætur var skotið á borgina og hún logaði. Þar var verið að gjöreyða því sem hafði verið byggt, öllu því sem glæsilegast var. En ég varð einnig vitni að öðru sem er gullfallegt. Það er æðruleysi manneskjunnar sem megnar að lifa í eyðingunni. Borgin var algjörlega einangruð. Einu samgöngurnar voru eftir sjónum. íbúamir höfðu tvo og hálfan ferkílómetra til að lifa á. En á þessu tveggja og hálfs kíló- metra svæði bjó fólk sem lét að- stæður ekki sigra sig. Það sendi börn sín í skólann, það gekk sinna daglegu erinda og vann sín verk. Ef eitthvað var sprengt var það byggt aftur. Þetta fólk var ósigrandi. í spomm þess hefði maður líklega sagt: „Ég kem mér héðan burt.“ En þú flýrð kannski ekki þetta stríð. Þú verður að sigrast á því á staðnum. Flóttamennirnir sem fara verða einhvern tímann að koma aftur, eða hvað verður annars um þá? Ég man þegar ég gekk með full- trúa menningarnefhar borgarinnar á borgarmúrunum. Ég leit skyndi- lega upp og sá byssukjaffana í fjarska og sagði: ,Ætli þeir geti ekki sigtað mann út?“ Og félagi minn sagði: „Þeir em nú þegar með þig í sigti.“ Mér brá en honum virtist standa á sama um líf sitt. Ég sagði: „Er þér alveg sama?“ Hann svaraði: „Alveg nákvæmlega sama.“ „En geturðu ekki ímyndað þér að ég sé skelkaður,“ spurði ég. „Nei. Þú komst hingað," svaraði hann.“ Framtíðin og Prag ;,Króatíumyndin var mín fyrsta mynd, fýrir utan einhverjar tilraun- ir í barnaskóla, en kvikmyndagerð- in hafði alltaf átt sterk ítök í mér. Ég hefði getað valið eitthvert annað form til að tjá mig. Um tíma hvarflaði að mér að gera heimspek- ina að ævistarfi, verða doktor í heimspeki. En þegar ég íhugaði þann möguleika fannst mér að með því vali yrði ég of einangraður í ffæðimennsku. Stundum verð ég að valhoppa um tún, beisla athafhir mínar og æði við það sem ég mun aldrei finna innan vegja akadem- ískra stofnanna. Og þessi þrá eða þessi ástríða leitar á hvíta tjaldið. Ég ákvað að fara í skóla og læra kvik- myndagerð. Fyrir tilviljun hitti ég á kvikmyndahátíð tékkneskan leik- stjóra sem heitir Jan Sverak, sem gerði mynd sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna á sama tíma og Börn náttúrunnar. Hann sagði mér að það væri útlendingadeild í kvik- myndaakademíunni í Prag. Ég sótti um, sendi heimildamynd mína og fleira efni og komst inn. Ég sé nú möguleika á því að gera þær mynd- ir sem ég hef áhuga á að gera. Ég er mjög ánægður í Prag. Unga kynslóðin í Prag, jafnaldrar mínir, lifði hræðilega tíma meðan komm- únisminn var við lýði. Nú eru orðnar gífurlegar breytingar. Jafn- aldrar mínir þar eru yfirleitt al- vörugefið fólk. Það er ekki eins létt- lynt, ekki eins kærulaust og mér finnst ungt fólk á íslandi vera. Þar ríkir ekki þessi „þetta reddast“- hugsunarháttur.“ Sæmundur lýkur námi sínu í Prag nú í vor og ég spyr hann hvað þá taki við, hvort hann komi þá al- kominn heim. „Ég gæti hugsað mér að búa í Prag,“ segir hann. „Það er þröngt um kvikmyndagerðarmenn heima og það er bægt að gera góða hluti úti, eins og tékkneskt/íslenskt sam- vinnuverkefni, mynd sem gerist í Reykjavík og Prag.“ Ég spyr hvort það sé drauma- myndin? „Það er erfitt fýrir mig að játa, því þá finnst mér að ég verði að standa við það og það er eitthvað sem ég get ekki á þessari stundu.“ Hvenær á hann von á því að senda ffá sér fýrstu leiknu kvik- mynd sína í fullri lengd? „Eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Ég spyr hann hvernig yfirbragð yrði á þeirri mynd. Hann hikar, segir: „Ég mundi vilja gera ljóðræna, fal- lega, tragíkómedíska stórmynd.“ Það er orðið „stórmynd“ sem vefst fyrir honum, hann hikar affur: „Stórmynd, ég veit ekki, nei, ja...“ í Prag bíður hans nú það verk- efni að leikstýra stuttmynd, sögu tveggja einstaklinga og þjóðfélags- ins sem þeir hrærast í. Blómatími íslenskrar kvikmyndagerðar Talið berst að íslenskum kvik- myndum og kvikmyndagerðar- mönnum. „Mér finnst hafa verið gerðar ágætar kvikmyndir á íslandi,“ segir hann. „Börn náttúrunnar er mjög góð mynd. Ég hefði reyndar gert hana öðruvísi. Þetta er mjög góð saga en það eru atriði í myndinni sem mér finnst slök. Það fer eitt- hvað úrskeiðis í atriðinu þar sem gamli maðurinn kemur til dóttur sinnar. Það er ekki góður kafli. Það er spurning hvort Friðrik Þór „Kannski er Hrafn Gunnlaugsson orðinn fórnarlamb sviðsljóssins. “ mundi ekki hreinlega viðurkenna að þetta væri rétt, ég veit það ekki. Ég gæti hugsanlega sagt eitthvað svipað um eigin mynd eftir að hafa sent hana ffá mér og horft á hana eftir nokkra mánuði. En ryþminn í mynd Friðriks Þórs er ákaflega fal- legur og þar eru margar mjög góð- ar senur. Hrafn Gunnlaugsson? Mér hefur alltaf fúndist að honum takist verst upp þegar hann slær á viðkvæma strengi. En í kraffinum og eld- móðnum þar er hann góður. Hrafff* hefur gert margt ágætt en það er eins og hann hafi dalað í seinni tíð. Líklega hefur of mikil orka farið í opinbert vafstur. Kannski er hann orðinn fórnarlamb sviðsljóssins. Ég held að það séu mjög bjártir tímar framundan í íslenskri kvik- myndagerð. Það eru gífurlega margir að koma úr nárni og þar á meðal eru örugglega margir hæfi- leikamenn. Óskar Jónasson og Júlí- us Kemp eru búnir að stíga fýrstu sporin og hafa tekið þau nokkuð vel. Það er mikil gróska í íslenskri kvikmyndagerð einmitt núna.“ En er þetta ekki áhættusöm at- vinnugrein þar sem annar hver maður virðist verða gjaldþrota? Hann svarar af því sjálfsöryggi og bjartsýni sem virðast einkenna hann og segir: „Menn taka áhættu í lífinu. Ég væri ekki að gera þetta nema ég hefði trú á að það gengi upp. Til að vera sáttur í lífinu verð- urðu að fýlgja því effir sem þú hef- ur mesta trú á. Og ég hef þá trú að ég geti gert vel í þessu fagi mínu. Ég hef mikinn metnað á þessu sviði og ætla mér að komast langt. Meðan ég hef trú á áformum mínum held ég að mér sé borgið.“ „Meginþáttur ástarinnar er geðshrcering. “ FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994 PRESSAN 15B <<■

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.