Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 15

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 15
Konan frjáls Stjórnmál BALDUR KRISTJÁIVISON eða fjötruð? Eg man frá því ég var lítill hvað við vorkenndum óskaplega skólafélögum sem áttu gaml- ar mömmur og gamla pabba. Ég man ennþá eftir foreldrum vinar míns Loga sem sóttu hann í skól- ann hrukkóttir og skjálfandi. Þau voru eldri en aðrir foreldrar og þar með öðruvísi. I huga barnsins var því eitthvað ónormalt á ferðinni. Ég gæti trúað að Loga hafi liðið betur en okkur hinum. Hann var alltaf sóttur í skólann og hefúr ef- laust verið keyrður þangað líka. Það var meiri þjónusta en við krakkarnir í nýbyggðu blokkunum fengum. Hann var svolítið sérstak- ur, fullorðinslegur, öðruvísi en við sem áttum unga foreldra sem voru að byggja. Enn skaust myndin af gömlu mömmunni hans Loga upp í hug- ann (og ég sé nú að hún hefur tæp- ast verið meira en fertug) þegar ég las um það að 59 ára gamlar konur og þaðanaf eldri væru farnar að eignast börn. I ísaksskóla í gamla daga hefðu börn svo aldraðra mæðra sennilega sloppið með þá sennilegu sögu að þetta væri amma sem mætti á foreldrafundi. Mamma væri dáin eða byggi í Kan- ada. Ég heyrði einnig í fféttum útlist- anir á því að þetta væri hæpið. Ekki væri rétt að tala um rétt konu til að eignast barn — réttara væri að tala um rétt barnsins í þessu tilviki til að eiga foreldra á skynsamlegum aldri. Nefhd kona væri komin um áttrætt þegar barnið hennar væri um tvítugt. Hún gæti dáið — þetta væri óréttmætt gagnvart barninu. Nú er það svo að við fögnum yfirleitt tækni sem styrkir líf, tækni sem gerir fleirum kleift að eignast börn, tækni sem stuðlar að heil- brigði barna. Við fögnum því yfir- leitt ef hægt er að lagfæra galla með tæknilegum hætti. En af einhverj- um ástæðum fer ekki fagnaðar- bylgja um okkur þegar eldri kon- um er gert mögulegt að verða mæður. Við erum þó vön hug- myndinni um gamalt foreldri. Karlar eru oft gamlir feður. Af hverju ekki að gleðjast fyrir hönd þeirra kvenna sem komnar eru úr barneign en vilja eignast barn? Get- ur verið að þarna örli á einhverjum fordómum? í þessu tilviki er tækninni reynd- ar beitt til þess að raska þeirri skip- un sem náttúran augsýnilega gerir ráð fyrir — að konur eigi börn á aldrinum 13 tfl 40 eða þar um bil, sem er augljóslega skynsamlegt fyr- irkomulag að mörgu leyti. Uppúr fertugu fer líkaminn heldur að gefa sig. Burðargeta hans minnkar og hvers kyns hæfni til að sinna ung- viði. Það er því augljóslega ekki skynsamlegt fyrir konur að standa í barneignum miklu lengur en til fertugs. Það sama gildir þá væntan- lega um karla, svo langt sem sá samanburður getur náð. Á hitt ber að líta að fólk lifir lengur en áður og býr við betri kost. Þó að regla náttúrunnar sé skynsamleg verður ekki séð að það setji samfélagið — hvað þá lífríkið — í neina hættu, nema síður væri, þó að heilsuhraustar konur nokk- uð við aldur fengju egg úr annarri konu og gætu þannig eignast börn. Einnig mætti hugsa sér að konur frystu sín eigin egg til nota síðar. Það ætti hins vegar að vera for- senda að konur sem þurfa tækni- lega aðstoð við frjóvgun kosti til- tækið sjálfar og sýni ffam á bæri- legar félagslegar aðstæður og síðast en ekki síst góða heilsu. Hvað um barnið? Ég segi fyrir mig. Ég vildi heldur vera barn sex- tugra foreldra, alast upp við huggu- leg skilyrði og fá arfinn minn í upphafi háskólanáms heldur en að vera barn tvítugra foreldra með allt niður um sig efhalega og félagslega. Kannski er það ógæfa þessa mátu- lega vel heppnaða mannkyns að fólk er að punda niður börnum á sama tíma og atgangurinn er hvað mestur í því að koma sér fyrir og þörfin til að njóta lífsins mest. Ef til vill færist það í vöxt í ffamtíðinni að fólk eignist ekki börnin sín fyrr en á fimmtugs- eða sextugsaldri. Byrji á því að koma sér fyrir, ná frama í starfi, njóta lífsins og svo framvegis. Þegar ellin og værðin sækja að er rétt að fara að huga að því að viðhalda sér. Einmanaleik- inn verður þá ekki fylgifiskur ell- innar og þeim börnum fækkar sem þurfa að alast upp í húsnæðiserfið- leikum, drykkju, peningabasli, skilnaðartragedíum og framapoti áranna milli tvítugs og fertugs. Þessi börn verða sótt í skólann. Þetta verða vel tilhöfð, vel uppalin börn sem eignast tíma foreldra sinna. Þjóðin verður betri og börn- in verða ekki búin að gleyma for- eldrum sínum þegar þau síðar- nefndu geispa golunni. Ekkert er nýtt undir sólinni. Þessi taktík hefur verið reynd fyrr. Sara kona Abrahams var níræð þegar hún gat ísak. Það gafst vel. Augljóst er því að kirkjan getur ver- ið fylgjandi hugmyndinni af sögu- legum ástæðum. Höfundur er prestur. „Ég vildi heldur vera barn sex- tugra foreldra, alast upp við hugguleg skilyrði og fá arfinn minn í upphafi háskólanáms held- ur en að vera barn tvítugra for- eldra með allt niður um sig efna- lega og félagslega. “ VIÐSKIPTI — Hll\l HLIDIIM Vikulegur dálkur um viðskipti og fjármál er skrifaður af pallborði nokkurra einstaklinga í viðskipta- og fjármálalífi. Dregur að lyktum í sölunni á SR-mjöli Nú styttist í að nýir eigendur SR-mjöls hf. taki við rekstr- inum. Samkvæmt kaup- samnningi sjávarútvegsráðherra við Jónas A. Aðalsteinsson og Benedikt Sveinsson munu þeir taka við rekstrinum 1. febrúar næst- komandi. Sem kunnugt er af fféttatilkynn- ingu sjávarútvegsráðherra, sem var gefin út í kjölfar samningsgerðar- innar, voru tuttugu loðnuútgerðir og fjórir fjárfestingasjóðir, auk starfsmannafélaga SR-mjöls hf. og nokkurra bæjarfélaga, tilgreind sem kaupendur. Kaupverðið var 725 milljónir króna, sem eiga að greiðast á nokkrum árum. Sjávarútvegsráð- herra hafhaði hins vegar stað- greiðslutilboði Haralds Haralds- sonar í Andra hf. upp á 801 millj- ón. Meginástæða þess að tilboðinu var hafnað var sú niðurstaða selj- anda, eftir að hafa kannað kaup- getu Haralds, að hann hafi ekki með nokkru móti haft möguleika á að standa við tilboðið. Ennfremur hafi dreifð eignaraðild að félaginu ekki verið tryggð með kaupum Haralds og félaga. Hins vegar hefur það vakið at- hygli síðustu daga að allt virðist óffágengið hjá Benedikt og Jónasi. Ekki er ljóst hverjir hinir endanlegu kaupendur félagsins verða. Eftir því sem næst verður komist mun að- eins um helmingur útgerðarmann- anna verða í kaupendahópnum. Ennfremur hefur ekki verið flóa- ffiður í lífeyrissjóðum landsmanna vegna þessa máls. Þeir Benedikt og Jónas sækja mjög stíft við sjóðina að kaupa hlutabréf og er leitað eftir tugmilljóna ffamlagi ffá hverjum sjóði. Mörgum lífeyrissjóðum blöskrar hversu málið er hart sótt, því þeim þykir sem um heldur mikinn áhætturekstur sé að ræða til að forsvaranlegt sé að hætta í hann fjármunum slíkra sjóða. Markmið lífeyrissjóðanna með fjárfestingum er náttúrlega öryggið ffamar öllu og síðan ávöxtunin, vegna eðlis þeirra. Þeir Benedikt og Jónas virðast einnig hafa verið of yfirlýsingaglað- ir þegar þeir nefndu til sögunnar bæjarfélögin og starfsrnannafélög- in. Eftir því sem næst verður kom- ist hafði ekkert bæjarfélag sam- þykkt hlutabréfakaup þegar samn- ingurinn var gerður. Nú hefur þó að minnsta kosti eitt bæjarfélag ákveðið að kaupa hlutafé og er það Siglufjarðarkaupstaður. Framlag bæjarins var ákveðið hvorki meira né minna en 100 þúsund krónur eða um 0,01 prósent af kaupverð- inu. Hugsanlega er það skoðun sjávarútvegsráðherra að með þessu sé hin dreifða eignaraðild tryggð. Hvað starfsmannafélögin snertir er komið í ljós að engin slík félög eru starfandi hjá SR-mjöli, en þó munu einhverjir starfs- menn hafa jánkað því að kaupa hlut í félaginu. Annað atriði, sem er óklárt hjá þeim félögum, eru banka- málin. Landsbank- inn stendur enn fastur á því að ríkis- ábyrgð sé á lánum SR-mjöls hf. og er bankinn ekki reiðu- búinn til að skuld- breyta lánunum án þess að ríkisábyrgð verði tryggð áfram. Haraldur í Andra hafði hins vegar séð þessi vandræði fyrir, enda bauðst hann til að greiða upp all- „Enn er ekki Ijóst hverjir hinir endanlegu kaupendur SR- mjöls hf verða. Eftir því sem nœst verður komist mun aðeins um helmingur útgerðarmannanna verða í kaupendahópnum. Þeir Benedikt og Jónas sœkja hins vegar stíft að lífeyris- sjóðum um þátttöku. “ ar langtímaskuldir félagsins í Landsbankanum og forða þannig ríkinu ffá deilum um ríkisábyrgð- ina. Fram er komið í fféttum að Har- aldur hefur ákveðið að stefha rík- inu og kaupendum fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur og er krafa hans sú að málsmeðferðin öll verði dæmd ólögmæt og kaupsamningn- um verði því rift. Hefur hann feng- ið svokallaða flýtimeðferð hjá Hér- aðsdómi, sem þýðir að málsmeð- ferðin mun taka skemmri tíma en ella. Þykir það bera vott um að málið þyki áhugavert hjá dóm- stólnum og hagsmunir þeir, sem í húfi eru, miklir. Röksemdir Haralds hafa verið þær að ríkinu hafi borið að láta reyna á tilboð hans, enda hafi það verið eina tilboðið sem barst. Ekk- ert tilboð hafi borist ffá Benedikt og Jónasi, heldur aðeins viljayfirlýs- ing um að kanna hvort hópurinn sé reiðubúinn til að kaupa félagið á eigi lægra verði en nafnverði. Óvissan um hverjir stóðu raun- verulega að „tilboðinu“, sem nú er greinilega komið í ljós, virðist „ Vinni Haraldur í Andra málið má búast við að Þor- steini Pálssyni verði órótt á ráð- herrastóli... “ renna stoðum undir þessa skoðun. Haraldur hefur einnig vísað til þess að Verðbréfamarkaður íslands- banka hafi verið vanhæfur til að annast söluna vegna tengsla sinna við íslandsbanka, en Sjóvá-Al- mennar eru einn stærsti hluthafinn í bankanum og Einar Sveinsson, bróðir Benedikts, situr í bankaráð- inu. Ennffemur sé systurfélag VÍB, Draupnissjóðurinn, meðal væntan- legra hlufhafa og einnig Eignar- haldsfélag Alþýðubankans, sem er annar stór hluthafi í bankanum. Að endingu hefur síðan lögmaður'' Haralds, Sigurður G. Guðjónsson hrl., bent á að lögmannsstofan Höfðabakka, sem er sameignarfé- lag Hreins Loftssonar, formanns einkavæðingarnefhdar, og fleiri lögmanna, hafi ffá og með áramót- um undirritað þjóunstusamning við Sjóvá um lögmannsstörf. Viðvaningsbragurinn og hags- munatengslin hafa vakið þá spum- ingu hvort yfirleitt sé óffamkvæm- anlegt að láta innlend fyrirtæki annast sölu ríkisfyrirtækja, ekki síst þegar haft er í huga hversu marg- flóknir þræðir liggja hérlendis á milli fyrirtækja og fjármálastofn- ana. Það hlýtur að minnsta kosti að koma alvarlega til íhugunar að fela slík verk erlendum fagfyrirtækjum sem reynslu hafa af svipuðum verkefnum. Vinni Haraldur málið má búast við að Þorsteini Pálssyni verði órótt á ráðherrastóli, enda er hann ekki aðeins sjávarútvegsráðherra, heldur líka dómsmálaráðherra. Það væri vitaskuld mikill hnekkir fyrir hann ef fyrstu alvöruáformin um einka- væðingu myndu klúðrast fyrir dómstólum vegna galla á máls- meðferðinni. FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994 PRESSAN

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.