Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 7
Bifreiðaskoðun íslands hefur yfirburðastöðu sem enginn þorir að keppa við ■* * ♦ FF FRJALSRÆÐIIORM EKKIÁ BORÐI Um áramót var einkaleyfi Bifreiðaskoðunar íslands afnumið. Hún hefur náð gríðarlegu forskoti á hugsanlega samkeppnisaðila; á skráningarkerfið, tölvukerfið, sér um geymslu númera og svo framvegis. í reglugerðum er kveðið á um eignarhald á skoðunarstöðvum; þær verði að skoða úti á landi, verða að geta skoðað öll ökutæki, stjórnandi skuli vera verkfræðingur eða tæknifræðing- ur og svo framvegis. Samkeppnisaðilar segja reglugerðirnar meðvitaða verndarstefnu fyrir BÍ. Auk þess er mjög þrengt að þeim níutíu verkstæðum sem hingað til hafa séð um endurskoðun bifreiða. Dómsmálaráðuneytið fer með þessi mál og ráðuneytisstjórinn, Þorsteinn Geirsson, er stjórnarformaður Bifreiðaskoðunar íslands. Verkstæðiseigendur, Bflgreina-. sambandið og margir aðrir aðilar sem tengjast greininni eru mjög gagnrýnir á stjómvöld. Þeir telja að mjög sé þrengt að greininni og þeim gert illmögulegt að starfa að endurskoðun bifreiða og útilokað sé að keppa við Bifreiðaskoðun ís- lands í aðalskoðun. Þar sé forskot þeirra allt of mikið, auk þess sem reglugerðir stjómvalda nánast úti- loki nokkra samkeppni. Regiugerðir stjórnvalda úti- loka samkeppni við BÍ Þrátt fyrir að einkaleyfi Bifreiða- skoðunar íslands hafi nú verið af- numið telja aðilar í greininni að það sé aðeins í orði en ekki á borði. Bflgreinasambandið hefúr gagnrýnt marga þætti í reglugerðum stjóm- valda og þeir verkstæðiseigendur sem hugðu á samkeppni í aðal- skoðun halda að sér höndum, telja útilokað að keppa við Bf sam- kvæmt núgfldandi kröfúm. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bflgreinasambands- ins, segir að það séu einkum ijögur atriði sem þeir séu mjög ósáttir við í reglugerð dómsmálaráðuneytisins ffá 30. desember 1993. f fyrsta lagi segir að skoðunarstöðin verði að geta annast skoðun á öllum öku- tækjum. Það þýðir að ekki sé nóg að geta skoðað fólksbíla og smærri ökutæki heldur verði að vera að- staða til að skoða stærstu flutninga- bfla og tengivagna svo eitthvað sé nefnt, en það kallar á meiri og dýr- ari búnað og betri aðstöðu. Þá em þeir mjög ósáttir við 5. greinina sem segir að ráðuneytið geti skikk- að skoðunarstöð í Reykjavík til að annast skoðun úti á landi í hlutfalli við markaðshlutdeild þeirra á höf- uðborgarsvæðinu. Þeir telja þá reglu fárárdega og vilja afnema hana með öllu. Þriðja atriðið sem þeir gagnrýna fjallar um heimild skoðunarstöðvar til að aðalskoða ökutæki á endurskoðunarverkstæði ef það er meira en 35 kflómetra ffá aðalskoðunarstöð. Bílgreinasam- bandið telur að ekki eigi að vera nein kflómetraviðmiðun, en ef svo sé eigi hún að miðast við 20 kíló- metra ffá aðalskoðunarstöð. f 13. greininni, sem fjallar um hæfnis- kröfur, segir: „Tæknilegur stjóm- andi skal vera verkffæðingur eða tækniffæðingur...“ „Okkur finnst þessi krafa algjörlega óraunhæf og að eðlilegt sé að miða við bifvéla- vhkjameistara með starfsreynslu og viðþótarmenntun hvað þessa skoð- un varðar,“ segir Jónas Þór og segir að auk þess sé „verið að binda þessa starfsemi í allt of flókið staðlakerfi sem er alls ekki nauðsynlegt. öll þessi atriði gera það nánast útilok- að fyrir aðila að setja upp skoðun- arstöðvar“. „Reglugerðin er verndar- stefna fyrir BÍ“ , Að mínu mati er þessi reglugerð verndarstefna fýrir Biffeiðaskoðun íslands, vegna þess að það em það mörg ákvæði þar inni sem setja þessum fýrirtækjum stólinn fýnr dymar,“ segir Jóhannes Jóhannes- son, sem unnið hefúr úttekt fýrir Bflgreinasambandið vegna þessa máls. Auk megingagnrýni Bfl- greinasambandsins bendir hann á reglur um eignarhald, en verkstæði og aðrir í greininni mega ekki eiga meira en 40% í aðalskoðunarstofu. Verkstæðin geti því aldrei haft að- alskoðun, aðeins endurskoðun, nema með því að sameinast um að opna sérstaka skoðunarstöð. Bfl- greinasambandið hefur einnig gagnrýnt eignarhaldið. Að auki seg- ir Jóhannes að það sé ekkert réttlæti I að Bl sjái alfarið um skráningar á bifreiðum. Það sama gildi um bif- reiðaskrána sjálfa, tölvuskrána, sem hann segir að verði hjá BÍ en ekki hjá Skýrsluvélum ríkisins eins og eðlilegt væri. „Þetta er allt á tölvu hjá þeim og þeir eiga skráninguna. Samkeppnisaðilar þyrftu þá að búa til sína eigin eða gera samning við Bl og þannig versla við samkeppn- isaðilann.“ Þá segir hann að ekki sé búið að ákveða hvort Bl eigi að sitja eitt að nýskráningum, gerðarskoð- unum og fleim slíku. „Það em ýmis svona atriði sem em langt ffá því sem þau eiga að vera.“ Verkstæðin þora ekki í sam- keppni Nokkur verkstæði hugsuðu sér gott til glóðarinnar með afnámi einokunarinnar og hugðu á sam- keppni við Bl í aðalskoðun bif- reiða. „Við héldum að þetta yrði frjálst en það varð það bara í orði, ekki á borði. Við sjáum ekki frjáls- ræðið í þessu meðan Biffeiðaskoð- un hefúr öll tögl og hagldir,“ segir einn verkstæðiseigandinn, sem ætl- aði að opna skoðunarstofu. Hann segir löggjöfina þannig að þeir megi ekkert skoða nema með leyfi Biffeiðaskoðunar og þeir verði al- gerlega háðir henni. Hann bendh á að Bl sé skráningaraðili en það hefði þurft að vera sérskráningar- aðili; BÍ eigi tölvukerfið, sjái um geymslu númera og lögreglan komi sjálfkrafa með númerin þangað. Hann bendh m.a. á að ef einhver kæmi í skoðun til þeirra gæfu þeir út skoðunarskýrslu, en fólk þyrfti sjálft að ná í skoðunarvottorðið og númerin hjá Biffeiðaskoðun Is- lands. Hann tekur undir alla gagn- rýni Bílgreinasambandsins og segh að það eitt að stjómarformaður BÍ sé jafnffamt ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu sé fáránlegt. „Reglugerðin er bara vemdun gegn samkeppnisaðilum. Það er ekki fýsilegur kostur að reyna þetta, en við gefumst ekki upp. En á meðan þetta er svona þorir enginn að fara út í 60-70 milljóna króna dæmi og hafa svo kannski ekkert að gera. Þetta á annaðhvort að vera ffjálst eða eins og það var, það á ekki að ginna menn út í eitthvað sem er ekki til staðar. Það reynir þetta eng- inn við þessi skilyrði.“ JÓNAS ÞÓR STEINARSSON. Bíl- greinasambandið telur nánast útilokað að fara í samkeppni við Bifreiðaskoðun íslands mið- að við þær forsendur sem gefn- ar eru. Þrengt að endurskoðun bif- reiða Nú hafa um níutíu verkstæði rétt á að endurskoða bifreiðir sem farið hafa í aðalskoðun hjá Biffeiðaskoð- un íslands en þurft á einhverri lag- færingu að halda. Þeh ganga úr skugga um að gert hafi verið við þá hluti sem athugasemdir vom gerð- ar við. Nýja reglugerðin kveður hins vegar á um að endurskoðun- arstöðvar þurfi að öðlast faggfld- ingu hjá löggildingarstofú efth flóknum stöðlum auk reglna um gæðamat og gæðaeftirlit. Gerðar em stórauknar kröfúr um búnað að mati Bílgreinasambandsins, en það fékk fýrmefhdan Jóhannes Jó- hannesson til að fara yfir reglugerð- ir og benda á það sem ekki væri í lagi og það sem væri óffamkvæm- anlegt að hans mati. Þá er hann að vinna að gæðahandbók fýrir verk- stæðin og huga að aðstoð fýrir þá sem vilja vera áfram í endurskoð- un. Hann segh að mjög erfitt sé að uppfýlla þessar nýju kröfúr, en reynt verði að hjálpa þeim „til þess að hver og einn þurfi ekki að finna upp hjólið. Án þess mundi endur- skoðunarverkstæðum fækka vem- lega, sem er mjög slæmt, því þetta er sjálfsögð þjónusta við bíleigend- ur“. Jónas Þór Steinarsson, ffam- kvæmdastjóri Bflgreinasambands- ins, tekur í sama streng: „Við höf- um bent á að reglurnar séu alltof ÞORSTEINN GEIRSSON, stjórn- arformaður Bifreiðaskoðunar og jafnframt ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, sem fer með þessi mál. strangar og höfúm talið að það væri nægilegt að endurskoðunar- verkstæðin væm viðurkennd verk- stæði eins og verið hefúr. Þau þurfa ekki að vera faggilt verkstæði út ffá einhveijum stöðlum sem búnir vom tfl.“ Það er dómsmálaráðu- neytið sem veitir starfsleyfi til end- urskoðunar á endurskoðunarverk- stæðum. Ráðuneytisstjórinn er jafn- framt stjórnarformaður BÍ Gagnrýni hefúr einnig komið ffam á hagsmunatengsl stjórnvalda og Biffeiðaskoðunar. Ríkið á helm- ingshlut í Biffeiðaskoðun íslands, sem ffam að þessu hefur haft ein- okun á markaðinum. Sérffæðingar og ráðgjafar hafa unnið jöfnum höndum fýrir ríkisvaldið og Bif- reiðaskoðun íslands. Ekki síst hefúr verið bent á að Þorsteinn Geirs- son, stjórnarformaður BÍ, er jafn- ffamt ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, því ráðuneyti sem fer með þessi mál, semur reglugerðir og veitir starfsleyfi til skoðunar- stöðva. Þorsteinn segir að hann hafi vilj- andi ekki tekið þátt í gerð þessarar reglugerðar. Varðandi setu sína „beggja vegna borðsins" segir Þor- steinn að sér hafi verið falin stjórn- arformennska af ráðherra, enda eigi ríkið 50% í Bl. „Ég hef reynt að starfa þannig að ekki komi upp hagsmunaárekstur,“ segir hann, en viðurkennir að hann þiggi laun fýr- ir stjórnarsetuna eins og aðrir. „Það er svo auðvitað matsatriði hvort reglurnar eru of strangar, en þeim var ekki ætlað að vera það og ég held að ég tali nú fýrir munn okkar allra í Bifreiðaskoðun þegar ég segi að samkeppni mundi vera okkur fýrir bestu.“ PálmiJónasson Ari Edwald, aðstoöarmaöur dómsmálaráöherra: Vonast eftir samkeppni Hvers vegna þurfa metm að skoða allar tegundir bifreiða? „Við teljum það eðlilega reglu að menn taki þátt í þessu á jafnréttis- grundvelli, það er að það sitji ekki einhver uppi með að skoða á öll- um sviðum en samkeppnisaðilar geti valið sér þær bíltegundir sem þeir ætla að skoða.“ Er það ekki jákvætt ef einhver vill bjóða upp á t.d. ódýra fólksbílaskoð- un? „Jú, jú, en ef allir vilja vera með fólksbílaskoðun en enginn vöru- bflaskoðun, hvem á þá að skylda til að vera með vörubflaskoðunina? Ég skal samt ekki útiloka að þró- unin verði þannig að markaðsöflin taki yfir þennan þátt.“ Hvers vegna þarf skoðunarstöð á höfuðborgarsvœðinu að taka að sér skoðun úti á landi? „Á öllum stöðum úti á landi, nema í helstu þéttbýliskjömunum sem eru með skoðunarstöð í flokki 1, má leysa skoðunarmálið í sam- vinnu við verkstæði sem er faggilt til að endurskoða ökutæki, sem stuðlar að því að leysa skoðun úti á landi með hagkvæmum hætti. Að- alatriðið er hve mikill kostnaður felst í að taka að sér skoðun úti á landi. Valkosturinn var að hafa þetta alveg ffjálst og það ráðist bara hvar menn vilja skoða og annars staðar sé bara ekki skoðað og þá gæti ríkið ekki ábyrgst þjónustust- igið, það myndi bara ráðast af markaðinum. Ríkið verður að gripa til einhverra ráðstafana til að tryggja þjónustustigið og þetta er sá kostur sem var valinn. Menn treysta sér ekki til að láta það ráð- ast hvaða svæði landsins yrðu þjónustulaus. Það er ekki hægt að skikka Bl til að reka einhverja byggðastefnu í ljósi þess að þetta verður væntanlega einkafýrirtæki innan ekki svo langs tíma. Helm- ingshlutur ríkisins verður seldur, væntanlega í áföngum.“ Það er einnig gagnrýnt að tœknileg- ur stjómandi skuli þurfa að vera tæknifrœðingur eða verkfræðingur. „Það verður að lesa þá grein til enda, því gert er ráð fýrir að fag- gildingardeild Löggildingarstof- unnar geti veitt undantekningu ffá háskólamenntun ef viðkomandi hefúr fullnægjandi menntun eða starfsreynslu og þjálfun. Þetta er meginregla en ekki skilyrði.“ Verkstæði má ekki eiga meira en 40% í skoðunarstöð. „Þessi regla er að visu ekki sett af okkur heldur af viðskiptaráðuneyt- inu og mér skilst að svona regla eigi við um óháðar skoðunarstöðv- ar á öllum sviðum. Eftirlitsaðili verður að vera óháður í störfum." BÍ er skráningaraðili, á tölvukerfið, sér um geymslu númera, lögreglan kemur þangað sjálfkrafa með af- klippt númer... „Ég tel að hvað öll svona atriði varðar þá þurfi bara að vinna úr því. Það er ljóst að samkeppnis- stofnun fer með það svið sem lýtur að samkeppnisreglum og ég geri alveg ráð fyrir því að hugsanlegir samkeppnisaðilar Bl muni leita til samkeppnisstofnunar um ýmis svoleiðis mál og stjómendur BÍ verði bara að búast við slíku og vinna úr því með yfirvöldum sam- keppnismála. Það liggur náttúrlega fýrir að það var samið við þá um að sjá um þessa skráningu til árs- loka 2000 og það getur vel verið að sú aðstaða styrki þá í skoðuninni, en samkeppnisyfirvöld verða að meta að það halli ekki um of á þeirra samkeppnisaðila.“ Hvað með faggildingu á endurskoð- unarstöðvar? „Það er ljóst að það eru engar er- lendar reglur sem gera neinar kröf- ur á okkur um það og sjálfsagt hefði mátt hafa það áffam í sama formi. Ég hef nú skynjað bfliðnað- inn þannig að þeir fagni þeirri áskorun sem felst í því að taka upp svona gæðakerfi.“ Em þetta ekki allt of strangar reglur? Höfuðáhugamál ráðuneytisins er að það komi upp samkeppni og ég vonast eftir því að svo verði. Ef enginn sér sér fært að starfa í þessu getur vel verið að það leiddi tfl ein- hverra breytinga, en það er allt of snemmt að útiloka það.“ PálmiJónasson FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994 PRESSAN 7

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.