Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 27

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 27
Helvíti fj ölskyldunnar „íþessu hlutverki staðfestir Hilmar Jónsson stöðu sína sem einn afokkar albestu leikurum. “ íski sveimhugi, sem enn hefur ekki ákveðið hvað hann ætíar að gera við líf sitt þó að hann sé að verða fertugur. Pálmi túlkar einstaklega vel yfirborðsmennsku hans og gor- geir, en lætur um leið skína í gegn hversu lítill og óöruggur Eugene er. Og Hilmar Jónsson er eiturlyíjafík- illinn ljóslifandi í hlutverki yngri bróðurins Shane. Skjálftinn, ótt- inn, ofsóknarkenndin og þjáningin eru svo vel túlkuð að það setur að manni hroll og mann langar mest að taka hann í fangið og hugga þetta skelfda fitla barn, sem aldrei hefur notið nokkurrar ástar, en um leið stendur manni stuggur af því ofurvaldi sem fiknin hefur á hon- um. Hilmar hefur oft sýnt á und- anförnum árum hversu ffábær leikari hann er og í þessu hlutverki staðfestir hann stöðu sína sem einn af okkar albestu leikurum. Valgeir Skagfjörð leikur japanska þjóninn Saki, lítið hlutverk en vel unnið og það besta sem ég hef séð Valgeir gera á sviði. Leikmynd og búningar Sigur- jóns Jóhannssonar eru natúralísk og efla þá tilfinningu að hér sjáum við inn í stofu „alvörufólks“. Og lýsing Ásmundar Karlssonar og tónlist Árna Harðarsonar undir- strika þá tilfinningu og magna um leið upp óhugnaðinn sem ræður ríkjum hjá því fólki. Þýðing Hall- gríms H. Helgasonar rennur vel og eðlilega, þótt einstaka sinnum bregði fýrir bókmálslegum texta. Eins og sjá má af ffamansögðu er leikstjórn Ándrésar Sigurvinssonar örugg og fagmannleg. Hann leggur allt í þessa sýningu og stendur uppi sem sigurvegari. SEIÐUR SKUGG- ANNA LARS NORÉN ÞJÓÐLEIKHÚSINU ★★★★ Bandaríska leikritaskáldið Eugene O’Neill er án efa eitt merkasta leikskáld þessarar aldar og það er ekki síst hið sjálfs- ævisögulega verk hans Dagleiðin langa inn í nótt sem heldur nafni hans á lofti. Þar skrifar hann um fjölskyldu sína, föðurinn sem seldi listamannssál sína fyrir fjárhagslegt öryggi, móðurina sem árum saman hefur verið þræll eiturlyfja, alkó- hólistann bróður sinn og sjálfan sig tæringarveikan og illa farinn að- standanda og upprennandi alkó- hólista. Og samskipti þessara fjög- urra einstakfinga eru ein magnað- asta lýsing vestrænna bókmennta á því ástar/haturssambandi sem svo gjarnan myndast í fjölskyldum. Sama þema er sænska leikskáldinu lars Norén sérlega hugleikið og hér teflir hann ffam fjölskyldu O’Neills sjálfs á sextugasta og fyrsta afrnælisdegi hans. Hlutverkin eru hin sömu og í Dagleiðinni löngu; eiginkona, eiginmaður, tveir synir og þjónustan á heimilinu. Og enn svífur andi fiknarinnar yfir öllu, skekkir og skrumskælir öll sam- skipti og hrekur hvern meðlim fjölskyldunnar út á einstigi örvænt- ingar og einsemdar. í Dagleiðinni löngu geta faðir og synir þó sam- einast í vonbrigðunum og skelfing- unni sem fylgir eiturfikn móður- innar, en hér er ekki um neina slíka sameiningu að ræða. O’Neill og kona hans Carlotta hafa búið sam- an í tuttugu ár, elskað hvort annað og hatað, barist og fyrirgefið og eiga nú ekkert eftir nema einsemd- ina og vonleysið. Samskipti þeirra eru djöfúlleg og sár og minna helst á dauðadans kapteinshjónanna í Dauðadansi Strindbergs. O’Neill er algjörlega háður umönnun Carl- ottu og hún veit það en um leið eru það fortíðardraugar hans og sjálf- hverfhi sem stjórna öllu á heimil- inu. Og öll hennar andstyggilegheit eru í raun aðeins hróp á athygli og viðbrögð, einhverja sönnun þess að hún standi honum nær hjarta en löngu látin móðir hans. Inn í þennan kastala einsemdarinnar og óttans koma síðan synirnir tveir, fullkomlega mislukkaðir fiklar, sem þrá ást föður síns og athygli, en eru um leið að kikna undan skugga hans ffæga nafns. Og svo upphefst darraðardans sjálfhverfn- innar; sjáðu mig pabbi, sjáðu mig eiginmaður, sjáðu mig, mig, mig. En O’Neill sér ekkert nema vofur fortíðarinnar og parkinsonsveikar hendur síriar sem ekki geta lengur haldið á penna. Og er sjálfur læstur í hlutverki litía drengsins sem fékk ekki athygli móðurinnar; sjáðu mig mamma. Hún er nöturleg myndin sem Norén dregur upp af þessari ffægu fjölskyldu og verður enn nöturlegri fyrir jsað að þessi saga er alltaf að gerast. I öllum fjölskyldum eru draugar, en hvergi þó eins magn- aðir og í fjölskyldum fiklanna. Og til að bæta upp tómið sem mynd- ast við ástíeysið er haldið áffam í vítahring fiknarinnar, afheitunar- innar og ásakananna. Aftur og aft- ur í endalausa hringi sem hverfast um allsráðandi allsleysi hatursins í ástinni. Seiður skugganna er karakter- drama og á það leggur leikstjórinn, Andrés Sigurvinsson, mikla áherslu. Áhorfendur sitja inni í stofú hjá fjölskyldunni í slíku ná- vígi við persónurnar að hver einasti svitadropi verður sýnilegur. Það er ekkert falið, engin fjarlægð ffá öm- urleikanum, þú gengur inn í verkið og engist í klóm þessarar fjöl- skyldu, sem að meira eða minna leyti er fjölskylda okkar allra. Slík nálægð krefst mikils af leik- urunum jafnt sem áhorfendunum, en hér er vafinn maður í hverju rúmi. Helga Bachmann og Helgi Skúlason leika O’Neill-hjónin af miklu öryggi. Helga túlkar ffábær- lega vel örvæntingu Carlottu sem brýst út í kvikindisskap og athyglis- sýki. Svipbrigði hennar og snögg umskipti úr nöðru í engil eru óborganleg. Og Helgi er O’Neill ffam í fingurgóma. Brotinn og veikur og ósjálfbjarga en um leið sterkastur þeirra allra, ásinn sem líf þeirra hverfist um, og veit af því og notfærir sér út í æsar. Pálmi Gests- son er Eugene yngri, þessi alkóhól- FRIÐRIKA BEIXIÓIMÝS Ástin og valdið í Þebu „Það er skammt stórra högga á milli hjá útskriftarnemum Leiklistarskóla ís- lands þetta árið. Hóp- urinn er ótrúlega samstilltur og hvergi snöggan blett að finna. “ KONUR OG STRÍD FÖNIKÍUMEYJAR EFTIR EVRIPÍDES ANTÍGÓNA EFTIR SÓKRATES LÝSISTRATA EFTIR ARISTÓFANES NEMENDALEIKHÚSIÐ ★★★ að er skammt stórra högga á milfi hjá útskriftarnemum Leikfistarskóla íslands þetta árið. I haust sýndu þau Jónsmessu- næturdraum Shakespeares og nú hafa þau tekið fyrir leikrit þriggja grískra fornskálda. Tvo harmleiki í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, Fönikiumeyjar og Antígónu, og gleðileikinn Lýsiströtu í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Leikgerðir þessara verka hafa þau sjálf unnið í samvinnu við og undir stjóm leik- stjóra síns, sem að þessu sinni er Marek Kostrzewski. Margir halda eflaust að grískir harmleikir eigi ekki mikið erindi við okkur í dag. Hvað hafa átök yfirstétta grískra borgríkja fyrir kristsburð og refsingar þær sem guðir Ólympstinds lögðu á mann- verurnar að segja nútímamannin- um? í leikgerðum Nemendaleik- hússins er það býsna margt. Áherslan liggur á áhrifúm stríða og valdatafls ríkjandi karla á konurnar sem næstar þeim standa. I Fönik- íumeyjum eru það móðirin Jó- kasta og systirin Antígóna sem reyna að stöðva valdaþref bræðr- anna Eteóklesar og Pólíneikesar, sona Ödípúsar sem leiddi bölvun yfir ætt sína alla með því að vega föður sinn og kvænast móður sinni. Og þeirri bölvun verður ekki aflétt á meðan karlmennirnir meta meira völd og metorð en bróður- þel og móðurást. I Ántígónu er það enn systirin Antígóna sem reynir að halda ást- ina til bróður síns í heiðri, þrátt fyrir andstöðu og refsingu móður- bróður síns Kreons, sem nú er orðinn kóngur í Þebu. En ástin má sín lítils gegn valdinu og þeim hroka sem því fylgir og Antígóna er dæmd til dauða fyrir að óhlýðn- ast boðum kóngs. Sá dómur hittir hann þó sjálfan þyngst fyrir og verður honum að falli. Það er ennþá ástin sem teflt er gegn valdinu í Lýsiströtu. I þetta sinn hin líkamlega ást. Og hér hafa konur loks sigur. Með því að neita körlunum um blíðu sína tekst þeim að knýja ffam ffiðarsáttmála og stríðslok um gjörvallt Grikk- land. Og ástin fer með sigur af hólmi, að minnsta kosti um stund, þótt sagan segi okkur síðan að ást- in hefur aldrei mátt sín neins gegn stríðinu og hatrinu milli manna og þjóða. Marek Kostrzewski hefur góða stjórn á þeim átta leikaraefnum sem útskrifast eiga í vor. Sýningin er hröð og lifandi. Sterk og áhrifa- mikil og fallega unnin ffá upphafi til enda. Hver leikari fær að takast á við mismunandi hlutverk og sýna hvað í honum býr jafnt í túlk- un harmrænna hlutverka sem gleðileik. Og leikaraefúin átta, þau Benedikt Erlingsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðna- son, Katrín Þorkelsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhann- esdóttir, Þórhallur Gunnarsson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, sýna öll að þau eru til mikils líkleg á hvoru sviðinu sem er og það verð- ur spennandi að fylgjast með þeim næstu árin. Sérstaklega þykir mér ástæða til að minnast á textameð- ferð þeirra og ffamsögn. Þessi forni texti, sem mörgum þykir tyrfinn og óaðgengilegur og oft er fluttur eins og um væri að ræða dauðan bókstaf en ekki lifandi mál, verður í þeirra meðförum að eðlilegu lif- andi máli, fögru og hljómmiklu, og hvergi vottar fyrir þeirri hátíð- legu upphafningu sem gjaman loðir við flutning bundins máls. Það er hrein unun að hlýða á þess- ar gullfallegu þýðingar þeirra Helga og Kristjáns í svona flutningi. Og ekki er túlk- un persónanna síðri. Minnisstæð- ust er mér túlkun Höllu Margrétar Jóhannesdóttur á Jóköstu í Fönikíu- meyjum, túlkun Benedikts Erlings- sonar á Kreoni í Antígónu og sú skemmtilega skopmynd sem Hilmir Snær Guðnason bregð- ur upp af Kinesiasi í Lýsiströtu. Lýs- istrata Guðlaugar Elísabetar Ólafs- dóttur og Lamp- ido Margrétar Vil- hjálmsdóttur í sama verki em einnig vel lagðar og skemmtilega túlkaðar, og hið sama má raunar segja um allar þær per- sónur sem leiddar em ffam fyrir augu áhorfenda í Héðinshúsinu þessi kvöldin. Hópurinn er ótrú- lega samstilltur og hvergi snöggan blett að finna. Það er meira en vel þess virði að fara með þeim aftur til Grikklands hins forna og finna hve mannskepnan hefur í rauninni lítið breyst í aldanna rás þrátt fyrir allt. Lítill fréttastúfur um Leikfélag Mosfellsbæjar og ívar Hauksson í síðustu PRESSU vakti mikla athygli. Hann endaði þannig að ívar ætlaði að gera eitthvað i málinu sem og hann gerði. Lögfræðingur ívars, Ólafur Sigurgeirsson kraftalögfræðingur, sendi leikfélaginu bréf þar sem farið var fram á að sýningar yrðu stöðvaðar tafarlaust. Lögmaður leikfélagsins ráðlagði höfundi leikritsins, Jóni St. Krist- jánssyni, að breyta nafni persónunnar ívars hnúajárns. Jón, sem segir fyrirmyndir persóna vera að finna í heimsbókmenntunum, gerði það og nú heitir l'var hnúajárn Sigurður skuldabani með vísun í Sigurð fáfnisbana. I útvarpsviðtali á föstudaginn sagði ívar m.a. við Þorstein G. Gunnarsson að einföld nafnbreyting væri síður en svo nægjanleg betrumbót. En á þriðjudagskvöld barst leikfélaginu fax og þeim til mikils léttis kom þar fram að fallið væri frá öllum málarekstri. Það fylgir sögunni í þessu kostulega máli að ívar, hvort sem það var ætlun hans eða ekki, gerði leikfélaginu mikinn greiða — það hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu. Leikritið hefur gengið fyrir fullu húsi og virðist ekkert lót á aðsókn. Ivar varð að Siaurði FIMMTUDAGURINN 20. JANUAR 1994 PRESSAN 7B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.