Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 37

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 37
Ástríður við suðumark HALLUR HELGASON mennsku. Tita er yngst þriggja dætra Mömmu Elenu, saman- herptrar kerlingar sem missir mann sinn um svipað leyti og Tita fæðist. Hún tilkynnir u.þ.b. þegar Tita er að verða mannbær að þar sem Tita sé yngst eigi hún sam- kvæmt fjölskylduhefðinni ekki að giftast heldur sjá um sig í ellinni. Þetta eru grimm örlög, sérstaklega þar sem Tita og ungur maður að nafni Pedro (Marco Leonardi úr Cinema Paradiso) fella saman hugi senn farvegur fyrir hlátur og grát. I gegnum hana er sagan sögð og hún er oft stórfyndin en þó fyrst og fremst verkfæri sem er notað á heillandi máta til að koma tilfinn- ingastríði Titu á ffamfæri. Eitt fyrsta verkefni Titu eftir að ljóst er orðið að hún fær ekki að giffast Pedro er að elda veislumat- inn fyrir brúðkaup hans og systur hennar. Hvort sem það eru tár Titu eða annað sem hún notar til brúð- kaupstertugerðar sem valda þá hef- ur kakan feikiieg áhrif á brúð- kaupsgesti. Með tertunni er eins og harmur Titu læsi sig í þá og áður en varir eru allir famir að snökta og fljótlega upp úr því að flýja borðið tÚ að komast að æla. Þetta atriði er dæmi um hvemig myndin vefur saman raunsæi og það yfimáttúru- lega eða fáránlega á látlausan hátt. Það em hvergi notaðar hátækni- væddar brellur, en hlutir sem virð- ast yfimáttúrulegir gerast eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tilfinningahitinn er mikill neistar í kringum sögupersónumar og rúm- teppi sem Tita byrjar að hekla í sorg sinni er orðið mörg hundmð metra langt áður en yfir lýkur. KRYDDLEGIN HJÖRTU REGNBOGINN ★★★★ Kryddlegin hjörtu (Como aqua para chocolate) er veisla þar sem tekist hefúr að matreiða blöndu ástríðna, matar og sögulegs baksviðs í rétt sem maður smjattar á lengi eftir að hafa notið. Fólk og byggingar bókstaflega loga af tilfinningunum sem aðalpersón- an Tita (Lumi Cavazos) blandar í matargerð sína ekki síður en hrá- efnum sem hafa meira næringar- gildi samkvæmt jarðbundnari fræðum um samsetningu máltíða. Þessi stórskemmtilega mexi- kóska kvikmynd sem frumsýnd er í Regnboganum í dag, fimmtudag, er samvinna hjóna sem eiga sér nokkra sögu í mexíkóskri kvik- myndagerð. Leikstjóri og framleið- andi er Alfonso Arau. Hann er jafnffamt kvikmyndaleikari og hef- ur komið ffam í á þriðja tug mexí- kóskra kvikmynda auk á annars tugar bandarískra, m.a. The Wild Bunch effir Sam Peckinpah, Ro- mancing the Stone og Three Ami- gos. Kona hans, Laura Esquivel, er vel þekktur handritshöfundur í Mexí- kó og hefúr hún látið hafa eftír sér að þegar hún settist niður árið 1989 til að skrifa þessa fyrstu skáldsögu sína hafi hana ekki órað fyrir þeim vinsældum sem sagan átti í vænd- um. Laura skrifaði sjálf kvik- myndahandritið. Alfonso, sem er vel metinn ffam- leiðandi í Mexíkó ekki síður en leikstjóri, segir að í fyrstu hafi hann talið rétt að fá konu til að leikstýra bíómynd eftir bók konu sinnar en hún hafi staðið föst á því að hann væri bestur til verksins vegna þess hversu nálægt honum það stendur. Þar hefur hún haff rétt fyrir sér því að niðurstaðan er rafmögnuð kvik- mynd sem á engan hátt ber of „karlmannlegt“ yfirbragð í hefð- bundnum blóðsúthellinga- og slagsmálastíl þó að hún gerist á átakatímum. Átökin hér fara fram í elda- Hið mexíkóska heiti myndarinnar, sem á ís- lensku gæti verið Sem vatn fyrir súkkulaði, er táknrænt fyrir myndina þó að það sé aldrei útskýrt í henni. Orðatiltækið mun vera sótt til hinna fomu asteka sem vísuðu með því til augnabliksins þegar vatn nær kjörhita- stigi til að bræða súkku- laði svo úr verði drykkur- inn kakó. „Þegar maður er sem vatn fyrir súkku- laði er maður við það að springa af tveimur hugs- anlegum ástæðum: ann- arsvegar ef maður er að springa af bræði eða hins- vegar ef maður er að springa af kynferðislegum æsingi,“ lét leikstjóri myndarinnar hafa eftir sér. Kryddlegin hjörtu er vel heppn- aður óður til konunnar. Ég hef ekki lesið skáldsöguna en mér finnst handritsgerð skáldkonunnar stand- ast fyllilega sem kvikmyndahandrit og er reyndar þeirrar skoðunar að handrit effir skáldverkum eigi að meta meira á eigin forsendum en í eilífúm samanburði við uppmna- legt verk. Það er helst á lokasprettinum að Vel heppnaður óð- ur til konunnar. “ en gamla konan neitar honum um hönd Titu. Þess í stað býður hún honum hönd elstu dóttur suinar Rosauru. Þetta þiggur Pedro til þess að geta verið nær Titu sinni. Tita finnur ástríðum sínum far- veg í matargerðinni sem hún lærir af gamalli vinnukonu heimilisins og yfirtekur þegar sú gamla fellur frá. Matargerðin er reyndar það sem myndln snýst um. Hún er í lopinn teygist. Það er eins og rétt í lokin ætli myndin aldrei að koma sér í það að loka hringnum. Ekki gott að segja hvor ber meiri ábyrgð á þessu, handritshöfundurinn eða leikstjórinn og ffamleiðandinn eig- inmaður hennar, en þetta skrifast að minnsta kosti á þeirra heimili. Meðan ég horfði á myndina var ég á tímabili að pirra mig yfir því hvað Pedro væri mikill aumingi að nema ekki á brott stúlkuna sem hann elskaði eða gera eitthvað ann- að en að láta þessi ólög ganga yfir sig þegjandi og hljóðalaust. En að- almálið er að þessi mynd fjallar um Titu og hvernig hún fer að því að sigrast á aðstæðum sínum. Hún er óður um styrk kvenna og karl- menn eru aukaatriði í þessari sögu. Lumi Cavazos er heillandi í hlut- verki Titu. Hún lifir hlutverkið og maður finnur til með henni þar sem hún burðast um með sína ást- arþrá. Reyndar er myndin smekk- lega samsett hvað leikara snertir og ekki hægt að segja að þar sé veikan hlekk að frnna. Það er nokkuð djarft að setja ítalskan leikara í stórt hlutverk (Pe- dro) í spænskumælandi mynd. En leikstjórinn sagðist bara ekki hafa fundið neinn nógu sætan í hópi spænskumælandi og vissulega er tjáning Marcos Leonardi með ágætum. Ég hafði ekki lesið mér til um þjóðemi hans og setti hann ekki í samband við Paradísarbíóið meðan ég horfði á Kryddlegin hjörtu. En við eftirgrennslan kom í ljós að hann talar ekki orð í spænsku og lærði textann með hljóðlíkingum, svo var mexíkóskur leikari fenginn til að tala yfir effir á. Við þetta varð maður ekki var í fyrstu horfun og virðist hafa tekist bærilega að samræma framkomu tveggja leikara í einni persónu. Þá er móðirin effirminnileg. Hún er leikin af Reginu Tomé sem gerir hana að grimmdarlegri tík sem fómar dóttur sinni fyrir eigin þægindi og hefðina. Að sjálfsögðu hefur persónan sér það til málsbóta að vera bam síns tíma og aðstæðna. Fyrir utan það ber hún í brjósti sér eftirsjá eftir manni sem er lítið kynntur til sögunnar, en nógu mik- ið samt til þess að maður vorkennir henni eilitið fyrir biturleikann. En Tita er móðurbetrungur og neitar að lifa ekki. Það má vera að hennar ævi sé sætbeisk en hún er sigurveg- ari. Myndatakan er falleg og hæfir efninu vel. Litirnir eru heitir og fer meðferð tökumannsins á filmunni vel við þá veislu matar og ástríðna sem Kryddlegin hjörtu er. HEITT • Stutt pils — svo það hálfa væri nóg. Hvað eru tiskuhönnuðirnir að hugsa? Maður veit ekki betur en pilsin séu dragsíð einmitt nú. Þvílík umturnun. Það er eins gott að byrja að styrkja lærin fyrir sumarið. ÞREYTT • Bítlaæði. Biðið bara — það verður líka heitt á íslandi • Grunge. Það er gengið sér til húðar, einfaldlega af því pönkið ertekið við. • Glanstímarit. Efnið á þessum dýra pappír á 6Tff* hvern veginn alls ekki heima þar. kannski ekki alveg ypj strax. Það tekur ís- lendinga nefnilega tíma að taka við „nýjum" tónlistarbylgjum og tisku- straumum sem þeim fylgja. • Teinótt jakkaföt. Farið bara og virðið fyrir ykkur búðargluggann í Heimsmönnum. Flest fötin þar eru listaverk. • Ullarnærföt. Ekki endilega þau sem stinga, heldur svona fínunnin og mjúk. Að sama skapi víkja kyn- æsandi silkiundirföt. onu • „Tvístæðir" for- eldrar. Það hlýtur að vera. Sjáið. bara Vigísi forseta, Dí- prinsessu, Fergie, Miu Farrow! Einstæðar mæður hafa aldrei verið heitari. • Stjörnumerkjavangaveltur. Þetta með nautin, Ijónin, fiskana og allt það. Fólk notar þetta sem ímu og segir: „Svona er ég, af því ég er..." Pestó, pestó, pestó Allir eru að tala um pestó. Pestó er eitthvert umtalaðasta fyrir- bærið í hinum vestræna tískuheimi matreiðslunnar um þessar mundir. Hér kemur einföld og góð sikileysk pestóuppskrift sem jafnvel þeir, sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, geta hrist fram úr erminni. 6 hvítlauksrif 1 teskeið salt 1 bolli ferskt basilikum 1 bolli grófsaxaðar möndlur (pintóhnetur jafnvel enn betri) 4 hýðislausir tómatar 1/2 bolli ólífuolía svarturpipar gott með um það bil 500 g afspagettíi Hvítlaukur, salt og basilikum er maukað saman í morteli. Setjið möndlurnar smátt og smátt út í og síðan tómatana. Þegar allt er oxá. ið að mauki bætið þá við olíu og pipar. (Þetta má líka framkvæma í matvinnsluvél, en þá ber að setja oliuna fyrst í.) Sjóðið spagettíið í léttsöltu vatni þar til það er „al dente" (rétt soðið, eða þar til það festist í loftinu þegar því er kastað upp). Sigtið spagettíið og setjið pestóið yfir. Borið fram undir eins. Gott með ítölsku brauði (fæst í Álfheimabakaríi) og salati samansettu úr rauðlauk, salati og tómöt- um. Gott með sinneps-ediksolíu; ein skeið af ediki, helst dillediki, ein skeið af sterku sinnepi, ein skeið af ólífuolíu, hvítlauksrif og svartur pipar. — Þessu er öllu blandað saman og úr verður hin besta salatsósa. • Herra Bean ★★★ Do-it-Yourself Mr. Beati á RÚV á föstudagskvöld. Rowan Atkinson er frábær leikari. Be- an er ekki allra, en þeir sem hafa ekki gaman af honum eru örugglega þeir sem hlæja að Adamson í DV. SJónvarp • David Bowie ★★★★ David Bowie - spjallar milli laga. - Black Tie White Noise á RÚV á föstudagskvöld. Snillingurinn Bowie flytur lög af nýjustu plötu sinni og • Allt á fullu í Beverly Hills ★★★ Less Than Zero á Stöð 2 á föstudagskvöld. Stórfurðuleg þýðing á titlinum. Þessi mynd er byggð á metsölubók eft- ir Brets Easton Ellis. Bókin er betri en myndin, sem sleppur þó ágætlega. Fjallar um ungar dópætur í henni Ameríku. • Áburðarverksmiðjan ★★★★ á RÚV á sunnudag. Heimildamynd um Áburðarverksmiðju ríkisins. Enn eitt meistaraverkið úr smiðju Baldurs Hermannssonar. Áður á dagskrá í október 1991. ■ M t »t[ g • Strandverðir © Baywatch III á RÚV á laugardag. Myljandi hallæris-leiðinda-pró- VðllSIi gramm. Þetta er annar þátturinn í 22 mynda syrpu. Búið ykkur undir að eyða þessum tíma í annað en sjónvarp í vetur. • Bóndi er bústólpi á RÚV á sunnudag. Ný heimildamynd um landbúnað? Rætt við fjölda bænda? Handrit eftir Helga Brekkan og Helga Felixson? Það verður að setja alla fynrvara við þessa afurð. Baldur er þegar búinn að segja allt sem segja þarf um bændastéttina í frábærum þáttum sínum, Þjóð í hlekkjum hugar- farsins. Nafnið Bóndi er bústólpi segir allt sem segja þarf um hvert þetta stefnir. • Ferðin til Vesturheims 1/2 Far and Away á Stöð 2 á laugardagskvöld. Rómantísk mynd með Tom Cru- ise í aðalhlutverki. • Hrafn Friðbjömsson 9 á Stöð 2 á laugardag. Líkamsræktarhopparinn á Stöð 2. Góði Hrafn! Þessi teg- und leikfimi er fýrir konur. Það er búið að rugla kvenmenn nógu mikið með karlímyndina svo að þetta fari nú ekki að bætast við líka. Tvífarar vikunnar eru ekki einungis líkir í útliti heldur er innréttingin ótrúlega hliðstæð: Báðir eru þeir harðir naglar! Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri og einkaspæjarinn í Fatal Instinct fást báðir við lög- brjóta eða eins og stendur í bíóauglýsingunni um einkaspæjarann: „Hann gerir heiminn óhultan fýrir glæpamönnum." — Allt eins og Haraldur. I ljósi þessa er ekki óeðlilegt að ætla að einkalífið sé á svipuðum nótum. Um spæjarann stendur jafhframt: „1 huga hans togast á eiginkonan, tálkvendi og þefdýr.. FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994 PRESSAN 17B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.