Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 3

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 3
“tf Þeim fjölgar nú óðum sem vilja fylla sætin tvö, sem Alþýðu- flokkurinn fær á sameigin- legum lista vinstri flokk- anna. Af þeim sem neíndir hafa verið er Gunnar Giss- urarson, ffamkvæmda- stjóri Gluggasmiðjunnar, talinn eiga .einna besta möguleika, en hann er af grón- u m Reykja- víkur- krata- ættum og er að auki sagður hugn- ast Jóni Baldvin Hannibalssyni vel sem kandídat. Einnig er nefndur til sögunnar Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, sem sterkur frambjóðandi. Aðrir sem sækja fast eru taldir eiga hverfandi mögu- leika, svo sem Amór Ben- ónýsson og Bolli Valgarðs- son. Það mun að líkindum reynast Bolla fjötur um fót að hann starfar hjá kynn- ingarfyrirtækinu Kynningu og markaði (KOM), sem annaðist kynningu á skipu- lagsbreytingum hjá SVR í vetur. Þá þótti Bolli hafa misnotað aðstöðu sína þeg- ar hann skrifaði grein til stuðnings bre\tingunum undir titli sínum sem for- maður Félags ungra jafnað- armanna í Reykjavík. Aðrir hafa verið nefndir, en ekki sýnt ffamboði áhuga, svo sem Sigurður Pétursson og Vilhjálmur Þorsteins- son. Þá íhugaði Valgerður Gunnarsdóttir ffamboð samkvæmt okkar heimild- um, en afféð að fara ekki ffam... Afsök unar- beiöni Ranghermt var í ffétt í síðustu viku af jarðarför Stefáns íslandi að hún hefði farið ffam á kostnað ríkis- ins. Þá vflja aðstandendur Stefáns koma því á ffam- færi að ekki hafi verið ráð- gerð nein erfidrykkja að at- höfninni lokinni, eins og ffam kom í blaðinu. PRESSAN hafði upplýsing- ar sínar ffá fólki sem söng við athöfnina og sá ekki ástæðu tfl að draga frásögn þess í efa. Blaðið biður aðstand- endur Stefáns afsökunar á mistökunum og harmar sárindi sem missögnin kann að hafa valdið þeim. Ritstj. Girnilegur áleggsdraumur sælkerans verður að gómsætum veruleika Þú getur treyst GOÐA áleggi hvort sem þú útbýrð þér nestispakka í skólann eða vinnuna - eða glæsilegt áleggsborð heima fyrir. GOÐA álegg, alltaf ofaná. FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994 PRESSAN 3

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.