Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 22

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 22
Síðasti séns í óperuna Eins og óperuunnendum er kunnugt er íslenska óperan nú með óperu Tsjækovskís, Évgení Ónegín, til sýningar. Eins og oft áður þegar mikið liggur við voru söngvarar kaliaðir til frá útlöndum auk heimamanna. Nú þurfa að hverfa utan þeir Gunnar Guð- björnsson tenór (sem Jónas Sen, gagnrýnandi PRESSUNN- AR, sagði vera ÆÐI í sýning- unni) og Guðjón Óskarsson bassi. Það fer því hver að verða síðastur að sjá óperuna... Ásssókní basssann hjá SSSól drengurinn heitir Björn Árnason og var áður meðlimur í Deep Jimi. Einhver þreyta virðist vera komin í Deep Jimi, enda hafa yfirlýst heimsfrægðaráform ítrek- að runnið út í sandinn. Hljóm- sveitin heldur þó áfram og aug- lýsti eftir bassaleikara í DV í síðustu viku. Engum sögum fer af viðbrögðum, en annar hver bassaleikari í bænum sótti hins- vegar um hjá Helga og kó í SSSól og voru fimmtán kandí- datar reyndir. Næsta skref hjá Sólinni er að taka upp plötu og verður hafist handa í mars. Plá- hnetan er hins vegar með Jakob Magnússonar. Nýi sólskins- ísigtinu... Bubbi og Stefán sem kennsluefni Nemendur við Kennaraháskólann fá að kynnast alveg nýjum hliðum á þessum mönnum. Aðdáendur Bubba Morthens hafa löngum séð í gegnum fingur sér við hann varðandi íslenskukunnáttuna, sérstaklega í textagerð- inni hér áður íyrr. Fram- burðurinn hef- ur ekki síður verið á reiki, frá linmælgi til hvæsihljóða sem fáir aðrir nota dags dag- legá.- Glöggir rnenn hafa þó heyrt töluverða breytingu til batnaðar síð- ustu misseri, enda hefur Bubbi leitað sér faglegrar ráð- gjafar varðandi framburðinn. Nú ber hins vegar svo við að framburður Bubba er orðinn skóla- bókardæmi í íslenskukennslu við Kennaraháskóla Islands. Þar sitja nemendur og hlusta á Bubba syngja á meðan kenn- arinn vekur at- hygli þeirra á framburði og aukahljóðum sem sérstaklega þykja athyglis- verð frá fræði- legu sjónarmiði. En Bubbi er svo sem ekki einn íslenskra popp- ara um þessa forfrömun, því á efnisskrá nem- enda Kennara- háskólans eru líka lög með söngvurum á borð við Stefán Hilmarsson... [ sælkeraboði með forsetanum Fyrir nokkru sýndi sunnu- dagsútgáfa hins sænska Aftonbladet áhuga á að komast í sælkeraboð til forseta Islands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur. Forsetinn varð við ósk blaðsins. Til veislunnar kom svo á mánudagkvöld fyrir rúmri viku. Gísli Thoroddsen, sælkeramatreiðslumeistari for- setans undanfarin átta ár, sá al- farið um veisluna. I hana voru mættir tíu góðvinir forsetans, þeirra á rneðal Sveinn Einars- son leikstjóri og Þóra Krist- jánsdóttir listfræðingur, Stef- án Baldursson Þjóðleikhús- stjóri og Þórunn Sigurðar- dóttir leikstjóri, Kjartan Ragnarsson leikstjóri og Sig- ríður Margrét Guðmunds- dóttir leikhúsfræðingur ásamt fleirum. Alls sátu ellefu manns boðið að forseta Islands með- töldum. Auk þess að birta myndir og uppskriftir að rétt- unum í boðinu kemur árlega út sælkerabók, sem þetta boð forsetans verður meðal efhis í næst. Þess má geta að margir frægir Svíar hafa einmitt komið ffam í bókinni, til að mynda sjálfur kóngurinn, Birgit Nilsson óperusöngkona og Britt Ekland leikkona. Bókin hefur hingað til runnið út eins og heitar lummur. Matseðillinn í sælkeraveislunni var eftirfarandi: Hunangsmaríneraður lax með rifsberjasósu (í benni er m.a. súrmjólk, rifsber ogpúrtvín) Steinbítskinnar með tómatbasilsósu Fyllt lambafúet með humri Lambakótilettur innbakaðar í spínati. Með var borin lerki- sveppasósa, en sveppirnir voru úr Hallormsstað. Skyr í súkkulaðikörfu með bláberjasorbet. Sagnfræði út úr kú ■ f \ í SANNLEIKA SAGT \ . IIMDRIÐI G. ÞORSTEIIXISSOIM •mr f Við höfúm lengi vanist því, að farið sé með sögulegar stað- reyndir eftir geðþótta, og efhi þeirra gjarnan þannig hagað, að það henti viðhorfum eða til- gangi hagsmunahópa í pólitík. Þetta hefur orðið alveg gegnsætt á síðustu áratugum, þegar nýir menn hafa verið fengnir til að skrifa kennslubækur um söguleg efhi. Það hefúr lengi tíðkast að segja börnum ósatt í skólum, enda er kennsla þess eðlis að erfitt verður um svör. öðru máli gegnir, þegar heilaþvegnir fullorðnir einstakling- ar koma fram í fjölmiðlum og snúa sögulegum staðreyndum alveg á hvolf, brosa síðan og hugsa sem svo: Þarna var ég fjandi sleipur. Þeir gleyptu þetta hinir. Atvik af þessu tagi kom fyrir í annars ágætum sjónvarpsþætti, sem Hrafn Gunnlaugsson stjórnaði nýlega, þar sem verið var að bera saman atburðina sem leiddu til valdatöku Hitíers í Þýskalandi og þau atvik í Rússlandi sem hafa valdið mönnum nokkrum áhyggj- um síðustu daga. I nýlegum þing- kosningum þar í landi gerðist há- vær fasisti næsta fylgisríkur og virð- ist hafa meirihluta á þingi ásamt gömlum kommúnistum. Þessi úr- slit þykja einkennileg, en eru það þó ekki séð í sögulegu ljósi. Fasismi og kommúnismi eru miklu skyld- ari hreyfingar en margan grunar, þótt svo hafi farið, að þessar tvær stefnur hafi átt í styrjöld ffá 1941-1945. Báðar þessar hreyfingar krefjast þess að segja fýrir um hvernig þegnarnir eiga að sitja og standa, þegar þær hafa náð völdum. Þær stjórna sem sagt með harðri hendi og láta skjóta það fólk sem andæfir, eða senda það í fangabúðir. Þessa samsvörun var að finna bæði í fas- istaríkjum Evrópu og í Sovétríkj- unum. I Sovétríkjunum var það réttíætt með því að verið væri að ffelsa mannkynið. I Mið-Evrópu hét það að verið væri að stofiia þúsund ára ríki. Þar þótti meðal annars réttlætanlegt að hengja menn á kjötkróka til að þeir dæju ekki of fljótt og fýndu vel til mis- gjörða sinna. Hins vegar bjarmaði hvergi fýrir þúsund ára ríkinu við sjónarrönd. Eins var um hina miklu mannkynsfrelsun, sem best varð lýst með orðum eins Moskvu- foringjans; að betra væri að vera rauður en dauður. Samt gekk aldrei nema lítill hluti þegna í Sovét í Kommúnistaflokkinn. Ástæðurnar fýrir uppgangi Ad- olfs Hitlers í Þýskalandi hafa marg- sinnis verið raktar og eru öllum kunnar. Sigurvegararnir í heims- styrjöldinni fýrri voru eiginlega guðfeður hans. Friðarsamningarnir í Versölum að stríðinu loknu voru svo óbilgjarnir og blóðtakan svo rosaleg, að vart var við því að búast að nokkurt ríki stæðist, sem standa þurffi skil á öðrum eins fjármun- um og Þjóðverjar voru neyddir til að samþykkja. Weimar-lýðveldið hafði ekki þá sterku innviði, að það stæðist þetta álag. Upplausn og óðaverðbólga fylgdi í kjölfarið, auk þess sem kommúnistar gengu hart ffam, einkum um norðanvert Þýskaland, haldnir nýrri trú og nýju ofstæki, sem miðaðist við nið- urrif en ekki uppbyggingu. Inn á vettvang þýskra þjóðmála sigldi annar öfgahópur, þjóðernissósíal- istar, byggður upp á hatri á sigur- vegurunum úr stríðinu. I atvinnu- leysi og óðaverðbólgu var auðvelt fýrir nasista að safna fýlgi, sem dugði þeim í nýja heimsstyrjöld. Nú telja einhverjir ffæðarar á Is- landi, að eins sé komið fýrir Rúss- landi og Þýskalandi á tímum Wei- mar-lýðveldisins. Sökudólgurinn i ófarnaði Weimar-lýðveldisins er „Heilaþvegnir fullorðnir ein- staklingar koma fram í fjölmiðlum og snúa sögulegum staðreyndum al- veg á hvolf brosa síðan og hugsa sem svo: Þarna var ég fjandi sleipur. “ öllum kunnur. Það voru þrír full- trúar sigurvegaranna í stríðinu 1914-T8, sem héldu sig hafa verið að heyja stríð til að enda öll stríð og töldu affarasælast að hafa Þýska- land á hnjánum um ófýrirsjáanlega framtíð. Þeir ætluðu líka að stjórna heiminum í gegnum Þjóðabanda- lagið. En annar kurfur en Hitler, málvinur hans Mussolini, sá fyrir því bandalagi með Abyssiníu-stríði. (Kannski að hugurinn hvarfli til Serbiu?) En íslenskir fræðarar telja sig vel heima í sögulegri þróun. Nú skulu atburðir í kringum valda- mikinn fasista í Moskvu heita end- urtekning á þýska slysinu. Til að koma þessu heim og saman þarf að finna ffambærilegan sökudólg. I hugum ffæðaranna er hann auð- fundinn. Þarna eru Vesturlönd sem sagt komin á kreik að nýju og eru nú að búa tii óðan fasista í sjálffi Moskvu. Auðvitað á ástandið í Rússlandi í dag sína forsögu. Það er deginum ljósara. Landið var undir stjórn Leníns og Stalíns og síðan minni spámanna í ein sjötíu ár. Þegar fólk steig upp úr þeirri öskustó taldi það að ástandið hlyti að batna. Það lenti hins vegar á barmi bylting- ar, eins og Þýskaland á sín- um tíma, og eins og í Þýska- landi eftir fýrra stríð geisar þar óðaverðbólga og atvinnuleysi. Fræðarar á Is- landi virðast álíta að þetta sé Vesturlöndum að kenna. Öll- um má þó vera ljóst, að stjórn- völd sem börð- ust linnulaust við þegna sína í sjötíu ár hafa ekki skilið mik- ið effir. Orsökin fýrir óffemdar- ástandinu í Rússlandi er fyrri stjórnvöld landsins. I raun varð að skjóta leifar þessara fýrri stjórn- valda út úr þinghúsinu í Moskvu til að binda enda á að minnsta kosti þann þátt í harmsögu Rússlands. Einn íslenskur fræðari reis þó upp á sínar fúnu lappir um síðustu ára- mót, og taldi að með skothríðinni hefði þinginu verið sýnt ótrúlegt ofbeldi. Hann varðaði ekkert um, að fúlltrúarnir voru allir komnir þangað fýrir tilstilli kommúnista og án venjulegra kosninga eins og tíðkast í siðuðum löndum. 2B. PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.