Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 39

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 39
I Hverjir voru hvar? Á Frikka og dýrinu um helgina var margt kunnra manna, þar á meðal kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson ásamt sínu liði; leik- aranum Fisher Stevens (fyrr- verandi kærasti Michelle Pfeif- fer), Thor Vilhjálmssyni rithöf- undi og yngri rithöfundunum þeim Einari Kárasyni og Einari Má Guðmundssyni. Þar var einnig Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikkona og Pétur Ottesen, en einhver þóttist skynja heita strauma þeirra á milli. Þarna voru líka vinkonurnar Dóra Wonder og Magga Ragnars. Einhvern tíma um helgina komu einnig við þau Egill Ólafs- son og Tinna Gunnlaugsdóttir, Friðrik Erlingssson og Kommi. var hins vegar glans- bæjarins komið saman að sýna sig og sjá aðra, þar á meðal Jóhannes B. Skúlason útvarpsmarkaðsstjóri, Anna og Ingvar sem eru Islandsmeistarar í samkvæmisdönsum, Ríkharður Daðason fótboltabulla, Davíð Garðarsson í Val, Hjör- leifur í Módel '79, Ólafur Björn og Gummi prinspól- óheildsalar og allir hinir... Þá má óbærilega mikið Módel '79- Ingólfsson. Sólon Islandus er farið að minna nærri því þar var aftur sama Á Kaffi List á laugardagskvöldið voru hjónakornin Daníel Ágúst Haraldsson söngvari og Gabríella Friðriksdóttir, Jökull Tómasson útlitshönn- uður og Matthías Hemstock, fyrrverandi meðlimurTodmobile. Margrét Erla Guðmundsdóttir er ein af þessum ungu sextugu konum sem setja svip sinn á bæjarlífið. Auk þess að vera eigandi verslunarinnar Bangsa í Bankastrætinu hefur hún getið af sér tvo sonu, annan heimsffægan á íslandi og hinn nú með tærnar um það bil sem sá eldri hefur hælana. Margrét hefur löng- um haft skoðun á þeim sem arka upp og niður Laugaveginn - sérstaklega ungu mönnum sent leið eiga hjá — og lætur hana óspart í ljós. Eftir nokk- urt tiltal fékkst hún til að segja okkur sínar innstu hugrenningar; upplýsa okkur um tíu kynþokkafyllstu karlmennin á íslandi að sínum dómi. Hún tók það skýrt ffam að sér fyndist karlmenn undir 24 ára aldri ekki orðnir karlmenn. Þeir væru enn bara drengir. Friðrik Erlingsson Hann er í senn falleg- urog fágaður. Jón Ársæll Sigurðsson fréttamaður Karlmannlegur og með stórt sex... Egill og Hinrik Ólafssynir, leikarar og söngvarar Ég get ekki gert upp á milli sona minna, þessara engla sem ég elska. Atli Eðvaldsson íþróttamaður Er góður, svo kann hann að dansa drengurinn. Mjúkur. Þorfinnur Ómarsson sjónvarpsmaður Þægilegur sjónvarps- maður sem hefur sjarma. Pétur Þ. Maack tengdasonur Ábyggilegur og kátur. Það þarf fleiri eintök af þessari manngerð. Róbert Jónsson frændi, vinnur í Bónus Sætur. Gæti verið staðgengill leikar- ans Jeffs Bridges. Margrét í Bangsa velur ungu sexí mennina Til íþróttafréttaritara i 0 PIÐ BRÉF DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSOIXI Ágætu íþróttafr éttaritarar. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvar maður læri til íþrótta- fféttaritara. Upphaflega hélt ég að íþróttafféttaritarar væru íþrótta- menn sem væru ekki nógu góðir til að ná árangri í íþrótt sinni; en samt of miklir íþróttamenn til að hafa vit á neinu öðru en íþróttum og þess vegna væri starf íþróttaffétta- ritara búið til handa þeim, því f sjálfu sér eru íþróttir aðeins fyrir augað en ekki eyrað. Þó er það óneitanlega dálítið leiðigjarnt að horfa á knattspyrnu í sjónvarpi, alltjent innlenda knattspyrnu, og hafa ekkert annað í eyrunum en vindgnauð í hljóðnema uppi á Akranesi og stöku „dúnk“ þegar einhver sparkar í boltann. Það er þarna sem þið komið til skjalanna. Um daginn ætlaði ég að horfa á ensku knattspyrnuna í Sjónvarp- inu. Þá hittist þannig á að enginn Ieikur var og í staðinn var rakinn gangur ensku bikarkeppninnar í ár. Hvílík veisla fyrir augu og eyru! Iþróttafréttaritarinn hóf mál sitt á orðunum: „Það má ganga út ffá því sem vísu að í bikarkeppninni verði einhver óvænt úrslit, en hvar og hvenær þau verða er annað mál.“ Þetta er ein af þessum setn- ingum sem doka við í skynseminni til þess að ögra henni. Einhvern- tíma hefði ég kallað það að upp- götva hið augljósa að fræða fólk um að ekki sé hægt að sjá fyrir hið óvænta. En samt vaknar sú spurn- ing hvort hægt sé að tala um óvænt úrslit í bikarkeppninni, ef hægt er að ganga út ffá því sem vísu að þau verði einhverstaðar. Sem ég sat þarna og braut heil- ann um eðli hins óvænta bætti íþróttafféttaritarinn við nokkru sem fékk rökhugsun mína til að staldra við: „Chris Waddle skoraði þama óvænt mark, en hann er svo- sem vanur að skora óvænt mörk.“ Hve lengi getur sami maðurinn skorað mark á mark ofan öllum að óvömm? Svo klykkti hann út með orðun- um: „Nú eru ekki nema tíu mínút- ur til leiksloka og Liverpool er tveim mörkum undir. Það bendir allt til þess að hér verði óvænt úr- slit.“ Eitt augnablik lét ég glepjast og fór að búast við að Liverpool myndi skora þrjú þessum tíu mínútum, en Liverpool tapaði tveggja marka mun. fannst mér ekkert óvænt við að lið sem er tveimur mörkum undir þegar tíu mínútur eru eftir tapi, en svo rann upp fyrir mér ljós Það verður að skyggnas undir yfirborðið. Fótbolti útskýrir sig Tvö lið keppast um bolta í sitthvort markið, um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Auðvitað er íþróttafhéttaritar- inn ekki að tala um fótbolta, heldur er fótboltinn að- eins myndskreyting við speki íþróttafféttaritar- ans. Og hve viðeigandi er ekki einmitt sú myndskreyting? „Heil- brigð sál í hraustum líkama.“ Það er verið að hæðast að hinu mann- lega hlutskipti. Niður- staða íþróttafféttaritarans er sú að hið óvænta er ekki utanaðkomandi, það býr innrá með okkur hverju og einu. „Þetta var óvænt, þá er ég til.“ Hve berskjaldað- ur er maðurinn ekki gagn- vart forlögunum? Rann- sóknir sýna að hænur eru alltaf jafnhissa á sólarupp- rásinni, þær geta ekki vanist henni. Hvers vegna kemur fyrsta hálka vetrarins íslenskum bifreiða- eigendum ævinlega í opna skjöldu? Hvað er maðurinn annað en hús- dýr sem hylur máttleysi skynsemi sinnar gagnvart umhverfinu í merkingarlausu ffæðiorðagjálfri? Þetta er hreinn taoismi. „Aftur til einfeldninnar." Ég sé það núna að þið eruð lífskúnstner- ar og heimspekingar í ætt við Descartes og Lao Tse. Þið notið aðferðafræði þess fyrr- nefnda til að boða lífsskiln- ing þess síðarnefnda. Tilgangur minn með þessum bréfstúfi er að þakka ykkur, ágætu íþróttafhéttaritarar, fyrir ykkar göf- uga og óeigingjarna starf við að boða íslenskum íþróttaáhuga- mönnum hina óbrengluðu sýn, hina hreinu speki. Hverjir þarfhast hennar meir en einmitt þeir? Með innilegu þakklæti, Davíö Þór Jónsson hefverið því jyrir mér hvar mað- r lœri til íþrótta- frétta- r FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994 PRESSAN 19B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.