Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 4
Löggan fer í stórborgarleik og gómar „vopnasala" í Reykjavík með aðstoð tálbeitu Lögreglan hafði ónýta táragasbyssu upp úr krafsinu YFIRHEYRSLA „Skammast mín ekki fyrir að hafa verið á móti bjórnum“ Egill Jónsson var einn þeirra sem greiddu atkvæði gegn frjálsri sölu á áfengu öli fyrir fimm árum. Þegar málið kom til endanlegrar afgreiðslu í efri deild var frumvarpið samþykkt með þrettán atkvæðum gegn átta. Nei sögðu Egill Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Jón Helgason, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alexandersson, Svavar Gests- son, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Karl Steinar Guðnason. „Raupandinnu hringdi margoft til að fá keypta byssu. Öllum reglum var fylgt, segir Friðrik Gunnarsson sem stjórnaði aðgerðum. „Seldi honum gamla ónýta byssu sem vinur minn átti til að losna við hann. Lög- reglan kom sölunni af stað,“ segir „vopnasalinn“. Efa- semdir um réttmæti aðgerða lögreglunnar. Tveir ungir menn voru hand- teknir sl. föstudag vegna „vopnasölu" í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan viðurkenn- ir að hafa „vakið söluna“, þ.e. haít um það forgöngu, með aðstoð tál- beitu, að falast effir skotvopnum til kaups við annan mannanna. Sá sem handtekinn var þegar hann var að koma byssunni í hendur kaup- anda segir að hann hafi aldrei ætlað að selja nein skotvopn, enda ekki haft nein slík undir höndum. Þegar „kaupandinn" hafi verið búinn að hringja margsinnis í hann í viku- tíma hafi hann hins vegar munað eftir að vinur hans átti gamla tára- gasbyssu og boðið manninum hana til kaups. Byssan hafi verið óvirk og aldrei verið notuð. „Kaup- andinn“ hafi hins vegar verið að falast eftir „stórri“ handbyssu, Magnum. Friðrik G. Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn rann- sóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, sem bar ábyrgð á að- gerðinni, segir hins vegar að að- gerðin hafi farið í vaskinn þar sem fjölmiðlar hafi komist í málið. Þeir hafi hafið aðgerðir vegna rökstudds gruns um að viðkomandi hafi haft ólögleg vopn undir höndum. „Það var a.m.k. talin ástæða til að kanna málið,“ sagði Friðrik í samtali við PRESSUNA. Lögfræðingar sem PRESSAN ræddi við lýstu hins veg- ar miklum efasemdum um lög- mæti aðgerða lögreglunnar. Það hefðu a.m.k. þurff að vera sterkar grunsemdir um að viðkomandi hefði áður selt vopn eðá ætlað að selja vopn. Eins mætti spyrja hvort ekki hefði verið hægt að beita öðr- um aðferðum, eins og húsleit, ef grunur hefi verið um ólöglega vopnaeign, í stað þess að kalla ffam vopnasölu. Það væri mjög alvarleg- ur hlutur ef lögreglan beitti slíkum aðferðum án nægilegs tilefnis. Tálbeitan þóttist vera sel- veiðimaður „Hann hringdi í mig þessi mað- ur, heim til kærustunnar minnar, sagði að hann væri selveiðimaður og hefði heyrt að ég seldi vopn. Ég sagðist ekki vita hvað hann væri að tala um, en hann var mjög ýtinn. Hann hringdi síðan nokkrum sinnum í mig, sagðist skilja að það væri erfitt fýrir mig að ræða þetta í gegnum síma og vildi að við hitt- umst. Hann kom hingað einu sinni og þá hafði ég munað eftir þessari byssu sem vinur minn átti og bauð honum hana, til að losna við hann. Ég fékk svo byssuna hjá vini mín- um, en þetta er púðurskotabyssa ætluð til að skjóta táragasi held ég. Við mæltum okkur mót í Tryggva- götu og þegar ég var sestur inn í bíl til hans kom óeinkennisklæddur lögreglumaður aðvífandi og hand- tók mig. Annar kom að strax á bif- reið og ég var færður niður á stöð í yfirheyrslu. Ég var þar mjög stutt, enda áttuðu þeir sig á því að byssan var ónothæf. Ég hef ekki hugmynd um af hverju þessi maður hafði samband við mig og kannaðist ekki við hann. Við höfum verið að djóka um það hvort ég hafi verið dreginn út úr þjóðskránni,“ segir annar „vopnasalanna" í samtali við PRESSUNA. Segir hann að „kaup- andinn“ hafi talað bjagaða íslensku og slegið um sig með ensku, þannig að hann hafi álitið manninn út- lending. Hann hafi viljað fá keypta stóra handbyssu, Magnum eða eitt- hvað álíka. Það hafi fýrirfram aldrei hvarflað að sér að selja einum eða neinum skotvopn, enda hafi hann lítið vit eða áhuga á slíku. Það kunni að vera að annar hvor þeirra hafi einhvern tíma fært tilvist byss- unnar í tal og það hafi svo breytt mýflugu í úlfalda. Salan hefði aldrei farið fram nema fyrir hvatningu þessa manns, sem síðan hafi komið í ljós að var á snærum lögreglunn- ar. Þeir hafi ekki fengið skýr svör um hvort hann væri sjálfur í lög- reglunni, en hann hafi staðið álengdar þegar handtakan fór fram og ekki verið færður til yfirheyrslu. Félagi mannsins segir að hann hafi átt þessa byssu í allnokkurn tíma. Hún hafi legið undir sófa hjá honum, enda hafi hann aldrei get- „Tálbeitan" vildi Magnum-byssu, en fékk ónýta táragasbyssu með púðurskotum. að notað hana. Hann hafi þess vegna verið tilbúinn að láta hana frá sér ef maðurinn vildi kaupa gripinn. „Lögreglan kom hingað til mín, þeir litu aðeins í kringum sig og fóru með mig til yfirheyrslu. Það var eitthvert tal um kæru fýrir ólöglega sölu skotvopna, en ég hef ekki séð neina kæru pg vona bara að menn gleymi þessu. En það er alveg á hreinu að það hefði aldrei komið til þessa ef ekki hefði verið þessi áhugi hjá manninum. Lög- reglan kallaði fram söluna,“ segir félaginn. Ástæða til að kanna málið „Það má segja að við hefðum rökstuddan grun um að það væri meira að finna en kom svo í ljós. Það hefur reynt á það fýrir dóm- stólum að það er ekki ólöglegt að vekja upp sölu á ólöglegum efnum, hvort sem um er að ræða fíkniefni eða skotvopn. I þessu tilfelli tel ég alveg öruggt að öllum reglum hafi verið fýlgt,“ sagði Friðrik G. Gunn- arsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík, í samtali við PRESS- UNA. Friðrik segist hafa gefið „sín- um drengjum“ leyfi til aðgerðar- innar, en Arnþór Ingólfsson, yfir- maður Friðriks, segist ekkert hafa heyrt um málið, enda hafi hann verið í ffíi síðustu daga. Sama sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri, hann hefði aðeins heyrt á þetta minnst hjá Guðmundi Guðjóns- syni yfirlögregluþjóni í ffamhjá- hlaupi. Hann gæti því ekki gefið álit sitt á lögmæti aðgerðarinnar eða öðru henni viðkomandi. Benti hann á Guðmund, sem vissi allt um málið. Guðmundur vildi hins vegar ekki tjá sig um málið, sagðist ekki vera nægilega kunnugur því. Sama sagði Gylfi Jónsson lögreglu- fulltrúi, en hann er undirmaður Friðriks. „Málið hefur ekki komið inn á mitt borð,“ var það eina sem hann vildi segja. Friðrik Gunnarsson sagði að lög- reglan kæmist yfirleitt ekki inn í svona mál nema þegar verið væri að bjóða eitthvað til sölu, og í flest- um tilfellum hefðu þeir, sem verið væri að bjóða, samband við lög- regluna. Lögreglan reyndi yfirleitt eldd að kaupa hin ólöglegu efúi sjálf, heldur fýlgdist með sölunni og svo væri gripið inn í með hand- töku. Það værj með öðrum orðum notast við tálbeitu. Hann vildi þó ekki tilgreina nákvæmlega hvort um rökstuddan grun um ætlaða sölu skotvopna væri að ræða í þessu tilfelli, „en það var a.m.k. tal- in ástæða til að kanna málið". I þessu tilfelli var sá sem vakti söluna ekki lögreglumaður. Friðrik þóttist þess fúllviss að aðgerðin væri lögleg og vísaði til dómsmála sem hann taldi hliðstæð. Hann sagði að „að- gerðin hafi farið í vaskinn“ vegna þess að málið komst í fjölmiðla. AðspUrður hvort það þýddi að þeir hefðu verið að fiska effir einhverju meira og stærra sagði hann að það væri rökrétt að álykta sem svo. „Það er a.m.k. ljóst að það var ekki hægt að halda málinu áffam eftir að þetta komst í fjölmiðla. Hins vegar kemur fýrir að menn þykist hafa meira að bjóða en raun ber vitni,“ sagði Friðrik að lokum. Páll H. Hannesson Hefur þú drukkið bjór eftir að þú vildir banna hann fýrir fimm árum? „Ja, ég drekk nú ekki mikið af bjór.“ Finnst þér hann góður? „Jájá, mér finnst hann góður. En þó að mér þyki gott að smakka vín þá drekk ég nú ekki mikinn bjór.“ Nú varst þú á móti lögleiðingu bjórsins. Ertu enn sama sinnis? „Nei, nei. Ég fór þar mikið að ráðum einstakrar sómakonu í Austur-Skaffafellssýslu, Sigurlaug- ar Ámadóttur í Hraunkoti, og skammast mín ekki fýrir.“ Hver voru helstu rök þín, eða ykkar, gegn bjómum? „Ég átti við hana samtal í síma og það er eitt málefnalegasta og trúverðugasta samtal sem ég man eftir og er þá mikið sagt. Það vom fýrst og fremst orð þessarar mætu konu og skoðanir sem réðu úrslit- um.“ Ef nú kæmi fram frumvarp á Alþingj sem ætti að banna sölu á áfengum bjór. Mundir þú þá styðja slíkt frumvarp? „Ég mundi greiða atkvæði á móti því.“ Telur þú bjórinn vera þann skaðvald sem þú taldir hann vera fyrir fimm árum? „Nei.“ EGILL JÓNSSON. „Þó að mér þyki gott að smakka vín þá drekk ég nú ekki mikinn bjór.“ Um skiptingu þjóð- arkökunnar? „Alþjóð biður almættið um að taka þessa ríkisstjórn úr önd- unarvélinni sem fyrst. Þessir blessuðu stuttbuxnadrengir, sem aldrei hafa unnið við at- vinnuvegi þjóðarinnar, geta ekki skipt þjóðarkökunni rétt- látlega á krepputímum. Þegar þeir eru komnir á vonarvöl eins og nú fara þeir til útlanda og hafa konur sínar með, sem ég tel nú bara sjálfsagt, því ekki væri gott ef þeir kæmu heim með pestir eins og kom fyrir með Karakúlkynbótahrút- ana sem áttu að kynbæta fjár- stofninn hér á landi, sem var í stórhættu vegna skyldleika. Það er ekki gott að þeir séu einir á hótelherbergjum, mér finnst það bara ekki. Það er ágætt að koma Karakúlhrútun- um þarna við, því þeir fara þá ekkert að taka framhjá. Það er mikið öryggi að hafa konurnar með." 4 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.