Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 12
Ótrúlegir gjörningar Úlfars Nathanaelssonar með dráttarskipið Hvanneyri
Fékk peninga ffyrir úreld-
ingu um
leið og
hann hirti
skipið
KENNEDY SKIPASALI og bróðir hans í Southampton í september síðastliðnum. Myndin var tekin þegar þeir voru um
borð í Hvanneyri. Þess má geta að Kennedy er af júgóslavneskum ættum.
Isíðustu viku var sagt frá heldur
ótrúlegum þjóínaði á heilu
skipi sem var í vörslu sýslu-
mannsins á Siglufirði en var siglt
ólöglega úr landi og selt í tvígang í
útlöndum án þess að veðhafar hér
á Islandi gætu leitað réttar síns.
Margt hefur skýrst í ffásögn af
viðskiptunum á þessari viku þótt
ekki sé annað vitað en rannsókn
RLR liggi ennþá niðri vegna lang-
varandi veikinda starfsmanns.
Eins og áður hefur komið fram
var ms. Hvanneyri (áður vitaskipið
Árvakur) selt úr landi þrátt fýrir að
uppboðsgreiðandinn Sigríður ída
Úlfarsdóttir, dóttir Úlfars Nat-
hanaelssonar, kaupsýslumanns á
Arnarnesi, hafi ekki haft afsal fýrir
skipinu vegna vanefhda við að
greiða uppboðsfjárhæðina, 8,2
milljónir króna.
Hæstbjóðandi var staddur á
Indiandi
Hvanneyrin var seld á uppboði
1. júlí í fýrra og var hæstbjóðandi
áðumefnd Sigríður, sem er giff og
búsett á Indlandi eftir þvi sem
heimildir PRESSUNNAR herma.
Hún var því í annarri og fjarlægri
heimsálfu þegar Jóhannes Hall-
dórsson, fýrverandi ffamkvæmda-
stjóri Innheimtu og ráðgjafar, bauð
í skipið á Siglufirði í hennar nafni.
Endanlegar greiðslur fýrir skipið
áttu að eiga sér stað í september
síðastliðnum en stóðust ekki. Ein-
hver dráttur varð á riftun samn-
ingsins, bæði vegna þess að næst-
hæstbjóðandi var ekki metinn
nógu trúverðugur og eins vegna
þess að Úlfar, sem svaraði fyrir við-
skiptin, sagðist vera að bíða eftir
greiðslu tryggingar erlendis ffá.
Fyrirtækið Ozz hf. er í eigu
bræðra Sigríðar Idu, þeirra Erlings
Péturs Úlfarssonar, sem jafnframt
er prókúmhafi Ozz hf., og Þor-
steins Erlings Úlfarssonar, sem
skráður er til heimilis í Bandaríkj-
unum, ásamt móður þeirra, Ásdísi
Erlingsdóttur. Á vegum Ozz var
ráðin áhöfn á Hvanneyri 18. júní
síðastliðinn. Var verkeíni áhafhar-
innar að draga út tvö úreldingar-
skip; bv. Stapavík og bv. Sólbak ffá
Ákureyri. Voru þau dregin ffá
Keflavík til Belfast og var siglt ffá
Keflavík 7. júlí. Áður hafði Hvann-
eyrin farið tvær ferðir norður í land
tÚ að sækja umrædd skip. Til Bel-
fast komu skipin 15. júlí.
Frá Belfast fór Hvanneyrin 16.
júlí áleiðis til Dublin með viðkomu
á Clogher Head, sem er lítill fiski-
mannabær á austurströnd Irlands.
Var það samkvæmt beiðni Kenne-
dys nokkurs. Þar kom hann um
borð og hafði stuttan stans að sögn
áhafnarmeðlima. Síðan var siglt
áleiðis til Dublin, en þangað kom
skipið 20. júlí.
Tveimur dögum seinna var
fimm manna áhöfn skipsins af-
skráð og kom heim undir miðnætti
samdægurs.
Um mánaðamótin ágúst/sept-
ember var Hvanneyrinni síðan siglt
frá Dublin til Southampton og var
þá komin ný áhöfn, sem saman-
stóð af fimm Irum og íslenskum
skipstjóra. 2. september var skipið
bundið við bryggju í Southamp-
ton, þar sem það hefúr verið kyrr-
sett að beiðni sýslumannsins á
Siglufirði. Það gerðist þó ekki fýrr
en skipið hafði verið umskráð og
sett á nafn nýs eiganda, herra
Kennedys, sem titlar sig skipasala
og er búsettur skammt utan Lond-
on.
Við komu skipsins til Sout-
hampton var Kennedy mættur
„ásamt ffíðu föruneyti“ eins og
heimildamaður orðaði það. Sagðist
hann taka við skipinu og sjá um
gæslu þess að fýrirmælum „Mr.
Úlfarssonar". Átti hann við Erling
Pétur. Áhöfnin yfirgaf þá skipið.
Við brottför skipsins frá Dublin
31. ágúst áleit umboðsmaður
skipsins í Dublin, Mr. O’Kelly hjá
Dublin Maritime Ltd., að Kennedy
væri þá þegar orðinn eigandi skips-
ins, enda hafði hann sett tryggingu
fyrir áföllnum kostnaði vegna veru
skipsins í Dublin frá því 20. júlí.
ÚLFAR NATHANAELSSON. Fjölskyldufyrirtækið virðist hafa hagn-
ast bærilega á að láta Hvanneyri sigla burt úr klóm sýslumannsins
á Siglufirði.
Voru þær tryggingar meðal annars
fýrir launagreiðslum írsku áhafhar-
innar, samtals 7.300 írsk pund eða
730.000 íslenskar krónur.
I bréfi ffá enska lögffæðingnum
Mike Dance hjá lögffæðiskrifstof-
unni „Fox 8c Gibbons Williamson
Horrocks" í London kemur ffam
að Kennedy hafi tjáð lögffæðingn-
um að hann hafi aldrei gengið al-
mennilega úr skugga um að skipið
væri laust úr veðböndum á íslandi
og réttur eigandi væri að selja það
þegar kaupin fóru ffam. Hafi hann
fýrst og ffemst treyst á upplýsingar
frá Sigríði Úlfarsdóttur, eða þó
fremur einhverjum af aðstandend-
um hennar. Kennedy seldi síðan
skipið Mr. Haywood og virðist sú
sala hafa farið ffam sama dag og
Kennedy keypti skipið, eða svo
segja dagsemingar á sölusamn-
ingnum.
Fjölskyldan í Mávanesinu í
góðum hagnaði
En allt var þetta fýrirhafharinnar
virði fýrir Ozz-fýrirtækið og fjöl-
skylduna í Mávanesi. Fyrir dráttinn
á úreldingarskipunum tveimur
fékk Ozz hf. 2,7 milljónir króna.
Fyrir járnið í skipunum, u.þ.b.
1.700 tonn, fékk Ozz hf. 17.000
pund eða 1,8 milljónr króna. Sam-
tals gerir það 4,5 milljónir króna.
Þess má geta að óljóst er hvert
greiðslurnar bárust því margir
þóttust sjá þess merki að þær hefðu
aldrei verið lagðar inn í bókhald
Ozz.
Þrátt fýrir ítrekaðar tilraunir hef-
ur blaðamanni ekki tekist að hafa
upp á Kennedy sjálfum, en í ffá-
sögnum annarra kemur ffam að
Kennedy telji sig hafa greitt um-
samið verð fýrir skipið til Sigríðar
ídu að upphæð 16 milljónir króna.
Jafnframt fullyrðir brotajárnskaup-
andinn Robert Martin i Belfast, en
hann kom um borð í Hvanneyri í
Dublin 30. ágúst, að hann sé ekki í
neinum vanskilum við „Mr. Úlf-
arsson“. Þar byggir blaðamaður á
ffásögnum annarra en Martins
sjálfs.
Af öllu þessu virðist sem fýrir-
tækið Ozz hafi fengið greiðslur er-
lendis að upphæð um það bil 17,8
milljónir íslenskra króna, auk 2,7
milljóna fýrir dráttinn á skipunum
tveimur eða samtals 20,5 milljónir
króna.
Hafa ekki borgað neinum
neitt
Þrátt fýrir þennan hagnað virðist
fjölskyldufyrirtækið ekki hafa greitt
neinum neitt. Engar kaupgreiðslur
hafa verið inntar af hendi til áhafn-
arinnar á Hvanneyri fýrir utan
170.000 krónur, sem greiddar voru
við komu skipsins til Belfast 15. júlí
síðastliðinn. Vanskil til áhafnar í
dag, samkvæmt upplýsingum
áhafnarmeðlima, eru 1,3 milljónir
króna. Að vísu afhenti Úlfar einum
þeirra ávísun upp á nokkur hundr-
uð þúsund, sem Erlingur Pétur
hafði kvittað fýrir sem prókúru-
hafi, en hún var innstæðulaus.
Reyndar hefúr blaðamaður
heimildir fýrir því að einn áhafnar-
meðlimur hafi fengið greitt eftir að
hafa dvalið um skeið á tröppunum
fyrir ffaman húsið í Mávanesi.
I síðustu viku var getið um hugs-
anlega hlutdeild Jósafats Am-
grímssonar, öðru nafni Joes
Grimson, í þessu öllu. Ekki hafa
fengist nákvæmari upplýsingar um :
hvernig því var varið, en heimildir j
eru fýrir því að í september síðast-
liðnum hafi Úlfar skrifað undir ;
sölusamning (Bill of Sale) sem j
Kennedy ætlaði að slá út á lán hjá
fjármögnunarfýrirtæki í London
upp á 400.000 pund eða 42,8 millj-
ónir króna. Ólíklegt er að það hafi
gengið effir.
Veðkröfuhafar á Islandi, sem
hafa fýlgst með þessum gjöming-
um úr fjarlægð, eru vantrúaðir á að :
nokkuð gangi að fá skipið aftur.
Sumir þeirra hafa þó fallist á að :
greiða í sjóð um eina milljón j
króna, sem nota á við tilraunir til
að endurheimta skipið. Um leið
hugsa þeir sýslumannsembættinu á
Siglufirði þegjandi þörfina fýrir að
hafa hleypt þessari atburðarás af
stað.
Sigurður Már Jónsson
Á Siglufirði voru þrír sýslumenn síðasta árið þannig að ekki var nema vun au ein smp sigiui a mnn
þeirra. Frá vinstri Erlingur Óskarsson, sem settur var af, í miðjunni er Halldór Þ. Jónsson, sem hljóp
í skarðið, og til hægri Guðgeir Eyjólfsson, sem tók við.
12 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994