Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 17

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 17
Fyrir hönd vandamanna álkunn- ingi minn rir 7 John and- aðist síðastliðið vor. Ég heyrði það út- undan mér í borg- inni sem hefur varla tíma til að melta dánarfregnir og jarðarfarir. Menn deyja ekki í New York — þeir hverfa... — „Dá- inn, horfinn, harmaífegn...“ Mér vitanlega hafa aðrir ekki orð- ið til að minnast Johns á prenti og reyni ég því að gera þar bragarbót á. Við John hittumst fyrst haustið 1986 í gamla biðsalnum í Grand Central, sem nú er löngu búið að ryðja. Það var lif- andi samkomustað- ur svona nokkuð groddalegra ele- menta í þjóðfélag- inu. Meiningin var víst að á þessum belckjum skyldu löghlýðnir og hrekklausir borgar- ar hvílast meðan beðið væri lestar- ferðar heim í faðm ástríkrar ijölskyldu. En þar eð element- in höfðu um þessar mundir svo að segja hertekið staðinn var ég sjálfur eiginlega Jirekklausasti mað- urinn í sjón sem þama leitaði sér at- hvarfs. Vín var haít um hönd ósleitilega af skeggjuðum hávað- aseggjum og illa útleiknar konur viðhöfðu hið hroðalegasta orð- bragð. Hið eina sem hélt einhvers konar aga yfir samkundunni var lögregluþjónninn blessaður í sinni háttbundnu eftirlitsferð, sver með kylfu reidda fyrir aftan bak og með valdsmannslegt prússneskt yfir- skeggið, skimandi yfir sviðið. (Nei, mig er ekki að dreyma Chaplin- mynd.) Þar hékk John einn eftirmiðdag- inn ásamt fleiri skötuselum, jap- landi tyggigúmmí og glottandi ffaman í tilveruna, fölur, kinn- fiskasoginn og síðhærður. Á næsta bekk var gamall róni að skora á feita blökkukonu að eyða með sér ástamóttu; „Aiice“, drafaði hann, „það er hálfhrunið leikhús sem ég veit um... yfirgefið... ég veit hvernig á að komast þar inn... k..komdu þangað með mér í kvöld...“ Alice virtist hin jákvæðasta en svo hurfu þau bæði úr lífi mínu því John sessunautur minn var kom- inn í diskússjón um Ronald Reag- „Hann var stríðshetja frá Víet- nam og hajði bara nokkrum mánuðum fyrr verið leystur úr tólfára fangavist. Og nú var hann á strœtinu. “ „Sjáðu, ég er ffá Kaliforníu og við emm vön Reagan þar.“ Athyglisvert. Ég hafði ekki heyrt þennan punkt fyrr. Svo tókum við tal saman. Hann var stríðshetja ffá Víetnam og hafði bara nokkmm mánuðum fyrr ver- ið leystur úr tólf ára fangavist. Og nú var hann á strætinu: „Ef- mér hefði verið sagt að ég ætti einhvern tíma eftir að vera „homeless“ þá hefði ég hlegið. Og sjáðu mig núna.“ Hann sagði þetta annars bara vera tímabundið ástand og hann myndi lyfta sér upp úr þessari ves- öld í náinni ffamtíð. I náinni ffamtíð rakst ég á hann við og við í nágrenni Musterisins — Grand Central. Glaðbeittur sagði hann hagi sína óbreytta, þótt það stæði allt til bóta þegar her- mannaeftirlaunin fæm að streyma inn. „Og þú sjálfúr," bætti hann við, „býrðu ennþá í Harlem?“ — „Þetta er kriminalt,“ sagði hann við kunningja sinn, „þessi náungi veit ekkert um New York og pantar sér ferð á einhverri stúdentaferðaskrif- stofu á Islandi og hvert senda þeir hann? Til Harlem! Líttu á hann! Til Harlem!!!“ Svo hristi hann höfuðið og hélt sína leið, sem alltaf virtist vera hringsól um miðborgina. Hann var stundum í fýlgd hjól- beinóttrar táningsstúlku sem vakið hafði áhuga minn, April að nafúi. Þau virtust stakar geðprýðismann- eskjur af homeless-liði að vera og áttu skap saman í göturápinu. Svo upplitsdjörf og kjarkmikil og þó feig bæði tvö, stelpan bráðfeig, hið litla lífsreynda andlit leitaði lengi á mig — minning um ástarsorg sem dauðinn fullkomnaði. En John átti enn líf fyrir hönd- um. Sumarið eftir hafði hann komist til metorða meðal ræsis- manna. Einn úrhellisrigningardag stóð ég við járnhlið undirheima- lestanna í Grand Central gagnvart John sem sat á móti mér með blá- leitan plaststauk og safnaði ffam- lögum til stéttar sinnar; „Help the homeless!“ Við vorum náttúrlega umkringdir maurum lestarkerfis- ins sem misjafnlega votir streymdu ffamhjá okkur út og inn, í rakri kös iðandi viðskotaillra skordýra. „First two don’t work,“ kallaði John lýðnum til leiðbeiningar, því tvö fyrstu Uiðin voru einmitt lok- uð. Én næstum engir fóru að ráð- um „umrenningsins" og gengu ffekar á blýfast jámið en taka mark á „homeless bum“. „Ég er að reyna að segja því til,“ sagði John og brosti, „en það trúir mér bara enginn — Mam, first two don’t work — A ha, sagði ég ekki, first two don’t work!“ Dagurinn leið hratt í þessari daunillu grafhvelfingu meðan vér brosmildir utangarðsmenn kölluð- umst á í gegnum æsinginn. „Heyrðu," sagði John, „ég var að skoða Iceland í Atlasinum um daginn, ómöguleg nöfú á þessum stöðum maður, ég gat ekki borið neitt af þessu ffam!“ Áður en við slúttuðum lagði ég mitt af mörkum til söfnunarinnar „„Brauð handa hungmðum heimi í New York — Help the Home- less“, og stakk seðli í staukinn hjá John. „Áttu engan Benjamin Franl- in,“ spurði hann eins og hann tryði á kraftaverk. í næsta sinn er fundum okkar Johns bar saman sótti ég illa að honum. Hann reyndi þó að vera alúðlegur, það vantaði ekki, en hann þurfti greini- lega á allri sinni karlmennsku að halda til að kreista ffam brosið góða. Hann var í miðju kvalakasti á tröppunum í Union S q u a r e - stöðinni, stóð þar eins og þvara og engdist og skalf. „Þetta kemur ýfir mig stund- urn,“ harkaði hann af sér að segja. „Þetta er út ffá sprengjúflís... úr stríðinu... það stífúár upp á mér önnur hliðín... þetta líður hjá...“ Ég fór náttúrlega mína leið, enda ekki læknir, og þó fara læknar í New York líka sína leið ef þeir eru ekki í vinnunni, og John kvaddi mig með þessari grettu sem eftir var af brosinu hans. Svo liðu nokkur ár. Þá bar það við einn steikjandi ág- ústdag árið 1990 er ég naut sumardýrðar Central Park, að gugginn maður kastaði á mig kveðju þar sem hann sat í forsælunni við 6th Av- enue. Greinilega brotinn á lík- ama og sál, en ég þekkti hann aftur; Meistari John. Glottið var að minnsta kosti á sínum stað. Við spurðum almæltra tíðinda og í ljós kom að hag- ur hvorugs hafði vænkast síðan síðast. Hann svaf und- ir berum himni yfir sumar- mánuðina, á bekk handan við eitthvert sendiráð, þar sem lögga var á vakt allan sólarhringinn. „Ég sef betur ef ég veit af honum þarna," sagði hann, „maður tekur enga áhættu lengur." Svona smáborgaralegur var hann þá orðinn í tali stríðsgarpurinn sjalfur, hugsaði ég, kominn með götuglæpi á heilann. Talið barst svo að nokkr- um crack-sjúkum sameigin- legum kunningjum okkar og John staðfesti það sem útlit hans bar reyndar greinilegt vitni: „Sjáðu, það voru allir í kringum mig meira og minna útreyktir í þessu, svo mig fór náttúru- lega að langa sjálfan, þó ég KRISTIIMIXI JOIM GUÐMUIMDSSOIM vissi auðvitað hvers konar paranój- uð viðrini þetta gerir úr fólki.“ Svo kom spurningin brennandi sem ég hafði fýrir löngu ákveðið að leggja fýrir John, ef ég hitti hann einhvern tíma affur; hvað vissi hann um dauða April litlu. „Það var slys,“ sagði hann blátt áffam. „Hún ætlaði ekki að drepa sig, hún vissi bara ekki að það var skot eftir í byssunni." Þá vissi ég það. Huggun harmi gegn... eðahvað? John var ekki sami borubratti náunginn og fýrr, bað mig bara um nokkra græna að skilnaði og setti ekki fýrir sig þótt þeir væru langt ffá því að vera Benjamín Franklín. Nei, hann var hæstánægður með sína þrjá George Washington, næstum því auðmjúkur og flaggaði brosi lifandi beinagrindar. Og þá er komið að lokakapítula hetjunnar. Svo fór að fjárhagur Johns vænkaðist allra síðustu árin, þegar amerísk yfirvöld skyndilega áttuðu sig á því að þau skulduðu manninum stórfé í eftirlaunum og stríðsskaðabótum. Sjeffinn fékk nú rausnarlegan tékka aðra hverja viku og bjó í íbúð í einhverju risa- prójecti í Austur-Harlem. En hugurinn leitar föðurhúsa til og John, kallinn, saknaði síns gamla umhverfis. Hann sótti í strætið, til gömlu alkóhólistanna, krimmanna og gleðikvennanna, lögganna, bissnessmannanna, sendlanna... allra. Næstum því á hveijum degi gerði hann sér ferð niður í bæ — heim í strætið. Það mátti hitta hann við IBM eða síma- húsið í miðborginni og heyra hann rekja síðustu ævintýrin. Hann defldi íbúðinni með tveimur blökkustúlkum, „báðar snarbilaðir crack-hausar“, sagði hann, sem stálu oft ffá honum lauslegum hús- munum þegar sá var gállinn á þeim. En John yppti öxlum, „þær eru klikkaðar en veita mér félags- skap. Ég vara mig bara á því að koma ekki heim daginn sem tékk- inn rninn kemur“. Mánuðir liðu. Dag einn í sept- ember 1992 gekk ég fram á hetjuna þar sern hún sat í haustskininu ut- an við IBM-bygginguna. Hann reyndi að tala en raddböndin virk- uðu ekki. „Ósköp hefurðu slæma hæsi,“ sagði ég. „Ekki hæsi,“ hvíslaði hann. „Krabbamein, hálskrabbamein... ég missi röddina stundum.“ „Ertu viss?“ sagði ég. „Já, ég er í geislameðferð. Þetta kemur af gasinu sem við notuðum í Víetnam — Agent Orange.“ Glottið var orðið hálfámátlegt á visnu andlitinu en augun lýstu ffiði. Krabbamein var bara kvef. Þetta var okkar síðasti fúndur. Ég hélt satt að segja að það væru enn nokkur líf eftir í kempunni en menn lifa víst ekki á æðruleysinu einu saman. Hann horaðist niður að beini og gat á endanum ekki far- ið úr húsi. Svo endaði stríðið. Enn einn drengurinn ffá Víetnam sem komst ekki á múrinn í Washing- ton, múrinn sem George Bush heimsótti að næturþeli og grét við eftir að hann tapaði kosningunum. Grátmúrinn. Ég held að John hefði kært sig kollóttan. Hann fór í gegnum lífið með „streit smæl“, áfram veginn. Hann hefði örugglega svolgrað í sig nýjasta ávaxtasafann í hinu frjálsa ný-kapítalíska Víetnam — „Agent Orange“. Kominn heim með glott á vör. Höfundur er ólöglegur innflytjandi í New York. JAX-xrtA i m _Lj öruggur árangur í baráttunni við aukakílóin Nýtt námskeib sniðiö aö þörfum þeirra sem vilja fræðast og ná árangri. Við leggjum áherslu á hreyf- ingu og rétt mataræði, það ásamt ömggri hand- leiðslu reyndra þjálfara tryggir góðan árangur. Markviss vinna -Öruggur árangur TR%GII16 Þœr léttust sem þessu nemur Stundir þú námskeiðið samviskusamlega, þá skilar það pottþótt góðum árangri. FROSTASKJÓLI 6 • SlMI: 12815 OG 12355 • Matarlisti fyrir 8 vikur • Fitumæling • 8 kíló misst, mánaðarkort fritt • Bæklingur um námskeiðið • Vigtun • Fagfólk sér um þig ‘ * 'Ö* - f FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 17

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.