Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 18

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 18
GATT-menn gátt- aðir á búvöru- þrætunni „Menn þurfa að sjá Egil til að skilja málið" — segir Jón Bald- vin, sem vill fara með Egil út Reykjavík, 2. mars. „Ég hef reynt að útskýra Egil fyrir Delors og GATT-köppum í gegnum síma en þeir skilja ekki bofs,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra, en hann hefur farið ffarn á að fá að fara með Egil Jónsson, formann landbúnaðarnefndar Alþingis, til útlanda og sýna hann forráða- mönnum Evrópubandalagsins og til marks um frjósemis- ímynd ráðuneytisins segir listamaðurinn „Ég hef reynt að lýsa Agli fyrir Evrópubúum en þeir trúa mér aldrei,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. GATT. „Mín vegna má Jón Baldvin fara með Egil til útlanda, en mér fýndist þá að hann ætti líka að taka Eggert Haukdal með sér svo Evrópubúar sldlji sérstöðu íslend- inga,“ sagði Davíð Oddsson. Menningarverðlaunahafi DV á sjúkrahús — Örtröð í Círó eftir afhend- ingu verðlaunanna heyrði Reykjavík, 1. mars. „1 raun gekk borðhaldið ósköp eðlilega fyrir sig. Mér fannst að vísu maturinn slcrítinn og nánast bragðlaus en aðrir listamenn voru búnir að vara mig við þessu. Það var síðan þegar ég heyrði Jónas rit- stjóra lýsa því sem við höfðum borðað að ógleðin kom yfir mig,“ sagði ónefhdur menningarverð- launahafi DV sem fluttur var veik- ur á sjúkrahús eftir afhendingu Menningarverðlauna DV síðasta fimmtudag. Nokkur ógleði greip um sig meðal verðlaunahafa þegar fréttist hvað þeir átu, en aðeins þurffi að flytja einn á sjúkrahús. Einn er þó sá aðOi í Þingholtun- um sem árlega fagnar verðlaunaaf- hendingu DV. Það er Eggert vert í sjoppunni Círó í nágrenni við Hótel Holt. „Hér er alltaf mjög menningar- legt í kringum afhendingu þessara verðlauna en eftir afhendingu þyrpast helstu menningarspírur landsins hingað inn og það er sama hversu gamlar samlokurnar eru; þær seljast alltaf. Nú, þeir sem hafa oft verið á verðlaunaafhend- ingunni koma vanalega líka fýrir athöfhina,11 sagði Eggert í Círó, sem hyggst standa fýrir menning- arviku fýrir næstu verðlaunaaf- hendingu. Leyndarmálið opinberað — Jónas ritstjóri segir frá því sem borð- að var. Veiktist eftir að hann hvað hann át Óvenjuglæsilegt samband á miðilsfundi Gamall ísskápur birtist Qöl- skyldu fimmtán árum eftir að hann fór á haugana Keflavík, 2. mars. „Fyrst spurði miðill hvort ég héti Gunna, því næst hvort ég væri af Vestförðunum, ætti þrjú börn og hefði misst foreldra mína í bílslysi. Þegar ekkert af þessu gekk upp hað hann mig-um nafhslcírteini og þá hitti hann á rétt nafn,“ sagði Hildi- gunnur Ingþórsdóttir, sem fór ásamt Þorleifi manni sínum á mið- ilsfund um síðustu helgi. Effir þessa erfiðleiká í byrjun náðist mjög merkur áfangi. „Það var eins og við manninn mælt; um leið og miðillinn fékk nafhskírteinið mitt varð samband- ið mjög gott. Fyrst í stað héldum við að samband myndi nást við forfeður olckar, en þessi miðill hef- ur hins vegar sérhæft sig í að ná sambandi við framliðin heimilis- .tæki. Það var sérstök lífsreynsla að hitta þarna öll gömlu heimilistældn og heyra hvernig þau höfðu það,“ sagði Hildigunnur. Hildigunnur og Þorleifur eftir að Westinghouse-ís- skapurinn birtist á miðilsfundi. Ráðgjafi Egils í búvöruþrætunni vekur athygli „Galdurinn er að hafa áhuga á starfinu" — segir Ralli kanína gulrótaspekúlant Kalli kanína er hann kallaður. „Gulróta neysla er spurning lífsstíl 18 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 Forráðamenn söngvakeppni Evrópu Vilja fá Gleðibankann aftur Reykjavík, 2. mars. „Ég held einfaldlega að Evrópa hafi ekJci verið tilbúin fýrir Gleði- bankann þarna fýrir átta árum og nú sé rétti tíminn til að senda hann aftur. í könnun sem við gerðum meðal sjónvarpsáhorfenda nýlega kom í ljós að langflestir muna eftir Gleðibankanum -og búningunum sem íslensku söngvararnir voru í,“ sagði Joy Humorous, starfsmaður hjá Evrópusambandi sjónvarps- stöðva, en fýrirspurn hefur borist til íslenska sjónvarpsins um hvort ekld sé hægt að senda Gleðibank- ann aftur til keppni. „Það er bara alls ekki fullreynt með Gleðibankann og vissulega kemur til greina að senda hann aftur,“ sagði Sveinbjörn I. Baldvinsson dagskrár- stjóri. Syngur Pálmi Gleðibank- ann aftur?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.