Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 3

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 3
+# HÚN BATNAR OG BATNAR.. Arsfundur Landsbanka ís- lands verður haldinn í dag. Þar mun formaður banka- ráðs, Kjartan Gunnarsson, gera stjómendum og fulltrúa eigenda bankans, Sighvati Björgvinssyni viðskiptaráðherra, grein fyrir erfiðri stöðu bankans. Skv. heimildum PRESSUNNAR verður hagnaður Landsbankans aðeins 42 milljónir króna. En það sem segir meira um erfiða stöðu bankans er að gert er ráð fyrir að tveir milljarðar hafi verið lagðir á afskriftarreikning til að mæta útlánatapi síðasta árs. Segja sömu heimildir ennffemur að bankinn geri ráð fyrir að nauð- synlegt verði að leggja aðra tvo milljarða á afskriftarreikning fyrir þetta árið. Því sé í raun fyrirsjáanleg nauðsyn á að setja um fjóra millj- arða á afskriftarreikning til að mæta tapi þessa árs og þess síðasta. Segja heimildir innan bankanna að eðlilegra væri að afskrifa strax þrjá milljarða fyrir síðasta ár og einn á þessu. Afskriftum nú sé í raun hag- að þannig að það megi kreista ffam smáhagnað, en eðlilegra væri að taka á vandanum strax. Skýringin á því að stjórn bankans hefur ákveð- ið að dreifa þessum fjórum millj- örðum á tvö ár er m.a. talin sú að ríkið kom bankanum til bjargar sl. vor og stjórn bankans geti ekki kinnroðalaust kynnt svo slæma stöðu. Þá hélt Davíð Oddsson for- sætisráðherra því ffam að Lands- bankinn hefði verið notaður sem „félagsmálastofnun atvinnulífsins". Lagði ríkið bankanum til um tvo milljarða sem eigið fé, Seðlabanki veitti honurn 1,25 milljarða í víkj- andi lán og Tryggingasjóður ríkis- bankanna veitti einn milljarð í lán. Því leggi Landsbankamenn einfald- lega ekki í að kynna afskriftir upp á sömu upphæð ári síðar, enda á að halda blaðamannafund í kjölfar ársfundarins og gefa pressunni færi á að spyrja spurninga úr þeim gögnum sem þar verður dreiff... Meira um slæma stöðu banka. Islandsbanki mun halda aðalfund sinn í lok aprílmánaðar og segja heimildir PRESS UNNNAR að þar verði ekki mikið um gleði- ffegnir fyrir hluthafa. Tap bankans sl. ár verði senni- lega nálægt 200 milljónum króna og að miklar fjár- hæðir verði lagðar á af- skriftarreikning. Er þar um annað tapárið í röð að ræða hjá fslandsbanka, en tap ársins 1992 nam 176,5 m.kr. Var mikil ólga á síð- asta hluthafafundi, . þar sem margir voru sár- óánægðir með lágar arð- greiðslur, en aðeins var greiddur 2,5% arður. Ef ofangreindar tölur reynast réttar er hætt við að hlut- hafar fslandsbanka verði litlu kátari þetta árið. Hins vegar eru íslandsbanka- menn bjartsýnni á ffam- tíðina og vonast til að sjá hagnað í lok þessa árs... Hagnaður Búnaðar- bankans var 47 m.kr. á síðasta ári. Búnaðarbankamenn eru þó óánægðir með þá nið- urstöðu og telja að eðlileg- ur hagnaður ætti að standa nær 350 m.kr. Framlög á afskriftarreikn- ing Búnaðarbanka jukust stórlega eða úr 637 m.kr. 1992 í tæpar 1.200 m.kr. 1993. Hins vegar vonast Búnaðarbankamenn til að ekki þurfi að taka ffá „nema“ um 600 milljónir króna á þessu ári til að mæta hugsanlegu tapi vegna glataðra útlána og að hagnaður verði nær því sem telja megi „eðlilegt“... Svo sem PRESSAN greindi ffá í október gerði fyrirtækið List- ljós hf. í Kópavogi samn- ing við Kópavogskaupstað í mars sl. sem margir aðil- ar gætu öfundað Listljós af. Þar skuldbatt Kópa- vogskaupstaður sig t0 að kaupa ffamleiðsluvörur af Listíjósi fyrir 6 milljónir króna á fjórum árum og skuldbatt bærinn sig til að greiða vörurnar með reglulegum tímasettum greiðslum, sem hækka miðað við lánskjaravísi- tölu. Síðast en ekki síst „skuldbatt (Kópavogs- kaupstaður) sig til að inna ofangreindar greiðslur af hendi á umsömdum tíma þrátt fyrir að dráttur verði á afgreiðslu vörupantana af hálfu Listljóss hf. af ein- hverjum ástæðum svo sem ef rekstur Listljóss hf. stöðvast eða fyrirtækið verður gjaldþrota“. ‘ Allt stefndi í að fyrirtækið yrði gjaldþrota, skuldir voru um 30 mOljónir og engar eignir til fyrir skuldum. Listljós hf. hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðs- dóms Reykjaness ffá 18. janúar sl. Kópavogsbær hefur enn ekki lýst kröfum í búið, enda væri það tO lítils miðað við ofan- greindan samning... r+ Þýskir verðbréfa sjóðir Arið 1990 gerði Kaupþing hf. samning við Deutsche Bank um sölu á hlut- deildarskírteinum í verðbréfasjóðum dótturfyrirtœkja hans í Þýskalandi og Lúxemborg. Frá áramótum hafa ís- lendingar getað fjárfest í erlendum langtímaverðbréfum ám takmörkunar áfjárhæð. Skynsamleg fjárfesting í erlendum verðbréfum dreifir áhættu og getur verið leið til aukins fjárhagslegs öryggis. Erlendir verðbréfasjóðir hentaflestum betur en einstök erlend verðbréfvegna innbyggðrar áhættudreifingar verðbréfasjóðanna. Akkumula Alþjóðlegur hlutabréfasjóð- ur sem leggur áherslu á að fjárfesta í öruggum hluta- bréfum í Frakklandi, Banda- ríkjunum, Japan, Sviss, Hollandi og Þýskalandi. •Stofndagur: 3. júlí 1961 •Stærð: 20 milljarðar •Nafnávöxtun í ISK 1993 36,6% Eurovesta Evrópskur hlutabréfasjóður sem fjárfestir eingöngu í öruggum hlutabréfum á Evrópumarkaði. •Stofndagur: 7. nóv. 1988 •Stærð: 27,7 milljarðar •Nafnávöxtun í ISK 1993 38,4% Re-inrenta Alþjóðlegur skuldabréfa- sjóður sem fjárfestir um helming eigna sinna á Þýskalandsmarkaði. •Stofndagur: 2. maí 1972 •Stærð: 4,7 milljarðar •Nafnávöxtun í ISK 1993 26,2% Tiger-fund Sjóðurinn fjárfestir aðallega í hlutábréfum, skuldabréfum og viðskiptum með valrétti í Suðaustur-Asíu •Stofndagur: 6. október 1989 •Stærð: 21,4 milljarðar •Nafnávöxtun í ISK 1993 104% KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, sími 689080 i eigu Búnaðaibanka Islands og sparisjóðanna Deutsche Bank

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.