Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 11

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 11
ingu gjalda og tolla á matvörur. Ef það er rétt, þá er ansi stór hópur þeirra manna á móti frjálsum við- skiptum. Sá ágæti maður, Jón Sig- urðsson forseti, var mjög eindregið þeirrar skoðunar að forsenda ffam- fara á Islandi væri verzlunarfrelsi. Við erum einfaldlega að reyna að koma stefhu Jóns Sigurðssonar forseta í framkvæmd. Svo gamalt er þetta mál.“ En þegar einu sinni er búið að samþykkja mál sem Steingrímur er hæfur Að öðru. Ætlarðu virkilega að gera Steingrím Hermannsson að Seðlabankastjóra? „Ég hef enga ákvörðun tekið um það. Mér er ekki einu sinni kunn- ugt um hverjir hafa sótt.“ Efhann scekir um ogfœr hugsan- lega ekki nema eitt atkvæði í Seðla- bankaráði? sigldi i gegtium þingið tiltölulega átakalítið. „Það er engin vissa fyrir því, en maður skyldi ætla að þegar búið er að samþykkja frum- varp í ríkisstjórn verði því ekki breytt nema með samkomulagi stjórnarflokkanna. Það er eðli stjórnarsamstarfsins.“ Bendir þetta ekki til þess að for- ysta Sjálfstœðisflokksins hafi ekki stjórn á þingmönnum sínum? „Jú, það er mjög mikill ágrein- ingur um þessa ffjálsu viðskipta- stefiru og hann virðist ná inn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er land- lægur mikill ótti við ffjáls viðskipti sem er ekki að brjótast ffam fyrst núna. Ég minnist þess þegar ég var að byrja í pólitík, að eitt aðalátaka- málið var að þáverandi viðskipta- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hafði heimilað innflutning á dönskum tertubotnum. Islendingum fannst þetta alger óhæfa. Því var haldið ffam fullum fetum að þessi inn- flutningur myndi verða til þess að leggja bakaraiðn á Islandi í rúst. Hver var niðurstaðan? Hér er eitt mesta brauðúrval sem þekkist í heiminum og brauðvörur tiltölu- lega ódýrar samanborið við aðra matvöru. Það er enn hægt að fá danska tertubotna, ef menn leggja sig ffam um að leita að þeim, en engum dettur í hug að bakaraiðn sé á fallanda fæti þeirra vegna.“ Hvað segir þetta okkur utn stjórn- arsamstarfið? Það hefur tnikið verið gert úr trúnaðarbrestinum sem upp kotn í fyrra þegar þessar þrætur byrjuðu fyrir alvöru. „Það segir sig sjálft að þegar stjórnarflokkar lenda í deilum op- inberlega hefur það áhrif á sam- starfið. Annars finnst mér sam- starfið á milli ráðherranna hafa verið ágætt, að þessu máli slepptu.“ Það er framundan erfitt ár, líður að kosningum og stór mál sem þarf að ganga í, eins og fiskveiðistjórnun. Er stjórnin ekki ónýt til þeirra verka? „Nei, það held ég alls ekki, en hins vegar er mikill ágreiningur um fiskveiðistjórnun, ekki sérstak- lega á milli stjórnarflokkanna, heldur innan allra flokka." Ogþar eru umtalsvert meiri hags- munir í húfi en í búvörudeUunni. „Jú, ef til vill, en það voru líka miklir hagsmunir í húfi í þessari deilu, m.a. hvort einn ráðherra ætti að hafa leyfi til þess að skrifa mat- seðilinn fyrir íslenzkar fjölskyldur og verðleggja hann líka. 1 sjávarút- veginum er um að tefla með hvaða hætti íslendingar ætla að umgang- ast verðmætustu auðlind sína, hvort það eigi að hleypa fáum ein- staklingum í það að nýta þá auð- lind og safna henni á sínar hendur án endurgjalds. Það er stórt mál eins og þú segir og sennilega stærsta mál íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir." Þar hefur Alþýðuflokkurinn tneð nýlegum satnþykktum sett sig í tnjög ákveðnar stellingar gagnvart sam- starfsflokknum. „Við höfum alltaf verið þeirrar skoðunar að það eigi ekki að varð- veita fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt og meginatriði málsins er að taka gjald fyrir aðganginn að auðlindinni þannig að þjóðin öll njóti affakstursins.“ Siglir ekki í hörkuátök í því máli? „Nei, ætli það. Það verða einhver skoðanaskipti, en ætli það sigli í einhverja hörku?“ mælalaust að teljast hæfur. Ég hef líka gert honum grein fyrir því hvernig að málinu var staðið, hvaða ákvörðun bankaráðið myndi taka um auglýsingar, o.s.ffv." En sjónarmiðið, setn Ágúst Ein- arsson, formaður Seðlabankaráðs, hefur lýst, að fagleg sjónarmið eigi að ráða við ákvörðunina? Er það einskis virði? „Nei, en ég tel að það sé líka fag- legt sjónarmið, að maður sem hefur verið forsætisráð- herra Islands í sjö ár hljóti að teljast hæfur til að gegna stjórnarfrumvarp i rri 1 n í ' . • 1 . . • / • >< ríkisstjórn skyldi „Eg fief lCLtlO þettCL SJ071001110 tnaður œtla að það líós við Steingrím, að efhann ráð^afaembætti J ? xJ V1ð rikisstjorn eins sceki, þá hljóti hann tvímcela 08 Seðlabanka laust að teljast hœfur. “ „Ég hef sagt að fyrst tekin var sú ákvörðun að hafa fleiri en einn bankastjóra þá eru menn að gera ráð fyrir því, að í hópi bankastjóra Seðlabankans geti verið menn með mismunandi skoðanir á efnahags- málum. Það þýðir að ég get ekki dæmt Steingrím Hermannsson óhæfan einfaldlega vegna þess að hann hafi einhverjar aðrar skoðan- ir á efnahagsmálum, peninga- og vaxtamálum en ég. Ég lít líka svo á, að ég geti ekki hafnað og talið óhæfan mann sem hefur verið for- sætisráðherra íslands í sjö ár og verið æðsti maður í stjórn efna- hagsmála á Islandi, hvort sem mér líkar við skoðanir hans eða ekki.“ Sýnist þér niðurstaðan af þeim valdaferli — staða efnahagsmála og þjóðarbúsins að honutn loktiutn — vera slík að hún bendi til að maður- itm sé sérstaklega hœfur til að takast á við þetta embœtti? „Því myndi ég svara á hinum pólitíska vettvangi, en ég get ekki fallizt á það að Steingrímur Her- mannsson sé óhæfur til starfans. Það þýðir ekki að ég muni undir öllum kringumstæðum ráða hann. Það er ekki einu sinni vitað hvort hann sækir um og svo á bankaráð eftir að gefa umsögn sína um um- sækjendur. Ég er sannfærður um að það verða margir í þeim hópi hæfir. Minn vandi er að velja úr þeim hópi. Ég hef enga ákvörðun tekið um það.“ Því hefur verið lýst að þú hafir sagt við Steingrím: „Þú verður ráð- inn, satna hvað bankaráðið segir og satna þótt formaður þess segi af sér. “ Hefurðu sagtþetta við hatm? „Ég hef ekki orðað neitt svona, en ég hef ekki heyrt þessi ummæli höfð eftir mér neins staðar.“ Þið hafið hitzt til að ræða þessi mál. „Við höfum rætt þessi mál milli okkar tvisvar eða þrisvar og þá hef ég m.a. látið þetta sjónarmið í ljós, að ef hann sæki, þá hljóti hann tví- og stjórastaða er.“ Ráðgjafaetnb- ætti? „Já, Seðlabank- inn er ekki ríki í ríkinu að óbreytt- um lögum. Bank- inn er ráðgefandi aðili gagnvart ríkisstjórn, ekki algerlega sjálfstæð stofnun óháð stefnu ríkisstjórnar. Til þess þyrfti að breyta lögum. Bankinn verður að taka tillit til þeirrar stefnu sem ríkisstjórn mót- ar og ég sé ekki að maður sem hef- ur verið forsætisráðherra í sjö ár sé óhæfur til að vera ráðgefandi aðili við ríkisstjórn. Það er af og frá.“ En það liggja fyrir óafgreidd Seðlabankalög sem veita bankanum aukið sjálfstœði... „Það frumvarp er óafgreitt og hefur ekki verið lagt ffam aftur.“ Staða bankans myndi breytast með því? „Já, ef bankinn yrði gerður alger- lega sjálfstæður, en það er ekkert víst að það verði gert.“ Ef Steingrímur Hertnatmsson verður ráðinn, eru þá ekki brostnar forsendur til að gefa bankanum þetta aukna sjálfstœði, ef Steingrím- ur á bara áð gegtta þessu „ráðgjafa- hlutverki“ sem þú ertað lýsa? „Það horfir talsvert öðruvísi við ef ráðinn er einn maður til að stýra Seðlabankanum. Þá er ráðinn maður til nokkurra ára til að bera einn ábyrgð á stefnumótun bank- ans og standa og falla með henni. Það er allt annað að gera slíkan Seðlabanka meira og minna óháð- an stjórnvöldum fremur en banka með þremur bankastjórum. Þá er eins og komin sé þriggja manna ríkisstjórn við hliðina á þeirri sem fýrir er. Þar væri heldur enginn einn tiltekinn aðfli ábyrgur fyrir stefnumörkun og í slíku kerfi tel ég að Seðlabanki eigi ekki að vera al- farið óháður vilja stjórnvalda." Setjum sem svo að Steingrímur verði ráðinn. Yrði það ekki stór biti fyrir Alþýðuflokkinti að kyngja eftir alla utnræðuna um pólitískar stöðu- veitingar síðustu misseri? „Steingrímur er ekki stór biti fyr- ir okkur alþýðuflokksmenn að kyngja. Við höfum átt með honum stjórnarsamstarf sem gekk ágæt- lega, en það er ljóst að skoðanir hans á mörgum málum eru mjög mikið öðruvísi en skoðanir okkar. Það er gert ráð fyrir því í núverandi skipulagi að slíkir menn sitji ekkert síður í bankastjórn Seðlabankans og ég sé ekki að skoðanir Stein- gríms Hermannssonar séu í grund- vallaratriðum neitt öðruvísi en skoðanir Tómasar Árnasonar hafa verið. Þó hefur Tómas þótt vera hæfur til að gegna embætti Seðla- bankastjóra.“ Hans seta þarna hefur líka þótt vera tákn kerfisitis eins og það hefur veríð. „Og eins og það er.“ Finnst þér að það eigi að vera þannig áfram? „Nei, nei. Ég gerði þá tillögu, og kannaði stuðning við það í þing- inu, að Seðlabankastjóri yrði bara einn. Það kom í ljós að mikill meirihluti þingmanna — eftir því sem trúnaðarmenn þingflokka sögðu mér — var andvígur því. Það er því í stórum dráttum óbreytt kerfi.“ Stöðuveitingar hafa spillt fyrir Alþýðuflokknum Hefurðu áhyggjur af slakri stöðu Alþýðuflokksins í skoðanakönnun- um? „I síðustu skoðanakönnun, sem gerð var, fengum við tæp 12 pró- sent, sem er með því mesta sem flokkurinn hefur mælzt með utan kosninga. Skoðanakannanir eru því út af fyrir sig ekki ástæða til svartsýni. Þetta er svipað og við vor- um með fyrir síð- ustu kosningar, sem skilaði okkur tíu þingmönnum. Hitt er annað, að Islendingar eru íhaldssöm þjóð og óttast breytingar. Það hefur yfirleitt lent í hlut Alþýðu- flokksins að vera formælandi breytinga og sá sem er formælandi breytinga á Islandi á oft í baráttu við mikla andstöðu. Þegar litið er til baka hefði enginn viljað hafa orðið af þessum breyt- ingum, álveri við Straumsvík, þátt- töku i EFTA, auknu innflutnings- frelsi, o.s.frv. Þetta sætti allt tals- verðri andstöðu. Menn sögðu: „Ál- verið gerir Island að varanlegu lág- launasvæði og leiðir til barnadauða í Hafnarfirði." Og spurðu: „Hvað eiga Islendingar með að éta epli og appelsínur um hásumar? Á virki- lega að leyfa bara hverjum sem er að kaupa bíl? Á að leyfa Islending- um að ferðast til útlanda eins og þeim dettur í hug? Er það vogandi að leyfa Islendingum að kaupa sumarhús annars staðar en í sínu eigin landi?“ Nú vildi enginn búa við gamla kerfið, en menn eru fljótir að gleyma. Alþýðuflokkur- inn er enn að mæla fyrir breyting- um, EES, GATT og byltingu í fjár- magnskerfinu varðandi opnun þess, svo dæmi séu nefnd. íhalds- sömum Islendingum er ekkert of vel við breytingar og því eigum við oft undir högg að sækja.“ Ef það er rétt að flokkurínn sé í fararbroddi helztu framfaratnála, eru það ekki forystutnistök að nýta sérþað ekki til fylgisaukningar? „Við höfum stundum uppskorið vel, til dæmis í kosningum 1978, en þá mistókst okkur að nýta tækifær- in. Á síðari árum hefur flokkurinn nýtt tækifærin vel, því við höfum verið stanzlaust í ríkisstjórn á sjö- unda ár og erum ekki hættir enn.“ Flokkurinn hefur tvisvar á síðari árutn, 1978 og 1987, ttáð verulegri uppsveiflu og þá á svipuðutn for- sendum — setn umbótasinnaður andketfisflokkur — en er nú eftir nokkurra ára stjórnarsetu líklega samansúrraðasti ketfisflokkur setn til er í almenningsálitinu. Hvað gerðist? „Ég skal viðurkenna að stöðu- veitingar hafa spillt fyrir Alþýðu- flokknum. En að nefna flokkinn kerfisflokk er allt annar hlutur. Það er alveg fráleitt. Hvar er það kerfi sem flokkurinn hefur hengt sig við? Er það hagsmunakerfi landbúnað- arins? Sjávarútvegsins? Atvinnu- rekenda eða verkalýðshreyfingar? Við höfum ekki hengt okkur á neina slíka hagsmuni. Okkur hefur verið legið á hálsi fyrir tilteknar stöðuveitingar, en ég bið menn að skoða hvort við höf- „Það dettur engum í hug hætt störfum. Það þarf líka endur- nýjun í stjórnmálin og það verður að skoða hvernig á að gera stjórn- málamönnum mögulegt að hætta. Þetta eru menn sem hafa í mörg- um tilfellum kvatt starfsferil annars staðar og vilja kannske hætta þegar 10-15 ár eru eftir af starfsævinni. Hvernig á að standa að því? Þessari spurningu hefur verið svarað í flestum nálægum löndum, en ekki hér. Mér finnst mjög óeðlilegt að eina útgönguleið slíkra manna sé að taka við einhverju stjórnunar- embætti í opinbera þágu, en ein- hverja útgönguleið verða menn að hafa.“ Af hverju er þeim tneiri vorkunn en öðrutn að finna sér nýja vinnu? Fólki er sagt upp störfum daglega, jafnvel fimmtugu og sextugu fólki. Þurfa stjómmálamenn einhverja sérstaka meðhöndlun? „Það er staðreynd að þessir menn eiga miklu erfiðara með það en aðrir að finna sér störf við hæfi, af því það virðist í hugum fólks gera rnann óhæfan að hafa verið orðaður við stjórnmál. Slíkir menn myndu til dæmis ekki eiga mögu- leika á að vinna við fjölmiðla, því þeir yrðu alltaf taldir vilhallir. Ég þekki þetta af eigin reynslu; ég datt út af þingi frekar ungur maður árið 1983 og það var talsvert erfitt að finna starf aftur. Það var svo til sama hvaða starf ég tók mér fyrir hendur, það sætti alltaf talsverðri gagnrýni. Þetta var þó á þeim tíma þegar full atvinna var í landinu og engir at- vinnuörðugleikar. Ég þekki það líka af ýmsum kunningj- , um, sem hafa þurft nuna að danskir tertubotnar aðfaram stjómmái- um af einhverjum muni leggja bakaraiðn á Islandi í rúst. „Hvernig geta menn, sem hafa verið lungann úr œvinni við stjórnmálastörf hœtt störfum?“ um hegðað okkur með einhverjum hætti öðruvísi en aðrir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum undan- farin ár. Hafa þeir ekki líka ráðstaf- að stöðum til sinna flokksmanna?“ Finnst þér virkilega nóg að segja „Eru ekki allir hinirsvona líka?“?‘ „Nei, ég er ekki að mæla þessu bót. Við þurfum að þræða vand- ratað einstigi á milli þess að mis- nota ekki völd til að ráða fólk og hins vegar að láta hæft fólk ekki gjalda þess að hafa verið í stjóm- málum. Án þess að ég vilji fara út í einstök dæmi, þá held ég að engum hefði dottið í hug að segja að Jón Sigurðsson væri ekki hæfur til að gegna embætti Seðlabankastjóra, ef hann hefði aldrei skipt sér af stjórnmálum. Hvernig getur sú ákvörðun, að sinna stjórnmálum um nokkurra ára skeið, gert hann óhæfan til að gegna embættinu?" Gagnrýnin snerist kannske ekki aðallega um hæftú eða vanhœfni Jóns Sigurðssonar, heldur leikara- skapitm í kringum ráðninguna. Svipað var tilfellið tneð Karl Steinar Guðnason, þar setn allir vissu — nema hatm og Guðmundur Ámi Stefánsson líklega — að hatm yrði forstjóri Tryggingastofnunar nokkr- um mánuðum áður en það gerðist. Það er eins og það sé verið að gera grín aðfólki og dótngreind þess. „Það má vel vera að aðdragand- inn hafi gert það að verkum að mönnum fyndist þetta ekki eðli- legt, en það er þá aðdragandinn sem er gagnrýndur en ekki menn- irnir eða í hvaða stöður þeir sett- ust. Ég hef þekkt tvo forstjóra Tryggingastofnunar, Sigurð Ingi- mundarson og Eggert G. Þor- steinsson, og ég tel að Karl Steinar Guðnason sómi sér vel í þeim hópi, hann sé fyllilega hæfur til að taka við því embætti. Hins vegar er það rétt að hann hefur frá unga aldri tekið þátt í stjórnmálum. Þarna er mjög vandþrætt einstigi sem erfitt er að feta, ekki sízt í þjóðfélagi eins og íslandi. En menn þurfa þá líka að leita svars við þeirri spurningu, sem sækir á, hvernig menn sem hafa verið lungann úr ævinni við stjórnmálastörf geta ástæðum á bezta aldri, að þeir hafa margir lent í miklum erfiðleikum. Af því að þeir höfðu stund- að stjórnmál þóttu þeir ekki gildir í störf sem þeir hefðu ella verið taldir vel hæfir til. Þetta er vandamál sem verður einhvern veginn að leysa. Á meðan það er ekki gert er hætta á að þunginn verði á einhverjum stjórnunarstöðum sem við höfum verið gagnrýndir fyrir að veita fólki sem hefur verið í pólitík.“ Jón Baldvin á að sitja áfram Er þörf á endurnýjun víðar? Til dæmis íforystu Alþýðuflokksins? „Nei. Við höfum ágætu fólki þar á að skipa.“ Ekki til að endurbœta þá ímynd setn hefur skapazt um flokkinn á síð- ustu misserum? „Ég held að nýtt fólk í æðstu for- ystu yrði ekki til þess að bæta neinu við þá stöðu sem flokkurinn er í. Við eigum mjög hæfan og farsælan formann, sem ég tel að eigi mörg ár eftir I starfi. Við höfum misst töluverða reynslu með því að missa þrjá af okkar reyndustu þing- mönnum, Karl Steinar, Eið Guðnason og Jón Sigurðsson, og við megum ekki við meiri blóð- töku að svo stöddu. Við erum að fá nýtt fólk inn sem þarf ákveðinn reynslutíma áður en það getur tek- ið við. Við eigum að nýta okkur það nýja fólk og líka þá foringja okkar sem hafa gegnt því starfi með glæsibrag.“ Því hefur verið fleygt að ef Jón Baldvin Hannibalsson ákvœði af einhverjum ástæðum að hœtta, þá myndir þú taka starfið að þér? „Nei. Starf formanns Alþýðu- flokksins er ekki eftirsóknarvert. Það er mjög erfitt. Jón Baldvin Hannibalsson gegnir því mjög vel og ég styð hann mjög eindregið til að halda því áfram.“ Myndirðu neita ef eftir því væri leitað? „Ég myndi leggja til að Jón Bald- vin Hannibalsson yrði endurkjör- inn formaður á næsta flokksþingi, enda verður hann það.“ Áttu von á að þar kotni til kosn- inga, til dættiis á milli hatis og Jó- hönnu Sigurðardóttur? „Ég get ekkert um það sagt, en ég á síður von á því.“ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.