Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 6
Nevðaróp unglingsstúlku í hjólastól sem kerfið hefur hafnað: Sefur í hjóla- stólnum á næt- ursalernum því enginn vill taka við henni Unglingsstúlka í hjólastól hefur kært föður sinn til RLR fyrir ofbeldi og að stela frá sér örorkubótunum. Þegar hún hefur flúið heimili sitt hefur hún þurft að sofa á nætursalernum. Kvennaathvarfið, Rauðakrosshúsið og Hjálpræðisherinn segja: „Því miður, við getum ekki hýst konu í hjólastól.“ Svæðisstjórn fatlaðra hefur ítrekað fjallað um mál stúlkunn- ar en varanleg lausn er ófundin. Unga stúlkan hefur margoft þurft að sofa hér á klósettinu á Lækjartorgi. Heima vill hún ekki vera og hún fær ekki inni á sambýli fyrir fatlaða. Kvennaathvarfið, Rauða- krosshúsið og Hjálpræðisherinn segjast ekki geta hýst hana og því er þetta þrauta- lendingin. Hún er með brotnar tennur og fullyrðir að það sé eftir barsmíðar föður síns. Hún hefur kært hann til RLR. Hún er átján ára unglings- stúlka, 75% öryrki og bundin í hjólastól og verð- ur hér eftir kölluð Anna, sem er ekki hennar rétta nafn. Hún flýr heimili sitt þegar tækifæri gefst þar sem hún segir ástandið þar óþol- andi, faðir sinn leggi hendur á sig og taki örorkubæturnar sínar, sem eru rétt ríflega 35 þúsund krónur á mánuði. Anna hefur margsinnis óskað eftir vist á sambýli fýrir fatl- aða en hefur ekki fengið það enn. Þegar hún flýr heimili sitt á hún í engin hús að venda, ættmenni hennar búa úti á landi og neyðarat- hvörf eins og Rauðakrosshúsið, Kvennaathvarfið og Hjálpræðis- herinn geta ekki tekið við henni. Anna flækist því ein um í miðbæn- um, peningalaus og í hjólastól. Á nóttunni hefur hún sofið á nætur- salernum nema þá sjaldan henni tekst að útvega peninga fýrir gisti- heimili eða hóteli. Hugleiðir sjálfsmorð „Mér líður hræðilega. Nú líður mér svo ömurlega að ég get hvorki borðað né drukkið. Ég hef keypt mér einn kakóbolla í dag en kom honum ekki niður. Það hefur margsinnis aðeins munað nokkr- um sentimetrum að ég keyrði fýrir næsta bíl eða ofan í höfnina — ég er ósynd. Það er eins og fatlaðir séu ekki til í þessu þjóðfélagi. Ég fæ hvergi að vera á nóttunni af því að það er ekki aðstaða fýrir hjólastóla, heima vil ég alls ekki vera og biðlistar eru svo langir inn á sambýli að ég kemst aldrei að. Það er ömurlegt að geta hvergi verið.“ Þegar PRESSAN hitti Önnu fýrst var mánudagur og hún nýstrokin að heim- an. Hún var illa klædd, hafði ekki einu sinni haft rænu á að taka með sér jakka þegar hún fór. Hún sagðist hafa gripið tækifærið til að stinga af á meðan það gafst, en það hefur hún oft gert áður. Þegar talað var við hana á þriðju- daginn sagðist hún hafa aurað saman fýrir hótelherbergi um nóttina en á miðvikudaginn sagðist hún hafa verið á spítala þá nóttina. Hún sagðist ekki hafa hug- mynd um hvar hún yrði aðfaranótt fimmtudags. „Ég verð að minnsta kosti ekki heima. Ætli ég sofi ekki á klósettinu eins og ég hef oft gert áður.“ „Pabbi lemur mig og stelur örorkubótunum mínum" „Ég fer ffekar inn í brennandi hús en að fara aftur heim. Pabbi hefur lamið mig og hann stelur alltaf af mér örorkubótunum. Ég fæ kannski 2 eða 3 þúsund krónur á mánuði en örorkubæturnar eru 35 þúsund krónur á mánuði. Ég er lögráða og sjálfráða og á því rétt á að ráðstafa sjálf mínum bótum. Ég er manneskja líka þótt ég sé öryrki í hjólastól. Þú sérð hvernig munnur- inn á mér er; tennurnar allar brotnar. Fyrir rúmum tveimur mánuðum varð pabbi alveg brjál- aður af því að ég hafði stungið af og kýldi mig í ffaman. Hann held- ur því ffam að ég hafi dottið í stólnum. Þegar lögreglan kom síð- ast með mig heim var hann voða blíður þangað til þeir voru farnir. Þá setti hann mig beint í rúmið, rassskellti mig og lamdi mig í öxl- ina þannig að ég er með stóran fjólubláan marblett. Síðan talaði hann ekki við mig í marga daga. Þegar þú komst var ég að tala við rannsóknarlögregluna og kærði hann. Þeir tóku niður kæruna og ég fer á eftir með læknisvottorð og skrifa undir — þegar ég kemst í Kópavog til þeirra að skrifa undir, það er ekki auðvelt að ferðast pen- ingalaus í hjólastól.“ Neyðarathvörfin taka ekki við henni og hún sefur á sal- ernum „Verst af öllu finnst mér að geta ekkert leitað. Það er eins og ég sé ekki til í þessu þjóðfélagi. Ég kemst alls ekki inn á sambýli af því að biðlistarnir eru svo langir og heima verð ég ekki. Ég hef oft stungið af en get ekkert leitað. Ég fór einu sinni í Kvennaathvarfið og fékk að vera þar eina nótt. Svo var mér sagt að þau hefðu ekki aðstöðu til að hýsa mig og bentu mér á Rauða- krosshúsið. Þar var mér sagt að ég gæti ekki verið, húsið væri svo gamalt, og sömu sögu er að segja af Hjálpræðishernum. Ættingjar mínir búa úti á landi. Allir sem eiga við vandamál að stríða geta leitað eitthvert, nema ég, af því að ég er í hjólastól og má því ekki hafa vandamál. Þegar ég hef stungið af, sem ég hef oft gert, hef ég bara reynt að bjarga mér. Stundum tekst mér að fá peninga fýrir gistiheimili eða hóteli en það er mjög sjaldan. Yfir- leitt er ég bara á þvælingi í mið- bænum og oft hef ég sofið á kló- settinu hjá Tommaborgurum á Lækjartorgi. Þá fer ég inn á kvennaklósettið og nota vaskinn fýrir kodda. Það er ekki gott en ég get hvergi annars staðar verið.“ „Draumurinn að komast á sambýli" 1 samtölum PRESSUNNAR við Önnu kom ffam mikil örvænting. Hún taldi engar líkur á að hún fengi endanlega lausn sinna mála. Þegar blaðamaður sagði henni að svæðisstjómin segðist hafa ákveðið að leysa mál hennar og hún kæmist inn á sambýli eins fljótt og mögu- legt væri varð hún himinlifandi. „Loksins gerist eitthvað. Þetta er ffábært. Þetta er það sem mig hefur dreymt um lengi. Ég vona bara að það verði sem fyrst því það er erfitt að þvælast um í miðbænum. Ég vona að nú sé loksins komið að því að ég geti hætt að sofa á klósett- um. PálmiJónasson „Ég hef margoft hugleitt sjálfsmorð. Það er eins og fatlaðir séu ekki til í þessu þjóðfélagi. Ég fæ hvergi að vera á nóttunni af því að það er ekki aðstaða fyrir hjólastóla, heima vil ég alls ekki vera og biðlistar eru svo langir inn á sambýli að ég kemst aldrei að. Það er ömur- legt að geta hvergi verið." Kvennaathvarfið: „Því miður“ „Því miður erum við ekki með gott aðgengi fýrir fatlaða í Kvennaat- hvarfinu," segir Guðrún Ágústsdóttir hjá Samtökum um kvennaat- hvarf. „Þetta var eitt af því sem við ræddum mikið þegar við vorum að leita okkur að húsi. Við reyndum að finna hús þar sem hægt væri að tryggja aðgengi fatlaðra en það tókst okkur ekki. Það mundi þurfa alveg sér- stakan búnað til að taka á móti konum í hjólastól og við ræddum ein- mitt hvað við mundum gera ef hingað kæmi kona í hjólastól sem væri að flýja ofbeldi. Því miður verður hún að vera upp á okkur komin með flutning á milli hæða og annað liðsinni.“ Nú segir unglingsstúlkan að sér hafi verið vtsað frá eftir eina nótt þar sem engin aðstaða varfyrir hendi „Nú megum við ekki segja þér neitt hver hefur dvalið hjá okkur. Ef þú skoðar markmið Samtaka um kvennaathvarf þá tökum við ekki á móti bömum eða unglingum sem eru að flýja ofbeldi af hálfu foreldra sinna.“ / auglýsingum segir: „Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum...“ „Þegar við fórum af stað fundum við þörfina, því það hringdu í okk- ur börn og unglingar sem bjuggu við ofbeldi og töldu sig ekki geta búið á heimili sínu vegna þess. Við höfðum samband við Rauða krossinn og í kjölfarið var Rauðakrosshúsið stoffiað til að taka á móti börnum og unglingum sem flýja heimili sitt. I tilviki eins og þú nefhir hefðum við kannsld hýst viðkomandi í eina nótt og bent henni svo á Rauðakross- húsið eða að tala við félagsmálastofhun viðkomandi sveitarfélags upp á að komast í sambýli fýrir fatlaða. Stúlka sem lendir í þessu þarf að flytja. Lögum samkvæmt eru til sambýli fýrir fatlaða og það er félagsmála- stofhun hennar sveitarfélags og svæðisstjóm fatlaðra sem á að aðstoða hana í því.“ 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.