Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 8

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 8
Mikil átök vegna innflutnings á næringarefnum á vegum Herbalife Leyniregla um vítamínbætt kakómalt eða verðugur andstæðingur kerfisins? Flest bendir til þess að Félag íslenskra stórkaupmanna kæri sölumenn bætiefnisins Herbalife fyrir söluað- ferðir þeirra. Átök hafa undanfarið verið á milli þeirra sem selja viðurkennda vöru eftir leiðum lyfsölukerfis- ins og hinna sem selja vöru sína með mjög svo óhefðbundnum aðferðum. Margt í söluaðferðum Herbalife er til þess fallið að vekja tortryggni en spurning hvort lyfsölukerfið eigi rétt á tryggð almennings. ARNMUNDUR JÓNASSON hjá Lyfjum hf. Hafa farið fram á að FÍS hlutist til um málið. Neysla sérstakra næringar- efira í hinum vestræna heimi eykst ár frá ári og hefur vaxið um 60 prósent í Evr- ópu einni á síðustu fimm árum. Nú er svo komið að þarna er um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða, um leið og surnir tala um nýjan lífsstíl. Undanfarið hefur angi þessara átaka borist hingað heim til Islands og er tekist á um með hvaða hætti þessi næringar- og bætiefhi eru seld, innan eða ut- an lýfsölukerfisins, fýrir opnum eða lokuðum dyrum. Fyrir um það bil hálfu ári fór að streyma til landsins næringarefni af bandarískum uppruna, framleitt undir nafninu Herbalife. Sölukerfi í kringum þetta virðist byggt upp án sérstaks fyrirtækis og grunnhug- myndin felur í sér trú á persónu- lega sölu. Þeir sem hafa trú á þessu gerast sölumenn og selja fólki í sínu nánasta umhverfi, gjarnan ættingjum og vinum. Fylgismenn Herbalife vilja ekki vera í umræð- unni, hafna því að auglýsa og vörur þeirra liggja ekki frammi í verslun- um. Um leið hafa þeir ýtt undir tortryggni og orðið að þola marg- víslegar ásakanir, með réttu eða röngu. Félag íslenskra stórkaup- manna íhugar að kæra Nú hefúr fyrirtækið Lyf hf. í Garðabæ, sem meðal annars flytur inn megrunar- og næringarefnið Nupo-Lett, ákveðið að leita til Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og farið ffam á að það hlutist til um málið og fái úr því skorið hvort hér sé um eðlilega sölustarfsemi að ræða. Að sögn Stefáns Guðjóns- sonar, framkvæmdastjóra FÍS, bendir allt til þess að lögð verði fram kæra á hendur þekktum sölu- mönnum Herbalife sem yrði byggð á meintum brotum þeirra á lögum um húsgöngusölu, virðisaukaskatt og bókhald og lögum um verslun- aratvinnu. Lög um húsgöngusölu voru sett á Alþingi í fyrra, en þau taka til fólks sem gengur á milli húsa og falbýður vöru sína. Sölu- menn Herbalife segja að það eigi ekki við um þá. Talsmenn Herbalife, sem reynd- ar vilja mjög ógjarnan tjá sig og þá alls ekki undir nafhi, segjast ekkert skilja í þessum vangaveltum. Rétt er að taka fram að talsmannstitill- inn er nokkuð sem blaðamaður kaus að nota og er ekki ffá viðkom- andi komið. Þess hafi vandlega ver- ið gætt að leita allra nauðsynlegra leyfa fyrir innflutningi Herbalife. Lyfjaeftirlit ríkisins skoðaði vöruna í marga mánuði og veitti síðan leyfi fyrir innflutningi. Þá segjast tals- menn Herbalife hafa leitað upplýs- inga hjá skattyfirvöldum um hvernig skrásetja skyldi starfsem- ina, en þar sem hver og einn sölu- maður rekur sína starfsemi var tal- ið að ekki þyrffi verslunarleyfi. Það kom ffam hjá Ammundi Jónassyni hjá Lyfjum hf. að hon- um fyndist gagnrýnisvert hve auð- veldlega heimild fýrir innflutningi Herbalife rann í gegnum kerfið hér. Sagði hann að Lyf hf. hefði staðið í því í eitt og hálft ár að koma Nupo- Lett í gegnum leyfis- veitingakerfið og þurff að eyða miklum tíma og fýrirhöfh til þess. En í framhaldi af þessum ásök- unum Arnmundar vakna spurn- ingar um hvað hér er á ferð. Ann- ars vegar er um að ræða megrunar- og næringarduff sem heitir Nupo- Lett og hefúr verið þróað og selt innan lyfjakerfisins. Því er fýrst og fremst haldið að fólki sem vill megrast, öll umgjörð meðferðar- innar er mjög vísindaleg (mæli- skeiðar og skammtar hárnákvæm- ir!) og kerfið hefur uppáskrift nær- ingarfræðinga. Hins vegar er Herbalife, sem augljóslega kemur frá mjög svo óhefðbundnum sölumönnum og nýtur engrar uppáskriftar vísind- anna. Reyndar segja talsmenn Her- balife að efnið sé ffamleitt af viður- kenndum vitamín- og steinefha- framleiðendum í Bandaríkjunum, en þar var efhið fýrst framleitt fýrir fjórtán árum eftir að fjöldi vísinda- manna hafði tekið að sér að setja það saman. Rétt er að taka það fram að Herbalife hefur staðist prófanir lyfjaeftirlits nítján landa, eða svo segja talsmenn Herbalife. Sölukerfið harðast gagnrýnt Það er hins vegar sölukerfi Her- balife sem vekur flestar spurningar, eins og kemur ffam í viðtali við Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur nær- ingarffæðing. Sölumenn virðast ekki þurfa að uppfýlla nein skilyrði nema hafa áhuga á að selja vöruna. Fyrir vikið verður salan persónu- legri en um leið án fagþekkingar á næringarefhaffæði. Það er síðan spurning hvort rétt sé að gera slíkar kröfur. Flestum finnst eðlilegt að kaupa margskonar- vítamín án ráð- legginga sérffæðinga og sama á við um ýmis bætiefhi. Sölumenn Herbalife hafa hins vegar flestir byrjað á því að nota vöruna sjálfir og í framhaldi af því fengið áhuga á að selja hana og sjálfsagt spillir hagnaðarvon ekki fýrir. A fundum lýsa þeir persónu- legri reynslu sinni af efninu, sem oft á tíðum er sterkasta auglýsing- in, enda virðist markaðsstaða efnis- ins vera í glæsilegri andstöðu við viðteknar skoðanir á markaðssókn. Blaðamaður hefur talað við nokkra einstaklinga sem þekkja þetta. Ein þeirra sem hafa tekið að sér að vera sölumenn sagði að efnið hefði gjör- breytt heilsufari sínu; líf sem áður hefði verið fullt af umgangspestum og ofhæmisviðbrögðum hefði gjör- breyst. í dag byggi viðkomandi við gott heilsufar, góða matarlyst, bættar svefnvenjur og almennt aukna vellíðan. Annar neytandi sem talað var við sagðist hafa fund- ið talsverðar breytingar á sér þó að hann neytti ekki Herbalife að stað- aldri. En gagnrýnendur velta því einn- ig fýrir sér hvernig þetta sölukerfi getur tryggt eðlilega neytenda- vernd. Lofað er þrjátíu daga skila- tíma ef viðskiptavinum líkar ekki varan og þangað til annað kemur í ljós er ekki hægt að draga það í efa. Reyndar er þetta eitt þeirra atriða sem gagnrýnd voru í Danmörku þegar nokkur blaðaumræða varð um efnin þar. Þar þótti nokkuð á skorta að þetta gengi eftir og blöð þar voru dugleg við að draga fram „fórnarlömb“ Herbalife. Annað at- riði, sem einnig varð að umræðu í Danmörku, er ábyrgð á vörunni. Ef eitthvað kemur upp á, veikindi eða óvænt og -ófýrirséð viðbrögð við efnunum; hver ber þá ábyrgðina? Viðkomandi sölumaður væntan- lega, en þá er spurning hvort það dugar. GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins: Vildi sitja námskeið en fulltrúar Herbalife höfnuðu því. 8 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3.MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.