Pressan - 03.03.1994, Síða 9

Pressan - 03.03.1994, Síða 9
Þá hefur tilvist annarra eína en þeirra sem Lyfjaeftirlitið hefur leyft vakið tortryggni. Það á sérstaklega við um svokallaðar „gular p01ur“ sem hér hafa sést og kenndar eru við Herbalife. Virðist þar vera um einkaframtak einstakra sölu- manna að ræða, sem hafa komið með þetta hingað til lands. Við fyrstu sýn virðist þarna einfaldlega vera um smygl að ræða. Lyfjaeftirlitið enn að rann- saka Eins og gefur að skilja er síður en svo búið að eyða allri tor- tryggni vegna Her- balife. Nýlega fékk Lyfjaeftirlitið í hend- urnar niðurstöður rannsóknar sem Rann- sóknarstofnun Háskól- ans í lyfjafræði gerði fýr- ir eftirlitið. Voru drög að þessum rannsóknum lögð á síðasta ári. Að sögn Guðrúnar Eyjólfsdóttur, forstöðumanns Lyfjaeftir- litsins, sýndu niðurstöð- umar að ekkert væri út á efnið að setja sem „fæðu- bótarefni" eins og hún kall- aði það. Það væri því heimilt að flytja það inn sem slíkt. En þessi rannsókn sýnir vel að eftirlitið liggur undir þrýstingi vegna innflutnings- ins, meðal annars ffá innflytj- endum Nupo-Lett. Guðrún hafnaði þvi hins vegar að kalla þetta þrýsting, hér væri ein- göngu um hefðbundið og eðli- legt eftirlit að ræða. Einnig hefúr forstöðumaður Ly'fjaeftirlitsins séð ástæðu til þess að kalla frumkvöðla Her- balife-innflutnings hér á landi til sín til að fá skýringar á lesefni eða innihaldslýsingum á efininu, sem vakið hafa undrun. Slíku má ekki dreifa nema að höfðu samráði við Lyfj aeftirlitið. Þegar þetta lesefni er skoðað kemur í ljós að það er mjög illa unnið og til þess fallið að ala á fordómum gagnvart Herbalife. Talsmenn Herbalife hafa enda hafnað þessu og segjast gera allt til að koma því úr umferð. Það er spurning hve mikil sanngirni er í því fólgin að birta kafla úr þessu þar sem dreifing þess er á misskiln- ingi byggð. Þar má þó sjá orðalag sem sumir vilja kenna við „nýöld“. Talað er um að „afeitra líkamann“, „100 prósent hrein næring“, „besta efiiið til þyngdarstýringar í dag“ og svo ffamvegis. Þrátt fýrir að sölumenn Herbali- fe hafni miðstýringu er ljóst að ein- hverjir hafa haft frumkvæði og afl til að fjarlægja þetta. Er nú löggilt- ur skjalaþýðandi búinn að vinna þýðingu á innihaldslýsingum. Það blasir þó við að þetta er orðalag og fullyrðingar sem hafa komið ffam á sölufundum. En eins og áður segir er það söluaðferðin sem harðast hefur verið gagnrýnd. Tilvonandi sölu- fólk fær að koma á námskeið og sumir hafa jafnvel farið til útlanda (helst Bandaríkjanna eða Eng- lands) til að læra. Gagnrýnendur segja að á námskeiðunum séu sölumenn „heilaþvegnir“ og þeim lofað háum sölulaunum. Það er meðal annars vegna söluaðferð- anna sem dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa bannað dreifingu Herbalife um skeið. Sömuleiðis tók forstöðu- maður Lyfjaeftirlitsins ffam að það væri margt við söluaðferðirnar sem eftirlitið setti fýrir sig. Það væri hins vegar augljóst að eftirlitið gæti ekki fylgst með því hvernig kynn- ing og sala færi ffam. Hefur Guð- rún falast eftir því að fá að vera á námskeiði en þeirri ósk hennar var hafnað. í dönskum blöðum hefur því jafiiffamt verið haldið fram að svo- Herbalife: Höfuðstöðvarnar eru í Los Angeles og aðalmaðurinn heitir Mark Hughes en að öðru leyti er lítið vitað um upprunann. Flest bendir til þess að hér sé um mjög arðsama starfsemi að ræða. Mana9e PROTEfi ,S.4öl þessar blöndur til að sækja um inn- flutningsheimild. Hefðu þær gjarn- an verið ffá mismunandi löndum og sagðist hún reyndar undrast að innihaldssamsetning þeirra hefði reynst mismunandi eftir því hvort þær komu frá Englandi, Hollandi eða Þýskalandi. Allar hefðu þær þó átt að gera sama gagn. Kvað hún þetta ósamræmi vekja margar spurningar. Eðlileg varkárni eða er kerf- ið að tryggja sig? Það er áleitin spurning fyrir alla sem að þessu máli koma hvernig eigi að bregðast við innrás Her- balife. Er þetta bara eitt efnið enn í langri röð kraftaverkameð- ala; Ginsengs, Gerikomplex, blómaffæfla og hvítlauks, sem mörg hver hafa fest sig í sessi þótt sviðsljósið hafi færst af þeim? Ef ekki er beinlínis verið að pretta fólk, er þá nokkuð athugavert við að aðilar fyrir utan hið „viðurkennda" lyf- sölukerfi selji vöru sem bætir heilsuna? Hefur „heilbrigðis- kerfið" staðið sig svo vel að almenningur skuldi því ein- hverja tryggð? Það er augljóst að fólk hér á landi sem um hinn vestræna heim verður sí- fellt gagnrýnna á viður- kennda læknis- og lyfja- ffæði. Stöðugt berast upplýsingar um ný lyf sem boða byltingu um leið og upplýst er að gömlu lyfin sem tekin voru í góðri trú hafi eftir allt saman ekki verið nógu góð. Á sama tíma berast stöðugar ffegnir um mikilvægi um- hverfis og fæðu fýrir heilsufar mannsins. „Þú ert það sem þú borðar,“ segir mál- tækið og sjálfúr Hippókrates sagði fýrir 2000 árum: „Láttu matinn vera þín lyf og lyfin þinn I mat.“ Þetta virðist STEFÁN GUÐJÓNSSON hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna: Kæra íhuguð á grundvelli nýrra laga um húsgöngusölu. vera boðorð dagsins í dag. í grein í blaðinu The European ffá því í febrúar síðastliðnum er bent á að næringar- og bætiefna- meðferðir hverskonar fari sigurför um hin vestræna heim — reyndar þó aðeins þar sem lögin séu það rúm að slíkar óhefðbundnar að- ferðir gangi upp. Þýskaland og England eru ffemst f flokki þjóða sem hafi tekið við þessu, en þar og í Danmörku og Hollandi eru þessar vörur skilgreindar sem matvörur. Áhugi Miðjarðarhafslandanna virðist hins vegar hafa verið mun takmarkaðari, einfaldlega af því að mataræði þeirra virðist yfirhöfúð hollara. Er því haldið fram að þetta séu ekki bara nýjar ráðleggingar um mataræði heldur einnig hug- myndir um að breyta lífsmáta fólks að mörgu leyti. Það virðist einnig eiga við um neytendur Herbalife-varanna. Ef þeir finna breytingar á sér — er það þá ekki allt eins breyttu lífs- munstri að þakka? Sölumenn Her- balife hamra á því í viðtölum við blaðamann að þeir haldi því aldrei ffam að þeir séu að selja lyf. Þeir selji bætiefni sem hver og einn verði að meta hvort geri honum gott. Siguröur Már Jónsson kallað pýramídasölu- kerfi sé við lýði eða keðjubréfasala. Þessu hafna sölumenn Herbalife hér á landi, en eins og áður segir hafna þeir því að einhver slík mið- stýring sé við lýði. Eru bætiefni meðul? Eins og gefur að skilja er mikil- vægt að nákvæm skilgreining liggi fýrir á því hvað um er að ræða. Lyfjaeftirlitið hefur skilgreint Her- balife sem bætiefni. í tollflokkun fellur þetta undir „efni til drykkjar- vöru“ og lendir reyndar í fremur víðtækum afgangsflokki. Kunnugir segja að þarna lendi vöruflokkar sem enginn viti almennilega hvað eru! í Herbalife eru fýrst og fremst vítamín og steinefni auk ýmissa bragðbætandi efna. Hér hefúr fengist heimild til að selja það sem heitir Formúla 1 og Formúla 2. Þetta er annars vegar duft og hins vegar töflur. Það sem kallast mán- aðarskammtur er selt á 5.600 krón- ur en kostaði á síðasta ári 4.900 krónur. Þetta er nokkuð dýrt en á móti segja sölumenn að þetta komi í staðinn fýrir eina til tvær máltíðir á dag, allt eftir því hve mikið við- komandi vill nota það. Til eru Formúlur 3 og 4 en að sögn Guðrúnar Eyjólfsdóttur hjá Lyfjaeffirlitinu var sala á þeim ekki leyíð vegna þess að í þeim fundust efni sem skilgreind eru sem lyf hér á landi og yrðu því að falla undir lög um íyfjasölu. Hún sagði að mikill ágangur hefði verið hjá eftir- litinu vegna þess að margir mis- munandi aðilar hefðu komið með Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarefnafræðingur Hjálpar fólki sem borðar lélegan mat Eg hef engar efasemdir um næringargildi þessara efúa. Það sem ég gagmýni fýrst og fremst er söluaðferðirnar. Ég hef miklar efasemdir um þau loforð scm sölumenn láta sér um nuinn fara um árangur af neyslu efnanna, t.d. veit ég að sölumenn hafa verið að lofa því að þetta komi í staðinn fyrir insúlín hjá sykursjúku fólki,“ sagði Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarefna- fræðingur, en hún er jafriframt varaformaður í Samtökum sykur- sjúkra. Guðrún hefur nokkrum sinnum komið fram í fjölmiðlum og gagnrýnt þær blekkingar sem hún segist sjá í söluaðferðum Herbalife. Hún sagðist reyndar telja að það væri aðeins tiltekinn fjöldi þeirra sölumanna, sem með þessi efni fara, sem beitti blekk- ingum. Þá sagði Guðrún að upplýsingar um magntöku efnanna stöng- uðust á í veigamiklum atriðum og væru stundum beinlínis rangar. „Ef þetta er gert á heiðarlegan hátt er ekkert við þetta að athuga. Mér finnst hins vegar kastað til höndunum og oft á tíðum fólk að selja þetta sem veit ekkert um efnin. Þetta er oft kynnt og selt sem megrunarduft en mér sýnist það vanta ýmis efúi til að það geti gengið upp, svo sem trefjaefni.“ Guðrún sagðist þar að auki telja að efnin væru mjög dýr og merkingar og umbúðir allsendis ófullnægjandi. „Ég vil þó taka það fram að það er ekkert í þessu sem er hættulegt. Þetta er ntjög dýrt næringarefni ef þú ætlar að nota þetta eins og þeir mæla með þ\a. Ef þú ætlar að fá þessi efiii sent þeir lofa f skammtinum þarftu að taka þessi 60 grömrn á dag og þá sem næringarefni, hvorki til fitunar né megrunar eins og þeir lofa. Þeir lofa því að þetta hreinsi út eiturefni og ýmislegt sem ekki er hægt að lofá. Ég get ekki tekið manneskju til mín og sagt: Ég skal grenna þig. Það gerist ekki nema fólk geri það sjálft og maður hjálpar því.“ En er ekki með öllum slíkum vörum verið að selja ákveðinn draum um bœtta heilsti, meira að segja þegar lýsi er selt? „Við vituin að lýsi hjálpar, rannsóknir sýna það, og þá er það ekki svona dýrt. Auðvitað er um það að ræða að fólk er að kaupa hugarfar og það á við um flest þessi efni. Oft getur það orðið til góðs; þú tekur þig á og ferð að hreyfa þig, meðal annars af því að efnið er svo dýrt að þú vilt ekki láta kúrinn fara til spillis. Mér sýnist þetta ofl hjálpa fólki sem borðar lélegan mat þvi það tekur sig á — en það hefði allt eins getað gert það með almennri fæðuleiðsögn.“ GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR. Hef heyrt af því að þetta eigi að koma t staðinn fyrir insúlín. FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 9

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.