Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 19
Um blaðamenn
DAGBÓK BLAÐAMAIMIXIS
Flestir sem á annað borð hafa
skoðun á blaðamönnum
vildu hafa þá öðruvísi. Sjálf-
sagt stafar það af því að engum
finnst starfið eðlilegt né þarít.
Þegar lögmenn forvitnast um
starfshætti blaðamanna undr-
ast þeir og spyrja af
hverju blaðamenn
séu ekki lögmenn,
að öðrum kosti
geti þeir varla íjall-
að um rétt eða
rangt; læknum
finnst endilega
að þegar blaða-
menn fjalla um
líf og heilsu þá
ættu þeir fyrst
að drífa sig í
læknisfræði;
forstjórar fyrir-
tækja segjast
helst vilja ræða
við viðskipta-
ffæðinga eða
endurskoðendur;
gott ef prestar vilja
ekki helst tala við
mjög guðhrædda
blaðamenn. Allt er þetta
auðvitað sprottið af því
að menn vilja helst ekki
tala við blaðamenn.
Þegar þeir hringja er
vanalega eitthvað að —
fféttir eru jú í eðli sínu
slæmar, samanber: Engar
fféttir eru góðar fféttir.
Blaðamenn hafa þvi tekið að sér
að vera boðberar illra tiðinda, ber-
andi feigðina með sér um allt, trufl-
andi fagurt mannlíf, í senn náriðlar
og mannorðsætur. Það er ekki
nema von þegar þeir kald-
hæðnari úr þessari vafa-
sömu stétt segja að
blaðamennska sé
ekki starf heldur skap-
gerðargalli.
Það er því eðlilegt að
spyrja sig fyrir hvern
þetta starf sé; almenning,
sem hefur rétt á því að fá
upplýsingar, blaðamenn
sem hafa rétt á því að afla sér
lífsviðurværis eða bara eig-
enduma sem hafa rétt á
því að reka fyrirtæki? I
raun er alltaf dálítið
ótrúlegt þegar blaða-
menn segjast meðvitað
starfa í almannaþágu.
Það er ekki alveg satt,
— allt er þetta jú
einhvers konar
bissniss. Án þess að
debet-kredit-hliðin gangi
upp verða tæpast til fjöl-
miðlar, nema þá í eigu
ríkisins. Hinu mega
menn ekki gleyma að
samfélagið væri dálítið
skrítið ef ekki væm
menn til að segja fféttir.
Það má endalaust
gagnrýna
blaðamenn
fyrir ásetn-
ing, getu og
Jósafat, ekki Jónatan
Misritanir vom í grein í síð-
asta blaði þar sem fjallað var um
viðskipti með dráttarskipið
Hvanneyri. Var Jósafat Arn-
grímsson á tveimur stöðum
skrifaður Jónatan og þá var rit-
háttur á nafninu Joe Grimson
rangur á nokkrum stöðum. Em
lesendur beðnir velvirðingar á
þessum mglanda.
Ritstj.
Rúnir eru ekki hættulegar
Forsíðutilvísun í viðtal við
Brynju Baldursdóttur í B- blað-
inu í síðustu viku, „Rúnir eru
hættulegar“, gaf ónákvæmar vís-
bendingar um skoðanir Brynju
sjálffar á rúnum og notkun
þeirra. Eins og lesa mátti í viðtal-
inu er Brynja þeirrar skoðunar
að rúnir séu aðeins form eða
tákn og þess vegna ekki hættu-
legar út af fyrir sig. Hins vegar
geti stafað hætta af rangri notk-
un þeirra eða meðhöndlun fólks
sem ekki kann með þær að fara.
Magnús og Birna
I smáffétt í síðustu viku um
ÍMARK var mishermt að for-
maður væri Magnús Kristjáns-
son. Það er rangt, núverandi
formaður er Bima Einarsdóttir
en Magnús er fyrrverandi for-
maður. Hlutaðeigandi eru beðn-
ir velvirðingar á mistökunum.
aðferðir við að segja fféttir, en það
er tæpast eðlilegt að gagnrýna þá
fyrir að gera það. Fyrir skömmu
sagði virðulegur dómari, sem var
að veija embættisgjörðir sínar fyrir
rétti, að tjáningarfrelsið hefði fyrst
og ffemst verið nauðsynlegt þegar
barist var við einvaldskonunga ní-
tjándu aldar. I dag væri það full-
komlega ofnotað skálkaskjól til að
ráðast á einkalíf fólks. Fannst hon-
um greinilega að opinbert starf
hans væri hans einkalíf og þar af
leiðandi einkamál.
Ein algengasta spurning sem
blaðamenn fá ffaman í sig er sú af
hverju í ósköpum þeir séu að skrifa
um þetta eða hitt, hverjum það
komi yfir höfuð við? I raun er ekk-
ert einhlítt svar til við þessu. Blaða-
menn eru reknir áffam af þeirri
hvöt að segja fréttir, stundum til
góðs og stundum til ills, eins og
flest annað í samfélaginu. Ég held
að fáar starfsstéttir geti sagt með
fúllri vissu að allt sem þær gera leiði
til betra mannlífs. Meira að segja
getur brugðið til beggja vona með
einfaldasta uppskurð færasta
skurðlæknis. Við verðum bara að
gera ráð fyrir að hann hafi metið
uppskurðinn nauðsynlegan þegar
hann var ffamkvæmdur.
Á sama hátt verðum við að telja
að þær leikreglur sem tryggja fjöl-
miðlum ffelsi séu til einhvers. Með
öðrum orðum: Ef þær væru ekki til
staðar þá byggjum við við aðrar og
verri aðstæður. Við þekkjum þjóð-
félög af afspurn þar sem tjáningar-
ffelsi er lítilsvirt. Fæst þekkjum við
slíkt ástand nema í gegnum ffá-
sagnir fjölmiðla annarra landa þar
sem tjáningarffelsi er einhvers met-
ið.
En felur starf blaðamannsins í sér
óhjákvæmilega baráttu á milli tján-
ingarffelsis og virðingar fyrir einka-
lífi? Má vera, einfaldlega vegna þess
að starf blaðamanns er í eðli sínu
dónalegt. Það felst í því ganga að
fólki og krefja það sagna, stundum
að því er virðist án tilefnis. Til þess
hafa þeir ekkert vald nema það sem
þeir hafa tekið sér vegna starfsins.
Þetta vald er í raun ekki meira en
svo að hver sem er hefur fullan rétt
til að neita að tjá sig, jafnvel skella á
ef það er skemmtilegra eða afneita
öllu síðarmeir.
Þegar menn vilja vera hátíðlegir
tala þeir gjarnan um fjórða valdið,
vald fjölmiðla. Yfirleitt er það gert
þegar mönnum þykir eitthvað hafa
farið úrskeiðis. Þá er eins og menn
líti í kringum sig og sjái boðflennu í
allsheijar veislu Iýðræðisins, nefrii-
lega fjölmiðlana. Og menn spyrja
sig: Værum við ekki betur komnir
án þeirra, nema að sjálfsögðu
Morgunblaðsins, það var skapað á
áttunda degi.
Siguröur Már Jónsson
ÞINGTÍÐINDI
Þú segir ekki salt!
Halidór Blöndal:
Hitt er ekkert nýtt og hann hvorki sannar né afsannar neitt með því að halda því fram að Sjálfstæðisflokkur
og Alþýðuflokkur hafi ekki alltaf verið sammála um landbúnaðarmál. Það hefúr alltaf legið fyrir og er einmitt
eitt af því sem togast er á um í íslenskri pólitík.
Akkúral
■ • •
Steingrímur J. Sigfússon:
Hæstvirtur forseti. Þetta er nú í raun og veru að verða held ég alveg nógu skýrt. Það er ljóst af svörum eða
öflu heldur hægt að segja kannski ekki-svörum hæstvirts utanríkisráðherra, þessum endaiausu ekki-svöruin
hæstvirts ráðherra hér, hvernig málið liggur.
Kristján Guðmundsson
Plús
„Kristján er vænn og afar heilsteyptur.
Hann er maður sátta, velviljaður og það er
ætíð jákvætt andrúmsloft í kringum hann.
Hann er ósérhlífinn, hefur sterka réttlætis-
kennd og vill hvers inanns vanda leysa. Hann
er „kúltúrmaður“ og náttúruunnandi. Krist-
ján er afskaplega fjörugur og skemmtilegur í
góðra vina hópi, góður tækifærisræðumaður
og söngmaður mikill. Svo er hann vel giftur
og hjónin eru einstakir höfðingjar heim að
sækja,“ segir Bragi Guðbrandsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra og fyrrverandi
samstarfsmaður Kristjáns í Kópavogi.
„Kristján er vingjarnlegur við fólk og hefúr
góða framkomu, hann á auðvelt með að fá
fólk til samstarfs og er félagslyndur. Hann er
glaður f góðra vina hópi, góður ferðafélagi og
er vinur vina sinna,“ segir Bragi Mikaelsson,
bæjarfúlltrúi Sjálfstæðisflokksins og sam-
starfsmaður Kristjáns til margra ára. „Hann
er fjandi duglegur og kemur sínum málum vel
að. Hann vinnur vel fyrir sitt fólk og þann
málstað sem hann vinnur fyrir hverju sinni,“
segir Hreinn Hreinsson, formaður FUJ í
Kópavogi og einn frambjóðendanna þar.
„Hann býður af sér góðan þokka, er vingjarn-
legur og hlustar með athygli á það sem allir
hafa til málanna að leggja, ungir sem aldnir.
Mikill diplómat," segir Magnús Árni Magn-
ússon, formaður SUJ.
Duglegur dipló-
mat — eða hug-
sjónalítill og hör-
undsár?
Kristján Guðmundsson náði um helgina
öðru sæti Alþýðuflokksins í Kópavogi.
Kristján var félagsmálastjóri í Kópavogi
1971-1982 og bæjarstjóri þar
1982-1990 sem óflokksbundinn embætt-
ismaður í meirihlutasamstarfi Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og Framsóknar-
flokks.
Mínus
„Það er ekki bara kostur að vera mannvin-
ur því það getur verið erfitt að gera svo öll-
um líki. I pólitíkinni hefur það háð honum
að liann sér mál firá mörgum hliðum og
skortir því sannfæringu fyrir ákveðnum
lausnum, en í því getur lika falist styrkur. Þá
þarf hann að hugsa betur um heilsuna,“ segir
Bragi Guðbrandsson. „Kristján er gjam á að
lofa fólki meiru en hann getrn- staðið við,
tekur gagnrýni mjög persónulega og sárnar
þá mjög mikið við viðkomandi. Hann tekur
að sér mörg verkefni og verður þá að láta
reka á reiðanum. Á erfitt með að skilgreina á
milli persónulegra atriða og pólitískra og lít-
ur þá á þau atriði sem persónulegar aðdrótt-
anir. Þarf að tileinka sér betri yfirsýn yfir mál
og geta tekið afstöðu án þess að láta afstöðu
annarra koma um of við sig sjálfan. Vegna
þeirrar viðkvæmni sem gjaman kemur fram
í samskiptum hans við pólitíska andstæð-
inga verða þessi vandamál hans erfiðari þeg-
ar hann er pólitískur fulltrúi en á meðan
hann gegndi embætti bæjarstjóra,“ segir
Bragi Mikaelsson. „Hann er með of mörg
jám í eldinum og nær ekki að sinna öllu al-
mennilega,“ segir Hreinn Hreinsson. „Mönn-
um fannst hann vera frekar framkvæmdalít-
ill sem bæjarstjóri en hann var vitaskuld ekki
pólitískur leiðtogi í því meirihlutasamstarfi.
Hann þurfti því að fara varlega, oft bil
beggja,“ segir Magnús Árni Magnússon.
ÆSKUMYNDIN
Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður er greinilega rokkari að
upplagi. Kemur úr alþýðustétt, gekk í eina viðurkennda
utangarðsunglingaskólann, á Núpi, eins og KK og Þorleifur
bassaleikari og fleiri góðir menn. Þótt rokkgreiðslan sé á
undanhaldi er fasið og málflutningurinn enn ögrandi og
framborinn af hæfilegri virðingu fyrir þessum 62 „skver"
þingmönnum sem ekki þora að vera öðruvísi.
Rangfeðruð
í síðasta tölublaði PRESSUNNAR, 23. febrúar, var úttekt um starf-
semi miðla á íslandi. Þar var meðal annars getið um Bíbí Ólafsdóttur.
Ranghermt var að hún væri Einarsdóttir og er beðist velvirðingar á því.
FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1993 PRESSAN 19