Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 16
Æskan og ellin
ðsti draumur ungra skák-
manna er vitaskuld að
verða stórmeistari í skák.
En jafhvel þótt það takist dugar
það varla eitt og sér til að skrá nafn
sitt stóru letri í skáksöguna. Stór-
meistarar eru nefnilega orðnir
nokkuð margir - á nýjum stigalista
reiknast mér þeir vera 409 ef Ka-
sparov og Short er bætt við en
strikaðir út nokkrir „heiðursstór-
meistarar".
Stórmeistararnir skiptast svona
milli ríkja: 1. Rússland (64); 2.
Bandaríkin (34); 3. Þýskaland (29);
4. Júgóslavía (27); 5. Ungverjaland
(23); 6. England (19); 7. Úkraína
(18); 8. Búlgaría (17), 9.-11. Ge-
orgía, ísrael og Króatía (12); 12.
Holland (9); 13.-14. Argentína og
Tékkland (8); 15.-16. Frakkland og
Svíþjóð (7); 17.-22. Armenía, ís-
land, Kúba, Lettland, Rúmenía og
Spánn (6, og Salov væntanlegur);
23.-25. Bosnía, Pólland og Usbe-
kistan (4); 26.-35. Hvíta-Rússland,
Brasilía, Danmörk, Filippseyjar,
Finnland, Grikkland, Kína, Lithá-
en, Slóvakía og Sviss (3); 36.-44.
Austurríki, Eistland, Indland, Ind-
ónesía, Italía, Kanada, Kólumbía,
Moldova og Skotíand (2); og einn
stórmeistari teflir undir merkjum
Aserbædsjans, Ástralíu, Bangla
Desh, Belgíu, Chile, Kazakstans,
Makedóníu, Mexíkó, Noregs, Para-
guay, Slóveníu, Túnis og Tyrk-
lands. Alls eiga 57 lönd virka stór-
meistara í skák.
Svo sem sjá má hafa Rússar yfir-
burðastöðu, einn stórmeistara fyrir
hvem reit skákborðsins og nærri
helmingi fleiri en næsta þjóð á eftir
— auk þess sem Rússum bætist nýr
stórmeistari svo til í hverjum mán-
uði. Ef á hinn bóginn eru lagðir
saman allir stórmeistarar hinna
fýrrverandi Sovétríkja kemur í ljós
að þeir eru hvorki fleiri né færri en
122. Ekki nóg með það; gegnum
árin hafa margir „sovéskir" skák-
menn sest að erlendis og 36 stór-
meistarar til viðbótar eru fæddir í
Sovétríkjunum en tefla nú undir 9
mismunandi fánum. Flestir eru
þeir í Bandaríkjunum (15 af 34
amerískum stórmeisturum!), ísrael
(8 af 12) og Frakklandi (4 af 7).
Nokkrir þessara stórmeistara hafa
náð tign sinni eftir að þeir fluttust
frá Sovétríkjunum fyrrverandi og
þykjast ekki skulda sovéska skák-
skólanum neitt en hvað sem því
líður eru þó alls 158 stórmeistarar
fæddir í Sovétríkjunum eða nærri
40%.
Auðvitað segir svona talnaruna
ekki alla söguna frekar en fyrri dag-
inn. Argentínumenn virðast til
dæmis ekki á flæðiskeri staddir
með 8 stórmeistara en þegar að er
gáð kemur í ljós að helmingur
þeirra er kominn vel yfir sjötugt:
Rossetto 72ja ára, Bolbochan 74ja
ára, Guimard 81s árs og Najdorf
84ja ára! Allir tefla þeir enn stöku
sinnum og standa sig vel miðað við
aldur en geta vitaskuld ekki talist í
fremstu víglínu. Fimmti stórmeist-
ari Argentínumanna, Panno, verð-
ur sextugur á næsta ári og sá yngsti,
Barbero, er 32ja ára. Að sönnu eiga
Argentínumenn einn efnispilt —
Hugo Spangenberg, átján ára al-
þjóðameistara með 2.510 Elo-stig,
og á hans herðar verður langþráðri
endurnýjun argentínsku skáksveit-
arinnar varpað, en gætið einnig að
Maximiliano Ginzburg.
Þá eiga Júgóslavar (Serbar og
Svartfellingar) hvorki meira né
minna en 27 stórmeistara, en þeir
eru lílca nokkuð „gamlir“. Vlatko
Bogdanovski (2.515) verður þrí-
tugur á gamlársdag en allir hinir
júgóslavnesku stórmeistararnir,
nema einn, eru komnir yfir þrítugt,
margir yfir fertugt og sumir eldri.
Júgóslavar virðast því ekld beinlínis
vaxandi á slcáksviðinu í bili. Eini
ungi stórmeistari þeirra er að
sönnu til alls líldegur — Igor Mil-
adinovic, nýorðinn tvítugur og
heimsmeistari unglinga á síðasta
ári. Einnig má vera að eitthvað
verði úr Miroslav Markovic, tvítug-
um alþjóðameistara með 2.495
stig.
Enn ein þjóð sem á við sama
vandamál að stríða eru Úkraínu-
menn. Órólegur andi ívantsjúks
verður 25 ára eftir hálfan mánuð
og er hann yngsti stórmeistari þess-
arar sterku skákþjóðar. Barna-
stjörnur eru ekJd í augsýn í Úkra-
ínu en geyma má Alexander nokk-
urn Onitsjúk bak við eyrað. Til
samanburðar má geta þess að
Þjóðverjar eiga 8 stórmeistara und-
ir þrítugu (og marga kornunga,
stórefnilega alþjóðameistara: Ga-
briel, Bezold, Maiwald etc.), Ung-
verjar 5 (þar af tvo sautján ára og
Peter Lékó fjórtán ára!), Israelar 6
(af 12), Bandaríkjamenn 7, Búlgar-
ar 5 (þar af fjóra efstu menn sína)
og ungu Rússana nenni ég eldd að
telja.
, Einn efnilegasti skálonaður
heims er rússneski pilturinn Alex-
ander Morosévitsj, 16 ára, fæddur
18. júlí 1977. Hann hefur 2.590 stig
og er örugglega orðinn stórmeistari
þótt formlega sé hann aðeins al-
þjóðameistari á Elo-listanum. Mo-
rosévitsj vakti, eins og allir muna
náttúrlega, milda athygli á Tilburg-
mótinu síðasta þar sem hann
komst ósigraður gegnum fjögur út-
sláttareinvígi, gegn Van der Wiel,
Van Wely, Adams og Kiril Ge-
orgiev, en tapaði loks í bráðabana
gegn þeim síðasmefnda. Drengur-
inn þótti tefla mjög djarflega og
skemmtilega en í nýjasta hefti
tímaritsins New in Chess kemur
ffam að hann á ýmislegt ólært í
mannasiðum. Þegar Morosévitsj
hafði unnið mjög óvæntan og sæt-
an sigur á Adams fleygði hann
pappírum sínum yfirlætislega í
Englendinginn til undirritunar, og
meira að segja þjálfara hans blöslcr-
aði hegðun hans stundum — eldd
síst sá siður hans að vera stöðugt að
gá í lcringum sig hvort allir væru
ekki örugglega að dást að honum.
Menn dáðust að vísu yfirleitt að
taflmennsku hans en síður að hon-
um sjálfum.
I þessu sama hefti er reyndar líka
að finna skýringu þess hvers vegna
Norðmaðurinn Simen Agdestein
hefur látið af knattspyrnuiðkun
eins og vildð var hér að fyrir viku.
Sú skýTÍng reynist vera afar sorgleg.
Agdestein er illa haldinn af dular-
fullum sjúkdómi sem lýsir sér eink-
um í máttieysi í höndum og hand-
leggjum. Svo illa er komið fyrir
honum að hann getur ekld teflt
nema stöku sinnum og þegar hann
sendi NIC skýringar við ágætan
sigur sinn á Ivantsjúk í Tilburg
hafði honum hralcað svo að hann
varð að lesa slcýringamar inn á seg-
ulband því hendurnar létu þá alls
eldd að stjóm. Hann gat hvorld
skrifað né stýrt taflmönnum á
skákborði.
VI|CVS|{>A£ BIRt/st
mynD a* SAIoms.
KAiL
M| 4 C
SélÆ'L'
fSjUNÁJ I
AStuI* /U-lftA Dj
HAtW f/ÍÍTll? s/Á
É/NVM hlVA'A FAVr7
, 'A StYtT-
HAfSreiH
\MFNmiW'HEN/s/At.O(>4XeL'C’
0 K-V A (L
----- MI VLvpi rcoó Meí? VI lí I
HóAJ
VJQ LÍFTi 4^
ólbhnt
T- ^
A9 HENWi H
wjB.A'irToívt.A/A e
\viY!WG4t*rnc>lKjv
Húw KrYpri5é/?Míí)A
06 ?F|^SffWlVrFFTfP-
tvCCAJNDNA
CÖ7Té fPTÆPLEiA FmtoTVb.
b'yCa AJ0 EPM&tí 9. ö 6 Svj'i -
r.íjpv ElVWvtflofr FKKjSA
uÍn’aSFV S** cH
,'^óTTUM V /f
viVíw^Lottoimv .
KATA
.An/6/ST
J Lorrg
Hc/Af VEJLStAPl ALLtA T
’A SAMA SyAP ö€ ,,
M/Wv
tcrr£~ E<S ÓLAFSSoiA/
SÖGUR LÝÐVELDISINS #6
© STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ & SJÓN
16 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994