Pressan - 03.03.1994, Síða 15
Bíðum enn
Fyrir nokkrum vikum birtíst
opnuviðtal í DV undir fyrir-
sögninni: „Konan senm beðið
er eftir“. Þar var rætt við Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur um fyrirhugað
framboð vinstriflokkanna í Reykja-
vík, störf hennar o.fl. Eftír lestur
þeirrar greinar vona ég, með fullri
virðingu fyrir Ingibjörgu, að Reyk-
víkingar eigi eítir að bíða lengi effir
henni sem hugsanlegu borgar-
stjóraefni og í raun að biðtíminn
verði aldrei á enda.
En eftir hverju eru Dagblaðs-
menn að bíða? Ingibjörg segir sjálf,
að hún muni ekki taka ákvörðun
um ffamboð sitt fyrr en í fyrsta lagi
að framboðslisti vinstriflokkanna
liggi fyrir og í öðru lagi að málefha-
samningur eða stefnuskrá vinstri-
flokkanna hafi verið ákveðin. Þetta
eitt sér gefur vísbendingu um að
Ingibjörg geti aldrei orðið sá for-
ystumaður sem hún er sögð vera.
Það hefúr einnig lekið út úr her-
búðum vinstriflokkanna hvemig
verkaskipting eigi að vera á meðal
þeirra ef þeir ná árangri í kosning-
unum. Sigrún Magnúsdóttir fram-
sóknarkona á að vera pólitískur
verkstjóri og Guðrún Ágústsdóttir
alþýðubandalagskona á að hljóta
embættí forseta borgarstjómar.
Foringi án hlutverks
M.ö.o. er staðan þessi: Ingibjörg
hefur engin áhrif á val framboðs-
listans eða val þess fólks sem á að
starfa með henni. Hún tekur ekki
þátt í stefhumótun ffamboðsins,
hún tekur ekki ákvörðun fyrr en
stefhumótun er lokið. Hún á ekki
að vera hinn pólitíski verkstjóri,
sem er þó meginhlutverk borgar-
stjóra. Hún mun að sjálfsögðu ekki
stýra fundum borgarstjórnar, því
það er í verkahring forseta borgar-
stjómar. Hvað á hún þá að gera?
Hvert verður hennar hlutverk?
Það virðist á öllu að Ingibjörgu
sé ætlað mun minna hlutverk en
látið er í veðri vaka og jafnframt að
hún getí aldrei orðið sterkur borg-
arstjóri eins og vinstrimenn tala svo
mjög mikið um. Enda kemur ffam
í fyrrgreindu blaðaviðtali ákveðin
fyrirlitning Ingibjargar í garð emb-
ættis borgarstjóra þar sem hún tal-
ar um „montembættí“. Snobb eða
fyrirlitning af þessu tagi kann ekki
góðri lukku að stýra. Þessi nei-
kvæða afstaða undirstrikar það við-
horf sem hún virðist hafa til hugs-
anlegrar þátttöku sinnar í vinstra-
ffamboðinu og til þess verkefnis
sem hugsanlega kann að bíða
hennar.
„Pólitísk gulrót"
Það er ljóst að Ingibjörg á fyrst
og fremst að vera einhvers konar
„pólitísk gulrót“ fyrir vinstraffam-
boðið. Hún á að selja framboðslista
sem án hennar er talinn óseljanleg-
ur. Þetta er hálfömurlegt hlutskipti
fyrir stjómmálamann. Þetta er
einnig hálfömurleg söluvara fyrir
kjósendur. Sérstaklega þegar litið er
tfl þess að ffambjóðendur hinna
vinstriflokkanna hafa hingað til
ekki komist til áhrifa í borgarstjórn
með skírskotun til eigin verðleika.
Framsóknarflokkurinn, Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur hafa
gefist upp. Stefna þeirra í borgar-
málum hefur engum árangri skilað
og því er stofhað til hræðslubanda-
lags og Ingibjörg lokkuð til að skipa
baráttusætið.
Höllustaðaframboð
Margir kjósendur muna stjóm-
artíð vinstriflokkanna í Reykjavík
árin 1978 til 1982. Þau ár ein-
kenndust af ráðaleysi, skipulags-
leysi og óstjóm. Skattar og álögur
hækkuðu. Fyrirtæki og einstakling-
ar flúðu úr borginni og í raun má
segja, að á þessum árum hafi ná-
grannasveitarfélög borgarinnar
blómstrað á kostnað borgarbúa.
Nú á að bjóða borgarbúum upp á
nýja tilraun. Bak við tjöldin er til-
rauninni stjómað ffá Höllustöðum
og ffá flokksskrifstofu Alþýðu-
bandalagsins. Getur þetta gengið?
Nei.
Breytt ímynd
Það eitt að Ingibjörg Sólrún skuli
vera að velta því fyrir sér að taka
þátt í þessu er veikleikamerki.
Hingað til hefur hún reynt að telja
kjósendum trú um að hún standi
fyrir ákveðin prinsipp. Þetta ffam-
boðsbrölt hennar sýnir okkur hið
gagnstæða.
„Ingibjörg á fyrst
og fremst að vera
einhvers konar
„pólitísk gulrót“
fyrir vinstrafram-
boðið. Hún á að
selja framboðslista
sem án hennar er
talinn óseljanlegur.
Þetta er hálfömur-
legt hlutskipti fyrir
stjórnmálamann. “
Þetta framboðsbrölt hennar
breytir einnig ímynd Kvennalist-
ans. Hingað til hefur Kvennalistínn
reynt að marka sér sérstöðu í ís-
Ienskri pólitík. Reynt að halda því
ffam, að flokkurinn sé yfir hið pól-
itíska litróf hafinn, sé hvorki til
hægri né vinstri og standi gegn
gamla flokkakerfinu. Þannig hefur
Kvennalistinn fengið atkvæði sem
þverpólitískt afl. Sú sérstaða er nú
að engu orðin. Ingibjörg Sólrún
getur ekki verið konan sem beðið
er effir. Við skulum bíða áffam.
Höfundur er lögmaður.
Skuldir og hamingja
Stærsta fjármálalega ákvörðun
hverrar fjölskyldu er að kaupa
sér þak yfir höfuðið. í kjara-
samningum vorið 1986 urðu
straumhvörf í fjármögnun hins op-
inbera fasteignaveðlánakerfis. Líf-
eyrissjóðir vom lokkaðir með gul-
rót til að lána Byggingarsjóði ríkis-
ins á gulrótarkjömm en sjálfur ætl-
aði Byggingarsjóður að lána út á
lægri vöxtum en hann fjármagnaði
sín lán með.
Allir, sem vildu vita, vissu að slík
lánskjör gætu ekki gengið til lengd-
ar. Núverandi félagsmálaráðherra
sá að fjárhagur Byggingarsjóðs rík-
isins stefndi í rúst og hefur því
hækkað vexti af lánum sjóðsins þar
sem heimild var til slíks í ákvæðum
skuldabréfanna. Nú má til sanns
vegar færa að með vaxtahækkun sé
verið að koma aftan að lántökum.
Á móti stendur það sem fyrr er
sagt: Vildarkjörin gátu ekki gengið.
En hver voru viðbrögðin? Frétta-
maður Stöðvar 2 leitaði uppi hjón,
sem bjuggu í hálfbyggðu húsi, og
spurði þau: Kemur vaxtahækkunin
sér ekki illa? Svör ungu hjónanna
komu ekki á óvart.
Það sem kom á óvart var að
fréttamaðurinn spurði ungu hjón-
in ekki að því hvort þau teldu að
foreldrar þeirra hefðu vogað sér að
byggja hús af þessari stærð á þeirra
aldri. Foreldrarnir höfðu þó verð-
bólguna til að hjálpa sér við að
lækka skuldirnar, en með verð-
tryggingu greiða menn og konur
skuldir sínar að fullu.
Það kom einnig á óvart að ff étta-
maðurinn spurði hjónin ekki að
VIÐSKIPTI
— fffflf HLIOIIM
Vikulegur dálkur um viðskipti og fjármál er
skrifaður af pallborði nokkurra einstaklinga í
viðskipta- og fjármálalífi.
því hvort eðlilegt væri að ómálga
barnið þeirra greiddi skuldaóreiðu
Byggingarsjóðs þegar það færi að
koma sér þaki yfir höfúðið. Ein-
hver greiðir skuldimar að lokum.
Og ekki tók því að spyija barnið.
Framangreint sjónvarpsviðtal
kenndi höfúndi þessa pistils það,
að við búum í skuldarasamfélagi
og fféttamenn útvarps og sjón-
varps ganga lengst allra í dekri við
skuldara. Fréttamenn og aðrir, sem
starfa við fjölmiðlun, hafa aldrei
lagt það á sig að upplýsa þjóðina
um breytta stöðu eftír verðtrygg-
ingu 1980.
Það hefúr komið í ljós að skuldir
heimila hafa fimmfaldast á þeim
tíma sem liðinn er ffá því verð-
trygging fjárskuldlúndinga varð al-
menn. í dag eru skuldir á hverja
fjögurra manna fjölskyldu um fjór-
ar mifljónir. Þar sem dreifing
skulda er ekki jöfú, og sumir
skulda alls ekki neitt, er hætt við að
miðlungsskuld heimflis sé töluvert
hærri, eða um 6-7 milljónir. Tfl að
standa undir greiðslubyrði vaxta
þarf að hafa í tekjur fyrir skatta um
eina mflljón á ári og þá á eftír að
lifa og greiða afborganir. 12 pró-
sent ffamteljenda eiga alls ekki fyrir
skuldum sínum.
Á móti þessari skuldaaukningu
hefur ráðstöfúnarfé lífeyrissjóða
einnig margfaldast. Sjóðsfélagar
hafa í raun tekið hið aukna ráð-
stöfunarfé að láni til langs tíma.
Það mun standa á endum hjá
mörgum þeirra, að þegar sjóðsfé-
lagamir komast á eftírlaunaaldur
munu þeir rétt ná að greiða síðasta
„Það eru þunnar traktering-
ar að þrœla allt sitt líf eiga
ekki í sig og á ogfara svo til
helvítis á eftir. “
lánið upp ef þeir þá ná því.
Fjölmargir Islendingar munu því
sjá ffam á það að þeir verða
skuldaþrælar ævina út. Mun þá
einhver segja: „Það eru þunnar
trakteringar að þræla allt sitt líf,
eiga ekki í sig og á og fara svo tfl
helvítis á effir.“ En því miður; þetta
er það sem bíður þeirra sem lenda
á skuldaklafa.
Nú er það alls ekki svo að pistla-
höfúndur hafi neitt á mótí því að
fólk taki lán. Tfl hvers væru þá
bankar? Mannskepnan verður að
gera sér grein fyrir því að hún er
annarrar gerðar en dýr merkurinn-
ar. Dýrin hafa ekki áhyggjur af
morgundeginum og þau kunna
ekki að treina sér. Það að vera
maður er að bera ábyrgð á sjálfúm
sér og gerðum sínum, á eigin lífi.
Maðurinn og konan verða að
kunna að hafa hemil á löngunum
sínum, það verður stundum að
fresta hamingjunni. Það að kaupa
hamingjuna á afborgunum er
óþarflega dýr hamingja og hún er
alls ekki nógu
stöðug tfl að hæfa
hinum upplýsta
manni. Og ef
hamingjuafborg-
anir fara í vanskil
endar hamingjan
í harmleik. Að
ekki sé talað um
að flýta hamingju
annarra með því
að ganga í per-
sónulega ábyrgð
fyrir skylda og
vandalausa. Og
þurfa svo að
greiða fyrir hina
glötuðu ham-
ingju sjálfur.
Lánastofnanir
hafa hlutverki að
gegna. Þær verða
að gera lántak-
endum ljóst hve
mikil greiðslu-
byrðUána_fflun verða og hve lengi
hún muni vara. Það er tíl fyrir-
myndar á hvern hátt Lífeýrissjóður
verslunannanna gerir þeim, er lána
veð fyrir lánum, ljóst hvaða þýð-
ingu slíkar veðsemingar hafa.
Kynslóðin, sem fæddist upp úr
1960, þarf að greiða öll sín lán til
baka, húsbyggingarlán sem og
námslán. Kynslóðin sem fæddist
upp úr 1940 fékk aðstoð verðbólg-
unnar við að greiða sín lán. Þetta er
sú breytta heimsmynd sem blasir
við þeim sem nú eru að vaxa úr
grasi. Hamingjan hlotnast aðeins
þeim sem eiga allt sitt á þurru.
Fjölmiðlar
Elsku (kyn)Vera
Elsku Vera.
Nokkur andartök þarna um dag-
inn hélt ég að við hefðum náð sam-
an. En svo brást það.
Ekki misskilja mig. Við áttum
okkar stundir saman, en það var
eitt sem við gátum aldrei komið
okkur saman um. Það var um gildi
konunnar sem kynveru. Þú
skammaðir okkur karlana alltaf
fyrir afstöðu okkar tfl kvenna sem
kvenna. „Þið lítið bara á okkur sem
kynverur, viljið bara sofa hjá okkur
og viljið halda því þannig til að við-
halda völdurn ykkar í samfélag-
inu,“ sagðirðu. Það mátti ekki kalla
ykkur „elskan“, því það var niður-
lægjandi og í kynjavaldapólitík
jafhgflt því að við værum forstjór-
amir og þið símadömumar.
Ég náði aldrei almennilega upp í
þetta. Ég vfldi einhvern veginn ekki
kannast við það sem úthugsað
valdapólitískt plott að þykja ein-
hver ykkar árennfleg og vflja kynn-
ast henni betur. Því síður skynjaði
ég þessa nýstyrktu pólitísku stöðu
mína í samfélaginu þegar það
heppnaðist. Mín niðurstaða var
þess vegna sú að þú lifðir í ein-
hverjum allt öðrum heimi, með lít-
ið eða ekkert jarðsamband við
raunveruleikann sem aðrir upp-
lifðu. Ég skildi þig sem sagt ekki og
nenntí ekki að lesa þig.
En svo hélt ég þama um daginn
að við gætum mætzt á miðri leið.
Þá fékk ég í hendumar nýjasta
tölublaðið af þér með fyrirsögnum
á borð við „Konur á barmi kyn-
frelsis" og „Við erum líka kynver-
ur“. Guðisélof, hugsaði ég.
Kannske Vera sé farin að geta sofið
hjá stöku sinnum án þess að
strengja þess heit að hefha hvers
skiptis dýrum dómum á okkur
þegar byltingin kemur.
En okkar andlegt ástarsamband
varði ekki lengi. Ég stautaði mig í
gegnum nokkrar blaðsíður og
komst að því að þú varst ekki kom-
in niður á jörðina, heldur varst bú-
in að gera að þínum það sem Kan-
inn kallar „do-me“-femínisma. Það
felst í fáum orðum í því að taka
upp allt það versta sem karlrembur
heimsins hafa afrekað og tileinka
sér sturtuklefahúmor þeirra í kaup-
bæti — en á „forsendum konunn-
ar“ vitanlega. Ég las mig í gegnum
fyrirsagnir eins og „Vildi afmeyja
mig sjálf ‘ og vizkumola á borð við
„Hallveig er farin að upplifa meyj-
arhaftið sem alls herjar haft á lífi
sínu“. Þá gafst ég upp.
„Þú ert enn föst íjila-
beinsturni gamals fetn-
ínisma sem varð eftir á
meðan þjóðfélagið hélt
áfram sinni ferð, grun-
laust um öll vandamál-
in sem til voru þarna
uppi hjá þér. “
Ef ég skfldi eitthvað í femínisma
myndi ég kannski skflja hvernig
hægt er að gefa út heilt blað um
þessi brennandi vandamál nútíma-
konunnar, meydóminn og afmeyj-
unina. Þá myndi ég kannske gefa
sjálfur út blað um sveindóminn og
það allt. En það er eins og fyrri
daginn — ég skfl þig ekki og get
ekki komizt að annarri niðurstöðu
en að þú sért enn föst í fílabeins-
turni gamals femínisma sem varð
eftir á meðan þjóðfélagið hélt
áffarn sinni ferð, grunlaust um öll
vandamálin sem tfl voru þarna
uppi hjá þér.
Eg veit ekki hvort þú kemur
nokkurn tíma niður á jörðina og er
ekki viss um að ég vilji það. Við
höfum það nefúilega svo ágætt
hérna. Kynferðiskreppan heldur
ekki fyrir okkur vöku og enn tekst
okkur að kynnast hvert öðru án
þess að analýsera það á eftír í ljósi
samfélagslegs gildis meyjarhaftsins.
Líklega er ágætt að þú takir það að
þér þarna uppi. Við getum þá
haldið áffarn með lífið hérna niðri.
Karl Th. Birgisson
Gleðskapurinn var í góðu gengi —
anóið og nóturnar úr fílabeini.
en þá rak Tantor augun í pí-
HINUMEGIN (The Far Side)
Eftir Gary Larson
FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 15