Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 14

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 14
Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Sigurður Már Jónsson Framleiðslustjóri Bragi Halldórsson Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nybýlavegi 14-16, sími 643080. Símbréf: Ritstjórn 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 643085, dreifing 643086, tækni- deild 643087. Áskriftargjald 860 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. á mánuði annars. Verð í lausasölu 280 krónur. Ekkert pláss fyrir fatlaða r Islendingar hafa komið sér upp býsna víðtæku stuðningskerfi til að aðstoða þá sem þurfa á hjálp að halda vegna ofbeldis af einni eða annarri tegund; það er Kvennaathvarf, þjónusta við fórnarlömb nauðgana hjá Stígamótum og unglingaathvarf Rauða krossins. í PRESSUNNIí dag er sögð saga ungrar stúlku sem býr við ofbeldi í heimahúsum. Engin af fyrrgreindum stofnunum getur þó liðsinnt henni, ekki af því að vandamál hennar er ekki talið nógu alvarlegt, heldur þvert á móti af því að þaó er of alvarlegt. Stúlk- an er fötluó og í hjólastól. Það er enginn undir þaó búinn að hjálpa stúlku sem þannig er ástatt fyrir. Hún situr á kaffihúsum á daginn af því að hún á ekki í nein hús aó venda. Hún sefur á almenningssalernum um nætur af því að það er ekki gert ráð fyrir fötluðu fólki hjá félagasamtökum sem annars veita ófötluðu fólki aðstoð. Hún er, í fáum oróum, um- komulaus, örvæntingarfull og mikillar hjálpar þurfi. Eftir margra ára umræðu og milljónafjárfestingar er niður- staðan sem sagt sú að konur sem beittar eru ofbeldi eiga í nokk- ur hús að venda — þær verða bara að passa sig að vera ekki fatlaðar. Það gleymdist nefnilega að gera ráð fyrir hjólastólunum. R ík iss tjó rn in er ónýt Það hefur enn betur sannazt eftir nýjustu búvörudeilurnar innan ríkisstjórnarinnar að hún er hér eftir ekki fær um annað en að halda sjó við stjórn landsins það sem eftir lifir kjörtímabils. Það er reyndar nokkuö síðan þetta varð Ijóst, en deilurnar og grunsemdir um óheilindi á báða bóga hafa endan- lega grafið undan þessari ríkisstjórn sem nothæfri athafnastjórn. Á meðan hækka atvinnuleysistölur dag frá degi og aðgerðaleysi stjórnarinnartil að bæta úr því hrópar á athygli. Ríkisstjórnin mun lifa á því sem endranær, að aðrir vænlegir kostir eru ekki til að óbreyttum valdahlutföllum á Alþingi. Það dugar henni til lífs og það dugartil að bjarga atvinnumálum Steingríms Hermannssonar, en það mun ekki duga þeim þúsund- um atvinnulausra sem nú bíða eftirverkefnum, þeim sjálfum og þjóðarbúinu til ómælds tjóns. BLAÐAMENN: Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir próf- arkalesari, Snorri Kristjánsson umbrotsmaður, Steingrímur Eyíjörð útlitshönnuður. PENNAR: Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jó- hann Birgisson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólaf- ur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Öss- ur Skarphéðinsson. Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmars- son, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Indr- iði G. Þorsteinsson, Jónas Sen, klassík og dulrœn tnálefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ól- afsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Pétur Ormslev. s Uti alla nóttina Hann er með þeim elstu í tólf systkina hópi, mikilli höfð- ingjaætt ffá Hoffelli í Nesj- um, og hann ætlaði sér snemma að verða þingmaður. Þetta eru dugn- aðarforkar og ffekjudallar, segja sumir, vita hvað þeir heita, enda af Hoffellsættinni. Þeir hafa samt, lengst af, hálfþartinn séð effir því að hafa sent Egil á þing, sjálfstæðis- menn. Fundist hann klaufalegur í ffamgöngu, oft sett hann í hóp með Eggerti Haukdal. Egill hefur heldur aldrei tilheyrt þeim hluta al- þingismanna sem fá konur til að gráta, ræðuskörungur er hann ekki, hefur verið að volgra þetta svona baksviðs, staðið vörð í landbúnað- armálum og dregið fé heim í Aust- urlandsfjórðung, einkum þó Hornafjörð, einkum þó Nesjasveit. Fyrirgreiðsluþingmaður af gamla taginu, það þykir uppaliðinu fyrir sunnan ófín nafnbót en við hér er- um flest hreykin af slíkum, þeir koma okkur vel, þannig menn kjósum við á þing og höfum ekld mörg orð um það. En nú hefur Egill Jónsson hins vegar risið úr öskustó, stigið ffam á sviðið, er farinn að stjórna landinu. Hann er orðinn með þeim allra elstu við Austurvöllinn og kann á þessu tökin. Seljavallagoðið upp- götvaði þingræðið, fann að valdið gat búið í formanni landbúnaðar- nefhdar Alþingis og hann er í ess- inu sínu. Við stjómvölinn liður honum vel eins og heima í Hoffelli forðum. Út um allt land er Egill dáður. Goðið er kærkomin tilbreyting frá þessum slaufum sem vanalega stjórna. Það talar mál sem fólk skil- ur á meðan það er að berja á kröt- unum og kratar eru hataðir um all- „ Veröldin er ' breytt, verður aldrei söm. Egill Jónsson hejitr uppgötvað vald sitt... Foringi er fœddur. “ ar sveitir. Sérílagi era Hornfirðing- ar og Austfirðingar hreyknir. Nú eiga þeir ekki bara Halldór Ás- grímsson sem stórveldi í pólitík- inni. Á meðan sá stendur í skugga Steingríms baðar Seljavallagoðið sig í sviðsljósinu, hefur líf ríkis- stjórnar í höndunum, niðurlægir kratana oft á dag, sveiflast um Al- þingishúsið með sigurmerki og sig- urbros á vör. Veröldin er breytt, verður aldrei söm. Egill Jónsson hefur uppgötvað vald sitt. Fleiri þingmenn sem aldrei var trúað fyr- ir ráðherrastól munu uppgötva þingræðið og fylgja í kjölfarið. Hér eftir verður ekki eins gaman að vera ráðherra og líf kratanna, krossfara nútímans, verður enn önugra hér eftir en hingað til, að minnsta kosti á meðan þessi ríkis- stjórn lifir. Yfirleitt hefur Egill Jónsson verið úti alla nóttina, úti alla kosninga- nóttina, skriðið inn á mjaltatíma um morguninn, síðastur þing- manna. Nú er sá tími liðinn. Sá maður sem velti krötum upp úr hveiti og steikti þá í innlendu smjöri þarf ekki að hafa áhyggjur af kosningum. Foringi er fæddur. Eg- ill á Seljavöllum er orðinn einn af þeim stóru. Höfundur er guðfræðingur. Frœðimennska Önnur sjónarmið og falsmyndir / „I svarinu kemur fram sá skilning- ur... að umsögn mín í Morgun- blaðinu hafi verið áróður, byggst á rangfœrslum og sé þar að auki gagnsýrð afkalda stríðinu, sem Jón Ormur er auðvitað löngu vax- inn upp úr á undan öðrum dauð- legum mönnum. “ Hr. ritstjóri Karl Th. Birgisson Hugmyndabaráttan tekur á sig sérkennilegar myndir. Dæmi um það mátti sjá í viðtali blaðamanns PRESSUNNAR við Jón Orm Hall- dórsson 24. febrúar 1994. Þar var þessi spurning lögð fram: „Hvað finnst þér um „ritdóm" Björns Bjarnasonar? Ertu vinstrisinnaður sérfræðingur, daufur í dálkinn yfir þeirri „skoðun" að Vesturlönd hafi unnið hugmyndafræðilega baráttu kalda stríðsins og ertu að streða við að sanna að ekki sé allt sem sýnist þegar um er að ræða yfirburði kap- ítalisma og lýðræðislegra stjórnar- hátta?“ Svar Jóns Orms við þessari tví- ræðu spurningu er á þennan veg: „Ef hægt er að saka mig um áróður af einhverju tagi þá er það áróður fýrir lýðræði. Það sem ég hef ein- faldlega bent á er að lýðræðisríki Vesturlanda hafa ekki stutt lýðræð- isþróun annars staðar í heiminum heldur þvert á móti. Þessi ásökun Björns um að ég sé á móti Banda- ríkjunum og því með einhverjum myrkraöflum er auðvitað hluti af kaldastríðshugsunarhætti. Heim- urinn er smám saman að vaxa upp úr slíku.“ í svarinu kemur fram sá skiln- ingur, sem lesandi PRESSUNNAR á líklega að leggja í dylgjurnar í spurningu blaðamannsins, Páls H. Hannessonar, að umsögn mín í Morgunblaðinu 15. febrúar hafi yerið áróður, byggst á rangfærslum og sé þar að auki gagnsýrð af kalda stríðinu, sem Jón Ormur er auðvit- að löngu vaxinn upp úr á undan öðram dauðlegum mönnum. Er greinilegt að þessi stutta umsögn hefur snert viðkvæma strengi. Fyrr hafði henni verið hallmælt í Viku- blaðinu, málgagni Alþýðubanda- lagsins, og nú fetar PRESSAN í fót- spor þess. I viðtali PRESSUNNAR hikar Jón Ormur ekki við að saka fjöl- miðla um að gefa falsmynd af Persaflóastríðinu, og þeir Páll H. Hannesson segja, að hugtakanotk- un íslenskra fjölmiðla sé misvís- andi. Þeir félagar hefðu þurft að huga að bjálkunum í augum sér. í spurningunni og svarinu um um- sögn mína um bók Jóns Orms er greinilega talað í trausti þess, að lesandi viðtalsins kynni sér ekki málstað minn. Það er gefin fals- mynd af stuttri grein minni með misvísandi hugtakanotkun. Þar sem mér þykir ósennilegt, að PRESSAN vilji endurbirta umsögn mína, skal meginefhi hennar end- ursagt í nokkram setningum: Vak- in er athygli á því, að enginn ætli sér þá dul, að rekja hvern einasta þráð í hinni flóknu heimsmynd, sem blasir við eftir hran Sovétríkj- anna. Þess vegna skilgreini menn málið, hver frá sínum sjónarhóli. Þannig hafi Samuel P. Huntington, prófessor í stjórnmálaffæði við Harvard-háskóla, ritað athyglis- verða ritgerð um átök milli ólíkra menningarheilda. Aðrir nálgist við- fangsefnið með sjálfsákvörðunar- rétt þjóðernishópa og upplausn ríkja að leiðarljósi. Minnt er á, að Jón Ormur lýsi bók sinni í formála sem „lítilsháttar tilraun til að skýra rætur og eðli átaka á nokkrum helstu ófriðarsvæðum jarðar“. Höfundur fari hratt yfir eins og blaðamaður og síðan segi ég: „Fyrir utan yfirlýst markmið höfundar gerir hann almennt lítið úr hlut Bandaríkjanna. Einnig er honum í nöp við Israelsríki.“ Þá er vitnað til Francis Fukuyama, sem varð fræg- ur fyrir ritgerð sína um endalok sögunnar eftir hrun kommúnism- ans, en í nýrri ritsmíð bendir hann á, að þeir sérfræðingar, sem í Bandaríkjunum eru kallaðir „liber- al“, og ég leyfi mér að staðfæra með orðinu „vinstrisinnaðir“, séu daufir í dálkinn vegna þeirrar skoðunar, að Vesturlönd hafi unnið hug- myndaffæðilega baráttu kalda stríðsins, og þeir haldi því stíft fram, að ekki sé allt sem sýnist, þegar rætt sé um yfirburði kapítal- isma og lýðræðislegra stjómar- hátta. Þá segir: „Þessi lýsing Fukuy- ama á vel við, þegar hugað er að sjónarhóli Jóns Orms.“ Loks læt ég í ljós ánægju yfir því, að Jón Ormur upplýsi lesendur um óffumleika þeirra, sem nota hugtökin „kol- krabbinn“ og „fjölskyldurnar fjór- tán“ í íslenskum stjómmálaum- ræðum, því að þau séu annars veg- ar komin frá Guatemala og hins vegar E1 Salvador. Þessi umsögn bar fyrirsögnina „Gegn Bandaríkj- unum“ í Morgunblaðinu. Þeir sem telja sér fært að ráðast á heimspressuna fyrir falsmynd af Persaflóastríðinu, gagnrýna fjöl- miðla fyrir misvísandi notkun hug- taka og líta einnig þannig á, að þeir geti fellt þann dóm um Vesturlönd, ekki síst Bandaríkin, að þau hafi ekki stutt lýðræðisþróun annars staðar í heiminum, verða að geta staðið fyrir máli sínu án þess að af- flytja skoðanir annarra eins og þeir Páll H. Hannesson og Jón Ormur Halldórsson gera í fyrrgreindu Pressuviðtali. Blaðamennska og ffæðimennska af þessu tagi, en Jón Ormur er dósent við Háskóla ís- lands, dæmir sig sjálf. Þeim, sem þannig ganga fram, sæmir síst að saka aðra um áróður eða telja sig vegna skoðana sinna og málflutn- ings yfir þá eða heiminn allan haftia. Virðingarfyllst Bjöm Bjarnason. Höfundur er alþingismaður og formaö- ur utanrikismálanefndar þingsins. PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.