Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 1
29. ár. Reykjavík, sunnudaginn 24. desember 1939. 72 síður. BVERSU MJÖG er alt á hverfanda hveli, það eru flokkardrættir og dægurþras, dýrtíð og erfiðleik- ar og þrotlaus harátta og þrotlaus breyting, sem enginn veit í rauninni. hvert stefnir. Og veruleikinn, sem við mörgum hlasir — og e. t. v. flestum - er hræðilega kaldur, svo kaldur að mörgum finnst liann smátt og smátt kæla þá sjálfa, kuldinn verð- ur að vana. Þannig v e r ð u r að mæta lífinu, segja menn, því þannig e r lífið. Þetta er tímans hjól, þannig snerist það áður og þann- ig snýst það enn. En í allri þessari síbreytilegu og þrotlausu rás, er eitt, sem hefir slaðið stöðugt um aldirnar: H eilö g j ó I. Klukkurnar hringdu þau inn, þegar Reykjavílc var títið þorp og þái varð heilagt; og klukkurnar hringdu þau inn eftir að Reykjavík varð nýtískubær og þá varð heilagt. Og hvorl sem vér förum í þröngu víkurnar norður á Ströndum eða gistum lágreistan bæ djúpt í dalbotni, hvert sem vér förum um byggt bót, — á jólum verður alstaðar heilagt. Um borg og bygð, um slrönd og dal er þá hlustað á rödd Guðs. Það er mikilfengleg stund, því það er ekki nema í þetta eina sinn á árinu, sem ö ll þjóðin hlust- ar eftir rödd Guðs. Og hvílíkur fagnaðarboðskapur frá herra himins og jarðar: Yður er i dag frelsari fæddur. Frelsari frá öllu liinu illa, frá synd og eymd, frá lygi og hræsni, frá sérgæsku og ábyrgðarleysi, frá hugleysi og hiki og tvístran, frá öllu því, sem lamar yð- ur og hræðir, er þér horfið inn i hugskot yðar ■— frá öllu þ v í, s e m hefir g r e y p i f ang a m a r k t o r- tryg n i n nar o g k ul d a n s i nn í líf d aga n n a. Þetta er boðskapur jólanna, og þetta er fagnaðarefni þeirra: Yður er frelsari fæddur — frá þessu öllu —• Krist- y ur Drottinn. Og sjá, hann e r lind Guðs lifandi máttar, sem fær gjört yður styrka, gefið yður nýtt líf og heim- inum nýja ásýnd. Hví skyldi eklci færast yfir friður og djúp gleði á jól- um við slíkan boðskap, slíkt boð frá Guði sjálfum. Jú, þá verða strengir hjartans viðkvæmari, þái færist nær hið helga, háa, en færist fjær hið lága. Þá þýðast lindir sam- úðarinnar og kærleilcurinn breiðir úr sér. Þá er sem tjald sé dregið frá og menn sjái inn í hið fyrirheitna, kenni ilm Guðs ríkis, — og ný gleði grípur hjörtun og menn syngja: „Sé drottni dýrð“. Þannig eru jólin, en síðan er sem aftur sé dregið for- tjald fyrir. Togstréytan hefst á ný, baráttan, tortrygnin, kuldinn. Skipum er sökt, borgir eru brendar, svipa hins illa lemur þjóðirnar. Frá þessu áttum vér kost á að frelsast fyrir kraft Drott- ins Jesú, gjöf jólanna, ef ho num h e f ð i í alvöru v eri ð v eitt v i ð t a k a. Og vér minnumst þessara orða: „Og Ijósið sldn í myrkrinu og myrkrið meðtók það ekki“. Hversu lengi? spyrjum vér. Iiversu lengi þolir heim- urinn það, að „l j ó s i n u“ sé hafnað? Hugleiðum þessa spurningu á þessum jólum. Hugleið- um hana í einlægni frammi fyrir augliti Drottins •— og biðjum hann þess, að oss megi veitast sönn jól og sönn jólagleði. G ar ð ar S v a v a r s s o n.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.