Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Síða 20
20
VlSIR
Reykjavatn liggur ausfarlega á Arnarvatnsheiði. Þar iiéldust útilegumenn við alt fram á síðastliSna öld. Fjalla-Eyvindur bjó í Ey-
vindarholu, sem liggur sunnan við vatnið, en öskaint þaðan er Franz-hellir, þar sem siðasti útilegumaðurinn á ArnarvatnsheiSi var
handtekinn 1814. Náttúrufegurð við Reykjavatn er við brugðið og ber einkum mikið á Eiriksjöldi, sem blasir við með hrikalega
skriðjökla og geigvænleg klettabelti.
peysu sína. En slíkar flettur
voru fágætar, þar setni eg þekti
til. Vanalegast var að reita blað
og blað. Oft voru það stærstu
grösin, svonefnd blaðagrös, seni
leyndust í víðirunnum og voru
ekki auðfundin, en vanir grasa-
menn þektu vel á, hvar þeirra
var helst að leita. Að vera brað-
hentur, iðinn og glöggskygn
voru bestu kostir grasamanna.
Hér var það nálega föst
regla að grasafólk var við
tínslu allar nætur að vorlagi;
og þó það kæmi íerðlúið á án-
ingarstað að kvöldlagi, þá hófst
tinslan strax, áður en fólkið
naut svefns eða hvíldar. Kom
sá vani meðfram af því, að
grösin voru rakari að nætur-
lagi, þótt þurt veður væri, en
hentugust grásarekja var þolcu-
úði. Oft lagðist svefn'og þreyta
á eilt með að vinna bug á ung-
lingum við grasatekju. Um lág-
nættið, þegar sumarfuglarnir,
sem sungið höfðu allan daginn,
þessum gestum lil unaðar, voru
sofnaðir, bver við sitt lireiður,
færðist algleymisró yfir alla
náttúruna, svo alt sýndist sofn-
að í bili, jafnvel grösin og fjöll-
in líka, þá vildi hin sama svefn-
ró verða nokkuð , ásækin við
þreytta unglinga. En flestum
heppnaðist þó að vinna hug á
henni þar til morgunsólin tók
að skína, en þá lxjtli forsvaran-
legt að leita sér næringar og
náða. Þessar vökunætur í
fjallaauðninni voru mikil til-
breyting frá daglega lífinu í
mannabygðum og urðu þvi
minnilegar eftir á. Best þótti
viðra á grasafólk, að hægur úði
væri við og við, meðan grasa-
tekjan stóð yfir, en að verkinu
loknu kæmi þurkur, því skað-
legt þótti að flytja grösin blaut,
bæði vegna þyngsla og svo vildu
þau hka „snarast“, en svo var
það kallað, ef þau muldust
mikið í flutningi.
Fjórar tunnur af grösum var
hestburður og ekki þungir
baggar, en niiklir fyrirferðar.
Margir góðir búmenn áttu
tveggja tunnu sekki, sem ein-
göngu voru notaðir til þess að
flytja í grös og viðarkol. Voru
þeir nefndir grasa- eða kola-
pokar. Þeir voru úr heimaunnu
vaðmáli með smáum horn-
sylgjum, saumuðum með litlu
millibili umhverfis opið. 1
sylgjurnar var þrætt, þegar þeir
voru orðnir troðfullir. Pokar
þessi r fóru betur í bagga, lield-
ur en tveir tunnupokar saman-
bundnir; voru þeir búmanns-
þing og entust, með góðri með-
ferð, óaflátanlega. Allir pokar,
smáip og stórir, voru þá úr
heimaunnu vaðmáli og þótti
það ömurleg afturför á heimil-
isiðnaðinum, þegar útlendu
strigapokarnir komu hér til sög-
unnar, sem ekki var fyr en á
síðustu áratugum 19. aldai’.
Á heimleið af grasafjalli, báru
unglingar oft glögg merki
svefns og þreytu, þvi unnið var
að grasatekju af einhuga og
kappi. Leitaði grasafólk þvi
vanalega heim á þá bæi, sem
næstir voru óbyggð, þar sem
það átti vísan greiða. Kom ]já
stunduiU fyrir að ungu stúlk-
urnar báru kinnroðá fyrir út-
lil sitt, er ekki var sem snyrti-
legast, einkum ef þær glevmdu
greiðunum heima, sem fvrir
kom. En þá var sú öldin að
stúlkurnar „liöfðu liárið“.
Þótt áhugi og jafnvel ofur-
kapp væri algengast við grasa-
tekju, voru þess þó dæmi, að
tómlæti átti sér stað. Man eg
eftir þvi að vinnufólk prests
eins í Reykholti kom svo létt-
GrasaferSir hafa að mestu leyti lagst niður í Borgarfirði hin síð-
ari ár, uns nú, að aflur er tekinn að glæðast áhugi fyrir bessum
forna sið. Mýndin er tekin á Arnarvatnsheiði, mesta grasalandi
Borgarfjarðarhéraðs.