Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 37

Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 37
VÍSIR 3? Þessu svarar Byron aö nokkru leyti sjálfur í bréfi til kunningja síns. Þar skrifar hann á þessa leiö : „Fái eg aö lifa í tíu ár enn, þá munuð þér sjá, að eg er enn ekki dauður úr öllum æðurn. Eg á ekki við skáldskapinn, því hann er mér ekki nema aukaatriði. Yð- ur finst það máske einkennilegt, að eg skuli segja þetta, en mér finst sjálfum, að skáldskapurinn sé ekki mín raunverulega köllun. Ef mér endist aldur, mun eg byrja á staifi, sem heimspekingar kom- andi tíma munu þrjóta heilam. um. Þetta skal verða efnt, sé þess nokkur kostur.‘‘ — Á þessum orð- um var auðfundið, að Byron hefir metið starfið og umbæturnar sjálf- ar mikið meir en hugsjónirnar, sem láu þeirn til grundvallar. Löngun Byrons til að breyta hugsjónum sínum í veruleika og staðreyndir, varð með hverjum deginum sem leið ákafari. Frá því að hann byrjaði að skrifa voru rit hans öll þrungin af þeirri brenn- andi þrá, að brjóta öll bönd kúg- unar, vana, siðakerfa, ótta og skriðdýrsháttar og gera manninn að því, sem hann átti að vera — ímynd guðs síns. Og þessi kenn- ing var borin fram af svo miklum og brennandi sannfæringarkrafti, að alla Evrópu setti hljóða við og hún hlustaði á rödd þessa hróp- anda, því hún gat ekki annað. By- ron talaði til hjartnanna og kveikti þar hinn sama eld, sem bjó og brann í hans eigin brjósti. En sá var aðeins munurinn, að sá eldur, sem kviknaði í brjóstum einstak- linga víðsvegar úti um heim, kuln- aði víðasthvar út, því hann skorti magn til að brenna. En Byron sjálfur var sem eldfjall í umbrot- um, hann hafði nægilegt magn til að gjósa og byltast. Hugur Byrons beindist til Grikklands, en þar braust út upp- reisn grískra þjóðernissinna gegn undirokun og harðstjórn Tyrkja. „Eg fer til Hellas og þar mun eg sennilega deyja“, sagði Byron við vin sinn. ITann hlóð skip með skot- vopnum, skotfærum, meðölum og sáraumbúðum og lét í haf frá Gen- ua sumarið 1823. Eftir alllanga dvöl á jónisku eyjunum fór hann um nótt á hraðskreiðu seglskipi og stefndi ^Grikkland.Á undraverðan hátt komst hann í gegn um tyrk- nesku sjóvarnirnar, var eltur af herskipi, en komst undan því, lenti síðan í fárviðri og komst loks í byrjun janúarmánaðar 1824, eft- ir sjóhrakninga og hættulega ferð, til Missolunghi, höfuðborgar Vest- ur-Grikklands. Fallbyssuskot dundu, hergöngulög hljómuðu og inargfaldar raðir hermanna stóðu í heiðursfylkingu til að fagna Byron lávarði, er hann sté á land. Honum var fagnað af meiri inni- leik cn nokkurum konungi hefir verið fagnað. og hin undirokaða gríska þjóð bygði vonir sínar á þessum einstæða boðbera frelsis- ins. Gagntekinn af ákafa og áhuga íyrir frelsismálum Grikkja hófst Byron þegar handa og stofnaði fyrst 500 manna hersveit, cr hann ætlaði sem úrvals árásarhersveit gegn þýðingarmiklum hervirkjum Tyrkja í Lepanto. En þessir viltu og taumlausu Grikkir hugsuðu meira urn sjálfa sig í augnablikinu pn um sjálfstæði þjóðar, sumar,. GLEÐILEG JÓL! Viðtækjaverslun ríkisins. Óskum öllum i p GLEÐILEGRA JÓLA 1 L Jón Björnsson & Co. Verzlunin fíjörn Kristjánsson. L Þegar þeir áttu að ráðast gegn virkinu, gerðu þeir uppreisn gegn Byron og það kostaði miklar fórn- ir og mikla fyrirhöfn fyrir hann, að losa sig við þá. Þá stofnaði Byron fallbyssulið, er samanstóð af evrópiskum sjálf- boðaliðum. En ennþá einu sinni gerðu árásarsveitarmennirnir upp- reisn og stofnuðu baráttumálum sinnar eigin þjóðar í voða. Til jress að stilla til friðar og koma kyrð á mannfjöldann aftur, reið Byron ásamt fylgdarliði sínu um götur borgarinnar og þangað sem uppreisnin stóð yfir. I þeirri ferð lenfci hann i þrumuveðri, gegu- blotnaði, ofkældist og veiktist. Hitasótt lamaði smám saman kafta hans. Byron beið dauða síns með hel- lenskri ró. „Grikkland!“ hrópaði hann. „Þér hef eg fórnað eignum mínum, tíma og heilsu. Nú fórna eg þér lífi mínu!“ Hann andaðist urn páskaleytið 1824, með nafn systur sinnar á vörunum. Hann varð tæplega 36 ára að aldri, bráð- þroska ofurmenni, eins og Raffael og Mozart, og eitthvert eldheit- asta skáld, sem England hefir fætt. Hann dó í baráttu fyrir hugsjón lífs síns, hugsjón, er gagntók alt hans líf og mótaði alla hans bar- áttu. Öll hans ódauðlegu skáld- rit voru skrifuð í anda þessarar hugsjónar — en það var frelsið. Alt lif, alt starf og umfram alt dauði Byrons var eitt óslitið hróp eftir frelsi — meira frelsi. Þetta hróp — það var vegur Byrons til ódauðleikans. Samið með hliðsjón af ritgerð eftir Claus Schrempf. Þ. J. SOOíSíJOOCtÍÍÍQCOtÍÍSO%!iOOCÍÍ<XiO! GLEÐILEG JÓL! Húsgagiuwerslun Friðriks Þorsteinssonar. stsot soooot soootsoooot itsootit: GLEÐILEG JÓL! Klæðaverslun Andrésar Andréssonar h.f. r*1*000000®^00000^ GLEÐILEG JÓL! Prjónastofan H L í N. 5i % Ksotstsotjtstítsootsootsotsooootsoot ..............................10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.