Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Qupperneq 38
Guðný Sigurðardóttlr:
Uppsagnarbréfið
ÓLIN voru að koma. Að-
fangadagurinn hafði
haldið innreið sína með
öllum sinum önnum og um-
stangi. — Jólagæsin beið þess
að verða etin. — Allir höfðu á-
kaflega mikið að gera og eng-
inn tíma til neins.
Verslanir borgarinnar voru
troðfullar af fólki. Afgreiðslu-
stúlkurnar sýndu varninginn
með undursamlegri þolinmæði,
og þegar viðskiftavinurinn fór
án þess að kaupa, brostu þær
sinu blíðasta brosi, rétt edns og
þær væru bornar i þennan
heim til þess að sinna dutlung-
um annara.
Göturnar voru uppljómaðar
og iðandi af hvíldarlausum
manneskjum. Á horninu við
Landsbankann stóð lítill dreng-
ur og hrópaði: Vísir og Alþýðu-
blaðið! Annar drengur endur-
tók sömu orðin, eins og berg-
mál. Tvö lítil börn stóðu við
búðarglugga og horfðu ljóm-
.andi augum á dýrðina fyrir inn-
an. Litlu nefin námu við rúð-
una og flöttust út eins og
pönnukaka. Aðeins eitt vantaði
þó, —- — snjó--------- hægfara
logndrifu, hvita jörð og blik-
andi snjó. Það var rign-
ing, hellirigning. Vatnið rann í
lækjum eftir götunum, stærð-
ar pollar mynduðust, sem bíl-
arnir þeyttu svo aftur upp; í
loftið og á hvað sem fyrir var.
Þenna dag virtist snjórinn jafn
fjarlægur og á sólheitum sum-
ardegi. Regnhlífarnar lyftust
hver yfir aðra. Kápukrögum
var hrett upp og húfur og hatt-
ar komust ögn neðar á ennið en
viðeigandi hefði þótt í góðu
veðri.
í blómaversluninni „Liljan“
varð augnabliks hlé á ösinni.
Stúlkurnar notuðu tækifærið
til að spjalla um jólin.
— Nú var frú Jónsson erfið,
fanst ykkur elcki? sagði Erla
um leið og hún. leit í stóran
spegil, sem hékk á veggnum,
umluktan blómum á allar hlið-
ar. —
— Jú, hún er svo svakalega
leiðinleg, að hún getur drepið
mann með orðunum einum
svaraði Heiða.
— Látið þið nú aumingja ifrú
.Tónsson í friði. Hún er ágæt
þrátt fyrir alt, sagði Lína, - Eg
vildi, óska, að klukkan vœri avo
stf mm dftWW röskle^í
það sem hún á ófarið að sex.
— Eg þrái æfintýri í kvöld,
stelpur. — Eitthvað verulega
skemtilegt æfintýri, sagði Anna
og hagræddi blómum í stórri
skrautkörfu, er stóð á einu
borðinu. — Eg get ekki kveikt
á kertum og sungið jólasálma
i rigningu.
— Þráir þú æfintýri, mann-
eskjan harðtrúlofuð? spurði
Erla og hætti að snyrta sig fyr-
ir speglinum, svo hissa varð
liún. — Ef eg væri trúlofuð
eins fallegum manni og þú,
myndi líf mitt vera fullkomið.
— Eg þrái æfintýri, ef til
vill einmitt af því að eg er trú-
lofuð Davíð. Við elskumst ekki
eins og fólk gerir nú á dögum.
Við vorum ekki nema sjö ára,
þegar við ákváðum að gifta
okkur og tíu árum seinna
keyptum við hringana einungis
af því, að það hafði altaf staðið
til. Við undirbjuggum samn-
ing þess efnis, að ef annaðhvort
okkar óskaði skilnaðar, skyldi
hitt draga sig þykkjulaust i hlé.
Síðan eru liðin fimm ár og alt
er við það sama. Við erum á-
reiðanlega bestu félagar í heimi
og bráðum giftum við okkur
sjálfsagt. En fyrst vil eg skemta
mér, sjá lífið og kynnast því.
— Svei, hvað þú ert léttúðug,
sagði Lina hneyksluð. — Hvað
heldur þú, að Davið segði, ef
hann heyrði til þín.
— Uss, vertu róleg, góða mín.
Eg hefi oft sagt honum þetta,
og við erum algerlega sammála
í þessu efni eins og öðrum.
— Já, en nú eru jólin að
koma, og þá átt þú að vera
heiðarleg stúlka og hrinda frá
þér öllum ósæmilegum hugsun-
um, sagði Heiða í umvöndunar-
tón.
— Beiddu fyrir þér væna mín.
Eg hefi ekki gert annað i þessu
lifi, en að vera heiðarleg og aft-
ur heiðarleg. En nú langar mig
tíl að vita hvernig það er að
vera óheiðarleg, og það er alt
þessari eilifu rigningu að kenna.
Hún umturnar mínum betra
manni. Rigning á jólunum er
jafn fjarri sanni og snjór á
hvitasunnunni.
f þessu kom pósturinn inn og
afhenti henni bréf. Hún opn-
aði umslagið og kastaði þvi i
bréfakörfu, sem stóð við fætur
hennh Eréfið var vélritað og
eíni þess á þessa leifit
GLEÐILEG JÓL!
I i
Bifreiðaeinkasala ríkisins.
í®____________________________
GLEÐILEG JÓL!
KJÖTBÚÐIN BORG.