Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 39

Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 39
VlSIR 39 Ástin hefir skotið mér í hið heilaga hjónaband í dag. Tala við þig sednna. D. Anna las þetta stutta bréf aft- ur og aftur. Hún trúði ekki sin- um eigin augum. Davíð giftur. Þetta hlaut að vera einhver misskilningur. Samt var það vist satt. En hvers vegna hafði hann ckki sagt henni þetta fyr en nú á sjálfum aðfangadegin- um. Það var kuldalegt og ónær- gætið. En hann hafði sjálfsagt einhverja ástæðu fram að færa. Hún vildi ekki ásaka hann, en gerði það þó. Þetta myndu verða einmanaleg jól; — pabbi og mamma voru langt upp í sveit, Davíð líka fjarri henni, og svo þessi hræðilega rigning. Anna hrökk upp af hugsun- um sínum við það, að einhver ávarpaði hana. Henni brá þeg- ar hún sá að búðin var orðin full af fólki. í fátinu stakk hún bréfinu á milli blómanna sem hún hafði verið að hagræða i körfunni og fór svo að afgreiða. Það sem eftir var dagsins var látlaus ös. Anna hafði þvi eng- an tíma til að hugsa um einka- mál sín. Það var ekki fyr en búið var að loka, að hún mundi hvar hún hafði látið bréfið. Dæmalaus aumingi gat hún verið! Verri staður var ekki til en fegursta blómakarfan í versluninni! Hún flýtti sér að borðinu og auðvitað var karfan horfin. Anna starði ráðalaus á auða borðið. Hvað átti hún að gera? Bréfið var falið á milli blóm- anna. Miklar líkur voru til þess að viðtakandi körfunnar rækist á bréfið og læsi það. Og það gat haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. — Hver keypti körfuna, sem stóð hérna? spurði hún Heiðu. — Hvaða körfu? — Æ — þú veist. Stóru körfuna, sem kostaði tuttugu og þrjár og fimtiu, sagði Anna dálítið óþolinmóð i rómnum. — Það veit eg ekki, góða min. Eg hefi selt ótal körfur, öllum hugsanlegum manneskj- um. Og þó það ætti að drepa mig, þá veit eg ekki hvað þær heita, það veit heilög hamingj- an. — 0, hættu þessu þvaðri, andvarpaði Anna. — Lina! Seldir þú stóru körfuna, sem stóð hérna? — Bíðum nú við, sagði Lina, um leið og hún ldpraði augun saman og hallaði undir flatt til þess að eiga hægara með að hugsa. 9— Þú hlýtur að muua eftir ’ ' ’ GLEÐILEG JÓL! • Ullarvcrksmiðjan Framtíðin. J ................................................................................................................................................................. GLEÐILEG JÓL! Málning og járnvörur kliiiliillliiiiilinillilkilftll Jklllll(llirilllllllllkYTiinj|laiiliák,iiii4||T GLEÐILEG JÓL og gott og farsælt nýlt ár, með þökk fgrir það, sem er að líða. SIGURÐUR KJARTANSSON. GLEÐILEG JÓL! Bókaversl. Þór. R. Þorlákssonar. r-------------------------------------v GLEÐILEG JÓL! Ppottahúsið Grf/ta, X henni. Manstu ekki að við vor- um einmitt að tala um það í morgun, hvað hún væri falleg og þú óskaðir, að þú fengir eina slíka körfu frá einhverjum leynilegum aðdáanda. — Ó-jú — nú man eg það. Hún kostaði tuttugu og þrjár og fimtiu. — Já. — Eg seldi hana, — þvi mið- ur. Lina andvarpaði mæðulega. — Og það er ekki nokkur von að eg sjái liana framar i lífinu. Sá, sem keypti hana er víst harðtrúlofaður. —- Þekkirðu hann? — O-já, ætli maður kannist ekki við Daníel Guðmundsson lögfræðing. — Segirðu að hann heiti Daníel? spurði Anna óttaslegin. Verra gat það ekki verið. — Undirskriftin á bréfinu var bara D. — Hann ætlar víst að gefa kærustunni körfuna, í það minsta bað hann mig fyrst að senda körfuna til ungfrú Ingu Péturs á Vesturmel. En svo hætti hann við það, og bað mig að senda hana á Suðurbraut eitthvað. Hann ætlar auðvitað að fara sjálfur með körfuna til hennar, og það finst mér líka rétt hjá honum. En hvað varð- ar þig eiginlega um þetta? í staðinn fyrir að svara, hljóp Anna inn í fatageymsluna, þreif kápu sína og þaut út, áð- ur en Lina fengi ráðrúm fyrir athugasemdir sínar. — Hvað gengur að Önnu? spurði Heiða. — Hún gerir mann forvitinn? — Veit ekki, spurðu blómst- urpottinn þann arna frekar en mig, sagði Lína og ypti öxlum. Þegar Anna kom út, vafði hún kápunni að sér, dró hatt- inn dálitið niður í annan vang- ann og hljóp svo af stað. Hún hoppaði upp í strætisvagn, sem í þcssu nam staðar á gatnamót- um. Við Suðurbraut fór hún úr bílnum og fann eftir dálitla stund húsið, þar sem Daniel lögfræðingur bjó. I því liún studdi á dyrabjölluna kom ein- hver hlaupandi upp tröppurnar og staðnæmdist við hliðina á Iienni. Er hún leit við, sá hún mann sianda við hliðina á sér. Það var hár og karlmannlega vax- inn ungur ’maður. Hárið, sem gægðist framundan hattinum, var svart og gljáandi, augun dökk og biðjandi, nefið beinl, munnurinn óvenju rjóður og fagur, hakan hvöss. Alt þetta sá Anna í einnt svip- an og &n þess aS gera sér grein fyrií ásteeðunni, flugu um huga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.