Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 4
Allf er þetta saml fuglinn, blessuð rjúpan, en búningarnir eru ólíkir. — Frá hægri til vinstri: Rjúpa í varpbúningi, karri
í varpbúningi, karri síðari hluta sumars og karri í vetrarbúningi
MAGINN ER FULL-
URAF VIÐARULL
Við sjáuin ekki betur en Krist-
ján Geirmundsson sitji við að
prjóna svarta-vettlinga í vinnutíman-
um. Hann er hálfboginn yfir prjónun-
um og veltir flíkinni, sem hann er
að prjóna, fyrir sér á alla vegu, og
svipur hans er eins og hann hafi hálf
gerða skömm á verkinu.
Skyldi konan hans hafa skipað hon
um að prjóna eða skyldi hann hafa
fundið þetta upp hjá sjálfum sér?
hugsum við og ætlum einmitt að fara
að bera þessa samvizkuspurningu upp
við Kristján, þegar okkur verður litið
nánara á prjónaskapinn. — Blóðið
stirðnar í æðum okkar og roðinn
hleypur úr andlitum okkar eins og
fætur toga og hverfur fyrir næsta
hom. Kristján heldur hins vegar á-
fram að prjóna eins og ekkert sé og
rýnir ofan í svarta „flíkina".
— Þú ert með rottu í höndunum,
stynjum við upp.
— Já, ég er í rottunum núna, segir
Kiistján glaðlega og leggur frá sér
rottuna. — Annars er þetta ekki
rotta, heldur rotfuhamur. Kjötið er
þarna á borðinu.
Á borðinu stendur járnbakki — á
honum kjötstykki og langt bein,
mjókkandi í endann. Kristján grípur
beinið og veifat því eins og veiði-
f töng.
— Þetta skott er of langt í tann-
stöngul, cn ég á hins vegar músa-
■ kott, sem ex' upplagt í tannstöngul.
— Eg hef nú samt ekki komið mér
að því að nota það enn þá, bætir hann
við og hlær.
— Þú fleygir skottunum. Er það
ekki?
— Jú, það er engin hætta á öðru.
Eg set platskott í staðinn.
Hann þrífur rottuhaminn, tekur
bein, sem er vafið þræði, og stingur
lionum inn í skotthúðina.
— Svona verður þetta myndarleg-
asta skott, segir hann og lyftir rottu-
hamnum, svo ,teinarnir, sem liggja í
gegnum gervilærin, standa í allar átt
ir.
— Þetta er svarta rottan, svokall-
aða. Það er talsvert af henni hér á
landi. En brúna rottan er ríkjandi.
Kannske vegna þess, að hún drepur
þá svörtu.
— Er þetta rottan, sem gengur upp
veggina?
— Nei, ekki aldeilis. Þessi „svarta
rotta“, sem fólk heldur að hafi sog-
skálar og gangi upp lóðrétta veggi
eins og fluga, er ekki annað en venju
leg dökk húsamús með venjulegar
músaklær. — Kristján stendur upp,
gengur að frystiskáp og tekur upp
kassa, þar sem bi’ún rotta hvílir fros-
in og tvær litlar mýs kúra á baðmull-
arkodda í lítilli öskju.
— Þessar litlu mýs eru „svörtu
rotturnar". Eg á eftir að stoppa þess-
ar og þá brúnu, svo sný ég mér að
minkunum og refunum.
— Stopparðu ekki aðallega fugla?
— Jú, sem betur fer geri ég ekki
mikið af því að stoppa rottur. Það er
hálf ógeðslegt. Maður veit ekkert,
hvar þær hafa verið síðast, þessi kvik
índi, segir hann um leið og hann skell
ir aftur frystinum.
— Eg er nú að verða búinn að end-
urnýja alla íslenzku fuglana á safn-
inu, hef unnið að því undanfarin tvö
ár að setja þá upp. Auk þess hef ég
sett upp fáeina seli. — Gamla safn-
ið var orðið ónýtt, enda af vanefnum
gert, þegar það var sett upp. Skáp-
arnir í safninu voru lika orðnir lé-
legir, svo að mölur og önnur kvik-
indi hjálpuðust að við skemmdar-"
starfsémina. Allt nýja safnið verður
sett í loftþétta skápa, og fuglarnir
verða hafðir i myiikri, — nema á sýn-
ingartímum.
— í myrkri?
— Já, annars upplitast fuglarnir.
Þeir fella nefnilega ekki fjaðrirnar
eftir að búið er að stoppa þá.
— Hvað eru margar fuglategundir
hér á iandi?
— Það ei'u 73 tegundir fugla, sem
verpa hérna. En svo koma hingað auð
28
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ