Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 15
Skóiahúsið á MöSruvöllum í Hörgárdal. ur, og var seinasta kona lians Kristjana Gunnarsdóttir, systir Tryggva bankastjóra. Meðal barna þeirra var Hannes Hafstein, sem fæddur var á Möðruvöllum árið 1861, sá maður, sem sameinaði á undraverðan hátt í einni persónu glæsilegan stjórnmálaforingja og ágætt skáld og verður því senni- lega lengur minnzt en flestra ann- arra ráðherra á íslandi, enda fyrsti innlendi ráðherrann og því ærinn tímamótamaður. Síðasti amtmaðurinn Seinasti amtmaður á Möðiuvöll- um var Kristján Kristjánsson, bóndasonur frá Illugastöðum í Bárð ardal, sem gegnt hafði ýmsum emb- ættum áður en hann varð amtmað- ur árið 1870. Hafði hann verið yfir- dómari í landsyfirrétti, bæjarfógeti Stefán Stefánsson í Reykjavík og sýslumaður í Skafta- fellssýslum, Skagafirði og Húna- þingi. Á þjóðfundi 1851 þótti hann ekki hegða sér svo sem konungleg- um embættismanni sómdi og var þá vikið frá störfum um sinn í hegningarskyni. Kristján var orð- inn roskinn maður, er hann tók við amtmansembætti, fæddur árið 1806, en embættinu gegndi hann í ellefu ár alls, þar af fjögur á Möðruvöllum. Árið 1874 brann amt- mannssetrið, Friðriksgáfa, og flutt- ist amtmaður þá til Akureyrar, þar sem amtmenn bjuggu jafnan síðan meðan það embætti var við lýði. Kristján amtmaður lézt á Akureyri 1882, árið eftir að hann lét af emts- ætti. Amtmannsembættið var að fullu lagt niður 1904, og voru tveir síðustu amtmennirnir þeir Júlíus Havsteen og Páll Briem. Alls verða taldir sjö amtmenn í Norður- og Austuramti, er setu áttu á Norður- landi, þar af fjórir, sem bjuggu alla sína embættistíð á Möðruvöll- um og einn, sem bjó þar nokkur ár, en annars lengst af á Akureyri.' Skólasetur. Um aldamótin 1800 urðu mildl tíðindi í sögu Norðlendinga og þau mest, að biskupsstóll og skóli voru niður lagðir á Hólum. Þó að eigi verði öðru játað en að þessir við- buröir aldamótanna hafi gerzt furðu andmælalítið af hálfu norð- lenzkra fyrirmanna, svo sem Sig- uröur Guðmundsson, skólameistari, hefur bent á í riti sínu um norð- TIMINN SUNNUDAGSBLAÐ 39

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.