Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 20
— Hver er þessi undarlegi maður? Eg tók eftir, að Júlían Mastakovitsj liristi höfuðið tortryggnislega, þegar gestgjafinn svaraði honum. Hláturinn sauð niðri í mér, þegar ég gelck á eftir þeim inn í salinn. Þar sá ég, að þessi áhrifamikli maður talaði af mikilli hrifningu við konu, sem hafði rétt í þessu verið kynnt fyrir honum. Hún hélt i hönd litlu stúlkunnar, sem hann hafði verið að tala við í garðs-kálanum skömmu áður. Hann átti ikki nógu sterk orð til þess að lýsa fegurð barnsins, yndis- leika, gáfum og framkomu. Hann jós skjallyrðum yfir móðurina, sern hlust aði á hann með andakt og tár í aug- um. Gestgjafinn naut einnig þessar- ar gleði og allir gestirnir tóku þátt í herini. Börnunum var bannað að leika sér á meðan samræðurnar fóru fram, svo að þau trufluðu ekki. And- rúmsloftið var fyllt lotningu. Síðar heyrði ég móðurina, sem var djúpt snortin af orðum Júlían Mastakovitsj, biðja hann að gera sér þann einstaka heiður að heiðra heimili hennar með nærveru sinni. Og hve hræsnislaus var ekki hrifning Júlíans Mastakov- itsj, þegar hann tók á móti þessu boði! Gestirnir dreifðust um salinn, svo sem góðir siðir buðu, og kepptust við að bera lof á vínsalafrúna og vín- salann og litlu dóttur þeirra, en þó einkum og sérstaklega Júlían Masta- kovitsj. — Er þessi herramaður kvæntur? spurði ég mann, sem stóð við hlið ina á mér. Júlían Mastakovitsj rak mi.g í gegn með eituryddum augunum. HEILAGUR JÚAN Til eru margar sagnir um hluti, sem allt í einu urðu óbærilega þung- ir. Hér á landi eru slíkar sagnir eink um bundnar við lík, sem átti að færa til greftrunar, en gerðust svo þung á miðri leið. að þeim varð ekki lengra komið. Fyrir tæpum tveimur áratugum á atburður af þessu tagi að hafa gerzt í bænum San Júan Parangarikútíró í Mexikó. Hinn 14. dag marzmánaðar árið 1943 hófst eldgos á engi einú við bæ- inn. Gosstrókurinn stóð fimm hundr- uð metra í loft upp, og vikri og gos- efnum rigndi yfir hús og akra í ná- grenninu. Bæjarbúar lögðu á flótta meö það, sem þeir gátu með sér flutt, og presturinn fékk sér til hjálpar nokkra menn, sem hann ætlaði að láta flytja á brott tvær líkneskjur úr kirkj unni. Líkneskjur þessar voru úr tré, og táknaði önnur frelsarann, en hin heilagan Júan de la Kolkas. Líkneskjurnar vógu tæp hundrað — Nei, svaraði maðurinn, felmtri sleginn vegna jskammfeilni minnar. Fyrir skömmu varð mér gengið fram hjá NevskijJkirkjunni. Fólks- fjöldinn og hinir mörgu vagnar drógu að sér athygli mína. Eg heyrði ein- hvern nefna orðið „brúðkaup“. Dag- urinn var myrkur og kaldur. — Eg ruddi mér braut í gegnum þvöguna og kornst inn í kirkjuna og sá brúð- gumann, lítinn, bústinn og uppstrok- inn mann. Hann tiplaði fram og aftur og gaf skipanir sínar. Skömmu síð- ar var hrópað að brúðurin væri að koma. Um leið sá ég töfrandi fagra stúlku, sem var í blóma æsku sinnar. En hún var föl og sorgbitin, horfði fjarrænum augum fram fyrir sig og augu hennar voru rauð eins og hún hefði nýlega grátið. Höfðingleg festa andlitsdráttanna gæddu fegurð henn- ar djúpr'i alvöru, en í gegnum svip- festuna og höfðinglegt yfirbragð henn^ ar lýsti barnslegt sakleysi, sem var í senn ráðvillt og magnvana, líkt og þögul bæn um miskunn. Það var sagt, að hún væri tæpra sextán ára. — Þegar ég aðgætti brúð gumann nánar, þekkti ég þar Júlían Mastakovitsj, sem ég hafði ekki séð í fimm ár. Og þegar ég leit aftur á brúðina .... Guð minn góður! — Eg flýtti mér sem ég mátti út úr kirkjunni. Eg heyrði fólkið umhverfis mig skrafa um að brúðurin væri for- rík, hefði fengið fimm hundruð þús- und rúblur í heimanmund og svo mikið af vasapeningum .... — Reikningsdæmið stenzt sem sagt, hugsaði ég og ruddist úr þvögunni út á götuna. OG FRELSARINN pund, hvor um sig, og átti að vera auðvelt að bera þær brott. Allt fór líka að vonum, þar til mennirnir komu með þær út úr kirkjudyi'unum. Þá gerðust þær skyndilega svo þung- ar, að kalla varð á fleiri menn til hjálpar. Mennirnir stauluðust áfram með þær frá kirkjunni. En nú er ekki að orð- lengja það: Líkneskjurnar virtust sí- fellt verða þyngri og ómeðfærilegri, og stoðaði ekki, þótt fleiri kæmu til. Að lokum gátu sex menn ekki lyft þeim úr grasi. Sveittir og móðir gáf- ust þeir upp. Presturinn lagðist nú á bæn. Allt í einu spratt hann á fætur, sneri sér í átt til kirkjunnar, laut yfir líkneskj- una af frelsaranum, er sex menn höfðu ekki valdið fyrir stundarkorni, og hóf hana í fang sér, einn og hjálp- arlaust. Hann skipaði svo fyrir, að lík neskjurnar skyldu bornar inn í kirkj- una aftur. Og það var ekki að sök- um að spyrja: Burðarmennirnir íundu Rætt vi® Kristján Seirmundsson Framhald af 29. síðu. — Þú sagðir, að maginn á mávin- um væri fullur af viðarull. — Já, ég stoppa með viðarull. Mað ur lætur hana fyrst í ofurlítinn raka og mótar hana svo í hendi sér í sam- ræmi við lögunina á kjöti skepnunn- ar. Stærðin og lögunin verður að vera nákvæmlega sú sama. Kristján tekur hamp af borðinu og treður í heilabú rottunnar. — Hún hugsar ekki mikið með þessu. — Nei, segir Kristján. — Það er ekki gott að hafa hamp í heila stað. Eg nota hamp í hálsinn og höfuðið og læi'in líka. Vírinn, sem kemur upp í gegnum hálsinn í mænugatið, fær íestingu í hampinum, sem búið er að troða í hausinn. En baðmull er notuð til þess að stoppa hingað og þang- að í fuglinum, til dæmis hausinn og vængina. Svo notar maður auðvitað alls konar sverleika af vírum, bæði í stél og til þess að halda vængjun- um föstum og í fætur og háls, — og alls konar prjóna og nálar til þess að sauma með, því að ekki getur maður notaö saumamaskínuna. — Hvenær byrjaðirðu að stoppa? — Það var víst 1930. Eg lærði mest af bókum. En það er eitt, sem ekki er hægt að læra af öðrum en sjálf- um sér. Það er að blása lífi í íugl- inn. Það verður að koma innan frá. Það er hægt að kenna allt nema það. Maður verður að velja fuglinum þær stellingar, sem eðlilegar eru og líf- rænar. — Þess vegna gapir mávurinn? — Já, ég valdi þessa stellingu, af því að hún er lífræn. — Hvernig iestirðu augun? — Þau eru bara sett í augnatótt- ina. Augnahvarmarnir harðna utan um tóttina og halda augunum föstum. Það er erfitt að fá augu núna, segir Kristján og opnar skúffur, sem eru fullar af augum, grænum, gulum, biúnum, bláum, sem skoppa fram og aftur í skúffunum, líkt og þau séu að leita sér að tóttum — Það var gamall maður í Eng- landi, sem bjó þessi til, en nú er hann dáinn. Hann hafði góð augu, seg ir hann og lokar skúffunum með aug- unum. — Þetta verður liklegast myndar- legasta rotta, bætir hann við og setur viðarull í magann á rottunni. Birgir. hvernig þær léttust við hvert skref, sem þeir stigu í átt til kirkjunnar. Frásögn af þessu, vottfest af prest- inum og söfnuði hans, birtist í blöð- um í Mexikó. 44 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÍ)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.