Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 14
fengi ekki rönd við reist í sumum
þeim málum, sem miklu vörðuðu,
vegna andspyrnu stjórnarinnar,
yfirgangs kaupmanna og annarra
afla, sem meir máttu sín. í emb-
ættistíð hans gerðist m.a. sá við-
burður, sem Norðlendingum átti
eftir að svíða um langan aldur, er
biskupsstóll og skóli voru niður
lagðir á Hólum. Mun þó engum
hafa sviðið það sárar en Stefáni
amtmanni.
Stefán Þórarinsson fékk þann
dóm hjá Jóni Sigurðssyni, að hann
hafi verið „einn hinn duglegasti og
framkvæmdasamasti embættismaður,
sem verið hafi á Islandi á seinni
tímum og hafi Norðurland borið
menjar eftir stjórn hans fram til
þessa dags.“ Þarf ekki að efa rétt-
dæmi Jóns Sigurðssonar um þetta,
fremur en flest annað, og má af
því marka, hvílíkur maður Stefán
Þórarinsson var.
Grímur Jónsson
Að Stefáni amtmanni látnum
tók Grímur Jónsson, móðurbróðir
Gríms Thomsens, við amtmanns-
embættinu. Hann var þá þrjátíu
og átta ára að aldri, hafði ungur
lokið lögfræðiprófi og síðar her-
foringjaprófi og framazt vel í Dan-
mörku, kvænzt danskri konu, og
var sjálfur ærið dansklundaður.
Grímur var amtmaður að þessu
sinni um 10 ára skeið, en fluttist
þá aftur til Danmerkur. Um áratug
síðar, eftir lát Bjarna Thoraren-
sens, tók hann enn við amtmanns-
embætti á Möðruvöllum og gegndi
því til dauðadags 1849.
Um nafn Gríms Jónssonar stend-
ur enginn Ijómi í sögu landsins.
Hann var ólikur öðrum Möðruvalla-
amtmönnum um margt. Hann var
aðgerðalítill, fáskiptinn og ómild-
ur. Kallaði hann yfir sig mikla
reiði almennings. Einn hinn sögu-
legasti viðburður aldarinnar hér á
landi gerðist einmitt í sambandi við
þessa almenningsreiði gagnvart
Grími amtmanni, er Skagfirðing-
ar höfðu forystu um það sumarið
1849, að mikið fjölmenni bænda og
búaliðs fór mótmælaför að Möðru-
völlum, sem stefnt var gegn amt-
manni. Bar þetta við skömmu fyrir
dauða hans og hefur vafalaust
haft mikil áhrif á hinn aldraða
mann, og ef til vill flýtt fyrir
dauða hans, þó að slíkt verði aldrei
sannað.
Fyrir nokkrum árum komu út á
prenti bréf Ingibjargar Jónsdóttur,
konu Þorgríms gullsmiðs Thom-
sens, húsfreyju á Bessastöðum, er
hún ritaði bróður sínum, bæði
meðan hann var í Danmörku og
eins eftir að'hann varð amtmaður
á Möðruvöllum. Þessi bréf vitna
fyrst og fremst um ágæti bréfrit-
arans, frú Ingibjargar, en varla
getur hjá þvi farið, að okkur nú-
tímamönnum verði á við lestur
margra þessara bréfa að hugsa
hlýlegar til Gríms amtmanns en
löngum hefur verið siður á Islandi.
Bjarni Thorarensen
Þekktastur allra amtmanna á
Möðruvöllum er Bjarni Thoraren-
son, sem gegndi embættinu á árun-
um 1833 til dauðadags 1841. Bjarni
þótti skyldurækinn embættismaður
og mun sjálfum hafa þótt allmikið
til stöðu sinnar koma, og áreiðan-
lega hefur hann litið stærra á sig
sem amtmann en skáld. En það
sannast áþreifanlega á Bjarna
Thorarensen, að „listin er löng“.
Hann átti sér eftirsótt ból „hefðar
uppi á jökultindi", en þótti þar
skjóllítið og brá sér því stundum
„niðrí gleðidalinn". Það fyrnist óð-
um yfir verkin, sem hann vann'á
jökultindi hefðar sinnar, þau leysti
hann óaðfinnanlega af hendi, en
ekki voru þau líkleg til langlífis
fremur en mörg önnur kontórverk.
Hins vegar halda þau verkln, sem
hann vann niðri í gleðidalnum,
nafni hans á loft enn í dag og
munu gera um ófyrirsjáanlegan
tíma. Það er skáldskapur hans. Svo
mjög tekur tíminn skáldskap fram
yfir embættisstörf, að það mætti
gjarnan verða nokkurt umhugs
unarefni þeim landsfeðrum og
háttvirtum kjósendum, sem halda,
að fjárhagslegt sjálfstæði og menn-
ing þjóðarinnar sé í bráðum voða,
ef ungu skáldi er veittur árlegur
fjárstyrkur úr ríkissjóði, sem nem-
ur svo sem hálfum mánaöarlaun-
um skrifara á ríkisskrifstofu.
I
Pétur Havstein
Eftir lát Gríms Jónssonar varð
Pétur Havstein amtmaður og sat á
Möðruvöllum um tuttugu ára skeið,
1850—1870. Var hann tvímælalaust
einn hinn mesti skörungur, er amt-
mannsembætti gegndi á Möðruvöll-
um, miklum gáfum gæddur, fram-
úrskarandi röskur til verka og
framfarasinnaður, en vanstilltur
og gat orðið úr hófi stórorður.
Þekktastur hefur Pétur amtmaður
orðið fyrir framgöngu sína' í kláða
málinu svonefnda rétt eftir miðja
öldina. Er framtak hans og fyrir-
hyggja í því máli rómuð enn i dag,
enda verður víst engum þakkað
það fremur en honum, hve giftu*
samlega tókst að verjast veikinni
Á Norðurlandi.
Pétur amtmaöur var fæddur af
dönsku foreldri. Faðir hans, Jakob
Havsteen, íluttist ungur til Is-
lands og rak verzlun á Hofsósi, en
gerðist einnig gildur bóndi á ís-
lenzka vísu og bjó á Hofi og Höfða
í Skagafirði. Móðir Péturs amt-
manns hét Maren Bireh, dóttir
dansks beykis á Akureyri. Danskir
kaupmenn áttu almennt ekki al-
þýðuhylli að fagna á íslandi í þá
daga, en það átti ekki við um
Jakob Havsteen á Hofsósi. Hann
naut bæði álits og vinsælda og
lét sína að góðu getið. Pétur, son-
ur hans, var sannur íslendingur og
lagði sérstaka rækt við íslenzkt
mál og talaði það og skrifaði öðr-
um betur.
Pétur Havstein var talinn van-
heill á geðsmunum hin síðustu emb-
ættisár sín og var látinn víkja úr
embætti árið 1870. Er enn í dag til
þess tekið, hve ósanngjarnlega átti
að honum að fara í sambandi við
amtmannsskiptin. Urðu þá margir
til þess að talca málstað hans, enda
virtu hann allir fyrir skyldurækní
og ötula forystu um langt skeið.
Seinustu æviárin bjó hann í kyrrð
í Skjaldarvík við Eyjafjörð og and-
aðist þar 1875. Hann var þríkvænt-
Friðriksgáfa, se’tur amtmannanna.
38
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ