Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 10
Þurrka ofin úr þræSi einmr netlutegundar. aldur. Það má jafnvel vera, að netla haí: verið ræktuð.til spuna og vefn- aðar hérlendis á hinum fyrstu öldum ís'landsbyggöar. í þá átt kann það að benda, að við rannsókn á korni og ýmiss konar færi úr brunaleifum frá Eergþórshvoli fann dr. Sturla Frið- rik-son mikið magn af netlufræi, auk fjölda smárra brennihára af netlu. Þetta sannar þó ekki, að netla hafi verið i’æktuð á Bergþórshvoli vegna trefjanna, heldur getur hún hafa ver- ið illgrssi á byggakrinum eða jafnvel ver'3 ræktuð sem annar korngjafi. segir dr. Sturla. Þótt Norðurlandabúar ræktuðu öld- um sa:nan jurtir til língerðar, varð lín cg iéreft ekki algengt í klæðnaði alþýðu fyrr en um miðbik sextándu aldar, og þótti í mörg hundruð ár ekki sæma að láta léreftsklæðin sjást, þótt menn væru í þeim nær sér. Það er sama viðhorf og kemur fram í Kon- ungsskuggsjá, þar sem þau ráð eru jöfr: gefin að hafa serkinn mun styttri en kvrtilinn, þvi að enginn kurteis maður skarti hör eða hampi. 2 í einu af ævintýrum H.C. Ander- sens segir af netlu, sem óraði fyrir því, að hún myndi af tignum ættum. Það var „eins og hún hefði grun um, að hægt væri að nota hana í netlu- dúk, ef rétt væri að farið“. Það hafa vafalaust allir skilið, hvað skáldið var að fara, þegar það skrif- aði þetta æviníýri sitt fyrir nálega hundrað árum. í náttúrufræði, sem prentuð var i Kaupmannahöfn 1791, er þess getið um netlur, að úr þeim fáist langir þræðir, líkt og hör eða hampi, og megi úr þeim vefa hina prýðilegustu netludúka. Þó er að sjá, að þá hafi að mestu verið hætt að vefa dúka úr netlutrefjum, en aftur á móti hafi þær sums staðar verið not- aðar í knipplinga. í byrjun siðustu aldar orkti Oehl- enschlager um gamla konu, sem tíndi netlur og óf netludúka. Nú vita fæstir einu sinni, af hverju netludúkar hétu svo. Sú var tíðin, að fatnaður úr nertlu- dúk var eftirlæti tízkumeyja, ásamt silki og baðmull frá Austur-Indíum. Netludúkurinn var notaður í kjóla og serki, slæður, lök og síðast en ekki sízt hálsklúta. Vafalaust hefur mörg íslenzk vinnukona varið síðasta skild- ingi sínum til þess að kaupa hálsklút úr netludúk, og jafnvel einhver bónd- inn freistazt til þess að kaupa slíkt þing handa dóttur sinni, þegar hann hafði fengið á pelann hjá kaupmann- inum. En fyrirmönnum þjóðfélaganna þótti viðsjárvert, að alþýða manna keypti slíka hluti. Það taldist óhæfi- leg eyðslusemi, en auk þess grunaði marga, að þunnir, hálfgegnsæir netlu- dúkar kynnu að draga illt á eftir sér, ef kvenfólkið hjúpaði líkama sinn með þeim. „Við freistingum gæt þín“, var umvöndun, sem oft bar á góma í sambandi við netludúka. \ 3 Kvenfólkið hélt samt áfram að að- hyllast netludúkana, og það virðist ekki hafa sett það fyrir sig, þótt all- mikið nostur þyrfti við að þvo fatnað úr þeim, ef marka má leiðbeiningar, sem til eru um það efni. Fyrst átti nefludúkurinn nefnilega að liggja í bleyti í köldu vatni í einn sólarhring. Síðan átti að sjóða hvíta sápu í vatni, blönduðu brennivíni að sjöttungi, og láta flíkina i þann lög volgan. Loks 34 X I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.