Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 19
iyrsta sinn. Hann stóð nú í djúpum
þönkum, líkt og hann væri að finna
úrlausn á reikningsdæmi:
„Þrjú hundruð, hvíslaði hann ...
þrjú hundruð. Ellefu, tólf, þrettán.
Sextán — fimm ár. Látum okkur
reikna með 4% — fimm sinnum tólf
gera sextíu. Þessi sextíu gera ... já,
reiknum með að þau geri í fimm ár
fjögur hundruð ... Hm, já, en hann
lætur þær aldrei verða fjögur hundr-
uð, þrjóturinn sá arna. Hann tekur
líklega átta, já kannske 10%. Nú,
fimm hundruð Látum okkur reikna
með fimm hundruð þúsundum, að
minnsta kosti. Það skakkar aldrei
miklu ... hm ..."
Hann lauk við dæmið, strauk á sér
nefbroddinn og var í þann veginn að
fara, þegar hann tók eftir litlu stúlk-
unni og staðnæmdist. Ég var í skjóli
á bak við plönturnar, svo að hann sá
mig ekki. Mér virtist hann titra af
geðshræringu, hvort sem það hefur
verið reikningurinn, sem hefur tekið
svona mikið á hann eða eitthvað allt
annað. Hann neri saman höndunum
og honum var ómögulegt að standa
kyrr í sömu sporum. Þetta ástand
náði hámarki, þegar honum að lok-
um tókst að þvinga sig til þess að
standa kyrr, stífur eins og teinn, í
sömu sporum Og nú leit hann á-
kveðnu augnaráði á hina verðandi
brúði, skimaði í kringum sig, og því
næst tiplaði hann á tánum til bams-
ins með slæma samvizku uppmálaða
á andlitinu. Hann brosti og beygði
sig niður að henni og kyssti hana á
hvirfilinn.
Barninu kom þessi árás algjörlega
á óvart og það rak upp angistaróp.
— Hvað eruð þið að gera, börnin
góð, hvíslaði hann um leið og hann
leit umhverfis sig og strauk telpunni
um vangann.
— Við erum að leika okkur.
— Ertu að leika við hann? spurði
Júlían Mastakovitsj og gaut augun-
um til drengsins. — Þú ættir að fara
inn í samkomusalinn aftur, sagði
hann við drenginn.
Drengurinn svaraði ekki og horfði
á hann stórum augum. Júlían Masta-
Ikovitsj leit aftur varlega í kringum
sig og beygði sig niður að stúlkunni.
— Hvað ertu með? Er það brúða,
væna mín? spurði hann.
— Brúða, svaraði stúlkan. Hún
talaði lágt og feimnislega og hrukkaði
ennið.
— Brúða ... Veiztu líka, væna mín,
úr hverju brúðan þín er búin til?
— Nei, það veit ég ekki, sagði barn-
ið enn lægra og varð niðurlút.
— Úr dulum, væna mín. — Heyrðu,
drengur, farðu inn í salinn til félaga
þinna, sagði Júlían Mastakovitsj höst-
ugur og horfði með ströngum svip á
drenginn. En tónninn í orðunum
vakti þrjózku, bæði með drengnum
og stúlkunni, og þau tókust í hendur
og vildu ekki skilja.
— Og veiztu af hverju þér var gef-
in þessi brúða? spurði Júlían Mastako
vitsj lágri röddu.
— Nei.
— Af því að þú hefur verið góð og
þæg alla vikuna.
— Eftir að hafa ausið svona úr
gnægtabrunni hjarta síns var engu
líkara en Júlían Mastakovitsj svim-
aði. Rödd hans skalf af óró og eftir-
væntingu og var vart heyranleg, þeg-
ar hann sagði um leið og hann leit í
kringum sig til þess að fullvissa sig
um að enginn hlustaði.
— Ætlarðu svo að láta þér þykja
vænt um mig, litla vina mín, þegar
ég kem að heimsækja foreldra þína?
Hann ætlaði að kyssa stúlkuna aft-
ur, en þegar drengurinn sá, að stúlk-
an var gráti næst, greip hann fastar
um hönd hennar, og af innilegri með
aumkun með henni tók hann að gráta
hástöfun. Þá varð Júlían Mastakov-
itsj æfur.
— Út með þig! — út! æpti hann
að drengnum. — Farðu til félaga
þinna! inn í salinn með þig!
— Nei, þetta megið þér ekki. Hann
þarf alls ekki að fara. Farið þér frek
ar sjálfir, sagði litla stúlkan. — Lát-
ið þér hann í friði. Látið hann vera.
Hið síðasta sagði hún næstum grát-
andi.
Skyndilega heyrðist einhver há-
vaði við dyrnar. Júlían Mastakovitsj
hiökk við og setti sig í virðu-
legar stellingar. En rauðhærði dreng-
urinn varð enn hræddari en Júlían
Mastakovitsj, hann yfirgaf litlu stúlk
una, þrýsti sér að veggnum og lædd-
ist síðan út úr salnum inn í borðstof-
una. Til þess að vekja ekki eftirtekt
og grunsemdir, gekk Júlían Masta-
kovitsj lika inn í borðstofuna. Hann
var rauður í andliti eins og karfi, og
þegar hann leit í spegilinn um leið
og hann gekk út, var svipur hans
eins og hann skammaðist sín fyrir
sjálfan sig. Hann var augsýnilega
gramur sjálfum sér fyrir óþolinmæði
sína og bræði. Þrátt fyrir mikilvægi
hans og hátíðleik, hafði hugarreikn-
ingur hans komið honum úr jafn-
vægi og gert hann svo gráðugan, að
hann gekk til verks eins og drengur,
sem lætur ágirndina hlaupa með sig
í gönur, — jafnvel þótt hann hefði
enga von til þess aö eignast það, sem
hann girntist fyrr en eftir fimm ár.
Eg gekk á eftir þessum ágæta
manni inn í borðstofuna og þar varð
ég vitni að kynlegu sjónarspili. Júlían
Mastákovitsj réðst að rauðhærða
drengnum, augun glömpuðu af reiði.
Drengurinn hopaði og vissi alls ekki
hvað hann átti af sér að gera. —
Burt með þig! Hvað ert þú að gera
hérna? Út með þig! segi ég. Kannske
þú sért kominn hingað til að stela á-
vöxtum? Ertu að hnupla ávöxtum?
Hypjaðu þig burtu, þorparinn þinn!
ódóið þitt!
Drengurinn, sem var skelfingu lost
inn greip til þess örvæntingarráðs að
skríða undir borðið, og óður af bræði
dró ofsækjandinn upp stærðar vasa-
klút og reyndi með hjálp hans að reka
drenginn úr felustaðnum. Eg verð
að skjóta-því hér inn í, að Júlían
Mastakovitsj var holdugur, kjálka-
mikill og þrekinn með vott af ístru.
Fætur hans voru sverir og ávalir, og
þar sem hann beygði sig var hann
eins og kúla í laginu. Hann stundi
og svitinn spratt af honum. Hann var
eins og óður maður ásýndum, — svo
mikil var andúð hans í garð diengs-
ins, eða kannske afbrýðisemi — hver
veit?
Eg hló fullum hálsi. Júlían Masta
kovitsj sneri sér við forviða og rugl
aður, og virtist alveg vera búinn að
gleyma mikilvægi sínu. Drengurinn
skreið undan borðinu og burstaði
rykið af knjám sínum og olnbogum.
Júlían Mastakovitsj flýtti sér að bera
vasaklútinn upp að nefinu.
Gestgjafinn horfði hvumsa á okkur,
en eins og maður, sem þekkir lífið
og kann að haga seglum eftir vindi,
greip hann strax tækifærið til þess
að notfæra sér hinn heiðraða gest
sinn.
— Þetta er drengurinn, sagði hann
og benti á rauðhærða drenginn, sem
ég talaði um við yður um daginn.
Eg hef gerzt svo djarfur að treysta
á góðvild yðar varðandi framtíðar-
möguleika hans.
— Hvað segið þér? var það eina,
sem Júlían Mastukovitsj gat stunið
upp. Hann var ekki enn búinn að
jafna sig.
— Þetta er sonur kennslukonu
barnanna minna, hélt gestgjafinn á-
fram bænarrómi, — þurfandi kona,
ekkja ágæts embættismanns, og þess
vegna, góði herra Júlían Mastako-
vitsj, ef það væri með nokkru móti
mögulegt ....
— Nei, nei, kallaði Júlían Masta-
kovitsj upp. — Þér verðið að fyrir-
gefa mér kæri vinur, það er algjör-
lega óhugsandi! Eg hef haft það til
umhugsunar. Það er engin staða laus,
og þó að það væri eru óðara komnir
tíu embættismannaefni, sem sækja
um, og þeir hafa miklu meiri rétt
en þessi þarna . . . Því miður! . . .
Því miður!
— Það var leitt, sagði gestgjafinn.
— Þetta er svo stilltur og kurteis
drengur.
— Mjög óþægur peyi eftir því sem
ég bezt veit, sagði Júlían Mastakov-
itsj og munnur hans afmyndaðist. —
Út með þig, drengur! Eftir hverju
ertu að bíða? Út með þig! Farðu til
féiaga þinna!
Eg gat heldur ekki haft stjórn á
mér lengur og hló upp í opið geðið
á honum. Júlían Mastakovitsj sneri
í mig bakinu og spurði svo hátt, að
það bærist að eyrum mínum:
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAP
43