Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 5
vitaö margir umferðafuglar og algeng ir flækingar eins og til dæmis starri, svartþröstur og vepja. Það er talið, að hafi komið um 230 fuglategund- ir til íslands. Sumir koma kannske ekki nema einu sinni og þá næst kannske ekki nema einn hamur, sem er þá geymdur á hamasafni. — Er þetta hamasafn til? íuglakóngur eru þeir minnstu, sem hingað koma. Stálvaskurinn undir glugganum er fullur af hvítu duftí, og á vaskbrún- inni liggur dauður lundi og stingur nefinu fram af bi'úninni eins og hann sé að gægjast niður í vaskinn. — Hvaða duft er þetta? — 0, það er nú bara kartöflumjöl, sem ég nota til þess að hreinsa fugl ana með. Það er mjög gott til þess Svo nota ég arsenik til þess að verji fuglana skemmdum, þegar búið er a3 setja þá upp. Það er þarna í krukk unni hjá mér, blandað kamfóru, til þess að maður þekki það, því að sjálft er það lyktarlaust. Það hefur þann góða kost, að það eyðist ekki, og um leið og skordýrin, sem hafa gerzt svo djörf, að fara í gegnum fuglshaminn, stinga hausunum í það, drepast þau, segir Kristján og makar arseniki í hauskúpuna á rottunni. — Eg sá máv áðan hjá þér, sem gapti ógurlega, eins og hann væri að biðja um mat. — Hann er nú varla svangur, grey ið. Maginn á honum er fullur af við- arull. Gapið er ástarjátning í tilhuga- lífinu, — þeir skilja það mávarnir. — Heldurðu, að einhver yrði ást- fanginn af honum? - — Varla, svona steindauðum. — En einu sinni tókst mér að gabba hrafn. — Varð hann ástfanginn? — Nei, ég gabbaði hann með æðar blikum, sem voru úr gipsi. Eg setti nokkra æðarblika á eyrina fyiir neð- an sumarbústaðinn okkar fyrir norð- an, þegar ég var að ala upp endurn- ar, sem núna eru á Tjörninni. Þá kom hrafn og fór að spígspora í kringum þá, hoppa fram og aftur’, og loks skauzt hann að einum þeirra og beit í stélið á honum, en hörfaði jafn- skjótt á hæl. Þegar hann sá, að blik- inn hreyfði sig ekki, varð hann áræðn ari og stökk skyndilega upp á bakið á honum og hjó eldsnöggt í hnakk- ann á honum. — Hann hefur senni- lega orðið fyrir vonbrigðum. Framhald á 44. síðu. — Það er verið að koma því upp, cg það á að verða vísir að vísinda- safni, sem ekki snýr að almenningi, heldur verður það fyrir vísindamenn og þá, sem eru að læra náttúrufræði. — Hvaðan fáið þið fugla til að sloppa? — Þeir koma alls staðar að. Starfs- . menn safnsins hafa líka leyfi til þess að veiða alla fugla nema örn, snæ- uglu og fálka. Kristján er' aftur tekinn að fást við rottuna. — Hún er bitin sums staðar, grey- ið, — hefur lent í mörgum bardögum um dagana. —■ Er ekki erfitt að stoppa svona lítil kvikindi? — Það er erfiðast að stoppa smá- fuglana. Til dæmis eins og þennan hérna, segir hann og réttir fram lít- inn, mógrænan fugl, sem situr á mjói'ri grein og horfir galtómum aug um inn í eilifðina — eins og hann sé að bíða eftir því að endurfæðast. — Þetta er granfugl, flækingur, sem kemur hingað stundum. I-Iann og Refur í sumarbúningí T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 29

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.